Landslið

Úrtaksæfingar vegna U19 kvenna - 26.2.2016

Þórður Þórðarson þjálfari U19 ára landsliðs kvenna hefur valið eftirtalda leikmenn til æfinga helgina 4.-6.mars.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar vegna U16 kvenna - 26.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdar til æfinga hjá U16 helgina 4. – 6. mars. Æfingarnar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara.

Lesa meira
 

U17 karla – Baráttusigur í seinni leiknum gegn Skotum - 25.2.2016

U17 ára lið karla vann 1-0 sigur á Skotlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í dag en um var að ræða vináttulandsleiki. Strákarnir okkar unnu baráttusigur en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var það Ísak Atli Kristjánsson sem skoraði markið.

Lesa meira
 

Búðu til slagorð íslenska liðsins fyrir EM - 25.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi og núna þurfum við að finna flott slagorð sem verður sett á rútu íslenska liðsins. UEFA og Hyundai eru með skemmtilegan leik sem snýst um að búa til öflugt slagorð fyrir þjóðirnar sem leika á EM og mun slagorðið sem er valið frá hverri þjóð vera prentað á rútu viðkomandi liðs.

Lesa meira
 

U17 karla – Tap í fyrri leiknum gegn Skotlandi - 23.2.2016

U17 ára landslið karla tapaði 2-1 fyrir Skotum í vináttulandsleik sem fram fór í Skotlandi í kvöld, þriðjudag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Skotar komust yfir á 51. mínútu með marki Liam Burt. Markið kom gegn gangi leiksins en íslenska liðið var líklegra til að komast yfir þegar markið kom.

Lesa meira
 

U17 karla – Ísland mætir Skotlandi í dag, fimmtudag - 23.2.2016

U17 ára landslið karla leikur vináttulandsleik við Skotland í kvöld, þriðjudag. Leikurinn fer fram í Skotlandi en liðin mætast aftur á fimmtudagskvöldið.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U21 karla - 22.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

A kvenna – Hópurinn sem tekur þátt á Algarve-mótinu - 22.2.2016

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal. Mótið stendur yfir frá 2. -9. mars en með Íslandi í riðli er Danmörk, Kanada og Belgía.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 19.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 – Hópurinn sem mætir Skotlandi - 16.2.2016

Halldór Björnsson, þjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Skotum í næstu viku. Leikið er í Skotlandi dagana 23. og 25. febrúar.

Lesa meira
 

Margrét Lára og Hólmfríður heiðraðar fyrir 100 landsleiki - 15.2.2016

Tveir leikmenn kvennalandsliðsins náðu þeim áfanga á seinasta ári að ná 100 landsleikjum með A-landsliði kvenna. Þetta eru Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.

Lesa meira
 

A kvenna - Jafntefli í Póllandi - 14.2.2016

Ísland og Pólland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu sem fram fór í Nieciecza í Póllandi í dag, sunnudag. Andrea Rán Hauksdóttir skoraði mark Íslands beint úr aukaspyrnu. Ísland fékk undir lok leiksins vítaspyrnu sem Berglind Björg náði ekki að nýta.

Lesa meira
 

Syngdu með David Guetta og þú gætir verið á leiðinni á opnunarleik EM! - 14.2.2016

Það styttist óðum í EM í Frakklandi of spennan farin að magnast hjá mörgum. Það er enginn annar en skífuþeytarinn David Guetta sem mun semja lag keppninnar og þú getur sungið með honum!

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 og U17 kvenna (fæddar 2000 og 1999) - Uppfært - 12.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U17 landsliðum kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands.. 

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Pólland í dag, sunnudag - 8.2.2016

A landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Póllandi í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram í Nieciecza í Póllandi á Stadion Bruk-Bet Nieciecza vellinum og hefst hann klukkan 11:00.

Lesa meira
 

Miðasala á Danmörk - Ísland 24. mars - 8.2.2016

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki í mars, fyrst gegn Dönum í Herning 24. mars og síðan gegn Grikkjum í Aþenu 29. mars.  Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn við Dani á miðasöluvef danska knattspyrnusambandsins. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 – leikmenn fæddir 1999 og 2000 - 5.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. Athugið að um tvo árganga er að ræða.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Annar sigur á Skotum - 4.2.2016

U17 ára lið kvenna vann í dag 4-2 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik en þetta var seinni leikur liðanna í vikunni. Fyrri leikurinn endaði 3-0 fyrir Íslandi.

Lesa meira
 

Ísland í 38. sæti á heimslista FIFA - 4.2.2016

Karlalandsliðið er í 38. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag. Liðið fellur um tvö sæti frá seinasta lista en af Norðurlandaþjóðunum eru Svíar eina liðið sem er fyrir ofan Ísland. Sænska liðið er í 35. sætinu og fellur um eitt sæti frá seinasta lista.

Lesa meira
 

Vináttulandsleikir U17 kvenna við Skotland - Seinni leikurinn er í dag, fimmtudag - 4.2.2016

U17 kvenna leikur tvo vináttulandsleiki við Skotland í vikunni. Fyrri leikurinn er þriðjudaginn 2. febrúar klukkan 19:15 en sá seinni er fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 13:00.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Öruggur sigur á Skotum - 2.2.2016

Stelpurnar í U17 ára landsliði Íslands unnu í kvöld, þriðjudag, öruggan 3-0 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik. Íslenska liðið lék agaðan fótbolta og gaf ekkert eftir í leiknum.

Lesa meira
 

Æfingahópur vegna A-landsliðs kvenna - 2.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í æfingahóp A landsliðs kvenna vegna vináttuleiks gegn Póllandi. Leikurinn fer fram í Nieciecza þann 14. febrúar á Termalika Bruk Bet club leikvangnum.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 2.2.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög