Landslið

Gylfi Sigurðsson íþróttamaður ársins 2016 - 29.12.2016

Gylfi Þór Sigurðsson var rétt í þessu útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörinu var lýst í Hörpu í Reykjavík. Í hófinu var einnig valið lið ársins og var það karlalandslið Íslands í fótbolta sem hlaut þá útnefningu.

Lesa meira
 

Þorlákur Árnason ráðinn þjálfari U17 karla - 23.12.2016

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningi við Þorlák Árnason um þjálfun U17 karla. Þorlákur mun hefja störf í janúar.

Lesa meira
 

A kvenna - 30 leikmenn valdir fyrir úrtaksæfingar í janúar - 22.12.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið leikmenn til æfinga dagana 19.–22. janúar og fara flestar æfingarnar fram á Akureyri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 21.12.2016

Meðfylgjandi eru æfingahópar U17 og U19 kvenna fyrir úrtaksæfingar sem verða á haldnar í byrjun janúar. 

Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

KSÍ og Freyr Alexandersson hafa skrifað undir nýjan samning - 19.12.2016

KSÍ og Freyr Alexandersson hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að Freyr haldi áfram sem þjálfari A landsliðs kvenna. Freyr hefur verið þjálfari landsliðsins frá 2013 og hefur náð frábærum árangri með liðið sem undir hans stjórn hefur nú tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni EM.

Lesa meira
 

Jörundur Áki Sveinsson ráðinn sem þjálfari U17 ára landsliðs kvenna - 16.12.2016

Jörundur Áki Sveinsson hefur verið ráðinn í starf þjálfara U17 landsliðs kvenna, og gildir samningur hans næstu tvö árin. Jörundur Áki mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.

Lesa meira
 

Formaður KSÍ í framboði til stjórnar FIFA - 14.12.2016

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í framboði til stjórnar FIFA og nýtur stuðnings knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum. Kosið verður um fjögur sæti af níu sem Evrópa hefur í stjórn FIFA á þingi UEFA 5. apríl nk. Framboðsfrestur rann út 5. desember sl. og bárust fimm framboð.

Lesa meira
 
Þorvaldur Örlygsson

Þorvaldur endurráðinn þjálfari hjá U19 karla - 13.12.2016

Þorvaldur Örlygsson hefur verið endurráðinn í starf þjálfara U19 landsliðs karla, og gildir samningur hans næstu tvö árin.  Þorvaldur mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.  Lesa meira
 

Eyjólfur endurráðinn þjálfari hjá U21 karla - 13.12.2016

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Lesa meira
 
UEFA

U17 og U19 karla - Dregið í undankeppni EM 2017/18 - 13.12.2016

Í dag var dregið í undankeppni EM 2017/18 hjá U17 og U19 karla og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Hjá U17 er Ísland í riðli með Rússlandi, Finnlandi og Færeyjum og hjá U19 verða andstæðingar Ísland: England, Búlgaría og Færeyjar

Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn tilnefndir til verðlauna af FIFA - Kjóstu á netinu! - 9.12.2016

FIFA hefur tilnefnt íslenska stuðningsmenn til verðlauna fyrir magnaðan stuðning á EM árinu. Hægt er að kjósa um þrjár tilnefningar á vef FIFA.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla - 9.12.2016

Meðfylgjandi eru æfingahópar U17 og U19 karla fyrir úrtaksæfingar sem verða á haldnar á milli jóla og nýárs.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 og U17 kvenna 9. – 11. desember - 7.12.2016

Úlfar Hinriksson hefur valið tvo úrtakshópa skipuðum stúlkum fæddum 2000, 2001 og 2002. Hóparnir æfa helgina 9. – 11. desember.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög