Landslið

U17 kvenna tapaði seinasta leiknum í riðlinum - 27.10.2015

U17 ára landslið kvenna tapaði 2-0 gegn Finnum í lokaleik fyrri undankeppni EM 2016. Finnar unnu leikinn 2-0 með mörkum sem komu í sitt hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 

U17 kvenna mætir Finnum klukkan 12:00 - Byrjunarlið Íslands - 27.10.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna leikur seinasta leik sinn í undankeppni EM í dag klukkan 12:00. Ísland er þegar búið að tryggja sig áfram í næstu umferð en tvö lið fara beint áfram í næsta riðil. Ísland og Finnland eru með 6 stig eftir tvo leiki en leikurinn í dag segir til um hvaða lið vinnur okkar riðil.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 27.10.2015

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið neðangreinda leikmenn til að taka þátt í úrtaksæfingum U19 karla.

Lesa meira
 

Öruggur sigur Íslands í Slóveníu - 26.10.2015

Ísland vann í dag öruggan 0-6 sigur á Slóveníu í undankeppni EM. Þetta var jafnframt þriðji sigur Íslands í undankeppninni en Ísland er því með 9 stig eftir þessa þrjá leiki eða fullt hús stiga.

Lesa meira
 

Hólmfríður leikur sinn 100. landsleik í dag - 26.10.2015

Hólmfríður Magnúsdóttir leikur sinn hundraðasta leik í dag með A-landsliði kvenna en Hólmfríður lék sinn fyrsta leik árið 2003 gegn Bandaríkjunum. Hólmfríður hefur leikið á tveimur lokamótum fyrir hönd Íslands en hún var í leikmannahópnum sem lék á EM í Svíþjóð og EM í Finnlandi.

Lesa meira
 

Úrtakshópur U19 kvenna - 25.10.2015

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga 30. október – 1. nóvember. Að þessu sinni eru 28 leikmenn valdir og eru stelpurnar fæddar 1996-1998.

Lesa meira
 

Kvennalandsliðið mætir Slóveníu - Byrjunarlið Íslands í dag - 25.10.2015

Kvennalandsliðið leikur gegn Slóveníu í undankeppni EM í dag, mánudag, á útivelli. Ísland hefur unnið báða leiki sína í riðlinum en þeir voru gegn Hvít Rússum á heimavelli og gegn Makedóníu á útivelli seinasta fimmtudag.

Lesa meira
 

U17 kvenna- Ísland vann 8 marka sigur í undankeppni EM - 24.10.2015

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið vann 8-0 sigur á Færeyjum í undankeppni EM en leikið er í Svartfjallalandi. Ísland komst í 5-0 í fyrri hálfleik og fylgdi því eftir með 3 mörkum í seinni hálfleik og endaði leikurinn 8-0.

Lesa meira
 

U17 kvenna- Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 24.10.2015

U17 ára landslið kvenna leikur við Færeyjar í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 11:00 í dag, laugardag. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 3-0 en það var gegn Svartfjallalandi.

Lesa meira
 

A kvenna - Öruggur sigur gegn Makedóníu í undankeppni EM - 22.10.2015

Ísland vann öruggan 0-4 sigur á Makedóníu í undankeppni EM en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður í Skopje. Völlurinn var mjög blautur og pollar víða á vellinum sem gerðu leikmönnum erfitt fyrir með spilamennsku.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Íslenskur sigur gegn Svartfjallalandi - 22.10.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna vann öruggan 3-0 sigur á Svartfjallalandi í undankeppni EM. Mörkin létu aðeins á sér standa en flóðgáttir brustu á 66. mínútu en þá skoraði Aníta Daníelsdóttir fyrsta mark leiksins.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Makedóníu í dag, fimmtudag - Byrjunarliðið - 21.10.2015

Kvennalandsliðið leikur við Makedóníu í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Ísland er með 3 stig eftir fyrsta leik en stelpurnar okkar unnu Hvít Rússa 2-0 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svartfjallalandi - 21.10.2015

U17 ára lið kvenna leikur í dag, fimmtudag, við Svartfjallaland í undankeppni EM en leikurinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U17 landslið kvenna í Svartfjallalandi - 20.10.2015

U17 landslið kvenna hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.  Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum.  Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar.

Lesa meira
 

Leikir í undankeppni EM 2017 framundan - 20.10.2015

Það eru leikir í undankeppni EM kvennalandsliða 2017 framundan á á næstu dögum leikur A landslið kvenna tvo leiki á Balkanskaganum.  Fyrst er leikið gegn Makedóníu á fimmtudag og svo gegn Slóveníu mánudaginn 26. okt.  Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla - 19.10.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 19.10.2015

Í vikunni verða úrtaksæfingar U19 landslið karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi, Egilshöll í Reykjavík og Samsungvellinum í Garðabæ. Þorvaldur Örlygsson er þjálfari U19 landsliðsins.

Lesa meira
 

Umsóknarglugginn opnar 17. desember - 16.10.2015

Miðasöluvefur UEFA vegna úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 er nú kominn í loftið og er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um miðamál og miðasöluna sjálfa fyrir keppnina.  Umsóknarglugginn opnar þó ekki fyrr en 17. desember.  Dregið verður í riðla í París þann 12. desember, og þá fyrst liggur leikjaniðurröðun fyrir.

Lesa meira
 

A landslið karla leikur við Pólverja og Slóvaka í nóvember - 15.10.2015

A landslið karla mun leika tvo vináttulandsleiki í nóvember og hafa mótherjarnir nú verið staðfestir.  Fyrst verður leikið gegn Póllandi í Varsjá þann 13. nóvember, og fjórum dögum síðar, þann 17. nóvember, leikur íslenska liðið við Slóvakíu í Zilina. Lesa meira
 

Uppgjör UEFA á undankeppni EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur birt uppgjör af ýmsu tagi í tengslum við lok riðlakeppninnar fyrir EM karlalandsliða 2016 og á íslenska landsliðið sína fulltrúa þar.  Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í úrvalslið keppninnar, Ragnar Sigurðsson er einn fárra leikmanna sem lék allar mínútur í öllu leikjum síns liðs, og bestu úrslit keppninnar voru valin eins marks sigur Íslands á Hollandi í Amsterdam.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Átta þjóðir í umspilsleikjum í nóvember - 15.10.2015

Raðað hefur verið í styrkleikaflokka fyrir umspil um sæti í lokakeppni EM karlalandsliða 2016.  Um er að ræða 8 þjóðir og eru fjórar í hvorum flokki um sig, en dregið verður næstkomandi sunnudag.  Umspilsleikirnir fara fram 12.-14. nóvember og 15.-17. nóvember. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Ísland í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM 2016 - 15.10.2015

UEFA hefur gefið út styrkleikaflokkana fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016.  Röðunin er þó ekki klár fyrir öll liðin, því bíða þarf eftir niðurstöðu úr umspilsleikjunum, sem fram fara í nóvember.  Það liggur þó ljóst fyrir að Ísland er í fjórða styrkleikaflokki.

Lesa meira
 
Mynd frá Marc Boal

U21 karla - Markalaust í Skotlandi - 13.10.2015

Íslenska U21-landsliðið gerði markalaust jafntefli við Skotland í Aberdeen en leikurinn þótti heldur rólegur. Frederik Schram, markmaður, átti góðan leik en Skotar sóttu heldur meira en íslensku strákarnir í leiknum.

Lesa meira
 

Tékkland vann A-riðil, Ísland áfram ásamt Tyrklandi - 13.10.2015

Mikill fögnuður braust út í leiks­lok á leik Tékklands og Íslands en og það var ljóst að Kasakst­an hefði unnið Lett­land. Þau úr­slit þýða að Tyrk­ir fara beint á EM, sem liðið með best­an ár­ang­ur í 3. sæti í undan­keppn­inni, þegar horft er til úr­slita í leikj­um fimm efstu liða hvers riðils. Íslend­ing­ar og Tékk­ar höfðu þegar tryggt sér far­seðil­inn, en Ísland endaði í 2. sæti og Tékk­land efst með sigri á Hollandi í Amster­dam.

Lesa meira
 

Tap gegn Tyrklandi - Tyrkir komust beint á EM - 13.10.2015

Ísland tapaði 1-0 gegn Tyrkland í kvöld en leikið var í Konya. Leikurinn var heilt yfir heldur bragðdaufur þrátt fyrir magnaða stemningu á áhorfendapöllunum. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn voru mun meira með boltann en Ísland átti ágætar skyndisóknir.

Lesa meira
 

Byrjunarlið U21 karla í Aberdeen - 13.10.2015

U21 landslið karla mætir Skotlandi í Aberdeen í dag, þriðjudag, og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Ein breyting er gerð á byrjunarliði íslenska liðsins milli leikja.  Árni Vilhjálmsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Úkraínu í síðasta leik, byrjar í dag.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Tyrklands og Íslands - 13.10.2015

Eins og kunnugt er eigast Tyrkir og Íslendingar við í lokaumferðinni í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Leikurinn fer fram í Konya í Tyrklandi og er uppselt á leikinn - rúmlega 41.000 miðar seldir og má búast við mikilli stemmningu. Lesa meira
 
European Qualifiers

Mínútu þögn fyrir leik - leikið með sorgarbönd - 13.10.2015

Fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á þriðjudagskvöld verður fórnarlamba sprengjuárásanna í Ankara í Tyrklandi minnst með táknrænum hætti.  Fyrir leikinn verður einnar mínútu þögn á leikvanginum og munu leikmenn beggja liða jafnframt bera sorgarbönd i leiknum. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Tyrkjum í Konya - 12.10.2015

Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliði A landsliðs karla, sem mætir Tyrkjum í Konya í kvöld, í lokaumferð undankeppni EM 2016.  Jón Daði Böðvarsson kemur í framlínuna í stað Alfreðs Finnbogasonar, Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna í stað Hannesar Þórs Halldórssonar, sem meiddist á æfingu á sunnudag, og Aron Einar Gunnarsson snýr til baka úr leikbanni.

Lesa meira
 

Þrír leikir í riðli Íslands í undankeppni EM U21 karla á þriðjudag - 12.10.2015

Á þriðjudag fer fram heil umferð í riðli Íslands í undankeppni EM U21 landsliða karla, þrír leikir.  Ísland og Skotland mætast á Pittodrie Stadium í Aberdeen og hefst leikurinn kl. 16:45 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Eins marks tap U19 karla gegn Norður-Írum - 12.10.2015

U19 karla lék á dögunum tvo vináttuleiki við Norður-Írland.  Seinni leikurinn fór  fram í Sandgerði á sunndag og þar unnu gestirnir sigur með eina marki leiksins.  Þessir tveir leikir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM Lesa meira
 
A karla á æfingu í Konya

Æft á keppnisvellinum í Konya - 12.10.2015

A landslið karla er nú í Tyrklandi og mætir heimamönnum í lokaumferð undankeppni EM 2016.   íslenski hópurinn æfði í dag, mánudag, á keppnisvellinum í Konya, og tóku allir leikmenn  þátt í æfingunni. Lesa meira
 
European Qualifiers

Tveir síðustu leikdagarnir framundan - 12.10.2015

Tveir síðustu leikdagarnir í undankeppni EM karlalandsliða 2016 eru framundan, en leikið er á mánudag og þriðjudag.  Í riðlum C-G-H er enn keppt um annað sætið, sem gefur beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni.  Á meðal liða sem eru enn í þeirri baráttu eru Svíar og Norðmenn. Lesa meira
 

Hannes Þór meiddur - Róbert Örn í hópinn - 11.10.2015

Hannes Þór Halldórsson, markmaður, meiddist á öxl á æfingu með landsliðinu í morgun og ferðast ekki með til Tyrklands. Róbert Örn Óskarsson, markmaður FH, tekur sæti Hannesar í verkefninu gegn Tyrklandi.

Lesa meira
 

Ísland heldur toppsætinu í A-riðli - 10.10.2015

Ísland er áfram í toppsæti A-riðils en Tyrkir unnu öruggan 0-2 sigur á Tékkum í Tékklandi. Það þýðir að Ísland er með 20 stig en Tékkar eru með 19 stig. Tyrkir eru því komnir í bílstjórasætið í baráttunni um 3. sætið sem gefur sæti í umspili en Tyrkland leikur við Ísland í lokaleiknum en Holland leikur við Tékka á heimavelli.

Lesa meira
 

Kolbeinn Sigþórsson orðinn næst markahæsti landsliðsmaðurinn - 10.10.2015

Kolbeinn Sigþórsson er orðinn næst markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins en mark Kolbeins gegn Lettum er hans 18 mark fyrir Ísland en Ríkharður skoraði á sínum ferli 17 mörk.

Lesa meira
 

Svekkjandi jafntefli gegn Lettum - 10.10.2015

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Lettland í undankeppni EM en íslenska liðið missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi í 1-0 með marki á 5. mínútu en hann fylgdi þar eftir góðri aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi var sjálfur á ferðinni á 27. mínútu þegar hann geystist upp völlinn og skaut glæsilegu skoti í mark Lettlands.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi - 10.10.2015

Ísland leikur í dag sinn seinasta heimaleik í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Mótherjinn er Lettland og hefst leikurinn kl 16:00. Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og eru tvær breytingar frà síðasta leik.

Lesa meira
 

Ísland mætir Lettlandi í dag klukkan 16:00 - 9.10.2015

Karlalandsliðið leikur í dag við Lettland í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum en liðið trónir á toppnum með 19 stig eins og Tékkar en Ísland er með mun betri markamun eða 12 mörk en Tékkar eru með 6 mörk í plús. Sigur gegn Lettlandi ætti því að sjá til þess að Ísland haldi toppsætinu en Tékkar eiga nokkuð erfiðan leik fyrir höndum gegn Tyrkjum á heimavelli.

Lesa meira
 

U19 karla - Albert Guðmundsson með bæði i sigri á Norður Írum - 9.10.2015

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætti Norður-Írlandi í vináttuleik á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld, föstudag. Ísland vann 2-0 sigur þar sem Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði bæði mörkin.

Lesa meira
 

U21 karla - Árni Vilhjálmsson tryggði Íslandi sigur á Úkraínu - 8.10.2015

U21 árs lið karla vann í kvöld mikilvægan 0-1 sigur á Úkraínu á útivelli. Eina mark leiksins kom á 71. mínútu en það var Árni Vilhjálmsson sem skoraði markið. Árni hafði komið inn á sem varamaður og stuttu síðar skoraði hann markið mikilvæga.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Lettland og Facebook-leikur - 8.10.2015

Ísland mætir Lettlandi í seinasta heimaleik í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. Í tilefni af því er komin út rafræn leikskrá þar sem finna má viðtöl við Lars Lagerbåck og Gunnleif Gunnleifsson en einnig er efni sem tengist leiknum að finna í leikskránni.

Lesa meira
 

U19 karla - Tveir leikir gegn Norður Írum - 8.10.2015

Íslenska U19 ára lið karla leikur tvo vináttuleiki við Norður Íra á komandi dögum. Á morgun, föstudag, leikur liðið á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn er klukkan 19:00. Seinni leikurinn er á sunnudaginn og verður hann leikinn á K&G-vellinum í Sandgerði. Leikurinn hefst klukkan 12:00 á sunnudaginn.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland leikur Við Úkraínu  í undankeppni EM í dag, fimmtudag - 8.10.2015

Íslenska U21 landslið karla leikur í dag, fimmtudag, við Úkraínu í undankeppni EM 2017. Þetta er þriðji leikur liðsins en Ísland er með 7 stig á toppi riðilsins eftir þrjá leiki.

Lesa meira
 
Leikvangurinn í Álaborg

Íslenskir eftirlitsmenn á alþjóðlegum leikjum - 7.10.2015

KSÍ hefur um árabil kappkostað að vera virkt í innra starfi hjá UEFA og FIFA og á Ísland þannig sína fulltrúa á meðal alþjóðlegra eftirlitsmanna, dómaraeftirlitsmanna og starfsmanna leikja.  Þessi þátttaka, og val UEFA og FIFA á einstaklingum frá Íslandi í alþjóðleg verkefni, er viðurkenning á því starfi. Lesa meira
 
European Qualifiers

Spenna fyrir síðustu tvær umferðirnar - 7.10.2015

Þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppni EM karlalandsliða 2016 hafa aðeins fimm þjóðir þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni.  Það er því ljóst að það verður spenna í öllum riðlum, þar sem efstu tvö lið hvers riðils komast beint í úrslitakeppnina og liðin í þriðja sæti komast í umspil. Lesa meira
 

A-kvenna - Leikmannahópurinn sem mætir Makedóníu og Slóveníu - 7.10.2015

Kvennalandsliðið leikur tvo útileiki í október í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er gegn Makedóníu í Skopje en leikurinn fer fram 22. október. Seinni leikurinn er gegn Slóveníu en sá leikur fer fram í Lendava þann 26. október.

Lesa meira
 

Rússar dæma leik Íslands og Lettlands - 7.10.2015

Það verða rússneskir dómarar sem dæma leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM á laugardaginn. Aleksei Eskov er aðaldómari leiksins en sex dómarar dæma leikinn þar sem aukaaðstoðardómarar eru einnig í dómarateyminu.

Lesa meira
 

Þrír af 24 í hópi Tyrkja hjá erlendum félagsliðum - 6.10.2015

Eins og kunnugt er tekur Ísland á móti Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM karlalandsliða 2016 næstkomandi laugardag.  Þremur dögum síðar fer lokaumferð riðilsins fram og mætir íslenska liðið þá því tyrkneska í Konya i Tyrklandi.  Tyrkneska liðið hafur vaxið eftir því sem á keppnina hefur liðið.  Landsliðsmenn þeirra leika flestir í heimalandinu.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tæplega sextíu á úrtaksæfingum U17 karla - 6.10.2015

Úrtaksæfingar vegna U17 landsliðs karla fara fram í Egilshöll og Kórnum dagana 9.-11. október næstkomandi.  Alls hafa tæplega sextíu drengir verið valdir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs karla. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög