Landslið

EM 2016 - Ertu að fara til Parísar? - Helstu upplýsingar - 30.6.2016

Það eru margir sem eru að fara til Parísar í Frakklandi til að sjá leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöld og mun KSÍ vera með skrifstofu í París sem verður opin frá föstudegi og fram að leik á sunnudag. Á skrifstofunni verður reynt að veita m.a. upplýsingar um miðamál en minnt er á að miðasala er einungis á vegum UEFA.

Lesa meira
 

EM 2016 - Fjölmiðlafundur 29. júní - 29.6.2016

Enn eitt metið var slegið í fjölda fjölmiðlamanna á fundi með þjálfurunum liðsins í Annecy í dag. Milli 60-70 fjölmiðlamenn mættu á fundinn en mikill áhugi er skiljanlega fyrir leik Íslands og Frakklands sem fram fer á sunnudaginn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Miðasala á leik Íslands og Frakklands hefst klukkan 12:00 á þriðjudag - 27.6.2016

Miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum fara í sölu klukkan 12:00 á morgun (28. júní) á vef UEFA. Hægt er að fara í röð í miðasöluna klukkan 11:45.

Lesa meira
 

EM 2016 - ÍSLAND Í 8-LIÐA ÚRSLIT! - 27.6.2016

Ísland vann England 2-1 í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. Ísland lék skínandi góðan leik og átti sigurinn fyllilega skilið. Mörk Íslands komu bæði í fyrri hálfleik en það voru samt Englendingar sem komust yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Austurríki - 27.6.2016

Byrjunarlið Íslands sem leikur gegn Englandi í kvöld hefur verið tilkynnt. Það er sama byrjunarlið og hefur hafið leik í öllum leikjum Íslands í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Leikvangur dagsins er Stade de Nice (Allianz Arena) - 27.6.2016

Ísland og England mætast í kvöld í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi en leikurinn fer fram á hinum glæsilega Stade de Nice (Allianz Arena) í Nice. Leikvangurinn tekur 35.624 áhorfendur í sæti en leikvangurinn er frekar lítill miðað við þá velli sem Ísland hefur leikið á í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Englandi í dag - 27.6.2016

Ísland leikur við Englandi í 16-liða úrslitum í dag í Nice. Leikurinn er leikinn á Stade de Nice sem tekur um 36.000 manns í sæti en mun meiri eftirspurn hefur verið eftir miðum en framboð. Það var ansi fljótlega uppselt á þennan stórleik og má búast við mikilli stemningu á leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Slóveni dæmir leik Íslands og Englands - 25.6.2016

Slóveninn Damir Skomina dæmir leik Íslands og Englands á mánudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Skomina er 39 ára en hann fæddist í borginni Koper í suðvesturhluta Slóveníu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Eiður Smári: „Viðurkenni að ég var stressaður” - 25.6.2016

Það var aftur fjölmennt á fjölmiðlafundi íslenska landsliðsins í Annecy í dag. Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum og var mikill áhugi enskra fjölmiðla á leiknum.

Lesa meira
 

Ísland upp um fimm sæti á heimslista FIFA - 24.6.2016

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu fer upp um fjög­ur sæti á heimslista FIFA sem gef­inn var út í morg­un og hækk­ar sig um fjög­ur sæti frá því list­inn var síðast gef­inn út.

Lesa meira
 

EM 2016 - Mikill áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu - 24.6.2016

Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á fund íslenska liðsins í dag þar sem Lars Lagerbäck, Arnór Ingi, og Theódór Elmar sátu fyrir svörum. Enskir fjölmiðlar fjölmenntu á fundinn og spurði mikið útí leikinn en einnig um sögu íslenska liðsins og auðvitað sýn Lars á gengi Íslands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Heimir Hallgrímsson: „Nýr dagur, sólin skín, getur ekki verið betra” - 23.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landliðsþjálfari, var glaður í bragði þegar fjölmiðlar ræddu við hann á æfingarsvæði liðsins í Annecy í dag. Heimir byrjaði að tala um nýjan dag, yndislegan, með sól í heiði.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland - England hefst kl. 12:00 í dag, fimmtudag - 23.6.2016

Eins og kunnugt er mætast Ísland og England í 16-liða úrslitum EM karla 2016.  Leikurinn fer fram í Nice á mánudag.  Miðasala á leikinn hefst í dag, fmmtudag kl. 12:00 að íslenskum tíma og fer öll miðasalan fram í gegnum miðasöluvef UEFA.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Englandi í Nice - 22.6.2016

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum en England varð í 2. sæti í B-riðli og það er því ljóst að við etjum kappi við enska landsliðið. Leikurinn fer fram í Nice á mánudagskvöldið og er flautað til leiks klukkan 21:00 (19:00 að íslenskum tíma).

Lesa meira
 

EM 2016 - ÍSLAND Í 16-LIÐA ÚRSLIT! - 22.6.2016

Ísland er komið í 16-liða úrslit á EM eftir 2-1 sigur á Austurríki. Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 22.6.2016

Ísland leikur klukkan 16:00 við Austurríki í F-riðli en möguleikar Íslands á að komast áfram eru góðir. Sigur tryggir Íslandi sæti í 16-liða úrslitum en jafntefli kemur liðinu að öllum líkindum áfram í keppninni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Athugið að Fan Zone í Saint-Denis er einungis opið frá 17:30 - 20:30 á leikdag - 22.6.2016

Þeir sem eru að fara á Ísland - Austurríki og ætluðu á Fan Zone í Saint Denis ná ekki að gera það fyrir leikinn en Fan Zone er einungis opið frá klukkan 17:30-20:30 af öryggisástæðum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og löngu fyrir þann tíma þurfa stuðningsmenn Íslands að vera komnir í stúkuna á Stade de France.

Lesa meira
 

EM 2016 - Lokaleikur riðilsins á hinum glæsilega Stade de France - 20.6.2016

Lokaleikur Ísland í F-riðli gegn Austurrík verður leikinn á einum glæsilegasta leikvangi heims, það er Stade de France sem er staðsettur í St. Denis sem er við París.

Lesa meira
 

EM 2016 - Stutt saga Austurríkismönnum hagstæð - 20.6.2016

Ísland og Austurríki eiga ekki langa sögu hvað varðar leiki. Liðin hafa þrívegis mæst á knattspyrnuvellinum og tvisvar hafa liðin sæst á skiptan hlut en einu sinni unnu Austurríkismenn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland mætir Austurríki í dag - MÆTIÐ SNEMMA! - 20.6.2016

Ísland leikur seinasta leik sinn í riðlakeppni EM í Frakklandi í dag en það eru Austurríkismenn sem eru mótherjar Íslands í leiknum. Það er ljóst að sigur í leiknum fleytir íslenska liðinu áfram í 16-liða úrslit en eitt stig gæti einnig gert það eins lengi og úrslit í öðrum riðlum eru okkur hagstæð.

Lesa meira
 

EM 2016 - Fjölmiðlafundur í Annecy - 20.6.2016

Íslenska landsliðið hélt fjölmiðlafund í dag þar sem ræddur var komandi leikur við Austurríki og farið yfir leikinn við Ungverja. Varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson, sem varð þrítugur í gær, og Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum ásamt Heimi Hallgrímssyni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Miðar á leik Íslands og Austurríkis - 19.6.2016

Hægt er að kaupa miða á leik Íslands og Austurríkis í úrslitakeppni EM karla, en leikurinn fer fram í St. Denis í nágrenni Parísar þann 22. júní næstkomandi.  Miðasalan, sem er á vef UEFA og verður opin á meðan miðar eru til.  Ekki liggur fyrir hversu margir miðar er til sölu.

Lesa meira
 

ICELAND styður ÍSLAND með stolti á EM - 19.6.2016

KSÍ og ICELAND Frozen Food  hafa gert samkomulag um markaðsherferð á samfélagmiðlum undir yfirskriftinni „ICELAND proud to support ICELAND“, eða „ICELAND styður ÍSLAND með stolti“ og verður unnið með myllumerkið #ComeOnIceland í herferðinni.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland getur unnið riðilinn - 18.6.2016

Sú áhugaverða staða er uppi í F-riðli að Ísland getur unnið riðilinn. Eftir leiki kvöldsins er Ísland með 2 stig og í 2. sæti riðilsins en Ungverjar eru á toppnum með 4 stig. Portúgal er með 2 stig eins og Ísland en hefur skorað marki minna en íslenska liðið. Austurríki rekur lestina með 1 stig eftir jafnteflið í kvöld.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ragnar Sigurðsson: „Þetta var fáránlega svekkjandi” - 18.6.2016

Ragnar Sigurðsson átti góðan leik í vörn Íslands í kvöld. Ragnar segir liðið hafa varist full mikið í leiknum á kostnað sóknarleiksins. „Þetta var fáránlega svekkjandi. Við náðum að verjast vel allan leikinn, en vorum kannski að verjast of mikið," sagði Ragnar í samtali við fjölmiðla í leikslok.

Lesa meira
 

EM 2016 - Birkir Már: „Erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur” - 18.6.2016

Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld er hann reyndi að hreinsa boltann úr vítateig íslenska liðsins. Skiljanlega var Birkir ekki upplitsdjarfur eftir leikinn.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sárgrátlegt jafntefli gegn Ungverjum - 18.6.2016

Ísland gerði í kvöld jafntefli við Ungverja í Marseille. Mark Íslands kom úr vítaspyrnu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði eftir að brotið var á Aroni Einari í vítateignum. Ungverjar náðu að jafna metin undir lok leiksins en það var Birkir Már Sævarsson sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir sendingu fyrir mark Íslands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Sama byrjunarlið og gegn Portúgal - 18.6.2016

Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í Marseille og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans. Liðið er óbreytt frá seinasta leik gegn Portúgal en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum - 18.6.2016

Ísland og Ungverjaland hafa mæst 10 sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið 3 leiki af þessum 10 en þeir sigrar komu allir á árunum 1992-1995. Fyrsti leikur liðanna var árið 1988 í vináttuleik og unnu Ungverjar leikinn 3-0.

Lesa meira
 

EM 2016 - Stade Vélodrome er leikvangur dagsins - 18.6.2016

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram á hinum stórglæsilega Stade Vélodrome sem er í Marseille. Leikvangurinn tekur 67.394 áhorfendur í sæti og er talinn af mörgum einn glæsilegasti leikvangur Frakklands.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland leikur við Ungverja í dag - 18.6.2016

Ísland leikur annan leik sinn á EM í dag þegar liðið mætir Ungverjum í Marseille. Það fór varla framhjá neinum að Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik mótsins þar sem Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Íslands. Mótherjar Íslands í dag eru Ungverjar sem komu nokkuð á óvart með því að leggja Austurríki að velli í fyrsta leik sínum á mótinu.

Lesa meira
 

EM 2016 - Ísland gat ekki æft á Stade Vélodrome útaf AC/DC - 17.6.2016

Landsliðið gat ekki æft á Stade Vélodrome þar sem leikur Íslands og Ungverjaland fer fram á morgun og er ástæðan hin undarlegasta. Málið er að rokkhljómsveitin AC/DC var með tónleika nýverið á vellinum og það fór algjörlega með grasið á vellinum.

Lesa meira
 

Ertu að fara til Marseille? - 16.6.2016

Það var glæsilegt blátt haf stuðningsmanna sem prýddu leikvanginn í Saint Etienne á þriðjudaginn þegar Ísland mætti Portúgal.  Það lítur út fyrir að ekki verði færri Íslendingar á vellinum í Marseille en þangað liggur nú straumurinn þar sem Ísland mætir Ungverjum á laugardaginn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 16.6.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna.  Mótið fer fram í Noregi að þessu sinni og verður leikið í Sarpsborg og Moss, dagana 1. - 7. júlí. Lesa meira
 

EM 2016 - Jóhann Berg mundi ekki að það væri 17. júní á morgun - 16.6.2016

Það var fjölmiðlafundur hjá íslenska liðinu í Annecy í dag þar sem Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Það kom eitt og annað fram á fundinum en meðal hápunkta var þegar Jóhann Berg var spurður um hvort íslenska liðið ætlaði að fagna saman á morgun og hann svaraði: „Á æfingunni þá?”

Lesa meira
 

EM 2016 - Rússneskur dómari í Marseille - 16.6.2016

Sergei Karasev verður dómari á laugardaginn þegar Ísland leikur gegn Ungverjalandi í Marseille. Karasev hefur getið sér gott orð sem dómari en hann dæmdi viðureign Rúmeníu og Sviss á EM.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Úrtaksæfingar 17. - 19. júní - 15.6.2016

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara 17. - 19. júní.  Æfingarnar fara fram á Þróttarvelli við Suðurlandsbraut en leikmenn mæta á Laugardalsvöll 17. júní þar sem þær fá fatnað og hafa búningsaðstöðu. Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: „Aldrei sýnt jafn góða frammistöðu” - 14.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir jafnteflið í kvöld mikilvægt upp á framhaldið á mótinu og að stuðningsmenn íslenska liðsins eigi sérstakt hrós skilið.

Lesa meira
 

Gylfi Þór: „Þetta er geggjað” - 14.6.2016

Gylfi Þór Sigurðsson var öflugur á miðjunni í leiknum í kvöld. Hann þurfi að hægja á miðjuspili Portúgala og vera öflugur í hjálparvörninni. Gylfi vildi sértaklega þakka fyrir magnaðan stuðning áhorfenda í leiknum.

Lesa meira
 

EM 2016 - Jafntefli gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á EM - 14.6.2016

Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðanna á EM í Frakklandi. Nani kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason jafnaði metin með glæsilegu marki í byrjun seinni hálfleiks. Gott stig fyrir Ísland og góð byrjun á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 14.6.2016

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um leikur A landslið karla í kvöld fyrsta leik sinn í lokakeppni stórmóts. Mótherjinn er Portúgal og sviðið er EM í Frakklandi. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í St. Etienne og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans.

Lesa meira
 

A karla - Sagan á bandi Portúgala - 13.6.2016

Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á EM og þá um leið sinn fyrsta leik í lokakeppni stórmóts karla í kvöld þegar liðið mætir Portúgal. Segja má að sagan sé á bandi Portúgala en liðin hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum og hefur Portúgal unnið alla leikina.

Lesa meira
 

A karla - Söguleg stund í íslenskri knattspyrnu - 13.6.2016

Það er sögulegur dagur í íslensku knattspyrnunni í dag þegar karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á lokakeppni stórmóts. Aldrei fyrr í sögunni hefur landsliðið komist svo langt en það eru Portúgalar sem eru fyrstu mótherjar Íslands í lokakeppni stórmóts.

Lesa meira
 

A karla - Cak­ir dæmir leik Íslands og Portúgal - 13.6.2016

Tyrk­inn Cü­neyt Cak­ir dæm­ir leik Íslend­inga og Portú­gala á Evr­ópu­mót­inu í knatt­spyrnu í Saint-Et­inne á morgun, þriðjudag. Cak­ir er 39 ára gam­all sem hef­ur dæmd marga stór­leiki á ferli sín­um.

Lesa meira
 

Aron Einar: „Erum ekki komnir hingað í sumarfrí” - 11.6.2016

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir íslenska landsliðið ekki komið á EM í Frakklandi til að vera í sumarfríi þrátt fyrir að það sé gott veður. Liðið ætli sér stóra hluti á mótinu en spennan sé óneitanlega að aukast meðal leikmanna liðsins.

Lesa meira
 

Afabarn fyrrum stjóra Swansea heilsaði upp á Gylfa Þór - 10.6.2016

Á opinni æfingu íslenska liðsins í dag mætti Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk.

Lesa meira
 

A karla - Fjölmennt á opinni æfingu landsliðsins í Annecy - 10.6.2016

Í dag var opin æfing hjá landsliðinu í Annecy og mættu yfir 300 manns á æfingu. Eftir æfingu gáfu leikmenn eiginhandaráritanir og voru myndaðir bak og fyrir af gestum sem komu frá Frakklandi og auðvitað Íslandi.

Lesa meira
 

ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboði á Laugardalsvelli - 9.6.2016

Föstudaginn 10. júní frá kl 12-18 býður Áfram Ísland öllum þeim sem vilja klæða sig upp fyrir EM að koma á Laugardalsvöll frá klukkan 12-18 og kaupa ÁFRAM ÍSLAND vörur á tilboðsverði.

Lesa meira
 

Kosovo í HM-riðli með Íslandi - 9.6.2016

Í kjölfar ákvörðunar þings FIFA í maí, þegar Kosovo og Gíbraltar voru samþykkt sem 210. og 211. aðildarþjóðir FIFA, hafa knattspyrnusambönd beggja þessara landa nú þátttökurétt í undankeppni HM 2018, sem hefst í september. UEFA hefur nú verið falið það verkefni að aðlaga niðurröðun leikja og keppnismódel undankeppninnar í Evrópu að þessari ákvörðun.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: "Fínasta aðstaða sem við höfum" - 9.6.2016

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var léttur í viðtölum við fjölmiðla enda varla annað hægt þegar hann var kallaður Heimar í byrjun eins viðtals sem sjá má á Youtube-síðu KSÍ. Heimir segir undirbúning liðsins ganga vel og allt sé eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög