Landslið

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur gegn Ungverjum - 31.3.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Ungverjum ytra 11. og 13. apríl.

Lesa meira
 

U17 kvenna - 3-0 tap gegn Spánverjum - 30.3.2017

U17 ára landslið kvenna tapaði gegn Spánverjum í dag í milliriðli fyrir EM. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Spán sem skoraði öll mörk sín í síðari hálfleik. Lokaleikur Íslands í milliriðlinum verður gegn Portúgal á sunnudaginn. Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Spánverjum í dag - 30.3.2017

U17 kvenna leikur annan leik sinn í milliriðli fyrir EM í dag. Leikurinn er gegn Spáni og verður blásið til leiks klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á netinu og mun hlekkur á leikinn koma á Facebook-síðu KSI.
Lesa meira
 

Kvennalandsliðið í næstefsta styrkleikaflokki  - 29.3.2017

Kvenna­landsliðið verður í næ­stefsta styrk­leika­flokki þegar dregið verður í riðla fyr­ir undan­keppni HM 2019 þann 25. apríl. Styrk­leika­flokk­arn­ir eru fimm og verður dregið í sjö riðla. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM, og fjög­ur lið með best­an ár­ang­ur í 2. sæti fara í um­spil um tvö laus sæti til viðbót­ar.

Lesa meira
 

A kvenna - Landsliðshópurinn sem mætir Slóvakíu og Hollandi - 29.3.2017

Kvennalandsliðið leikur tvo vináttuleiki í apríl við Slóvakíu og Holland en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer í þessi verkefni og má sjá hópinn hér.

Lesa meira
 

A karla – Góður 1-0 sigur á Írlandi - 28.3.2017

slenska karlalandsliðið vann góðan 1-0 sigur á Írum í vináttuleik þjóðanna sem fram fór á Aviva leikvangnum í Dublin í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sigur gegn Sádí Arabíu - 28.3.2017

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Sádí Arabíu í dag en vináttulandsleikur liðanna var leikinn í Róm.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland en markalaust var í leikhléi.  Góður undirbúningur liðsins að baki fyrir undankeppni EM en liðið lék þrjá leiki í ferðinni. 

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Svíum í milliriðli fyrir EM - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna vann frábæran 1-0 sigur á Svíum í fyrsta leik sín­um í mill­iriðli Evr­ópu­móts­ins en riðill­inn er leikinn í Portúgal. Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir leikmaður Þrótt­ar Reykja­vík­ur skoraði sig­ur­markið á 8. mín­útu leiksins.

Lesa meira
 

U21 karla – Vináttuleikur við Saudi Arabíu í dag - 28.3.2017

U21 árs lið karla leikur vináttuleik gegn Saudi Arabíu í dag. Leikurinn sem fer fram á Ítalíu hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er þriðji og síðasti vináttuleikur liðsins á einni viku en tveir leikir gegn Georgíu fóru fram í síðustu viku og um helgina. Fyrri leikurinn tapaðist 1-3 en þeim síðari lauk með jafntefli 4-4.

Lesa meira
 

A karla - Vináttuleikur gegn Írlandi í Dublin í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 28.3.2017

A landslið karla leikur vináttuleik gegn Írum í Dublin í dag. Leikurinn verður 11 viðureign þjóðanna sem fyrst mættust á Laugardalsvelli í vináttuleik 1958. Leikurinn sá endaði með sigri Írlands (2-3) þar sem Helgi Björgvinsson og Þórður Þórðarson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Byrjunarliðið á gegn Svíþjóð - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í milliriðli fyrir EM 2017 í dag gegn Svíþjóð. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og er það skipað eftirtöldum leikmönnum.

Lesa meira
 

A karla - Arnór Smárason kallaður í hópinn - 26.3.2017

Arnór Smárason hefur verið kallaður inn í hóp A landsliðs karla sem mætir Írlandi í vináttuleik á þriðjudag. Arnór kemur til móts við hópinn í Dublin í dag. Arnór sem á að baki 21 leik með A landsliðinu og hefur skorað í þeim 2 mörk, lék síðast með landsliðinu í China Cup í janúar.

Lesa meira
 

A karla - Arnór, Emil og Gylfi ekki með gegn Írlandi - 25.3.2017

Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson, munu ekki leika vináttuleikinn gegn Írlandi á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Jafntefli í markaleik - 25.3.2017

Strákarnir í U21 léku í dag anna vináttulandsleikinn gegn Georgíu á þremur dögum en leikið var í Tiblisi.  Heimamenn höfðu betur í fyrri leiknum en í dag endaði leikurinn með jafntefli, 4 - 4.  Liðið heldur nú til Rómar þar sem leikið verður gegn Sádí Arabíu á þriðjudaginn.  Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Georgíu klukkan 10:00 í dag - Byrjunarliðið - 24.3.2017

U21 karla leikur seinni leik sinn við Georgíu á laugardagsmorgun en leikurinn hefst klukkan 10:00. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 sigri Georgíu en þar fengu margir leikmenn að stíga sín fyrsta skref með landsliðinu.

Lesa meira
 

A karla - Sigur gegn Kosóvó - 24.3.2017

Strákarnir okkar unnu 1-2 sigur á Kosóvó í undankeppni HM en leikurinn fór fram í Albaníu. Sigurinn var torsóttur en íslenska liðið byrjaði vel og leiddi 0-2 eftir 35. mínútu en Kosóvar létu íslenska liðið heldur betur hafa fyrir hlutunum. Sigurinn skilar Íslandi í 2. sæti riðilsins og það verður risastór leikur gegn Króatíu í júní.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Kósóvó - 24.3.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 11 leikmenn sem munu hefja leik fyrir Íslands hönd í leiknum á móti Kósóvó í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6 leikmenn úr byrjunarliðinu hófu einnig leikinn gegn Króatíu í nóvember sem var síðasti leikur Íslands í undankeppninni. 

Lesa meira
 

A karla – Leikur gegn Kósóvó í dag - 24.3.2017

A landslið karla leikur gegn Kósóvó í Shkoder í Albaníu í dag. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 þar sem Ísland er í þriðja sæti I riðils en Kósóvó er í því sjötta með 1 stig.

Lesa meira
 

Landsliðið á uppleið á heimslista FIFA - 24.3.2017

Kvennalandsliðið fór í 18. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Liðið færir sig upp á listanum en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Spán og sigruðu Kína á Algarve mótinu fyrr í mánuðinum en tapaði gegn Noregi og Japan.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið komið til Albaníu - 22.3.2017

A landslið karla mætti til Albaníu í dag eftir þriggja daga dvöl í Parma á Ítalíu. Flogið var til Tirana og ekið þaðan til Shkoder þar sem leikurinn gegn Kósóvó mun fara fram á föstudag.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Heimasigur í fyrri leiknum - 22.3.2017

Strákarnir í U21 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Georgiu en báðir leikirnir fara fram í Tiblisi.  Það voru heimamenn sem höfðu betur, 3 - 1, eftir að þeir höfðu leitt, 1 - 0, í leikhléi Liðin mætast svo aftur á laugardaginn á sama leikstað en þriðji leikur Íslands í þessari leikjatörn verður í Róm, 28. mars, þegar liðið mætir Sádí Arabíu.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Georgíu í dag - Byrjunarliðið tilkynnt - 22.3.2017

U21 karla leikur í vikunni tvo vináttuleiki við Georgíu en leikirnir fara fram á Mikheil Meskhi Stadium í Tbilisi. Fyrri leikurinn er í dag, miðvikudag, en liðin mætast svo aftur á laugardaginn. Á þriðjudaginn mætir svo U21 karla Saudi Arabíu en leikurinn fer fram á Ítalíu. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 

EM kvenna - Miðasölu fyrir stuðningsmenn Íslands lokið - 22.3.2017

Sérstakri miðasölu fyrir stuðningsmenn á leiki Íslands á EM kvenna í Hollandi er nú lokið.  Ennþá er hægt að kaupa miða á leiki Íslands, sem og aðra leiki keppninnnar, í gegnum miðasölu hjá UEFA Lesa meira
 

A karla – Landsliðsmenn mættir til Parma - 20.3.2017

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Parma á Ítalíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósóvó. Leikurinn sem er fimmti leikur liðsins í undankeppni HM 2018 verður á föstudaginn í Shkoder í Albaníu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópur vegna milliriðils fyrir EM - 20.3.2017

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika í milliriðli EM 26. mars til 3. apríl næstkomandi. Leikið er í Portúgal.

Lesa meira
 

A karla - hópurinn sem mætir Kósóvó og Írlandi - 17.3.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Kósóvó þann 24. mars og Írlandi 28. mars. Leikurinn gegn Kósóvó sem er í undankeppni HM 2018 verður leikinn í Shkoder í Albaníu en leikurinn gegn Írlandi er vináttuleikur sem spilaður verður í Dublin.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 24.-26. mars - 17.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U19 karla sem fram fara 24.-26. mars næstkomandi.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar.

Lesa meira
 

EM kvenna – Miðasalan framlengd til þriðjudagsins 21. mars - 15.3.2017

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasöluna á EM kvenna í Hollandi, fyrir íslenska stuðningsmenn, en miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is.  Bætt hefur verið við miðum á alla leiki Íslands í keppninni, í flestum verðflokkum, en þeir barnamiðar sem KSÍ fékk til umráða eru uppseldir.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Georgíu og Sádí Arabíu - 14.3.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur þrjá vináttuleiki í mars. Liðið leikur gegn Georgíu 22. og 25. mars í Georgíu og leikur síðan gegn Sádí Arabíu 28. mars á Ítalíu.

Lesa meira
 

80 strákar á æfingum hjá U18 og U17 um helgina - 13.3.2017

Sameiginlegar æfinga U18 og U17 karla fóru fram í Kórnum og Egilshöll um helgina. Alls tóku um 70 drengir, þátt í æfingunum sem voru undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar , Dean Martin og Þorláks Más Árnassonar. Strákarnir sem tóku þátt í æfingunum eru fæddir 2000 og 2001.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla 24.-26. mars - 13.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U16 karla (2002) sem fram fara 24. - 26. mars næstkomandi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og verða undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

U21 karla - Vináttuleikur við Sádí Arabíu á Ítalíu - 9.3.2017

Samið hefur verið við Sádi Araba um að U21 landslið þjóðanna leiki vináttuleik í Fiuggi á Ítalíu þann 28. mars.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Jafntefli gegn Austurríki - 9.3.2017

U17 kvenna lék seinni vináttuleikinn við Austurríki í dag. Leikurinn var bráðfjörugur og endaði með 2-2 jafntefli. Fyrri leikur liðanna fór 2-0 fyrir Íslandi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland og Austurríki mætast aftur í dag - Byrjunarlið - 9.3.2017

U17 kvenna leikur seinni vinátuleik sinn við Austurríki í dag og er blásið til leiks klukkan 10:00. Fyrri leikurinn var á þriðjudaginn og þá vann ísland 2-0 sigur. Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

A kvenna - Sigur á Kína í lokaleiknum á Algarve-mótinu - 8.3.2017

Stelpurnar okkar unnu góðan 2-1 sigur á Kína í lokaleik Algarve-mótsins. Ísland hafnaði því í 9. sæti mótsins. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerði margar breytingar milli leikja og lék liðið mismunandi leikkerfi sem verða mögulega notuð á EM í sumar.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum á Algarve Cup - 8.3.2017

Lokaleikur Íslands á Algarve Cup að þessu sinni verður gegn Kína. Þjóðirnar mættust síðast á Sincere Cup í Kína í október sl. og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli þar sem Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna - 8.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U16 kvenna (2002) sem fram fara 17. - 19. mars næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki - 7.3.2017

U17 kvenna vann góðan 2-0 sigur á Austurríki í dag. Fyrra mark Íslands kom strax á 10. mínútu en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem skoraði markið en Hlín Eiríksdóttir skoraði seinna mark Íslands en markið kom á 40. mínútu eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur við Austurríki í dag - Byrjunarlið - 7.3.2017

U17 kvenna leikur tvo vináttuleiki í vikunni við Austurríki. Fyrri leikurinn er í dag og hefst hann klukkan 15:00. Seinni leikurinn er á fimmtudaginn en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup - 6.3.2017

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup í dag þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Leikurinn í dag var besti leikur Íslands til þessa í mótinu og var íslenska liðið mun nær því að ná í öll stigin úr þessum leik.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarliðið gegn Spáni í dag - 6.3.2017

Síðasti dagur riðlakeppninnar á Algarve Cup er í dag. Staðan í riðli Íslands er þannig að Spánn hefur unnið báða sína leiki til þessa og er þar með efst í riðlinum með 6 stig,

Lesa meira
 

EM 2017 - Miðasala á vegum KSÍ lýkur þann 15. mars - 6.3.2017

Miðasala á vegum KSÍ á leiki Íslands á EM 2017 í Hollandi lýkur þann 15. mars. Eftir þann tíma verður einungis hægt að kaupa miða á miðasöluvef UEFA en þá er ekki tryggt að sætin séu meðal stuðningsmanna Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna (fæddar 2001) - 6.3.2017

Jörundur Áki Sveinsson,landsliðsþjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn til úrtaksæfinga fyrir U16 kvenna. Æfingarnar fara fram 17. – 19. mars n.k.

Lesa meira
 

A kvenna – Tap gegn Japan á Algarve Cup - 3.3.2017

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Japan í leik liðanna á Algarve Cup í Portúgal í dag. Japan komst yfir með marki frá Yui Hasagawa á 11. mínútu leiksins. Hún var svo aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar þegar hún skoraði seinna mark leiksins.

Lesa meira
 

A kvenna - 100 leikur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur - 3.3.2017

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 100 A landsleik í dag. Fyrsti leikur Söru með landsliðinu var 26. ágnúst 2007 þegar hún kom inná sem varamaður í útileik á móti Slóveníu.

Lesa meira
 

U17 karla - Jafntefli gegn Króatíu - 3.3.2017

U17 karla lék lokaleik sinn á UEFA-móti sem fram fór í Skotlandi í vikunni í dag. Leikurinn var gegn Króatíu og endaði með markalausu jafntefli. Strákarnir okkar áttu betri færi í leiknum og léku vel en náðu samt ekki að skora.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland leikur gegn Japan á Algarve Cup í dag - 3.3.2017

Annar leikdagur á Algarve Cup verður leikinn í dag í roki og rigningu. Ísland mætir Japan í dag en liðin hafa einu sinni áður mæst og var það einmitt á Algarve Cup fyrir tveimur árum síðan.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Króatíu í dag - 2.3.2017

Lokaleikur U17 karla á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi er í dag en þá mæta strákarnir okkar Króatíu.

Lesa meira
 

A kvenna - Guðmunda Brynja kölluð inn í hópinn - 2.3.2017

Eins og vitað er meiddist Sandra María Jessen í leiknum gegn Noregi á Algarve Cup í gær.  Í myndatökum í gærkveldi kom í ljós að Sandra er óbrotin en hún mun gangast undir frekari skoðun næstu daga.   Lesa meira
 

U18 karla - Úrtaksæfingar - 2.3.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U18 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U18 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög