Landslið

A karla - Leikmannahópurinn sem mætir Mexíkó - 31.1.2017

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið þá leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í næstu viku. Leikurinn fer fram á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas miðvikudaginn 8. febrúar kl. 19:06 að staðartíma (3:06 að nóttu 9. febrúar).

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar 3.-5. febrúar - 30.1.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 kvenna sem fram fara dagana 3. – 5. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 27.1.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3. – 5. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

A karla – Íslenski sendiherrann í Kína heimsótti leikmenn - 26.1.2017

Áhrifin af íslenska fótboltaævintýrinu eru víða sýnileg og snerta við fólki út um allan heim. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í Kína um China Cup á meðan á mótinu stóð í janúar.

Lesa meira
 

Eyjólfur Sverrisson: “Öll liðin eru verðugir mótherjar” - 26.1.2017

Eyjólfi Sverrissyni, landsliðsliðsþjálfara U21 karla, leist vel á riðilinn sem Ísland dróst í undankeppni EM 2019. Ísland er í riðli með Norður Írlandi, Eistlandi, Albaníu, Slóvakíu og Spáni og segir Eyjólfur öll liðin í riðlinum verðuga mótherja.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland í riðli með Spánverjum - Leikdagar - 26.1.2017

U21 karla er í riðli með Norður Írlandi, Albaníu, Eistlandi, Slóvakíu og Spáni í undakeppni fyrir EM 2019. Lokamótið fer fram sumarið 2019 á Ítalíu

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið tilnefnt í nýjum flokki Laureus samtakanna - 23.1.2017

Eins og fram hefur komið var íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna í flokknum „Breakthroug of the Year“. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 27.-29. janúar - 20.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U19 ára landsliðs karla. Æfingarnar fara fram 27.-29. janúar undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. 

Lesa meira
 

EM 2017 - Barnamiðar eru uppseldir - 18.1.2017

Miðasala á leiki Íslands á EM 2017 gengur vel. Barnamiðar eru uppseldir á leikina en það eru miðar sem voru seldir með 50% afslætti. Hægt er að kaupa miða á leiki Íslands í verðsvæði 2 á fullu verði en þeir gilda jafnt fyrir börn sem fullorðna.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna og karla - 18.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U16 kvenna og karla. Úrtaksæfingar U16 kvenna fara fram 20. - 22. janúar næstkomandi og úrtaksæfingar U16 karla fara fram 27. - 29. janúar.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar U16 drengja á Norðurlandi - 18.1.2017

Valdir hafa verið 24 drengir til þátttöku í landshlutaæfingum U16 drengja á Norðurlandi. Æfingarnar fara fram í Boganum 11. febrúar undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 2. sæti á China Cup - 15.1.2017

Ísland endaði í 2. sæti China Cup eftir að tapa 1-0 gegn Síle í úrslitaleiknum. Eina mark leiksins kom á 19. mínútu en það var Angelo Sagal sem skoraði markið með skalla. Íslenska liðið fékk ágæt færi til að jafna metin í leiknum en hafði ekki árangur sem erfiði og svo fór að Síle fagnaði sigri.

Lesa meira
 

A karla - Úrslitaleikur China Cup í dag - Byrjunarlið Íslands - 15.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

A karla – Ísland og Síle eigast við á morgun - Viðtöl - 14.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 á morgun, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

A karla - Skemmtileg heimsókn í kínverskan skóla - Myndband - 13.1.2017

Undirbúningur landsliðsins fyrir úrslitaleik China Cup hefur gengið vel. 8 klukkustunda tímamismunur á milli Íslands og Kína og hafa leikmenn átt misauðvelt með að aðlagast þessum tímamismun. Þrátt fyrir það er virkilega góður andi í hópnum og allir ákveðnir í að eiga góðan leik á sunnudag.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna (2001) - 13.1.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna (fæddar 2001), hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 20. – 22. janúar 2017. Hér að neðan má finna hópinn.

Lesa meira
 

A karla – Hannes Þór ekki meira með á China Cup - 13.1.2017

Hannes Þór Halldórsson fékk högg á hné í leiknum á móti Kína á dögunum. Hannes hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkrateymi íslenska liðsins síðustu daga og í samráði við félag hans í Danmörku, Randers, var ákveðið að hann héldi heim fyrr en áætlað var þar sem meðhöndlun verður haldið áfram.

Lesa meira
 

Íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna - 11.1.2017

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið tilnefnt til hinna virtu Laureus verðlauna en þau hafa verið afhent árlega frá árinu 2000. Liðið er tilnefnt í flokknum „Framfarir ársins“ fyrir afrek sitt á EM í Frakklandi síðasta sumar. Laureus verðlaunin eru með virtustu viðurkenningum í íþróttaheiminum og hafa margar stjörnur úr hinum ýmsu íþróttagreinum verið tilnefndar í gegnum árin.

Lesa meira
 

A karla - Sigur gegn Kína - 10.1.2017

Ísland vann 2-0 sigur á Kína á China Cup sem haldið er í Nanning í Kína. Sigurinn þýðir að Ísland leikur til úrslita á mótinu sem fer fram á sunnudaginn og mætir íslenska liðið Króatíu eða Síle í úrslitaleiknum.

Lesa meira
 

A karla – Ísland mætir Kína í hádeginu - Byrjunarlið Íslands - 10.1.2017

Ísland mætir Kína í dag klukkan 12:00 í opnunarleiknum á China Cup í Nanning. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium. Á morgun leika svo Chile og Króatía á sama velli. Sigurvegararnir úr leikjunum tveimur mætast svo í úrslitaleik mótsins á sunnudag og tapliðin mætast í leik um þriðja sætið á laugardag.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna (2002) - 9.1.2017

Dean Martin, þjálfari U16 kvenna (fæddar 2002), hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 20. – 22. janúar 2017.

Lesa meira
 

Verða stuðningsmenn Íslands valdir stuðningsmenn ársins 2016? - 9.1.2017

FIFA er með verðlaunahátíð fyrir árið 2016 í dag þar sem það mun koma í ljós hverjir þóttu vera fremstir meðal jafningja. Stuðningsmenn Íslands eru tilnefndir sem stuðningsmenn ársins fyrir frábæran stuðning á EM í Frakklandi og eru fulltrúar Tólfunnar í Sviss til halda uppi heiðri þeirra þúsunda sem studdu frábærlega við landsliðið á EM.

Lesa meira
 

A karla - Landsliðshópurinn kominn til Kína - Viðtöl - 7.1.2017

A landslið karla kom til Nanning í Kína síðdegis í dag eftir langt og strangt ferðalag. Skipuleggjendur China Cup tóku vel á móti hópnum og færðu Rúnari Arnarsyni formanni landsliðsnefndar blómvönd og fjöldi skólabarna fagnaði hópnum við flugstöðina.

Lesa meira
 

EM 2017 - Uppselt í verðsvæði 1 á leikina gegn Frakklandi og Sviss - 6.1.2017

Það er nánast uppselt í verðsvæði 1 á leiki Íslands gegn Frökkum og Sviss á EM í Hollandi. Miðasalan hefur farið vel af stað og eru mjög fáir miðar eftir í dýrasta verðsvæðið á þessa leiki. Enn er hægt að kaupa miða í önnur verðsvæði á leiki Íslands gegn Frökkum, Sviss og Austurríki.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 karla - 6.1.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U17 karla (2001) sem fram fara 13. – 15. janúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U21 karla - 5.1.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

EM 2017 - Miðasala á leiki Íslands fór vel af stað - 5.1.2017

Miðasala fyrir stuðningsmenn á leiki Íslands í úrslitakeppni EM í Hollandi 2017, hófst í hádeginu í dag - föstudag, og fór hún vel af stað. Miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem leikur á Kína-mótinu - 2.1.2017

Karlalandsliðið leikur á sterku æfingarmóti í Kína en á mótinu leika ásamt Íslandi, Kína, Króatía og Chile. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu taka þátt í verkefninu og má sjá listann hér að neðan.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög