Landslið

U17 landslið karla

U17 karla - Stefán Viðar kemur inn fyrir Jökul - 28.2.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Edinborg í Skotlandi.  Leikið verður gegn heimamönnum, Austurríki og Króatíu og fara leikirnir fram dagana 27. febrúar til 3. mars.

Lesa meira
 

A kvenna – Mikilvægur hluti undirbúnings fyrir EM hafinn í Algarve - 27.2.2017

A landslið kvenna kom til Algarve í Portúgal seint í gærkveldi eftir langt og strangt ferðalag. Vegna snjóþunga í Reykjavík varð töluverð seinkun á flugi frá Keflavík sem varð til þess að hópurinn missti af tengiflugi frá Amsterdam til Lissabon.

Lesa meira
 

U17 karla - Jafntefli gegn Austurríki - 27.2.2017

U17 karla gerði 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi. Austurríki komst tvívegis yfir í leiknum en strákarnir okkar náðu að jafna metin í tvígang og lauk leiknum því með jafntefli. Það var því farið beint í vítakeppni þar sem Austurríki hafði betur, 4-3, og fær því 2 stig en Ísland fær 1 stig.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 27.2.2017

U17 karla hefur leik í dag á undirbúningsmóti UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Ísland er í riðli með Skotum, Króatíu og Austurríki og eru Austurríkismenn mótherjar Íslands í leiknum í dag sem hefst klukkan 15:30.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki - 24.2.2017

U17 kvenna vann 1-0 sigur á Austurríki í seinasta leik liðsins á UEFA æfingarmóti sem fram fór á Skotlandi. Eina mark leiksins kom í seinni hálfleik en það var Signý Elfa Sigurðardóttir sem skoraði mark Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Leikið gegn Austurríki í dag - 24.2.2017

Í dag er leikið við lið Austurríkis sem unnið hefur báða leiki sína í mótinu til þessa. Leikurinn hefst kl.11 eins og leikur Skotlands og Tékklands.

Lesa meira
 

Sara Björk tilnefnd í lið ársins hjá FIFPro - 23.2.2017

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, leikmaður Wolfs­burg og ís­lenska ­landsliðsins, hef­ur verið til­nefnd í lið árs­ins í heim­in­um af FIFPro, Alþjóðlegu leik­manna­sam­tök­un­um.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap gegn Skotlandi - 22.2.2017

U17 kvenna tapaði 3-0 í dag gegn Skot­um á æf­inga­móti sem fram fer í Skotlandi. Skot­ar leiddu 1-0 eft­ir fyrri hálfleik­inn og bættu svo við tveim­ur mörk­um í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem mætir Austurríki - 22.2.2017

U17 ára landslið kvenna mætir Austurríki þann 7. og 9. mars en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM U17 sem leikinn verður í lok mars. Leikirnir fara fram í Austurríki en æfingar fyrir leikina fara fram 3. – 5. mars.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur boðaðar til æfinga 3. - 5. mars - 22.2.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3. - 5. mars. 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum í dag - 22.2.2017

Ísland leikur gegn Skotlandi í dag á æfingamóti UEFA í Edinborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 (ath breyttur leiktími).

Lesa meira
 

U17 kvenna - Naumt tap gegn Tékkum - 21.2.2017

U17 kvenna tapaði fyr­ir Tékk­um, 1-0, í fyrsta leik sín­um á æfingamóti á vegum UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu en leikurinn var jafn og spennandi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 20.2.2017

U17 ára landslið kvenna er þessa dagana í Skotlandi og tekur þar þátt í æfingamóti á vegum UEFA. Fyrsi leikur liðsins er gegn Tékkum í dag og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 16.2.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á úrtaksæfingar U19 karla (1999) sem fram fara 24. – 25. febrúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar landsliðsþjálfara U19 karla.

Lesa meira
 

U21 karla - Tveir vináttuleikir við Georgíu í mars - 16.2.2017

Búið er að semja við Georgíu um tvo vináttulandsleiki ytra í mars en leikið verður í Tbilisi. Leikirnir fara fram dagana 22. og 25. mars. 

Lesa meira
 

A kvenna - Leikmannahópurinn sem tekur þátt í Algarve Cup - 16.2.2017

Freyr Alexandersson hefur nú valið 23 leikmenn sem taka þátt í Algarve Cup. Mótið fer fram í Algarve í Portúgal 1. – 8. mars og leikur Ísland í riðli með Noregi, Japan og Spáni.

Lesa meira
 

Ríkharður Jónsson látinn - 15.2.2017

Ríkharður Jónsson, einn þekktasti knattspyrnumaður Íslands, lést í gærkvöldi, 14. febrúar, á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Ríkharður var fæddur 12. nóvember árið 1929 og var því 87 ára þegar hann lést. Ríkharður átti einstakan knattspyrnuferil og hampaði m.a. sex Íslandsmeistaratitlum og var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 20. sæti - 9.2.2017

Á nýjum styrkleikaslista FIFA, sem út kom í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 20. sæti og hefur það aldrei verið hærra.  Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Argentína trónir á toppi listans og Brasilía koma næstir. Lesa meira
 
Stadion De Vijverbeg Doetinchem

A kvenna - Leikið við Holland 11. apríl - 9.2.2017

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik De Vijverberg vellinum í Doetinchem, þann 11. apríl næstkomandi.  Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM í sumar en Ísland mun einmitt leika á þessum velli í úrslitakeppninni. Lesa meira
 

A karla - Góð frammistaða í Las Vegas þrátt fyrir tap - 9.2.2017

Ísland tapaði fyrir Mexíkó í vináttuleik þjóðanna sem fram fór í Las Vegas í nótt. Lokaniðurstaða leiksins var 1-0 fyrir Mexíkó en mark leiksins skoraði Alan Pulido á 21. mínútu eftir aukaspyrnu.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó - 9.2.2017

Ísland mætir Mexíkó í nótt klukkan 3:06. Leikurinn fer fram á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

A karla – Leikur gegn Mexíkó í Las Vegas á morgun - 7.2.2017

A landslið karla leikur gegn Mexíkó á morgun í Las Vegas og hefur liðið, sem kom til Las Vegas á sunnudagskvöldið, undirbúið sig undir leikinn síðustu tvo daga. Tvær æfingar hafa farið fram og hefur þjálfarateymið notað þær til að undirbúa liðið sem best fyrir leikinn sem fram fer á Sam Boyd leikvanginum á morgun kl. 19:06 að staðartíma (3:06 ísl tíma aðfaranótt fimmtudags).

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópur valinn til úrtaksæfinga um helgina - 7.2.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og eru einungis leikmenn frá íslenskum félagsliðum í úrtakshópnum en hann telur 33 leikmenn frá 16 félögum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem leikur í Skotlandi - 7.2.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt landslið Íslands sem leikur í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Edinborg í Skotlandi 19.-25. Febrúar n.k.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla - Tvær breytingar á hópnum sem spilar á móti Mexíkó - 4.2.2017

vær breytingar hafa verið gerðar á A landsliði karla sem leikur gegn Mexíkó miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi. Ingvar Jónsson þurfti að draga sig út úr hópnum vegna veikinda... Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar 10.-12. febrúar - 3.2.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 karla sem fram fara dagana 10.-12. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar landsliðsþjálfara U17 karla.  Hópurinn

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög