Landslið

U17 karla - Úrtaksæfingar í desember - 27.11.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar 27. - 28. nóvember - 24.11.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Katar í janúar - 23.11.2015

Knattspyrnusamband Íslands og Katar hafa komist að samkomulagi um að leika vináttulandsleik á milli U23 ára landsliða karla.  

Lesa meira
 

Æfingahópur valinn hjá A kvenna - 20.11.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp hjá A kvenna sem æfir dagana 27. - 29. nóvember í Kórnum og Egilshöll.  Freyr velur að þessu sinni 21 leikmann sem allir leika með félagsliðum hér á landi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Stúlkur fæddar 2001 til úrtaksæfinga á Norðurlandi - 20.11.2015

Úlfar Hinriksson aðstoðarþjálfari U17 kvenna hefur valið hóp knattspyrnustúlkna fæddar 2001 til úrtaksæfinga á Norðurlandi 27. – 28. nóvember

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur til æfinga 27. - 29. nóvember - 20.11.2015

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga helgina 27. – 29. nóvember. Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Algengar spurningar og svör um miðasöluna á EM 2016 - 19.11.2015

Á vef UEFA er að finna uppflettisíðu með fjölmörgum algengum spurningum og svörum vegna miðasölu á úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi næsta sumar.  Miðasalan á keppnina fer alfarið fram í gegnum vef UEFA. Lesa meira
 

Styrkleikaflokkar fyrir EM 2016 klárir - 18.11.2015

Það varð ljóst í gær hvaða þjóðir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM en Svíþjóð og Úkraína voru seinustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti eftir umspil. Ísland er í styrkleikaflokki með Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi og geta þessar þjóðir því ekki dregist saman í riðil.

Lesa meira
 

A landslið karla til Abu Dhabi í janúar - 18.11.2015

Undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 heldur áfram í janúar og getur KSÍ nú staðfest að A landslið karla mun halda í æfingabúðir til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum dagana 10.-17. janúar, þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir.

Lesa meira
 

Tap gegn Slóvakíu - 17.11.2015

Ísland tapaði í kvöld 3-1 gegn Slóvakíu en um var að ræða vináttulandsleik sem er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtakshópur valinn til æfinga - 17.11.2015

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari U17 kvenna og Úlfar Hinriksson þjálfari U16 kvenna og aðstoðarþjálfari U17 kvenna, hafa valið tvo úrtakshópa til æfinga helgina 20. – 22. nóvember.

Lesa meira
 

Sex breytingar milli leikja - 17.11.2015

A landslið karla mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina í kvöld, þriðjudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.  Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og gera þjálfararnir sex breytingar frá leiknum við Pólland á föstudag.

Lesa meira
 

Ísland leikur við Slóvakíu í kvöld - 16.11.2015

Ísland leikur vináttulandsleik við Slóvakíu í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19:45. Leikurinn er hluti af undirbúningi íslenska landsliðsins vegna EM í Frakklandi sem fram fer næsta sumar.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland vann sigur á Möltu - 15.11.2015

Ísland vann í dag, sunnudag, eins marks sigur á Möltu í undankeppni EM. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 85. mínútu en það var Albert Guðmundsson sem skoraði markið.

Lesa meira
 

U19 - Ísland mætir Möltu í dag - 15.11.2015

U19 ára landslið karla leikur klukkan 13:00 við Möltu í undankeppni EM. Leikurinn er seinasti leikur liðsins í undankeppninni en liðið hefur gert jafntefli við Danmörk en tapaði gegn Ísrael.

Lesa meira
 

Leikið í Zilina á þriðjudag - 14.11.2015

A landslið karla mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á þriðjudag kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.  Leikið verður á Pod Dubnon leikvanginum í Zilina, sem er heimavöllur félagsliðsins MSK Zilina.

Lesa meira
 

Tveggja marka tap í Póllandi - 13.11.2015

Ísland tapaði leik sínum gegn Póllandi 4-2 í kvöld. Ísland komst yfir á 4. mínútu með marki úr vítaspyrnu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði markið. Pólverjar jöfnuðu metin á 52. mínútu og komust yfir á 66. mínútu leiksins.

Lesa meira
 

Íslandsmótið í Futsal hefst um helgina - 13.11.2015

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu, Futsal, hefst um helgina þegar leikið verður í B riðli meistaraflokks karla.  Leikið verður í Garðinum, laugardaginn 14. nóvember en, eins og síðustu ár, er riðlakeppnin leikin í hraðmótsformi en úrslitakeppnin eftir hefðbundnum Futsal reglum. Lesa meira
 

U17 kvenna – Ísland með Englandi, Serbíu og Belgíu í milliriðli - 13.11.2015

Ísland er í riðli með Englandi, Belgíu og Serbíu í milliriðli fyrir EM 2016. Efsta liðið fer beint áfram sem og liðin með bestan árangur í 2. sæti úr riðlinum.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Ísland með Færeyjum, Kasakstan og Finnlandi í riðli - 13.11.2015

Ísland leikur í riðli með Færeyjum, Kasakstan og Finnlandi í forkeppni fyrir EM 2016-2017. Tvö efstu liðin fara áfram úr riðlinum en liðið með besta árangur í 3. sæti fer einnig í milliriðla.

Lesa meira
 

Ísland mætir Póllandi í kvöld - 13.11.2015

Íslenska karlalandsliðið mætir Pólverjum í kvöld í vináttuleik en leikurinn hefst klukkan 19:45. Um er að ræða vináttuleik sem er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi næsta sumar.

Lesa meira
 

Byrjunarliðið gegn Póllandi - 13.11.2015

A landslið karla mætir Póllandi í vináttulandsleik á þjóðarleikvangi Pólverja í Varsjá í kvöld, föstudagskvöld.  Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma. Nýliðinn Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliðinu sem og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikur í hjarta varnarinnar.

Lesa meira
 

Troðfullur þjóðarleikvangur Pólverja - 12.11.2015

Pólland og Ísland mætast í vináttuleik A landsliða karla á Narodowy-leikvanginum í Varsjá á föstudag.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.  Uppselt er á leikinn, sem þýðir að ríflega 58.000 manns munu fylla þennan glæsilega þjóðarleikvang pólska landsliðsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í U19 karla - Þóroddur dæmir hjá U21 í Danmörku - 12.11.2015

Gunnar Jarl Jónsson, dómari, og Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari, eru meðal dómara sem dæma í riðlakeppni í U19 karla. Riðillinn er leikinn á Írlandi en liðinn sem leika eru Írland, Skotland, Lettland og Slóvenía.

Lesa meira
 

U19 – Þriggja marka tap gegn Ísrael - 12.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla beið lægri hlut, 4-1, í viðureign sinni gegn Ísrael í undankeppni EM sem fram fer á Möltu. Ísrael var komið í 2-0 eftir 16 mínútna leik og íslenska liðið fann ekki svör við sóknarleik Ísraelsmanna í leiknum.

Lesa meira
 

U19 karla – Ísland leikur við Ísrael klukkan 10:30 í undankeppni EM - 12.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla leikur við Ísrael í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 10:30. Ísland hefur leikið einn leik á mótinu sem var gegn Danmörku en sá leikur endaði 1-1 þar sem Ísland jafnaði metin í uppbótartíma.

Lesa meira
 

Kolbeinn:  Mikilvægt að styrkja og þróa okkar leik - 11.11.2015

A landslið karla er nú statt í Varsjá og undirbýr sig fyrir vináttuleik við Pólland, en liðin mætast á þjóðarleikvangi Pólverja á föstudag.  Fréttaritari ksi.is í Varsjá settist niður með Kolbeini Sigþórssyni og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Lesa meira
 

Heimir:  Hugsum fyrst og fremst um okkur - 10.11.2015

A landslið karla mætir Póllandi og Slóvakíu í tvemur vináttulandsleikjum í nóvember. Fyrri leikurinn er við Pólverja á föstudag og leikurinn við Slóvaka í Zilina fjórum dögum síðar.  Annar þjálfara íslenska liðsins, Heimir Hallgrímsson, svaraði nokkrum spurningum fréttaritara ksi.is í Varsjá. Lesa meira
 

U19 karla – Jafntefli gegn Dönum - 10.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Dani í undankeppni EM en fyrsti leikur liðsins var í dag. Það blés ekki byrlega í upphafi leiks en Danir komust yfir á 4. mínútu. Ekki var margt um færin í fyrri hálfleik og svo fór að staðan var 1-0 fyrir danska liðinu í hálfleik.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland leikur við Danmörku í dag - Byrjunarliðið - 10.11.2015

U19 ára landslið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM en leikið er á Möltu. Ísland er með Danmörku, Möltu og Ísrael í riðli en tvö efstu liðin úr hverjum riðli ásamt liðinu með besta árangurinn í þriðja sæti fara í milliriðil.

Lesa meira
 

Markahrókurinn Lewandowski í pólska hópnum - 9.11.2015

A landslið karla mætir Pólverjum í vináttuleik á föstudaginn en leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi. Pólverjar hafa á að skipa feykilega sterku liði sem hafnaði í 2. sæti í D-riðli þar sem heimsmeistarar Þjóðverja tóku toppsætið. Pólska liðið hefur því tryggt sér sæti á lokakeppni EM eins og Ísland.

Lesa meira
 

Jóhann Berg í hópinn gegn Póllandi og Slóvakíu - 9.11.2015

Jóhann Berg Guðmundsson verður í leikmannahópi Íslands sem mætir Póllandi og Slóvakíu. Ekki var gert ráð fyrir að Jóhann myndi ná leiknum gegn Póllandi en nú er ljóst að hann er leikfær og verður því í hópnum sem leikur við Pólland á föstudaginn.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla - 9.11.2015

Halldór Björnsson þjálfari U17 karla hefur valið tvo úrtakshópa (drengir fæddir 1999 og 2000) til æfinga helgina 13. – 15. nóvember.

Lesa meira
 

A landsliðshópur karla sem mætir Pólverjum og Slóvökum - 6.11.2015

A landslið karla mætir Póllandi og Slóvakíu í vináttulandsleikjum í nóvember.  Báðir leikirnir fara fram ytra - gegn Pólverjum í Varsjá 13. nóvember og gegn Slóvakíu í Zilina 17. nóvember.  Landsliðshópurinn var kynntur á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag.

Lesa meira
 

Ísland niður um 8 sæti á heimslista FIFA - 5.11.2015

Karlalandsliðið féll um 8 sæti á heimslista FIFA sem birtur var í morgun. Tap gegn Tyrkjum og jafntefli gegn Lettum gera þetta að verkum en þess má geta að Tyrkir fóru upp um 19 sæti á listanum.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari U17 landsliðs kvenna - 5.11.2015

KSÍ hefur samið við landsliðsþjálfara kvenna, Frey Alexandersson, að hann taki einnig að sér þjálfun U17 ára landsliðs kvenna næstu tvö árin.  Freyr mun því aðeins sinna starfi fyrir KSÍ næstu misseri. Lesa meira
 

U17 karla - Ísland komst í milliriðil í undankeppni EM - 3.11.2015

UEFA hefur staðfest að strákarnir í U17 landsliðinu hafa tryggt sér sæti í milliriðlum Evrópumótsins 2015-2016 en leikið verður í milliriðlum í vor.

Lesa meira
 

U19 karla - Hópurinn sem leikur í undankeppni EM - 2.11.2015

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið neðangreinda leikmenn til að taka þátt í undankeppni EM sem leikinn verður á Möltu 10. – 15. nóvember.

Lesa meira
 

Veggspjöld af landsliðunum - 2.11.2015

Mikill áhugi er á landsliðunum okkar og margar fyrirspurnir berast um að fá veggspjöld af karla- og kvennalandsliðinu. Hægt að nálgast útprentuð veggspjöld á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli en einnig er hægt að niðurhala veggspjöldum til að prenta heima eða nota í tölvum með hlekkjunum hér að neðan.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög