Landslið

A kvenna - Miðasala á leik Íslands og Brasilíu hefst klukkan 12:00 - 30.5.2017

Stelpurnar okkar leika kveðjuleik á Laugardalsvelli gegn Brasilíu áður en haldið er á EM í Hollandi. Þetta er engin smáleikur en Brasilía, eitt besta landsliðs heims, mætir á Laugardalsvöllinn og etur kappi við stelpurnar okkar.

Lesa meira
 

U21 karla - Vináttuleikur við Englendinga - 29.5.2017

Búið er að semja við England um vináttulandsleik ytra. Leikið verður 10. júní kl. 11:00 á St Georg´s Park æfingasvæði Englendinga. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir næsta EM og liður í undirbúningi U21 Englands fyrir lokakeppni EM í Póllandi í sumar.

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingahópur vegna undirbúnings fyrir NM U17 á Íslandi - 29.5.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þátttöku á æfingum dagana 14.- og 15.júní. 

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Írlandi og Brasilíu - 26.5.2017

Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki við Írland og Brasilíu en leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Hollandi. Fyrri leikurinn fer fram þann 8. júní en seinni leikurinn er kveðjuleikur Íslands og er hann gegn Brasilíu þann 13. júní á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn sem tekur þátt í milliriðli EM - 26.5.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt í milliriðli Evrópumótsins í Þýskalandi 4.-13. júní næstkomandi. Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi. 

Lesa meira
 

A karla - Aukamiðar á Finnland - Ísland í sölu þann 24. maí - 19.5.2017

Mikill áhugi er á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram þann 2. september í Tampere í Finnlandi. Allir miðar á svæði stuðningsmanna Íslands seldist upp þegar þeir fóru í sölu og óskaði KSÍ eftir fleiri miðum. Það bar árangur og fara 400 miðar í sölu n.k. miðvikudag.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Brasilíu þann 13. júní - 19.5.2017

Kvennalandsliðið mun mæta Brasilíu í vináttuleik þann 13. júní en þetta verður kveðjuleikur íslenska liðsins áður en haldið er á EM í Hollandi. Samningur milli KSÍ og brasilíska knattspyrnusambandsins um leikinn var undirritaður í gærkvöldi.

Lesa meira
 

Ísland - Króatía : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 15.5.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 18. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Uppselt á leik Íslands og Króatíu - 5.5.2017

Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli, sunnudaginn 11. júní, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM hefst í dag - 3.5.2017

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM hefst á föstudaginn, 5. maí, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 11. júní, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Lesa meira
 

A karla - Uppselt á Finnland - Ísland - 2.5.2017

Allir miðar sem KSÍ fékk á Finnland - Ísland eru uppseldir. Mikill áhugi er fyrir leiknum meðal íslenskra stuðningsmanna en karlalandsliðið í körfubolta leikur sama dag við Pólland í Helsinki en leikurinn við Finna, sem er í undankeppni HM, fer fram í Tampere. 1300 miðar seldust upp á svæði stuðningsmanna Íslands en KSÍ hefur óskað eftir fleiri miðum og munum við birta á vef KSÍ og samfélagsmiðlum ef fleiri miðar verða í boði.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög