Landslið

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla – Hópurinn sem mætir Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM - 30.9.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Finnum þann 6. október og Tyrkjum þann 9. október á Laugardalsvelli. Leikirnir eru í undankeppni fyrir HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Skotlandi og Úkraínu - 28.9.2016

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Skotlandi 5. október á Vikingsvelli og Úkraínu 11. október á Laugardalsvelli í undankeppni EM 15/17. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum og getur með sigrum í leikjunum sem eftir eru tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2017 sem fram fer í Póllandi.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland -Finnland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 27.9.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 29. september frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar vegna undankeppni EM 2017 - 26.9.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar eru liður að undirbúningi fyrir Undankeppni EM 2017 sem fram fer í Ísrael dagana 30. október – 7. nóvember.

Lesa meira
 

U19 karla - Undankeppni EM 2017 í Úkraínu - 24.9.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í landsliðshóp U19 liðs karla fyrir undankeppni EM 2017 sem haldin verður í Úkraínu dagana 4. – 12. október.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland vann riðilinn - 20.9.2016

Kvennalandsliðið endaði á toppi Riðils-1 í undankeppni EM en liðið tapaði aðeins einum leik á mótinu. Tapið kom á heimavelli í kvöld en það voru Skotar sem náðu að vinna íslenska liðið 1-2. Lokastaða riðilsins er þannig að Ísland er með 21 stig eins og Skotland en hefur betur í innbyrðis viðureignum eftir að vinna 0-4 í Skotlandi.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland-Skotland í dag kl. 17:00 - 20.9.2016

Lokaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM verður í dag gegn Skotum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 17:00. Stelpurnar okkar hafa nú þegar tryggt sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar en í dag verður barist um efsta sætið í riðlinum þar sem Skotarnir geta ennþá stolið því sæti. Markmið dagsins er ekki síður að klára keppnina með fullt hús stiga og án þess að fá á sig mark sem verður að teljast mögnuð tölfræði.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Ísland komst í milliriðil - 20.9.2016

U19 ára landslið kvenna þurfti að lúta í lægra haldi fyrir liði Finna í undankeppni EM í dag. Leikurinn sem var síðasti leikur liðanna í undankeppninni fór fram í Finnlandi fyrr í dag og endaði 3-0 fyrir finnska liðið.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin - FH ÍSLANDSMEISTARI - 19.9.2016

FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu en það varð ljóst eftir að Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í Pepsi-deildinni. FH er með 7 stiga forskot í Pepsi-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en ekkert lið getur náð FH að stigum og Hafnfirðingar verja því titilinn en þeir eru ríkjandi meistarar.

Lesa meira
 
Alidkv1981-0002

35 ár frá fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu - 19.9.2016

Leikur Íslands gegn Skotlandi á morgun verður merkilegur fyrir margar sakir. Farseðillinn á EM í Hollandi hefur nú þegar verið tryggður en einnig eru liðin 35 ár frá því að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik.

Lesa meira
 

Fjölmenni á opinni æfingu hjá kvennalandsliðinu - 18.9.2016

Fjölmenni fylgdist með opinni æfingu hjá kvennalandsliðinu í dag en Ísland mætir Skotlandi í lokaleik undankeppni EM á þriðjudaginn. Um 200-300 manns mættu og fengu eiginhandaráritun eftir æfinguna.

Lesa meira
 

Sex leikmenn heiðraðir fyrir að leika fleiri en 100 leiki fyrir kvennalandsliðið - 17.9.2016

Í tengslum við landsleikina gegn Slóveníu og Skotlandi mun KSÍ heiðra sex knattspyrnukonur sem hafa náð þeim merkilega áfanga að spila yfir 100 leiki fyrir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Allar hafa þær spilað gríðarlega stórt hlutverk fyrir íslenska liðið.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland vann stórsigur á Kasakstan - 17.9.2016

U19 landslið kvenna vann stórsigur á Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en leikurinn endaði með 10-0 sigri Íslands. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir og Agla María Al­berts­dótt­ir skoruðu fjög­ur mörk hvor í dag og þær Selma Sól Magnús­dótt­ir og Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir gerðu sitt markið hvor fyrir Ísland.

Lesa meira
 

A kvenna – ÍSLAND Á EM! - 16.9.2016

Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Slóveníu  í undankeppni EM en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrr í dag var ljóst að liðið væri þá þegar komið með farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar.

Lesa meira
 

A kvenna – Opin æfing í dag, sunnudag - 16.9.2016

Sunnudaginn 18. september nk. mun æfing A landsliðs kvenna verða opin fyrir almenning og geta ungir sem aldnir áhangendur liðsins komið á Laugardalsvöllinn og fylgst með æfingu. Æfingin hefst kl. 15.30 og í lok hennar munu landsliðskonurnar veita áritanir í anddyri Laugardalsvallar.

Lesa meira
 

A kvenna - A og DE skírteini gilda við innganginn - 16.9.2016

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45.  Ekki þarf að sækja miða fyrir leikinn, eins og venja er, á skrifstofu KSÍ.  Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en almenn miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

A-kvenna - Ísland mætir Slóveníu í kvöld - 16.9.2016

Næst síðasti leikur Íslands í undankeppni EM kvennalandsliða verður í kvöld þegar tekið verður á móti liði Slóveníu á Laugardalsvelli. Lokaundirbúningur fyrir leikinn hefur gengið vel hjá stelpunum okkar en aðeins eitt stig vantar til að liðið tryggi sig inn á lokakeppnina sem verður í Hollandi næsta sumar.

Lesa meira
 

Leikskrá fyrir leiki Íslands gegn Slóveníu og Skotlandi komin út - 15.9.2016

Leikskrá fyrir leiki Íslands gegn Slóveníu og Skotlandi er komin út en í leikskránni eru viðtöl við Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða íslenska liðsins, og Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Einnig má finna ýmsar greinar um leikina.

Lesa meira
 

Íslenskir stuðningsmenn fá verðlaun fyrir EM - 15.9.2016

UEFA hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands, Írlands, Wales og Norður-Írlands fyrir góða frammistöðu á EM í sumar. Stuðningsmenn Íslands fóru mikinn í stúkunni á leikjum Íslands og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Frábær byrjun í undankeppni EM - 15.9.2016

U19 kvenna byrjaði vel í und­anriðli Evr­ópu­keppn­inn­ar í Finn­landi í dag þegar það sigraði Fær­ey­inga ör­ugg­lega, 5-0, í fyrsta leik sín­um á mótinu.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 15.9.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyjum í fyrsta leiknum í undanriðli EM en leikið er í Finnlandi.  Aðrar þjóðir í riðlinum eru Finnland og Kasakstan.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Undankeppni EM 2017 hefst á fimmtudag - 14.9.2016

U19 ára landslið kvenna er nú statt í Finnlandi þar sem liðið tekur þátt í undankeppni fyrir EM 2017. Liðið mun spila þrjá leiki í undanriðlinum og verður sá fyrsti gegn frændum okkar frá Færeyjum á morgun, annar leikurinn verður gegn Kazakhstan laugardaginn 17. september og síðasti leikurinn verður gegn Finnum þriðjudaginn 20. september. Lesa meira
 

A kvenna – Undirbúningur fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í fullum gangi - 13.9.2016

Stelpurnar okkar í A landsliði kvenna eru komnar á fullt í undirbúningi fyrir leikina mikilvægu gegn Slóveníu og Skotlandi. Um er að ræða síðustu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2017, fyrri leikurinn er gegn Slóveníu og fer hann fram föstudaginn 16. september kl. 18.45 en síðari leikurinn verður þriðjudaginn 20. september kl. 17.00. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

Mikill áhugi á íslenska landsliðinu meðal Vestur Íslendinga í sumar - 13.9.2016

Á liðnu sumri fylgdust Vestur íslendingar í Kanada grannt með gengi íslenska liðsins á EM í Frakklandi.  Frændur okkar söfnuðust saman til að fylgjast með gengi liðsins og þegar á leið jókst áhuginn þannig að aðrir Kanadamenn slógust í hópinn.  Tímaritið Lögberg - Heimskringla, sem fagnar í ár 130 ára afmæli, gerði landsliðinu m.a. góð skil. 

Lesa meira
 

U21 karla - Nýir leikstaðir - 13.9.2016

Strákarnir í U21 landsliðinu munu leika síðustu tvo leiki sína í undankeppni fyrir EM 2017 í október.  Fyrri leikurinn, sem er á móti Skotum verður á Víkingsvelli miðvikudaginn 5. október kl. 15.30.  Síðari leikurinn er á móti Úkraínu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 11. október kl. 16.45. Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum - 7.9.2016

Freyr Alexanderson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóvenum og Skotum í undankeppni EM en þetta eru lokaleikir Íslands í undankeppninni.  Leikið verður gegn Slóvenum, 16. september og gegn Skotum 20. september og fara báðir leikirnir fram á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

U21 karla - Góðir möguleikar þrátt fyrir tap í Frakklandi - 6.9.2016

U21 karla tapaði í 2-0 gegn sterku liði Frakka í undankeppni EM. Frakkarnir voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir snemma í leiknum. Corentin Tolisso kom franska liðinu yfir á 10. mínútu þegar hann komst einn í gegn. Hann var aftur á ferðinni á 62. mínútu leiksins þegar hann skallaði boltann yfir Rúnar Alex, markmann Íslands.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Jafntefli gegn Wales - 6.9.2016

Strákarnir í U19 gerðu í dag markalaust jafntefli gegn Wales en þetta var seinni vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum.  Ísland vann fyrri leikinn, 2 - 1, en í dag var boðið upp á mikla baráttu en engin mörk. Lesa meira
 

U21 karla - Leikið í Caen í kvöld á glæsilegum velli - 6.9.2016

Það er leikið á glæsilegum velli í Frakklandi í kvöld en það er Stade Michel-d'Ornano-völlurinn í Caen. Þetta mannvirki tekur 21.500 manns í sæti og er var hann opnaður árið 1993. Völlurinn er notaður af heimaliðinu SM Caen en einnig er hann notaður fyrir landslið Frakka.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið í seinni leiknum gegn Wales - 6.9.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í seinni vináttulandsleik þjóðanna á þremur dögum en leikið er ytra.  Fyrri leiknum lauk með sigri Íslands, 2 - 1 en leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U21 karla - Hjörtur: „Þetta er í okkar höndum" - 6.9.2016

U21 karla leikur í kvöld mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM en Ísland er á toppi riðilsins fyrir leikinn. Það mun væntanlega mæða mikið á Hirti Hermannssyni, varnarmanni íslenska liðsins, í leiknum.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í toppslag í dag - 5.9.2016

U21 karla leikur við sannkallaðan toppslag við Frakka í undankeppni EM í kvöld. Ísland er á toppi riðilsins með 15 stig en Frakkar eru með 14 stig í 3.sæti. Makedónía er með 15 stig eins og Ísland í 2. sæti riðilsins.

Lesa meira
 

A karla - Gott stig í fyrsta leiknum í undankeppni HM - 5.9.2016

Eitt stig var niðurstaðan þegar Ísland hóf leik í undankeppni HM en fyrsti leikurinn fór fram fyrir tómum velli í Kænugarði.  Lokatölur urðu 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir á 6. mínútu en heimamenn jöfnuðu 41. mínútu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla - Byrjunarliðið gegn Úkraínu - 5.9.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í undankeppni HM.  Þetta er fyrsti leikurinn í keppninni hjá þessum liðum og er leikið í Kiev fyrir luktum dyrum vegna refsingar sem UEFA setti á Úkraínumenn. Lesa meira
 
Tolfan

A karla – Ísland hefur leik í undankeppni HM í dag - 5.9.2016

Ísland mætir Úkraínu í Kænugarði í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2018. Íslenska liðið hefur undirbúið sig fyrir leikinn frá því á þriðjudag í síðustu viku þegar hópurinn kom saman í Frankfurt í Þýskalandi. Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn flugu svo til Úkraínu á laugardag og var æfing á ólympíuleikvanginum í Kiev í gær. Lesa meira
 

U19 karla - Sigur í fyrri leiknum gegn Wales - 4.9.2016

U19 ára lið karla vann í dag 2-1 sigur á Wales en um var að ræða vináttuleik sem er hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram í næsta mánuði.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland leikur við Wales í dag, sunnudag - 4.9.2016

U19 karla leikur tvo vináttuleiki við Wales á komandi dögum en fyrri leikurinn er í dag, klukkan 14:00. Um er að ræða leiki sem eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem er í október.

Lesa meira
 

A karla - Undirbúningur fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM í fullum gangi - 4.9.2016

Strákarnir okkar undirbúa sig nú af kappi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2018.  Fyrsti leikur liðsins verður mánudaginn 5. september og hefst hann kl. 18.45 að íslenskum tíma. Hópurinn dvelur nú við æfingar í Frankfurt í Þýskalandi en mun á laugardaginn ferðast til Kiev í Úkraínu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Tyrklands - 3.9.2016

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í gær, föstudaginn 2. september. Alls fóru ríflega 3 þúsund miðar í sölu og seldust þeir síðstu nú í morgun, laugardag.

Lesa meira
 

A karla - Kolbeinn ekki með gegn Úkraínu - 2.9.2016

Kolbeinn Sigþórsson er meiddur á hné og mun hann ekki leika með íslenska landsliðinu þegar það mætir Úkraínu nk. mánudag í Kænugarði. Kolbeinn hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið er við æfingar, en nú hefur verið àkveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum à mànudag. Lesa meira
 

U21 karla - Góður sigur á Norður Írlandi - 2.9.2016

U21 landsliðið vann mikilvægan sigur á Norður Írum í undankeppni EM í kvöld. Sigurinn þýðir að Ísland er í keppni við Frakka um að vinna riðilinn en næsti leikur er einmitt gegn sterku liði Frakka. Mark Íslands í kvöld kom undir lok leiksins en það var Heiðar Ægisson sem skoraði þetta mikilvæga mark.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 2.9.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í riðli Íslands í undankeppni EM.  Riðillinn verður leikinn í Finnlandi, dagana 15. - 20. september.  Auk heimastúlkna leikur Ísland gegn Færeyjum og Kasakstan.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag - 2.9.2016

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst í dag, föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli kl. 18:45 og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is. Lesa meira
 

U21 karla - Ísland leikur við Norður Íra í kvöld - Byrjunarlið - 1.9.2016

U21 karla leikur við Norður Íra í kvöld í undankeppni EM. Ísland er í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig, Ísland á þó einn leik til góða. Það er því mikið undir í komandi leikjum sem eru gegn Norður Írum og toppliði Frakklands.

Lesa meira
 

U21 karla - Eyjólfur: „Ætlum okkur beint í úrslitakeppnina” - 1.9.2016

Íslenska U21 landsliðið leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM næstu dag en það er leikur gegn Norður Írum á morgun, föstudag, og leikur gegn Frökkum sem verma toppsætið sem stendur í riðlinum. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, á von á erfiðum leik og það gefi ekki rétt mynd af Norður Írum ef horft er á stöðuna í riðlinum.

Lesa meira
 

U21 karla - Æfingar ganga vel í Belfast - 1.9.2016

U21 karla er statt í Norður Írlandi en á morgun, föstudag, leikur liðið við heimamenn í undankeppni EM. Ísland er í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig, Ísland á þó einn leik til góða. Það er því mikið undir í komandi leikjum sem eru gegn Norður Írum og toppliði Frakklands.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög