Landslið

Freyr Alexandersson: “Gaman að fá Færeyjar” - 25.4.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með að fá að mæta Færeyingum í undankeppni HM 2019 en Færeyingar eru nú í fyrsta sinn með í undankeppni HM kvenna.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Þýskalandi í undankeppni HM kvenna 2019 - 25.4.2017

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM kvenna 2019. Riðill Íslands er nokkuð sterkur þar sem Þýskaland er augljóslega sterkasti mótherjinn.

Lesa meira
 

Dregið í dag í undankeppni HM kvenna - 25.4.2017

Í hádeginu í dag verður dregið í riðla í undankeppni HM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í öðrum styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala á Finnland - Ísland hefst í dag, mánudag - 19.4.2017

Miðasala á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM sem fram fer laugardaginn 2. september í Finnlandi hefst mánudaginn 24. apríl klukkan 12:00 á Miði.is.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum - 13.4.2017

U19 kvenna gerði 1-1 jafn­tefli við Ung­verja­land þegar liðin mætt­ust í vináttu­lands­leik á Grosics Gyula Stadi­on í Tata­bánya í Ung­verjalandi í morg­un. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir skoraði mark Íslands á 25. mínútu leiksins en Anna átti glæsilegt skot sem endaði í marki ungverska liðsins.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Ungverjum í fyrramálið, fimmtudag - 12.4.2017

U19 kvenna leikur í fyrramálið, fimmtudag, seinni vináttuleikinn gegn Ungverjalandi. Liðin mættust á þriðjudaginn var og unnu Ungverjar þá 2-0 sigur. Leikirnir eru hluta af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Tap í spennandi leik gegn Ungverjum - 11.4.2017

U19 kvenna tapaði 0-2 gegn Ungverjalandi í vináttuleik sem fram fór í dag. Ungverjar komust í 2-0 í fyrri hálfleik en stelpurnar okkar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og áttu góð færi til að skora.

Lesa meira
 

A kvenna - Tap gegn Hollandi - 11.4.2017

Kvennalandsliðið tapaði 0-4 gegn Hollandi í vináttuleik sem fram fór í Vijverberg í dag. Hollendingar voru sterkari aðilinn og stjórnuðu leiknum lengst af. Úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi í sumar og var leikurinn hluti af undirbúningi liðanna.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Hollandi í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 11.4.2017

Holland og Ísland mætast í vináttuleik kvennalandsiða þjóðanna í dag. Leikurinn fer fram á Vijverberg leikvangnum í Doetinchem í Hollandi og hefst kl. 17:00. Um er að ræða 9. viðureign þjóðanna sem fyrst mættust í undankeppni EM árið 1995.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Ungverjum í dag - Byrjunarlið - 11.4.2017

U19 kvenna leikur í dag, þriðjudag, fyrri vináttuleikinn gegn Ungverjalandi. Liðin mætast að nýju á fimmtudaginn. Leikirnir eru hluta af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Hollandi í dag - 9.4.2017

A landslið kvenna er nú í Hollandi þar sem liðið dvelur á sama hóteli og það verður á þegar lokakeppni EM fer fram í sumar. Dvölin á hótelinu núna er einstakt tækifæri til að slípa til það sem í ólagi er og tryggja þannig að allt verði í góðu standi þegar stóra stundin rennur upp þann 14. júlí nk. en þá heldur liðið til Hollands.

Lesa meira
 

A kvenna - 0-2 sigur gegn Slóvakíu - 6.4.2017

A landslið kvenna sigraði Slóvakíu 0-2 í vináttuleik í Senec í Slóvakíu í dag. Það voru þær Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands. Sigur Íslands var nokkuð öruggur og hefði hæglega getað orðið stærri. Mark Berglindar var hennar fyrsta mark fyrir landsliðið og ljóst að það var langþráð.

Lesa meira
 

A kvenna – Vináttuleikur gegn Slóvakíu í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 6.4.2017

A landslið kvenna leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Landsliðið hefur dvalið í Senec síðan á mánudag og hefur undirbúningur fyrir leikinn gengið vel.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðið komið til Senec í Slóvakíu - 4.4.2017

A landslið kvenna er nú mætt til Senec í Slóvakíu þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttuleik á fimmtudag. Nú þegar aðeins eru um 100 dagar þar til EM í Hollandi hefst er góður gangur í undirbúningnum og gott líkamlegt ástand á leikmönnum.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu - 4.4.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka og stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Kórnum 10. - 12. apríl. Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur gegn Portúgal dugði ekki til - 2.4.2017

U17 kvenna vann í dag góðan 4-1 sigur á Portúgal í milliriðli fyrir EM. Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir skoraði þrennu í leiknum og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir eitt mark.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Portúgal á morgun, sunnudag - 1.4.2017

U17 kvenna leikur lokaleik sinn í milliriðli á morgun, sunnudag. Leikurinn er gegn Portúgal en stelpurnar okkar eiga ennþá möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Til að það gangi upp þarf Ísland að vinna Portúgal og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum í milliriðli.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög