Landslið

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Finnlands - 31.8.2016

Uppselt er á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í dag, miðvikudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í vikunni. Alls fóru um 3 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á rúmum þremur tímum.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á leik Íslands og Tyrklands hefst föstudaginn 2. september - 31.8.2016

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM hefst föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 9. október á Laugardalsvelli kl. 18:45 og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 

A karla – Miðasala á leik Íslands og Finnlands hefst kl. 12:00 í dag - 31.8.2016

Miðasala á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 31. ágúst. Leikurinn fer fram þann 6. október á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

A-karla - Ísland mætir Möltu í nóvember - 26.8.2016

KSÍ og Knattspyrnusamband Möltu hafa náð samkomulag um vináttulandsleik fyrir A-landslið karla. Leikurinn fer fram 15. nóvember næstkomandi á Ta'Qali, þjóðarleikvangi Maltverja. 

Lesa meira
 

U19 kvenna - Naumt tap gegn Póllandi - 26.8.2016

U19 ára landslið kvenna varð að lúta í lægra haldi gegn Póllandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Sandgerði. Eitt mark var skorað í leiknum en það var Pólland sem skoraði í byrjun seinni hálfleiks. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og átti í fullu tré við pólska liðið.

Lesa meira
 

A kvenna - Miðasala á lokaleiki undankeppni EM er hafin - 25.8.2016

Kvennalandsliðið leikur lokaleiki sína í undankeppni EM í september en þá ræðst hvort liðið tryggi sér farseðil á lokakeppni EM í Hollandi. Íslenska liðið er í góðri stöðu á toppi riðilsins en seinustu leikirnir eru gegn Slóveníu þann 16. september og Skotlandi þann 20. september.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Wales - Dagskrá - 24.8.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Wales, 4. og 6. september.  Leikið verður ytra en þessir leikir eru undirbúningur fyrir riðil Íslands í undankeppni EM þar sem leikið verður gegn Tyrklandi, Lettlandi og Úkraínu.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir N. Írlandi og Frakklandi - 24.8.2016

U21 karla leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM í byrjun september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september en seinni leikurinn er gegn Frökkum þann 6. september. Ísland er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig. Ísland hefur þó leikið einum leik minna en franska liðið.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland leikur vináttuleik við Pólland þann 25. ágúst - 24.8.2016

U19 ára landslið kvenna leikur vináttulandsleik við Pólland þann 25. ágúst, klukkan 18:00, á Sandgerðisvelli. Leikurinn er liður af undirbúningi liðsins fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi í september.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Úkraínu í undankeppni HM - 23.8.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt um leikmannahópinn sem mætir Úkraínu í Kiev þann 5. október en leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Landsliðið mun koma saman í Frankfurt í Þýskalandi til æfinga en fer svo til Úkraínu í leikinn.

Lesa meira
 

600 auka mótsmiðar fara í sölu í dag, föstudag - 18.8.2016

Vegna mikils áhuga á mótsmiðum fyrir undankeppni HM sem hefst í september hefur verið ákveðið að bæta við 600 mótsmiðum sem fara í sölu í dag, föstudag, og hefst miðasala klukkan 12:00 á www.midi.is

Lesa meira
 

Allir mótsmiðar á undankeppni HM eru uppseldir - 17.8.2016

Mótsmiðar á undankeppni HM sem fóru í sölu á miða.is í hádeginu í dag eru uppseldir. Alls er búið að selja 1500 mótsmiða sem gilda á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM. 

Lesa meira
 

Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst á miðvikudaginn - 15.8.2016

Líkt og fyrir síðustu undakeppni EM karla verður nú hægt að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM. Sala mótsmiða fer fram á www.midi.is og hefst miðvikudaginn 17. ágúst kl. 12:00.

Lesa meira
 

Erlendur dæmir úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 12.8.2016

Erlendur Eiríksson verður dómari á bikarúrslitaleik Breiðabliks og ÍBV í Borgunarbikar kvenna en leikurinn er klukkan 19:5 í kvöld, föstudag.

Lesa meira
 

Þórður Þórðarson heldur áfram sem þjálfari U19 kvenna - 11.8.2016

KSÍ og Þórður Þórðarson hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi Þórðar með U19 ára landslið kvenna. Samningur Þórðar er til 1. maí 2018 en framlengist fram yfir lokakeppni EM 2018 komist liðið þangað.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland vann silfrið á opna Norðurlandamótinu - 9.8.2016

U17 ára lið karla hampaði silfrinu á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi. Danmörk vann úrslitaleikinn 2-0 en bæði mörk leiksins komu í upphafi leiksins.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur til úrslita í dag á opna Norðurlandamótinu - 9.8.2016

U17 ára landslið karla leikur í dag úrslitaleikinn á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Mótherjar Íslands í leiknum eru Danir. Ísland vann sigra á Svíum og Færeyingum en tapaði gegn Svartfjallalandi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur til úrslita eftir sigur á Svíþjóð - 7.8.2016

U17 karla leikur til úrslita á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Strákarnir okkar unnu góðan 2-1 sigur á Svíþjóð í dag og það er því ljóst að Ísland leikur til úrslita á þriðjudaginn. Frábær árangur hjá strákunum.

Lesa meira
 

A karla - Mótsmiðasala fyrir undankeppni HM hefst vikuna 15. - 19. ágúst - 5.8.2016

Hægt verður að kaupa mótsmiða á undankeppni HM karla sem hefst í september. Mótsmiði gildir á alla leiki í undankeppni HM sem leiknir eru á Íslandi.

Lesa meira
 

A karla - Helgi Kolviðsson ráðinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari - 5.8.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er samningsbundinn næstu tvö árin eða fram yfir lokakeppni HM í Rússlandi. Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari, mun áfram starfa með landsliðinu en hann hefur séð um markmannsþjálfun landsliðsins undanfarin ár. Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari en hann var í starfsliði landsliðsins á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Svartfjallalandi - 3.8.2016

U17 ára landslið karla tapaði 0-1 í fyrsta leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svartfjallalandi. Næsti leikur Íslands er gegn Færeyjum á föstudaginn og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland hefur leik á opna Norðurlandamótinu í dag - 3.8.2016

U17 ára lið karla leikur í dag á opna Norðurlandamótinu sem hefst í dag. Ísland er í riðli með Svíum, Svartfellingum og Færeyingum en fyrsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög