Landslið

U17 karla - Strákarnir okkar byrjuðu með sigri - 30.7.2017

Opna Norðurlandamót U17 ára landsliða drengja hófst í dag en leikið var í báðum riðlum mótsins. Mótið fer fram hér á landi.

Lesa meira
 

Úrtökumót fyrir U16 stúlkna - 28.7.2017

Úrtökumót KSÍ fyrir stelpur fer fram á Akranesi, dagana 8. - 12. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Dean Martin U16 þjálfari. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar.

Lesa meira
 

EM 2017 - 0-3 tap í síðasta leik gegn Austurríki í Rotterdam - 26.7.2017

Ísland tapaði í kvöld 0-3 fyrir Austurríki í þriðja, og síðasta, leik sínum á EM 2017. Austurríki skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu því þriðja við undir lok leiksins.

Lesa meira
 

EM 2017 - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 26.7.2017

Ísland leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Austurríki á Sparta Stadion í Rotterdam. Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og á því ekki möguleika að komast áfram.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Austurríkis í Rotterdam - 24.7.2017

Þriðji, og síðasti, leikur Íslands fer fram á Sparta Stadion Het Kasteel í Rotterdam. Þar mun íslenska liðið mæta Austurríki, en þær eru með fjögur stig og í góðum möguleika að fara áfram í 8 liða úrslit. Á vellinum leikur Sparta leiki sína, en hann tekur 11.000 manns í sæti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Freyr segir mikinn áhuga á leikmönnum Íslands - 24.7.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, sagði á fjölmiðlafundi í dag að íslenska liðið gæti farið frá EM með höfuðið hátt. Freyr sagði á fundinum að íslenska liðið hafi lært marft á mótinu og leikmenn hafi vakið áhuga margara erlendra liða.

Lesa meira
 

EM 2017 - Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli og Ísland því úr leik - 22.7.2017

Frakkland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli í kvöld og það er því ljóst að Ísland getur ekki tryggt sér áframhaldandi þátttöku á mótinu þrátt fyrir að eiga eftir leikinn gegn Austurríki. 

Lesa meira
 

EM 2017 - 1-2 tap gegn Sviss í Doetinchem - 22.7.2017

Ísland tapaði í dag fyrir Sviss, 1-2, í öðrum leik sínum á EM 2017. Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik, áður en Sviss jafnaði metin rétt fyrir lok hálfleiksins. Þær svissnesku skoruðu síðan annað mark sitt í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland mætir Sviss í dag - BYRJUNARLIÐ - 22.7.2017

Ísland leikur í dag annan leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Sviss á De Vijverberg vellinum í Doetinchem.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Sviss í Doetinchem - 20.7.2017

Annar leikur Íslands fer fram á De Vijverberg vellinum í Doetinchem. Þar mun íslenska liðið mæta Sviss, en þær töpuðu fyrir Austurríki í fyrsta leik sínum, 0-1. Á vellinum leikur De Graafschap leiki sína, en völlurinn tekur 12.600 manns í sæti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Forseti Íslands heimsótti stelpurnar í dag - 19.7.2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti stelpurnar okkar á hótelið eftir æfingu og snæddi með þeim hádegisverð. Létt var yfir forsetanum og voru stelpurnar hæstánægðar með heimsóknina.

Lesa meira
 

EM 2017 - Léttleiki á æfingu dagsins - 19.7.2017

Það var léttleiki á æfingu hjá stelpunum okkar í dag en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Sviss, en leikurinn fer fram í Doetinchem á laugardaginn næstkomandi.

Lesa meira
 

EM 2017 - Grátlegt 1-0 tap fyrir Frakklandi - 18.7.2017

Ísland tapaði í kvöld 1-0 fyrir Frakklandi í fyrsta leik liðanna á EM í Hollandi. Það var Eugenie Le Sommer sem skoraði sigurmark Frakka af vítapunktinum í enda seinni hálfleiks. Grátlegt tap staðreynd.

Lesa meira
 

EM 2017 - Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi - 18.7.2017

Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í Tilburg og hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland mætir Frakklandi í dag - 18.7.2017

Það er komið að því. Ísland hefur leik í dag á EM 2017 þegar liðið mætir Frakklandi á Koning Willem II Stadion í Tilburg, en þetta er í þriðja skiptið í röð sem Ísland leikur á EM.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fyrsti áfangastaður: Tilburg - 17.7.2017

Fyrsti leikur Íslands fer fram á Koning Willem II stadion í Tilburg. Þar mun íslenska liðið mæta Frakklandi, en þær eru taldar einna líklegastar til að verða krýndar Evrópumeistarar. Völlurinn var upphaflega byggður árið 1995, en endurbættur árið 2000, og tekur hann alls 14.637 í sæti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Frakklands í Tilburg - 17.7.2017

Fyrsti leikur Íslands á EM 2017 er á morgun, þriðjudag, en liðið mætir þá Frakklandi í Tilburg. Í borginni verður stuðningsmannasvæði, “Fan Zone”, og er það staðsett á Pieter Vreedeplein torginu. Svæðið verður opið frá 13:00 – 20:00 og verður nóg að gera þar allan daginn.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fjölmiðlafundur á æfingarsvæði í Ermelo - 16.7.2017

Landsliðið var með fjölmiðlafund í dag við æfingarvöll liðsins í Ermelo. Freyr Alexandersson, Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir voru á fundinum og var rætt um fyrstu daganna í Hollandi, hótellífið og leikinn gegn Frökkum.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fyrsta æfing í Hollandi gekk vel - 15.7.2017

Stelpurnar okkar æfðu í dag á æfingarvellinum í Hollandi og gekk allt að óskum. Veðrið leikur við okkur og er veðurspáin fyrir komandi daga mjög góð. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og eru stelpurnar okkar spenntar fyrir komandi vikum.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar farnar til Hollands - 14.7.2017

Fjölmenni kvaddi íslenska kvennalandsliðið í dag í Leifsstöð þegar stelpurnar lögðu af stað til Hollands, en fyrsti leikur liðsins á EM er á þriðjudaginn kemur gegn Frakklandi.

Lesa meira
 

Fjölmenni mætti á Laugardalsvöll til að hitta kvennalandsliðið - 13.7.2017

Fjölmenni mætti á Laugardalsvöll í gær til að fá eiginhandaráritanir hjá stelpunum okkar, en kvennalandsliðið heldur til Hollands á EM á morgun, föstudag. Áritað var á glænýja liðsmynd sem tekin var af hópnum sérstaklega fyrir EM.

Lesa meira
 

U18 karla - 29 leikmenn valdir til úrtaksæfinga - 12.7.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga sem fara fram 23. og 24. júlí. Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir æfingamót í þessum aldursflokki sem fer fram í Prag í ágúst.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar árita plaköt miðvikudaginn 12. júlí - 11.7.2017

Íslenska kvennalandsliðið leggur af stað til Hollands föstudaginn 14. júlí, en áður en að þeirri ferð kemur mun liðið árita plaköt á Melavellinum (anddyri Laugardalsvallar) miðvikudaginn 12. júlí. Stelpurnar okkar verða á staðnum frá 14:30 – 15:00 og árita glænýja liðsmynd sem tekin var sérstaklega af hópnum fyrir EM.

Lesa meira
 

EM 2017 - fólk hvatt til að sækja miða sem allra fyrst - 11.7.2017

Það er farið að styttast verulega í að Ísland hefji leik á EM 2017 í Hollandi, en fyrsti leikur liðsins er á þriðjudaginn kemur. Því eru þeir stuðningsmenn sem ætla að leggja leið sína til Hollands hvattir til að sækja miða sína á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli sem allra fyrst. Skrifstofan er opin alla virka frá 8-16.

Lesa meira
 

U16 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 10.7.2017

Þorlákur Árnason hefur valið eftirtalda leikmenn fyrir Norðurlandamót U16 karla dagana 30. júlí - 5. ágúst næstkomandi. Leikið er á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lesa meira
 

Stelpurnar okkar klæðast Polo Ralph Lauren fötum frá Mathilda í Kringlunni - 10.7.2017

Það styttist í að stelpurnar okkar haldi á EM í Hollandi, en liðið ferðast út þann 14. júlí. Eitt af stóru atriðunum fyrir mótið er að hafa samræmi þegar kemur að fötum og útbúnaði og munu stelpurnar okkar klæðast glæsilegum fötum frá Polo Ralph Lauren á ferðalögum sínum. 

Lesa meira
 

A kvenna - Fjölmenni mætti og fékk áritanir hjá stelpunum okkar á Selfossi - 7.7.2017

Kvennalandsliðið undirbýr sig þessa daganna af krafti fyrir EM í Hollandi en liðið dvelur um helgina á Selfossi í æfingarbúðum. Eftir æfingu í dag var iðkendum frá Selfossi boðið til að hitta stelpurnar okkar og fá eiginhandaráritanir og myndir teknar af sér með landsliðinu.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Tap gegn Þýskalandi í dag - 6.7.2017

Ísland tapaði síðasta leik sínum á Norðurlandamóti U16 kvenna í dag gegn Þýskalandi 4-0 og endaði liðið því mótið í 4. sæti. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn allan leikinn og voru 3-0 yfir í hálfleik. Bættu þær síðan við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

Ísland aldrei ofar á heimslista FIFA - 6.7.2017

Nýr heimslisti FIFA var gefinn út í dag og er Ísland komið í 19.sæti, upp um þrjú frá síðustu útgáfu listans. Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum en frábær úrslit gegn Króatíu gerðu það að verkum að liðið stökk yfir Slóvakíu, Egyptaland og Kosta Ríka.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Leikið um bronsið í dag - 6.7.2017

Ísland leikur í dag um bronsið á Norðurlandamóti U16 kvenna í Finnlandi. Andstæðingar dagsins eru Þýskaland og hefst leikurinn klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið hefur leikið mjög vel á mótinu, unnið Finnland og Svíþjóð en tapað fyrir Frakklandi. Þýskaland vann Danmörk, gerði jafntefli við Hollendinga en töpuðu fyrir Noregi. Það má því búast við góðum og spennandi leik í dag.

Lesa meira
 

Lest frá Helsinki til Tampere - 5.7.2017

VITA Sport ætlar að bjóða upp á lest frá Helsinki til Tampere á landsleik Finnlands og Íslands. Lestin fer klukkan 16:28 frá lestarstöð í Helsinki sem er 200 m frá körfuboltahöllinni þar sem körfuboltalandslið Íslands leikur fyrr um daginn, klukkan 14:00. Lestin stoppar síðan 400 m frá vellinum í Tampere, áætluð koma þangað er klukkan 18:20 og hefst leikurinn 19:00.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Frábær sigur á Svíum - 4.7.2017

U16 ára lið kvenna lék seinasta leik sinn í riðlakeppni á Opna Norðurlandamótinu í dag en leiknum lauk með frábærum 3-2 sigri á Svíum. Seinasti leikur Íslands verður á fimmtudaginn en þá er leikið um 3. - 4. sæti en mótherjar Íslands í leiknum er Þýskaland. Leikurinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U16 kvenna – Síðasti leikur riðlakeppninnar í dag - 4.7.2017

U16 ára landslið kvenna leikur í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem haldið er í Finnlandi. Svíþjóð er andstæðingur Íslands í dag og hefst leikurinn klukkan 15:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

500 miðar til viðbótar á Finnland – Ísland - 3.7.2017

KSÍ hefur fengið 500 miða til viðbótar á leikinn gegn Finnlandi, en áður höfðu allir 2000 miðar sem fengust selst upp. Völlurinn tekur um 16.800 manns í sæti og því er ljóst að stuðningur við liðið verður mikill á leiknum.

Lesa meira
 

U16 kvenna - 1-0 tap gegn Frökkum - 2.7.2017

Ísland lék í dag annan leik sinn á Norðurlandamóti U16 kvenna þegar liðið mætti Frakklandi. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og íslenska liðið spilaði vel, þó Frakkar hafi aðeins verið meira með boltann án þess að skapa mikla hættu. Lesa meira
 

U16 kvenna - Góður sigur í fyrsta leik - 1.7.2017

U16 kvenna hóf Norðurlandamótið með góðum sigri á Finnlandi, 2-1. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Finnar náðu að jafna eftir hlé, en Barbára Sól Gísladóttir skoraði síðan sigurmark Íslands um miðjan seinni hálfleik og þar við sat.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög