Landslið

Skotland_logo

A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslandi - 31.5.2016

Alls eru 12 leikmenn í 20 manna leikmannahópi skoska liðsins sem leika utan landssteinanna en flestir leikmenn koma fram Glasgow FC, fjórir talsins.  Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í undankeppni EM að svo stöddu, heldur en Skotar.  Mörkin hafa verið 5,4 að meðaltali í leik og markahæsti leikmaðurinn til þessa í keppninni er framherjinn Jane Ross með átta mörk

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands á Ullevaal - 31.5.2016

A landslið karla mætir Noregi í vináttuleik í Osló í kvöld.  Leikið er á Ullevaal-leikvanginum og verður leikurinn, sem hefst kl. 17:45, í beinni útsendingu á RÚV.  Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

A kvenna - Dagný komin til Falkirk - 31.5.2016

Allur hópurinn er nú kominn saman í Falkirk en Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við hópinn í dag.  Dagný var að leika með félagsliði sínu í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld og ferðalag frá vesturströnd Bandaríkjanna tekur sinn tíma. Lesa meira
 

A landslið karla mætir Noregi í dag - 31.5.2016

A-landslið karla leikur í dag vináttulandsleik við Noreg á Ullevål-vellinum í Osló. Leikurinn er hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en seinasti leikur Íslands verður gegn Liechtenstein þann 6. júní og er miðasala á leikinn í fullum gangi.

Lesa meira
 

"Allt eða ekkert" - 31.5.2016

Skotar eru ekkert að draga undan þegar þeir auglýsa leik Skotlands og Íslands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Falkirk, föstudaginn 3. júní.  Þeir auglýsa hann með yfirskriftinni "Allt eða ekkert".  Þó svo að örugglega megi rökræða fram og til baka um þá fullyrðingu þá er alveg ljóst að það er mikið undir í þessum leik.

Lesa meira
 

Allur 23 manna hópurinn kominn saman í Osló - 30.5.2016

A landslið karla er saman komið í Osló, þar sem liðið mætir Norðmönnum á miðvikudag.  Allur 23 manna hópurinn sem valinn var fyrir úrslitakeppni EM er þar með saman kominn.  Æft var í dag, mánudag, á hinum fræga Bislett leikvangi í Osló, í sól og blíðu.  Lesa meira
 

Undankeppni HM 2018:  Leikið fyrir luktum dyrum í Úkraínu og Króatíu - 30.5.2016

Ljóst er að ekki verða margir áhorfendur á fyrstu útileikjum A landsliðs karla í undankeppni HM 2018 sem hefst í september næstkomandi.  FIFA hefur tilkynnt að fyrstu heimaleikir Úkraínu og Króatíu í keppninni verði leiknir fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í vináttuleikjum fyrr á árinu.

Lesa meira
 
EM kvenna U17

A kvenna - Stelpurnar komnar til Falkirk - 30.5.2016

Kvennalandsliðið er komið til Skotlands, nánar tiltekið til Falkirk, en þar verður leikið við Skota í undankeppni EM, föstudaginn 3. júní.  Fyrsta æfing hópsins var í dag og tóku allir leikmenn þátt í henni að undanskildri Dagnýju Brynjarsdóttur, serm kemur til móts við hópinn á morgun. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Liechtenstein gengur vel - 30.5.2016

Miðasala fyrir síðasta vináttuleik A landsliðs karla fyrir EM 2016 í Frakklandi er í fullum gangi á midi.is. Leikurinn, sem er gegn liði Liechtenstein, fer fram á Laugardalsvellinum 6. júní næstkomandi.

Lesa meira
 

A kvenna - Mikilvægir leikir við Skotland og Makedóníu - 28.5.2016

A landslið kvenna mætir Skotlandi og Makedóníu í tveimur mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2017 í næsta mánuði. Fyrri leikurinn er gegn Skotum ytra 3. júní og sá seinni á Laugardalsvellinum 7. júní. Leikmannahópur Íslands var tilkynntur á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ nýverið

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Liechtenstein: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 24.5.2016

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein , fimmtudaginn 26. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Súpufundur um borgir sem leikið verður í á EM - 15.5.2016

Miðvikudaginn 18. maí mun Gerard Lemarquis halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ milli kl: 12:00-13:00. Gérard mun fjalla um borgirnar þrjár, þar sem íslenska karlalandsliðið mun leika í á EM í Frakklandi í sumar; Marseille, Saint-Etienne og Saint-Denis-Paris. Fjallað verður um sögu leikvallanna í þessum borgum, um borgirnar sjálfar og um áhugaverða staði í nágrenninu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun á Ísafirði - 13.5.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í hæfileikamótun sem fram fer á Ísafirði 19. maí. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Stór sigur í lokaleik - 10.5.2016

U17 lið kvenna vann í morgun 5-2 sigur á Rússum í seinasta leik undirbúningsmóts UEFA sem haldið var í Finnlandi.

Lesa meira
 

A karla – Lars lætur af störfum eftir EM - 9.5.2016

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun láta af störfum eftir EM í Frakklandi en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á fjölmiðlafundi rétt í þessu.

Lesa meira
 

A karla – Lokahópur fyrir EM 2016 - 9.5.2016

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, tilkynntu í dag lokahóp leikmanna sem munu leika á EM í Frakklandi. Þjálfararnir völdu 23 leikmenn í hópinn en 6 aðrir leikmenn eru tilbúnir að koma út verði skakkaföll á hópnum.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Svekkjandi tap gegn Finnum - Seinasti leikurinn er á þriðjudag - 9.5.2016

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið spilaði sinna annan leik á UEFA æfingamótinu í dag. Leikið var gegn heimaliði Finna og tapaðist leikurinn 4-2. Óhætt er að segja að Íslensku stelpurnar hafi átt meira skilið úr leiknum, þær sköpuðu sér fleiri færi og gáfu allt í leikinn.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Finnum í dag – Byrjunarliðið - 8.5.2016

U17 kvenna leikur i dag annan leik sinn á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Finnlandi. Leikurinn í dag er gegn heimaliðinu og verður hann sýndur beint á vef finnska sambandsins.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap gegn Svíum í fyrsta leik - 6.5.2016

U17 ára lið kvenna tapaði 3-1 gegn Svíþjóð í fyrsta leik á UEFA-móti sem fram fer í Finnlandi. Svíar komust i 2-0 í fyrri hálfleik og gerðu útum leikinn með marki í seinni hálfleik. Ísland skoraði mark undir lok leiksins en það var Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði mark Íslands.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Liechtenstein hefst mánudaginn 9. maí kl. 15:00 - 6.5.2016

Eins og alþjóð veit leikur A landslið karla í úrslitakeppni EM 2016, sem fram fer í sumar. Síðasti leikur liðsins áður en það heldur til Frakklands er vináttuleikur gegn Liechtenstein á Laugardalsvellinum þann 6. júní.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Svíþjóð í dag - Byrjunarlið - 6.5.2016

U17 ára kvennalandslið er nú að keppa í alþjóðlegu UEFA-móti í Eerikkila í Finnlandi. Fyrsti leikurinn er í dag og verður leikið gegn Svíþjóð kl 12.00 að íslenskum tíma. Um er að ræða undirbúningsmót.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap í lokaleiknum en sigur í riðlinum - 4.5.2016

U17 karla tapaði lokaleik sínum á undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Finnlandi. Leikurinn í morgun var gegn Rússum og svo fór að Rússar unnu 3-0 sigur. Ísland náði að verja vítaspyrnu undir lok leiksins.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

EM-sölugluggi fyrir miða í sæti með skyggðu útsýni opnar á miðvikudag - 3.5.2016

UEFA tilkynnti í dag, þriðjudag, að á miðvikudagsmorgunn myndi opna sölugluggi fyrir miða í sæti með skyggðu útsýni (restricted view).  Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að miðarnir séu seldir með 25% afslætti og að um sé að ræða "fyrstu koma, fyrstu fá" fyrirkomulag.

Lesa meira
 

U17 karla - Lokaleikur UEFA-mótsins á morgun klukkan 7:30 - 3.5.2016

U17 ára lið karla leikur í fyrramálið, miðvikudag, við Rússa í lokaleik UEFA-ungirbúningsmótsins en leikurinn hefst klukkan 7:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Tveggja marka sigur á Finnum - 2.5.2016

U17 karla vann í dag, mánudag, 2-0 sigur á Finnum í undirbúningsmóti UEFA, en mótið fer fram í Finnlandi.  Þessi úrslit þýða að Ísland mun hafna í efsta sæti mótsins burtséð frá úrslitum leikja í lokaumferðinni á miðvikudag, þar sem einungis Finnar geta náð Íslandi að stigum.  Þar standa Íslendingar þó betur að vígi vegna innbyrðis viðureignarinnar í dag. Lesa meira
 

U17 karla - Ísland leikur við Finna á UEFA-mótinu í dag - 2.5.2016

U17 lið karla leikur annan leik sinn á æfingarmóti UEFA í dag en leikið er í Finnlandi. Strákarnir okkar mæta Finnum í leik dagsins og hefst hann klukkan 15:00.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög