Landslið

U17 karla – Naumt tap gegn Frökkum - 31.3.2016

Ísland tapaði í 1-0 gegn Frökkum í öðrum leik liðsins í milliriðli í EM. Ísland er því með 1 stig en Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins ef Frakkar eru með 6 stig og ekkert lið getur náð þeim.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland leikur við Frakka í dag, fimmtudag - 31.3.2016

U17 ára lið karla leikur í dag við Frakka í milliriðli fyrir EM. Ísland hefur leikið einn leik í riðlinum sem var gegn Austurríki og endaði hann með markalausu jafntefli. Frakkar unnu hinsvegar Grikki 1-0 í fyrsta leik sínum og eru á toppi riðilsins með 3 stig.

Lesa meira
 

Öflug endurkoma í Aþenu - 29.3.2016

A landslið karla mætti Grikklandi í vináttulandsleik í Aþenu í kvöld, þriðjudagskvöld.  Grikkirnir byrjuðu betur og náðu tveggja marka forystu áður en íslenska liðið minnkaði muninn.  Ísland var mun sterkara liðið á vellinum í seinni hálfleik og tvö mörk tryggðu íslenskan sigur.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla:  Markalaust jafntefli gegn Austurríki - 29.3.2016

U17 landslið karla hóf keppni í EM milliriðli í dag, þriðjudag, en leikið er í Frakklandi.  Fyrsti mótherji Íslands var Austurríki og gerðu liðin markalaust jafntefli í annars fjörugum leik.  Austurríkismenn áttu fleiri færi í leiknum, en bæði lið voru nálægt því að skora.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Heimastúlkur sterkari í lokaleiknum - 29.3.2016

Stelpurnar í U17 luku í dag leik í milliriðli EM en hann fór fram í Serbíu að þessu sinni.  Leikið var gegn heimastúlkum í dag sem höfðu öruggan sigur, 5 - 1.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins, á eftir Englendingum og Serbum en á undan Belgum. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 29.3.2016

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfingar um komandi helgi en æft verður í Kórnum og í Egilshöll.  Boðaðir eru 22 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 11 félögum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Leikið gegn Austurríki í dag - 29.3.2016

Strákarnir í U17 karla hefja í dag leik í milliriðli EM en leikið er í Frakklandi.  Fyrstu mótherjarnir eru Austurríkismenn og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Á sama tíma mætast heimamenn og Grikkir.  Íslendingar mæta svo heimamönnum á fimmtudaginn og leika gegn Grikkjum á sunnudag.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Grikkjum - 29.3.2016

Karlalandsliðið leikur í dag, þriðjudag, við Grikki vináttulandsleik og verður blásið til leiks klukkan 17:30. Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Dönum enda eru landsliðsþjálfararnir að leyfa fleiri leikmönnum að spreyta sig.

Lesa meira
 

A karla – Ísland leikur við Grikkland í dag, þriðjudag - 29.3.2016

Karlalandsliðið leikur í dag, þriðjudag, við Grikki vináttulandsleik og verður blásið til leiks klukkan 17:30. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en Ísland lék á dögunum við Dani og tapaði 2-1.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Serbíu á þriðjudag - 28.3.2016

U17 landslið kvenna mætir Serbum á þriðjudag í lokaumferð milliriðils fyrir úrslitakeppni EM, en leikstaðurinn er einmitt Serbía.  Þetta er úrslitaleikur um annað sæti riðilsins og á sama tíma leika Englendingar og Belgar, en þær fyrrnefndu hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna:  Fimm marka tap gegn Englandi - 27.3.2016

U17 landslið kvenna beið lægri hlut gegn Englendingum í 2 umferð EM-milliriðils, en liðin mættust í Serbíu í dag, sunnudag.  Enska liðið var mun sterkari aðilinn og vann fimm marka sigur.  Íslensku súlkurnar náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Belgum í fyrstu umferð.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland mætir Englandi í dag, sunnudag - 27.3.2016

U17 ára lið kvenna mætir í dag Englendingum í undankeppni EM. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 2-1 gegn Belgum en England lagði á sama tíma Serbíu að velli, 3-1. Ísland og England eru því með 3 stig eftir fyrsta leik sinn í riðlinum.

Lesa meira
 

A karla – Fyrsta æfingin í Grikklandi gekk vel - Myndir - 26.3.2016

A-landslið karla æfði í dag í Aþenu á Grikklandi en liðið kom í dag frá Danmörku. Æfingin gekk vel og voru aðstæður góðar, um 15 gráðu hiti og skýjað.

Lesa meira
 

A karla – Ólafur Ingi ekki með gegn Grikklandi - 26.3.2016

Ólafur Ingi Skúlason leikur ekki með landsliðinu gegn Grikkjum á þriðjudaginn þar sem hann glímir við meiðsli.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

A kvenna í 20. sæti á FIFA-listanum - 25.3.2016

A landslið kvenna er í 20. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA, þeim fyrsta sem gefinn er út á árinu 2016, en listinn er gefinn út ársfjórðungslega.  Íslenska liðið fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Sigur U17 kvenna á Belgum - 25.3.2016

U17 landslið kvenna vann í dag góðan 2-1 sigur á Belgum í fyrstu umferð milliriðils fyrir EM, en leikið er í Serbíu.  Í hinum leik dagsins unnu Englendingar heimastúlkur 3-1 og mætast íslenska og enska liðið í næstu umferð.  Smellið her að neðan til að lesa umfjöllun um leik Íslands. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna mætir Belgum í Serbíu - 25.3.2016

Í dag kl 13.00 að íslenskum tíma leikur U-17 kvenna við Belgíu í milliriðli EM. Veðrið er gott, sól og 13°c hiti. Freyr Alexandersson, þjàlfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með gangi màla í leiknum à vef UEFA. 

Lesa meira
 

A karla - Tap gegn Dönum í Herning - 24.3.2016

A-landslið karla tapaði í kvöld 2-1 gegn Dönum í vináttulandsleik en leikið var í Herning. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun fyrir áhorfendur en bæði lið fengu mörg færi til að skora en Danirnir nýttu sín færi betur og höfðu að lokum verðskuldaðan sigur.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í Makedóníu - 24.3.2016

Makedón­ía og Ísland gerðu marka­laust jafn­tefli þegar liðin mætt­ust í undan­keppni Evr­ópu­móts 21-árs landsliða karla í knatt­spyrnu í makedónsku höfuðborg­inni Skopje í dag. Leikurinn var hinn fjörugasti þrátt fyrir að ekkert mark hafi litið dagsins ljós.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla leikur í Skopje í dag kl. 13:00 - 24.3.2016

U21 landslið karla mætir Makedóníu í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 í dag.  Leikið er í Skopje og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Allar upplýsingar um leikinn verður að finna á vef UEFA - byrjunarlið, textalýsingu frá leiknum og aðrar upplýsingar. Lesa meira
 

A karla – Ísland mætir Danmörku í kvöld, fimmtudag - 23.3.2016

A-landslið karla leikur við Danmörku í kvöld, fimmtudag, í Herning. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn frændum okkar frá Danmörku en þjóðirnar hafa alls mæst 22 sinnum og Ísland hefur aldrei ná að leggja Dani að velli.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarliðið gegn Danmörku - 23.3.2016

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. Um er að ræða vináttulandsleik og hafa þjálfararnir því tækifæri á að reyna marga leikmenn, en sex skiptingar eru leyfðar hjá hvoru liði.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Leikdögum í milliriðli U17 kvenna breytt - 23.3.2016

Vegna hryðjuverkaárásanna í Belgíu hefur leikdögum í milliriðli U17 landsliða kvenna, sem fram fer í Serbíu og hefst í vikunni, verið breytt.  Þátttökuþjóðirnar, auk Íslendinga og Serba, eru Englendingar og Belgar.  Fyrstu tveir leikdagarnir færast aftur um einn dag, en þriðji leikdagurinn helst óbreyttur.

Lesa meira
 

A karla – Liðið æfði við góðar aðstæður í Herning - Myndir - 23.3.2016

A landslið karla leikur vináttulandsleik við Danmörku í Herning á morgun, fimmtudag. Íslenska liðið æfði í dag á MCH-vellinum í Herning þar sem leikurinn mun fara fram. Aðstæður voru góðar á vellinum en danska liðið Midtjylland leikur á vellinum.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar - 22.3.2016

Í viðhengi er listi yfir leikmenn sem valdir hafa verið af Frey Sverrissyni landsliðsþálfara til æfinga dagana 1. – 3. apríl. Vinsamlegast komið afriti af þessu bréfi til leikmanna ykkar félags.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna hefur leik í milliriðli EM í vikunni - 21.3.2016

U17 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM og er fyrsti leikdagur fimmtudagurinn 24. mars.  Leikið er í Serbíu og auk heimastúlkna og Íslendinga eru Belgar og Englendingar í riðlinum.  Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Belgía.

Lesa meira
 

A karla – Hópurinn sem mætir Danmörku og Grikklandi - 17.3.2016

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Danmörku þann 24. mars og Grikklandi þann 29. mars. Um er að ræða vináttulandsleiki sem eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

Guðmundur Hreiðarsson inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun hjá UEFA - 15.3.2016

Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu, var nýverið tekinn inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun á vegum UEFA. Hópurinn er þessa vikuna að störfum í Serbíu þar sem hópar frá sex löndum eru saman komnir í þeim tilgangi að þjálfa þá kennara sem koma að kennslu á markmannsþjálfaragráðum í hverju landi fyrir sig.

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingar fyrir milliriðla í Frakklandi og lokahópur - 15.3.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingum vegna undirbúnings U17 liðs karla fram að milliriðlum sem fram fara í Frakklandi í mars/apríl. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Æfingahelgi og lokahópur fyrir milliriðla í Serbíu - 15.3.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs kvenna fyrir milliriðla sem fram fara í Serbíu 22.-30. mars 2016. Æfingar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U21 karla – Hópurinn sem mætir Makedóníu - 15.3.2016

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Makedóníu í Skopje 24. mars í undankeppni EM15/17.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland vann bronsverðlaun á Algarve-mótinu - 9.3.2016

Stelpurnar okkar unnu Nýja Sjáland í leik um bronsið á Algarve-mótinu sem fram fer í Portúgal. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Guðbjörg markmaður varði spyrnu í bráðabana og Sandra María skoraði úr næstu spyrnu sem tryggði Íslandi sigur.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðshópur Danmerkur sem mætir Íslandi - 9.3.2016

Åge Harei­de landsliðsþjálf­ari Dana í knatt­spyrnu tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Danmörk mætir Íslandi í vináttulandsleik á MCH Arena í Herning þann 24. mars.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarlið Íslands gegn Nýja Sjálandi - 9.3.2016

A-landslið kvenna leikur seinasta leik sinn á Algarve-mótinu í dag, miðvikudag. Leikurinn er um bronsið og mætum við Nýja Sjálandi í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland leikur um bronsið á Algarve-mótinu - 7.3.2016

Ísland leikur við Nýja Sjáland um bronsið á Algarve-mótinu eftir að tapa 1-0 gegn Kanada í kvöld. Kanada var heilt yfir sterkara liðið í leiknum og stelpurnar okkar náðu ekki að skapa nægilega hættuleg marktækifæri. Ísland mætir Nýja Sjálandi í leik um bronsið.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Kanada - 7.3.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Kanada á Algarve-mótinu í dag. Nái Ísland stigi úr leiknum mun liðið leika til úrslita á mótinu. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Endursöluvefur EM-miða - 7.3.2016

UEFA hefur tilkynnt að þann 9. mars verði opnaður endursöluvefur fyrir miða á EM karlalandsliða 2016, sem fram fer í Frakklandi í sumar.  Miðahafar sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt miðana sína geta boðið þá til endursölu á þessum vef, sem er aðgengilegur í gegnum miðasöluvef UEFA.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Kanada á Algarve í kvöld - 7.3.2016

Ísland mætir Kanada í lokaleik liðsins í riðakeppni Alagarve mótsins en leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Íslenska liðinu dugar jafntefli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og um leið, sæti í úrslitaleiknum.  Þetta verður í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði kvenna.

Lesa meira
 

A kvenna – Íslenskur sigur á Danmörku - 4.3.2016

Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Danmörku á Algarve-mótinu og því er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í seinasta leiknum gegn Kanada til að leika um gullið.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 karla - 4.3.2016

Meðfylgjandi er listi yfir þá leikmenn sem eru boðaðir á úrtaksæfingar U17 karla helgina 11. – 13. mars. Vinsamlegast komið þessu til þeirra er málið varðar.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland hefur einu sinni lagt Dani að velli - 4.3.2016

Ísland leikur við Danmörk í dag, föstudag, á Algarve-mótinu í Portúgal. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn Danmörku í gegnum tíðina en aðeins einn sigur hefur unnist á frændum okkar frá Danaveldi.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Danmörku í dag - Byrjunarlið - 3.3.2016

A-landslið kvenna leikur klukkan 15.00 í dag, föstudag, annan leik sinn á Algarve-mótinu í Portúgal. Leikurinn er gegn Danmörku en bæði liðin unnu fyrstu leiki sína á mótinu.

Lesa meira
 

Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 3.3.2016

Karlalandsliðið stendur í stað á heimslista FIFA sem birtur var í morgun, fimmtudag. Ísland er í 38. sæti listans en það er sama sæti og seinast þegar listinn var birtur. Íslenska liðið hefur ekki leikið landsleik frá þeim tíma og því aðeins úrslit annarra leikja sem gæti haft áhrif á stöðu íslenska liðsins.

Lesa meira
 

A kvenna - Sigur í fyrsta leik á Algarve-mótinu - 2.3.2016

A-landslið kvenna vann 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu i Portúgal. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það var Dagný Brynjarsdóttir sem tryggði Íslandi sigur í leiknum.

Lesa meira
 

Ísland hefur leik á Algarve-mótinu í dag, miðvikudag - Byrjunarlið - 2.3.2016

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á Algarve-mótinu í Portúgal í dag, miðvikudag. Byrjunarleikur Íslands er gegn Belgíu og er flautað til leiks klukkan 15:00. Leikið er á Est. Municipal de Lagos-vellinum á Algarve.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Umsækjendur sem fengu synjun fá annað tækifæri - 2.3.2016

Hluti þeirra umsækjenda um miða á leiki í úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, sem fengu synjun á umsókn sinni vegna þess að kreditkortagreiðsla gekk ekki fá eða hafa þegar fengið annað tækifæri til þess að ganga frá miðakaupum á leiki mótsins samkvæmt upplýsingum frá UEFA.

Lesa meira
 

Nýr landsliðsbúningur afhjúpaður - 1.3.2016

Nýr landsliðsbúningur var formlega kynntur til sögunnar í dag, þriðjudag – samtímis í höfuðstöðvum KSÍ í Reykjavík og í höfuðstöðvum Errea á Ítalíu, en eins og kunnugt er leika öll íslensk landslið í búningum frá Errea og hafa gert síðan 2002.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög