Landslið

Landshlutaæfing stúlkna á Austurlandi - 31.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Austurlandi sunnudaginn 6. nóvember 2016. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap í lokaleiknum gegn Írum - 31.10.2016

U17 kvenna tapaði í kvöld 4-1 gegn Írum í lokaleik liðsins í undankeppni EM. Ísland var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í milliriðli en toppsæti riðilsins var í húfi.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 30.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland í milliriðil - 28.10.2016

Stelpurnar í U17 unnu sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þær lögðu stöllur sínar frá Færeyjum.  Lokatölur urðu 4 - 0 eftir að Ísland hafði leitt með einu marki í leikhléi.  Síðasti leikur Íslands verður gegn heimastúlkum í Írlandi og verður leikið á mánudaginn. 

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið sem mætir Færeyjum - 28.10.2016

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Færeyjum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl 14:00 að íslenskum tíma, föstudaginn 20. október, og er leikið í Cork á Írlandi.  Ísland lagði Hvít Rússa í fyrsta leik sínum í riðlinum 4 - 0 en Færeyjar töpuðu fyri Írlandi, 0 - 6. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Öruggur sigur á Hvít Rússum - 26.10.2016

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM á mjög sannfærandi hátt þegar þær lögðu Hvít Rússa í Cork á Írlandi.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland og leiddu okkar stelpur með þremur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 

Ísland í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður 8. nóvember - 26.10.2016

Þann 8. nóvember næstkomandi verður dregið í úrslitakeppni EM kvenna 2017 og þar verður Ísland að sjálfsögðu í pottinum.  Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og getur því ekki dregist gegn einhverri af þeim þjóðum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið á móti Hvít Rússum - 26.10.2016

U17 ára landslið kvenna er nú á Írlandi þar sem liðið tekur þátt í undankeppni EM. Fyrsti leikurinn í riðlinum fer fram í dag og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið á móti Hvíta Rússlandi í dag.

Lesa meira
 

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu - 25.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða þjálfara í fullt starf. Meginverkefni er umsjón með hæfileikamótun KSÍ, úrtaksæfingum og önnur verkefnum tengd yngstu landsliðum Íslands.

Lesa meira
 

Sigur á Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup - 24.10.2016

Ísland vann 1-0 sigur á Úsbekistan í lokaleik liðsins á Sincere Cup sem fram fer í Kína. Ísland fékk nokkur góð marktækifæri í leiknum en það var mark Fanndísar Friðriksdóttur sem tryggði Íslandi sigur í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Úsbekistan - 23.10.2016

Ísland leikur við Úsbekistan í lokaleik Sincere Cup í Chongqing í Kína á morgun, mánudag, og hefst leikurinn klukkan 16:00 að kínverskum tíma eða 8:00 að íslenskum tíma. Ísland er með eitt stig á mótinu eftir að gera jafntefli við Kína en tapað fyrir Danmörku.

Lesa meira
 

Tap gegn Dönum á Sincere Cup - 22.10.2016

Ísland tapaði 0-1 gegn Danmörku á Sincere Cup sem fram fer í Chonqing í Kína. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en fram að því hafði Ísland skapað sér mun hættulegri færi.

Lesa meira
 

A karla - Vináttulandsleikur við Írland - 21.10.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Írlands um vináttulandsleik hjá A landsliðum karla. Leikurinn fer fram 28. mars 2017 á Aviva leikvangnum í Dublin.

Lesa meira
 

A kvenna - Skemmtileg heimsókn í skóla í Chongqing - 21.10.2016

Leikmönnum úr kvennalandsliðinu var boðið að heimsækja grunnskóla í Chongqing í dag og satt að segja átti enginn von á því sem tók við leikmönnum. Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn.

Lesa meira
 

Ísland í 21. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA - 21.10.2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland var í 27. sæti listans þegar hann var síðast gefinn út og hefur aldrei verið ofar á listanum en nú.

Lesa meira
 

Ísland og Kína skildu jöfn á Sincere Cup - 20.10.2016

Kvennalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Kína í fyrsta leik Sincere Cup sem fram fer í Kína. Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum en leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu.

Lesa meira
 

Ísland mætir Kína í dag á Sincere Cup - Byrjunarlið - 19.10.2016

Ísland mætir Kína á morgun, fimmtudag, í fyrsta leik Sincere Cup sem fram fer í Chongqing í Kína. Leikið er á Yongchuan Sport Center leikvanginum sem tekur um 25 þúsund manns í sæti en mótshaldarar gera ráð fyrir að um 20 þúsund manns mæti á leik Íslands og Kína.

Lesa meira
 

Lokahópur U17 karla - 19.10.2016

18 leikmenn hafa verið valdir í lokahóp U17 ára liðs karla í Undankeppni EM sem fram fer í Ísrael dagana 30. okt - 7. nóv 2016. Æfingar og leikir fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Æfingar fara fram dagana 21. - 23. október.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna - 19.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 ára liðs kvenna. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Ætlum að nýta tímann vel til að undirbúa leikmenn” - 18.10.2016

Íslenska kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn á Sincere-mótinu í Yongchan á fimmtudaginn. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er ánægður með aðstæðurnar og segist spenntur fyrir leikjunum.

Lesa meira
 

A kvenna - Æfingar ganga vel í Yongchuan - 18.10.2016

Stelpurnar okkar hafa æft vel í Yongchuan en í dag, þriðjudag, var ansi heitt og rakinn mikill í loftinu. Stemningin er góð í hópnum og hafa æfingar gengið vel það sem af er dvöl liðsins í Yongchuan.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar okkar komnar til Kína - 16.10.2016

Stelpurnar okkar eru komnar til Kína en liðið ferðaðist langan veg í gær frá Íslandi til Chongqing. Það er líka 8 klukkutíma mismunur milli Íslands og Kína og því fór fyrsti dagur liðsins í að aðlaga sig breyttum tíma en á morgun, mánudag, verður æft af krafti en þá munu einnig þeir leikmenn sem léku með félagsliðum sínum í dag koma til móts við liðið.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Lokahópur vegna undankeppni EM - 12.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdnar í lokahóp U17 ára liðs kvenna í Undankeppni EM sem fram fer í Írlandi dagana 24. okt - 1. nóv 2016. Æfingar og leikir fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Finnland - Ísland - 11.10.2016

Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á leik Finnlands og Íslands sem fram fer í Finnlandi þann 2. september 2017.  Engar upplýsingar hafa enn borist frá finnska knattspyrnusambandinu um miðasölu á leikinn en um leið og þær upplýsingar berast verða þær kynntar hér á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland úr leik eftir tap gegn Úkraínu - 11.10.2016

Lið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði lokaleik sínum í undankeppni EM 2017 gegn Úkraínu í kvöld. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina en rigning og rok settu svip sinn á leikinn. Íslenska liðið endar því í 3. sæti riðilsins og er úr leik að þessu sinni.

Lesa meira
 

U19 karla - Sigur gegn Lettlandi - 11.10.2016

U19 ára landslið karla lék lokaleik sinn í undankeppni EM í dag en strákarnir okkar unnu góðan 2-0 sigur á Lettlandi í lokaleiknum. Fyrra mark Íslands kom á 19. mínútu en það var Sveinn Aron Guðjohnsen sem kom Íslandi yfir. Seinna mark Íslands kom undir lok leiksins en Axel Andrésson skoraði það.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Finnland - Ísland - 11.10.2016

Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á leik Finnlands og Íslands sem fram fer í Finnlandi þann 2. september 2017. Engar upplýsingar hafa enn borist frá finnska knattspyrnusambandinu um miðasölu á leikinn en um leið og þær upplýsingar berast verða þær kynntar hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu í dag - 11.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Úkraínu í dag á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:45.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn í úrslitakeppni EM í Póllandi á næsta ári.  Það er því til mikils að vinna og getur stuðningur áhorfenda skipt sköpum í kvöld.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

U21 karla - Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina á Ísland - Úkraína - 10.10.2016

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Úkraínu í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 11. október kl. 16:45  Ekki þarf að sækja miða fyrir leikinn, eins og venja er, á skrifstofu KSÍ.  Lesa meira
 

U17 karla - Undirbúningsæfingar fyrir undankeppni EM - 10.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs karla fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Ísrael dagana 30. okt - 7. nóv 2016.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Leikurinn gegn Króatíu fyrir luktum dyrum - 10.10.2016

Vert er að minna á að leikur Króatíu og Íslands í undankeppni HM, sem fram fer 12. nóvember í Zagreb, verður leikinn fyrir luktum dyrum.  Króatar leika þá annan heimaleik sinn í þessari undankeppni við þær aðstæður, vegna framkomu áhorfenda.  Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um miðasölu á þennan leik og vill KSÍ vekja athygli á þessu.

Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn fengu viðurkenningu frá UEFA - 9.10.2016

Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands fyrir frábæra frammistöðu á EM í sumar. Íslenskir stuðningsmenn fóru mikinn í stúkunni og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína.

Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018 - Frábær frammistaða gegn Tyrkjum - 9.10.2016

Íslendingar unnu öruggan 2 - 0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn var í þriðju umferð undankeppni HM 2018.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik og var sigurinn síst of stór, íslenska liðið réð ferðinni allan leikinn og var sterkari aðilinn frá upphafi til enda.  Frábær byrjun á undankeppninni.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar (fæddir 2001) - 9.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 ára landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld - Byrjunarlið - 9.10.2016

Ísland tekur á móti Tyrklandi í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Uppselt er á leikinn og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að losna við örtröð en hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 17:30.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Svekkjandi tap gegn Tyrkjum - 8.10.2016

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Tyrki sem leiddu, 1 - 0 í leikhléi.  Axel Andrésson jafnaði metin í seinni hálfleik, með marki eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

U21 karla - STRÁKARNIR OKKAR ÆTLA Á EM 2017! - 7.10.2016

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um sæti á EM 2017 sem fram fer í Póllandi næsta sumar. Með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli myndi íslenska liðið tryggja sér sæti á lokakeppni EM! Það er gríðarlega mikilvægt að fjölmenna á leikinn og styðja vel við bakið á strákunum okkar!

Lesa meira
 

A-karla - Ísland og Króatía með sigra í kvöld - 6.10.2016

Ísland og Króatía unnu sigra í kvöld í undankeppni HM 2018. Ísland vann 3-2 sigur á Finnlandi en Króatía vann 0-6 stórsigur á Kósóvó. Tyrkir gerðu 2-2 jafntefli við Úkraínu á heimavelli í riðlinum.

Lesa meira
 

A karla - Mögnuð endurkoma og sigur gegn Finnlandi - 6.10.2016

Strákarnir okkar buðu upp á háspennuleik á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Leikurinn var frábær skemmtun og þrátt fyrir að lenda undir í tvígang vann Ísland að lokum magnaðan 3-2 sigur á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Tolfan

A karla - Miðar til á Ísland - Finnland - 6.10.2016

Ennþá er eitthvað til af miðum á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45.  Eitthvað var skilað af miðum og eru þessir miðar nú í sölu í miðasölu Laugardalsvallar.  Um kl. 14:30 í dag voru enn eftir um 250 miðar og eru þeir í blátt og rautt svæði og kosta 5.000 og 7.000 krónur.  Það er svo 50% afsláttur á miðaverði fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 

U19 karla - Tap gegn Úkraínu í fyrsta leik - 6.10.2016

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Úkraínu.  Lokatölur urðu 2 - 0 en markalaust var í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins gerðu Lettland og Tyrkland jafntefli, 2 - 2 en Ísland mætir Tyrkjum á laugardaginn. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Úkraínu í dag - 6.10.2016

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Úkraínu.  Það eru einmitt heimamenn sem eru mótherjarnir í fyrsta leiknum sem hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA og þar koma einnig fréttir af byrjunarliði.

Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018 - Ísland mætir Finnlandi í kvöld - 6.10.2016

Ísland tekur á móti Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er fyrst heimaleikur Íslands í keppninni en liðið gerði jafntefli í fyrsta leiknum, gegn Úkraínu á útivelli.

Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 en þar verður eitthvað af miðum til sölu sem t.a.m. var skilað.

Lesa meira
 

U21 karla - Sigur á Skotlandi og úrslitaleikur gegn Úkraínu - 5.10.2016

U21 landslið karla leikur hreinan úrslitaleik um æsti í lokakeppni EM 2017 í Póllandi en liðið vann 2-0 sigur á Skotlandi í kvöld. Vinni Ísland sigur á Úkraínu þann 11. október þá er farseðillinn á EM tryggður.

Lesa meira
 

Leiksskrá fyrir A-karla og U21 er komin út - 5.10.2016

Rafræn leikskrá fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2018 karla og undankeppni EM U21 er komin út. Í leikskránni má finna viðtöl, greinar og upplýsingar um leiki liðanna sem eru leiknir á komandi dögum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag kl. 15:30 - 5.10.2016

Strákarnir í U21 mæta Skotum í dag í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 15:30 á Víkingsvelli.  Með sigri stígur íslenska liðið stórt skref í áttina að úrslitakeppninni sem haldin verður í Póllandi á næsta ári.  Miðasala fer fram hjá www.midi.is og einnig verður miðasala á Víkingsvelli frá kl. 14:30. Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á leik Íslands og Tyrklands - 5.10.2016

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM sem fram fer sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli.  Um 1100 miðar fóru í sölu í gær en um var m.a. að ræða miða sem Tyrkir nýttu sér ekki. Ef fleiri miðum verður skilað til KSÍ verða þeir seldir á leikdag í miðasölunni á Laugardalsvelli og á það bæði við um Tyrkjaleikinn sem og á Finnaleikinn

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar vegna undankeppni EM 2017 - 4.10.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs kvenna fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Írlandi dagana 24. okt - 1. nóv 2016.

Lesa meira
 

A-kvenna - Hópurinn sem leikur á æfingamóti í Kína - 4.10.2016

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð frá Knattspyrnusambandi Kína um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína en leikið verður 20. – 24. október næstkomandi.  Leikið verður gegn heimamönnum, Dönum og Úsbekum

Lesa meira
 

U21 Ísland - Skotland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 3.10.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Skotland í undankeppni EM U21 landsliða karla, þriðjudaginn 4. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög