Landslið

U19 kvenna - Vináttuleikir gegn Ungverjum - 28.11.2016

KSÍ hefur ná samkomulagi við ungverska knattspyrnusambandið um að U19 kvenna landslið þjóðanna munu leika vináttuleiki 11. og 13. apríl 2017 í Ungverjalandi.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 2001 - 25.11.2016

Eftirtaldir leikmenn fæddir 2001 hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. 

Lesa meira
 

Ísland í 21. sæti heimslista FIFA - 24.11.2016

Íslenska karlalandsliðið er í 21. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Ísland stendur í stað frá seinustu birtingu seinasta lista. Eins og undanfarið er Ísland efst Norðurlandaþjóða.

Lesa meira
 

A kvenna - Mótherjar Íslendinga á Algarve kunnir - 23.11.2016

Raðað hefur verið í riðla á Algarve Cup, sem fram fer 1. - 8. mars á næsta ári.  Að venju eru íslenska liðið á meðal þátttakenda á mótinu og hefur verið raðað í riðla.  Ísland er í B riðli með Japan, Noregi og Spáni.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar á Norðurlandi - 21.11.2016

Freyr Sverrisson hefur valið hóp drengja fæddir 2002 til æfinga í Boganum á Akureyri 26. og 27. nóvember. Hópinn og dagskrá má sjá hér.

Lesa meira
 

A karla – Ísland tekur þátt í China Cup í Nanning í janúar - 21.11.2016

KSÍ hefur þegið boð um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína í janúar nk. Auk Íslands og Kína munu landslið Chile og Króatíu taka þátt í mótinu sem fram fer á Guangxi leikvangnum í Nanning borg. Mótið er skipulagt utan við alþjóðalega landsleikjadaga FIFA.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Æfingar 25. – 27. nóvember - 21.11.2016

Þórður Þórðarsson þjálfari U19 landsliðs kvenna hefur valið hóp til æfinga helgina 25. – 27. nóvember næstkomandi. Hópurinn og dagskrána má sjá hér.

Lesa meira
 

U17 karla - Naumt tap gegn Þýskalandi - 19.11.2016

U17 ára landslið karla tapaði öðru sinni gegn Þýskalandi en liðin mættust öðru sinni í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri þýska liðsins en sigurmarkið kom á 50. mínútu leiksins. 

Lesa meira
 

Miðasala á EM í Hollandi - 18.11.2016

Knattspyrnusamband Evrópu birti í gær frekari upplýsingar um miðasölu á leiki í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi en tvær leiðir eru í boði fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins.  

Lesa meira
 

U17 karla - Þýskaland of stór biti fyrir íslensku strákanna - 17.11.2016

U17 ára landslið Íslands tapaði 2-7 fyrir Þýskalandi í fyrri vináttuleik liðanna sem fram fór í Egilshöll í kvöld. Þýska liðið byrjaði af miklum krafti í leiknum og leiddi 0-3 eftir 15. mínútna leik. Íslenska liðið minnkaði muninn í 2-3 í fyrri hálfleik en þýska liðið gaf þá í og hafði að lokum 2-7 sigur.

Lesa meira
 

U17 karla - Sjáðu framtíðarstjörnur Íslands og Þýskalands í Egilshöll - 16.11.2016

U17 ára landslið karla leikur vináttuleiki við Þýskaland á morgun, fimmtudag, og á laugardaginn. Fyrri leikurinn er klukkan 19:15 en leikurinn á laugardag er klukkan 16:00, báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla - Sigur á Möltu í lokaleik ársins - 15.11.2016

Ísland vann 2-0 sigur á Möltu í vináttuleik sem fram fór í kvöld. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Ísland fékk þó ágæt færi til að skora. Fyrra mark Íslands kom á 47. mínútu en það var Arnór Ingvi Traustason sem skoraði með góðu skoti en Sverrir Ingi Ingason skoraði svo seinna markið á 74. mínútu. 

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Möltu - 14.11.2016

Íslenska karlalandsliðið leikur vináttuleik við Möltu í dag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna (eldri hópur) - 14.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna - Yngri hópur - 14.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 3. sæti I-riðils - 13.11.2016

Króatía trónir á toppi I-riðils eftir sigur á Íslandi í gær en Úkraína fór í 2. sætið þar sem liðið vann 1-0 sigur á Finnlandi. Staða riðilsins er því þannig að Króatía er á toppnum með 10 stig, Úkraína er með 8 stig í 2. sæti og Ísland kemur næst með 7 stig.

Lesa meira
 

A karla - Tap í Króatíu - 12.11.2016

Króatía vann 2-0 sigur á Íslandi í Zagreb í kvöld en sigur heimamanna var sanngjarn. Marcelo Brozović skoraði bæði mörk leiksins en fyrra markið kom á 15. mínútu er Brozović skaut af löngu færi en seinna markið var svipað en það var undir lok leiksins og Brozović átti þá gott skota að marki sem Hannes náði ekki að verja.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Króatíu - 12.11.2016

Ísland mætir Króatíu í dag klukkan 17:00 í undankeppni HM en leikurinn fer fram fyrir tómum velli í Króatíu. Króatía er fyrir leikinn á toppi riðilsins með 7 stig eins og Ísland en mun hagstæðari markatölu.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem mætir Þýskalandi - 12.11.2016

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Þýskalandi í tveimur vináttuleikjum 17. og 19. nóvember í Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla – Íslenska landsliðið mætt til Zagreb - 11.11.2016

A landslið karla er nú mætt til Zagreb í Króatíu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Liðið hefur dvalið í Parma undanfarna daga þar sem undirbúningur fyrir leikinn hefur farið fram.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland í milliriðli með Spán, Svíþjóð og Portúgal - 11.11.2016

Ísland er í milliriðli með Spán, Svíþjóð og Portúgal. Leikið verður í Portúgal 28. mars - 2. apríl 2017.

Lesa meira
 

U17 karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Þýskalandi í nóvember - 11.11.2016

Knattspyrnusambönd Íslands og Þýskalands hafa komist að samkomulagi um að U17 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki á Íslands í nóvember.  Leikirnr fara fram 17. og 19. nóvember og verða leiknir í Egilshöll. Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland í milliriðli með Þýskalandi, Póllandi og Sviss - 11.11.2016

Það er búið að draga í milliriðla fyrir U19 kvenna og forkeppni fyrir U19 kvenna fyrir 2017-2018. Ísland leikur í milliriðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi en riðillinn fer fram 6. - 13. júní 2017.

Lesa meira
 

A kvenna - Úrtaksæfingar helgina 25. og 27. nóvember - 11.11.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp til úrtaksæfinga helgina 25. - 27. nóvember.  Eingöngu er um að ræða leikmenn sem leika með félagsliðum hér á landi og meðal þeirra eru leikmenn sem leikið hafa með yngri landsliðum Íslands á árinu. Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland hefur einu sinni lagt Frakka að velli - 9.11.2016

Ísland leikur við Frakka, Sviss og Austurríki í riðlakeppni EM næsta sumar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Frökkum og má segja að sagan sé ekki á bandi Íslands þegar kemur að fyrri viðureignum þjóðanna.

Lesa meira
 

EM 2017 - Staðfestir leikdagar Íslands - 8.11.2016

UEFA hefur staðfest leikdaga og borgir þar sem Ísland mun leika í riðlakeppni EM í Hollandi. Ísland hefur leik þann 18. júlí gegn Frökkum en leikið verður í Tilburg, næsti leikur er gegn Sviss þann 22. júlí í Doetinchem og lokaleikur Íslands í riðlakeppninni er 26. júlí í Rotterdam þegar Ísland mætir Austurríki.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Öll lið verðug þess að komast áfram” - 8.11.2016

Ísland er með Frakklandi, Austurríki og Sviss í C-riðli á EM í Hollandi sem fram fer næsta sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segist ánægður með dráttinn og á hann von á spennandi móti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland í riðli með Frökkum, Austurríki og Sviss - 8.11.2016

Það er ljóst að Ísland er í C-riðli með Frakklandi, Austurríki og Sviss í riðlakeppni EM í Hollandi. Dregið var í riðli í dag og er ljóst að Íslandi býður verðugt verkefni næsta sumar. Við munum birta nánari upplýsingar um leikvanga, borgir og annað þegar þær liggja fyrir.

Lesa meira
 

Almenn miðasala á EM hefst í kvöld - 8.11.2016

Almenn miðasala á leiki á EM 2017 í Hollandi hefst í kvöld á vef UEFA. Miðasalan sem hefst í kvöld er með því fyrirkomulagi að ekki er vitað hvar á vellinum sætin sem keypt eru, og er möguleiki á að þau séu ekki á svæði sem er ætlað íslenskum stuðningsmönnum.

Lesa meira
 

EM 2017 - Bein útsending frá EM drættinum! - 8.11.2016

Það er dregið í riðla í lokakeppni EM 2017 í dag í Hollandi en eins og flestir vita þá er Ísland meðal þeirra þjóða sem leika á lokamótinu. 16 lið eru í pottinum en 15 lið komust úr riðlakeppni og Holland er gestgjafi komandi sumar.

Lesa meira
 

A karla – Undirbúningur hafinn fyrir leikinn á móti Króatíu - 7.11.2016

Íslenska karlalandslið er nú komið til Parma þar sem næstu dagar fara í undirbúning fyrir leikinn gegn Króatíu. Leikurinn fer fram í Zagreb laugardaginn 12. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

A karla - Ísland leikur við Mexíkó í febrúar - 7.11.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Mexíkó um vináttuleik A landsliðs karla miðvikudaginn 8. febrúar 2017.  Leikið verður í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Lesa meira
 

A karla - Arnór Smárason hefur verið kallaður inn hópinn - 6.11.2016

Vegna meiðsla verður Björn Bergmann Sigurðarson ekki í landsliðshópnum sem kemur til Parma á Ítalíu á morgun (mánudag). Björn tognaði í nára í leik með Molde fyrr í dag og er ljóst að hann getur ekki leikið með íslenska liðinu á næsta laugardag þegar það mætir Króötum í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

U17 karla - Armenar unnu 3-2 sigur á Íslandi - 6.11.2016

U17 ára lið karla lauk leik í undankeppni EM í dag með tapi gegn Armeníu en leikurinn endaði með 3-2 sigri armenska liðsins. Ísland lauk því leik án sigurs en liðið tapaði gegn Póllandi, Ísrael og Armeníu.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur við Armeníu í dag, sunnudag - 6.11.2016

Ísland leikur lokaleik sinn í undankeppni EM U17 karla í dag en leikið er í Ísrael. Leikurinn er gegn Armeníu en Ísland getur ekki tryggt sér sæti í milliriðli eftir tvö töp.

Lesa meira
 

A karla - Breyting á landsliðshópnum sem mætir Króötum og Maltverjum - 4.11.2016

Vegna meiðsla verður Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese, ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Króötum í Zagreb þann 12. nóvember nk. og Maltverjum í vináttuleik þremur dögum síðar.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM - 4.11.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt um leikmannahópinn sem mætir Króatíu í Zagreb þann 12. nóvember nk. í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla – leikmenn fæddir 2002 - 4.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 4.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland úr leik í undankeppni EM - 3.11.2016

U17 ára landslið karla tapaði 2-0 gegn Póllandi í undankeppni EM sem fram fer í Ísrael. Kacper Wełniak skoraði bæði lið pólska liðsins í leiknum en fyrra markið kom á 11. mínútu en seinna markið undir lok leiksins.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap gegn heimamönnum í fyrsta leik - 2.11.2016

Strákarnir í U17 töpuðu sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar þeir mættu Ísrael en riðillinn er einmitt leikinn þar í landi.  Heimamenn höfðu betur, 2 - 0, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Ísrael - 1.11.2016

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðill Íslands er að þessu sinni leikinn í Ísrael.  Heimamenn eru fyrstu mótherjar Íslands og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað: Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög