Landslið

U19 landslið karla

24 manna hópur U19 karla fyrir tvo leiki gegn N.-Írum - 30.9.2015

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 24 leikmenn til að taka þátt í tveimur vináttulandsleikjum gegn Norður-Írlandi.  Báðir leikirnir fara fram hér á landi - sá fyrri á Samsung vellinum í Garðabæ þann 9. október og sá seinni á K&G vellinum í Sandgerði 12. október.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna spilar í Svartfjallalandi - 29.9.2015

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í undanriðli EM sem leikinn verður í Svartfjallalandi 20. -28. október. Leikmennirnir koma úr 11 félagsliðum víðs vegar af landinu, en Valur á þó flesta fulltrúa, eða 5.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Dönum og Ísland endaði í 3. sæti - 27.9.2015

U17 ára landsliðs karla tapaði 2-0 gegn Danmörku í dag, sunnudag, í undankeppni EM og lauk því leik í 3. sæti riðilsins.

Lesa meira
 

U17 karla - Jafntefli gegn Grikkjum - 24.9.2015

Ísland gerði í kvöld, fimmtudag, jafntefli við Grikki í undankeppni EM. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa en 657 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og létu vel í sér heyra. Mark Íslands kom á 50. mínútu en það var Kolbeinn Finnsson sem skoraði markið.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Grikklandi klukkan 19:15 á Laugardalsvelli - 24.9.2015

U17 ára landslið karla leikur í kvöld, fimmtudag, annan leik sinn í undankeppni EM en riðillinn er leikin á Íslandi. Leikurinn í kvöld er gegn Grikkjum sem gerðu 0-0 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum. Leikurinn í kvöld fer fram á Laugardalsvelli og er frítt á leikinn, við hvetjum alla til að mæta og hvetja strákanna okkar til sigurs í leiknum. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Ísland - Lettland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 23.9.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM A landsliða karla, fimmtudaginn 24. september frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

U17 karla - Stórsigur í fyrsta leik í undankeppni EM - 22.9.2015

Íslenska landslið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann góðan sigur á Kasakstan fyrr í dag. Leikurinn var liður í undankeppni EM og fór fram á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 

Vel mætt á landsleik 100 hjá Margréti Láru - 22.9.2015

Það var vel mætt á leik Íslands og Hvíta-Rússlands í kvöld en 3013 mættu á leikinn og studdu vel við bakið á stelpunum okkar. Stuðningsmannafélagið Tólfan lét ekki sitt eftir liggja og fjölmennti á leikinn og var stemningin í stúkunni hreint út sagt frábær.

Lesa meira
 

A kvenna - Öruggur sigur í fyrsta leik í undankeppni EM - 22.9.2015

Kvennalandsliðið fer vel af stað í undankeppni EM en liðið vann öruggan 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri en Margrét Lára Viðarsdóttir misnotaði víti í leiknum og leikmenn Hvíta Rússlands áttu fá marktækifæri.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Hvít Rússum - 22.9.2015

Freyr Alexandersson hefur tilkynnt um byrjunarliðið sem mætir Hvít Rússum.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í kvöld klukkan 18:45 - 22.9.2015

Kvennalandsliðið hefur leik í kvöld í undankeppni EM en fyrsti leikur liðsins er gegn Hvít Rússum. Ísland er í riðli með Makedóníu, Skotlandi Slóveníu og Hvít Rússum og það skiptir gríðarlega miklu máli að byrja undankeppnina vel.

Lesa meira
 

U17 ára karla - Riðill fyrir undankeppni EM leikinn á Íslandi - 21.9.2015

Heill riðill fyrir undankeppni EM verður leikinn á Íslandi næstu daga. Um er að ræða landslið skipuð leikmönnum 17 ára og yngri en Ísland er í riðli með Grikklandi, Danmörku og Kasakstan.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Hvíta Rússland - 21.9.2015

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í undankeppni EM á morgun, þriðjudag. Í tilefni af því er komin út vegleg leikskrá þar sem lesa má viðtöl við þjálfara og fyrirliða sem og eru gagnlegar upplýsingar um leikinn og umgjörð leiksins.

Lesa meira
 

Kvennalandsliðið á allra vörum - 20.9.2015

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sneri í dag bökum saman í baráttunni gegn einelti. Af því tilefni færði Landsbankinn öllum leikmönnum landsliðsins glæsilegt Á allra vörum-varasett, en bankinn er bakhjarl bæði landsliðsins og landssöfnunarinnar.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland tapaði gegn Sviss - 20.9.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna kemst ekki áfram á EM en liðið tapaði 2-0 gegn Sviss í lokaleik undankeppninnar í dag. Fyrra mark Sviss kom í fyrri hálfleik en það seinna undir lok leiksins. Ísland þurfti að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast áfram en eftir óvænt tap gegn Grikklandi þá voru möguleikarnir alltaf litlir.

Lesa meira
 

Hólmfríður með 2 í sigri á Slóvakíu - 17.9.2015

Kvennalandsliðið vann 4-1 sigur á Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudag. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni sem en Ísland mætir Hvít Rússum í fyrsta leik riðilsins á þriðjudag.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu - 17.9.2015

Ísland mætir Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag, fimmtudag. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM en Ísland leikur við Hvít Rússa á þriðjudaginn. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Slóvakíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Tap U19 kvenna gegn Grikkjum - 17.9.2015

U19 kvenna tapaði gegn Grikkjum í öðrum leik sínum í undankeppni EM, en liðin mættust í dag, fimmtudag, á Colovray-leikvanginum við höfuðstöðvar UEFA í Sviss.  Lokatölur voru 2-1 Grikkjum í vil og eru þessi lið bæði með 3 stig eftir tvo leiki.

Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Ísland - Slóvakía í beinni á Sport TV - 17.9.2015

A landslið kvenna mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 18:00.  Leikurinn er í beinni vefútsendingu á Sport TV, í boði KSÍ.  Með þessari ráðstöfun er tryggt að knattspyrnuáhugafólk um land allt sem ekki kemst á leikinn getur séð hann í flottum gæðum á Sport TV. Lesa meira
 

U19 kvenna - Grikkir næstir á dagskrá - 17.9.2015

U19 ára lið kvenna leikur í dag, fimmtudag, annan leik sinn í undankeppni EM. Leikurinn er gegn Grikklandi en Grikkir töpuðu fyrsta leik sínum gegn Sviss í keppninni. Ísland vann hinsvegar sannfærandi 6-1 sigur á Georgíu í fyrsta leiknum.

Lesa meira
 

Ísland mætir Slóvakíu í kvöld - 17.9.2015

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttuleik við Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudag. Um er að ræða undirbúningsleik undir komandi leiki í undankeppni EM en liðið leikur fyrsta leik sinn í undankeppninni á þriðjudaginn gegn Hvít Rússum.

Lesa meira
 

Icelandair með hópferð á Tyrkland - Ísland - 16.9.2015

Icelandair býður uppá ferð á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2016. Boðið er uppá þriggja nátta ferð en leikurinn fer fram þann 13. október næstkomandi á Konya Buyuksehir Stadium.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikmannahópur fyrir undankeppni EM - 16.9.2015

Halldór Björnsson þjálfari U17 karla hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í undanriðli EM fyrir hönd Íslands. Undanriðillinn verður spilaður á Íslandi 22. – 27. September. Í viðhengi er leikmannahópurinn og dagskrá. Athugið að æfingar hefjast á morgun, miðvikudaginn 16. September kl 16:00 en æft verður á grasinu fyrir utan kórinn í Kópavogi.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Stórsigur á Georgíu í fyrsta leik - 15.9.2015

U19 ára landslið kvenna byrjaði vel í forkeppni EM en liðið vann 6-1 sigur á Georgíu. Íslenska liðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Georgía minnkaði muninn undir lok hálfleiksins. það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik en þá skoraði Ísland 3 mörk og vann að lokum 6-1 sigur.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Georgíu - 15.9.2015

U19 ára landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM. Það er leikið í riðli og er Ísland með Georgíu, Grikklandi og Sviss í A-riðli. Tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í næstu umferð og leika í apríl í næsta riðli.

Lesa meira
 

Kvennalandsliðið með opnar æfingar - 14.9.2015

Kvennalandsliðið undirbýr sig af krafti fyrir komandi átök en liðið leikur við Slóvakíu (vináttuleikur) og Hvíta Rússland í undankeppni EM á næstu dögum. Að því tilefni verður liðið með opnar æfingar fyrir almenning í dag, mánudag, og á morgun.

Lesa meira
 

Landsliðsæfingar U17 kvenna 19. - 20. september - 14.9.2015

Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fram fara 19. – 20. September. Æfingarnar fara fram á glænýju gervigrasi í Egilshöll.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Breyttur leikstaður í Tyrklandi - 11.9.2015

UEFA hefur, í samráði við Knattspyrnusambönd Tyrklands og Íslands, ákveðið að breyta leikstað fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM karla 2016 þann 13. október.  Til stóð að leika á nýjum leikvangi í borginni Bursa, en nú liggur fyrir að sá leikvangur verður ekki tilbúinn á tilsettum tíma. Lesa meira
 

Uppselt á Ísland - Lettland - 11.9.2015

Uppselt er á leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM karlalandsliða 2016. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í dag, föstudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í vikunni. Alls fóru um 5 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á um hálftíma.

Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Lettland hefst föstudaginn 11. september kl. 12:00 - 10.9.2015

Laugardaginn 10. október tekur Ísland á móti Lettlandi í undankeppni EM A landsliða karla 2016 á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 11. september, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is Lesa meira
 

U17 karla - Æfingar um helgina - 10.9.2015

U17 ára landslið karla um æfa um komandi helgi en æft verður í Kórnum. Hér að neðan má sjá leikmannahópinn.

Lesa meira
 
Fyrstu unglingalandsliðsmennirnir heiðraðir

Fyrsta unglingalandslið Íslands í knattspyrnu hyllt - 9.9.2015

Á leik Íslands og Kasakstan síðastliðinn sunnudag voru hylltir þeir kappar sem léku fyrsta unglingalandsleik Íslands, sem fram fór fyrir 50 árum.  Fyrirliði liðsins færði við sama tækifæri formanni KSÍ gjöf til minningar um leikinn. Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóvakíu og Hvíta Rússlandi - 9.9.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið leikmannahópinn sem mætir Slóvakíu í vináttuleik þann 17. september og Hvíta Rússlandi í undankeppni EM 2017 en leikurinn fer fram þann 22. september.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í stormasömum leik - 8.9.2015

Ísland og Norður Írland gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvelli í kvöld, þriðjudag. Haustlægðin settir svip sinn á leikinn en það rigndi duglega og blés á meðan á leik stóð. Leikurinn byrjaði ekki byrlega en Norður Írar komust yfir á 2. mínútu leiksins með skallamarki eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mættir Norður Írum í dag, þriðjudag - 7.9.2015

Ísland leikur á morgun, þriðjudag, við Norður Íra í undankeppni U21 ára landsliða karla. Leikurinn er á Fylkisvelli og hefst hann klukkan 16:30. Íslenska liðið er í efsta sæti síns riðils eftir frækinn 3-2 sigur á Frakklandi á dögunum og getur liðið náð 9 stigum með sigri á Norður Írlandi.

Lesa meira
 

Miðar á EM í Frakklandi - 7.9.2015

KSÍ er byrjað að fá fyrirspurnir um miða á lokakeppni EM í Frakklandi. Það er skemmst frá því að segja að upplýsingar um miða á leiki Íslands liggja ekki fyrir. Riðlakeppnin mun klárast áður en einhverjar upplýsingar verða gefnar út að hálfu UEFA og mun KSÍ birta nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Lesa meira
 

ÍSLAND Á EM! - 6.9.2015

Ísland tryggði sér í kvöld sæti á lokakeppni EM í Frakklandi en liðið gerði markalaust jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli. Það var ljóst fyrir leikinn að eitt stig myndi tryggja Íslandi sætið og eftir baráttuleik þá náðist það markmið.

Lesa meira
 

Óbreytt byrjunarlið Íslands - 6.9.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera enga breytingu á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Hollendinga á fimmtudaginn.  Sama byrjunarlið verður á Laugardalsvellinum í kvöld og mætir þar Kasökum kl. 18:45.

Lesa meira
 

Tökum undir með lofsöngnum fyrir leik - 6.9.2015

Við búumst við góðri stemningu í stúkunum á leik Íslands og Kasakstan í kvöld. Stemningin hefur aukist til muna undanfarna leiki og má þakka frábærum liðsmönnum Tólfunnar fyrir sinn þátt í því en almennt er fólk farið að taka betur undir á meðan á leik stendur.

Lesa meira
 

Ísland mætir Kasakstan klukkan 18:45 - Mætum í bláu á völlinn!  - 6.9.2015

Íslenska A-landslið karla leikur í kvöld við Kasakstan í A-riðli undankeppni EM. Það er mikið undir í leiknum en með hagstæðum úrslitum getur íslenska liðið tryggt sér farseðli á lokakeppni EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland vann 3-2 sigur á Frakklandi - 5.9.2015

Ísland vann í dag 3-2 sigur á Frakklandi í U21 í undankeppni EM karla. Það verður ekki annað sagt um leikinn en að hann hafi verið hinn fjörugasti en auk fimm marka þá var markverði Frakka vísað af velli.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Kasakstan - 4.9.2015

Það hefur ekki farið framhjá neinum að leikur Íslands og Kasakstan er á sunnudaginn. Það er komin út leikskrá fyrir leikinn þar sem mikilvæg atriði sem tengjast leiknum koma fram eins og með bílastæði, leikmannahópur og fleira.

Lesa meira
 

U19 kvenna á leið til Sviss - 4.9.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í U19 landsliðið sem tekur þátt í undankeppni EM í Sviss 13. -21. október. Hér að neðan má sjá dagskrá landsliðsins og leikmannahópinn.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Frakklandi í dag - 4.9.2015

Íslenska U21 árs landslið karla leikur á morgun, laugardag, við Frakka í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann klukkan 14:00. Íslenska liðið hefur leikið einn leik í riðlinum en það var gegn Makedóníu þar sem íslenska liðið vann 3-0 sigur.

Lesa meira
 

Íslandi nægir 1 stig úr 3 leikjum til að komast á EM - 3.9.2015

Íslenska landsliðinu nægir 1 stig til að tryggja sig í lokakeppni EM í Frakklandi eftir leiki kvöldsins. Tékkar unnu Kasakstan 2-1 og eru með 16 stig en Tyrkland og Lettar gerðu 1-1 jafntefli. Holland er með 10 stig, Tyrkir eru með 9, Lettar með 4 og Kasakstan rekur lestina með 1 stig.

Lesa meira
 

Frábær íslenskur sigur í Hollandi - 3.9.2015

Ísland vann í kvöld frábæran sigur á Hollandi á Amsterdam ArenA. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik úr víti eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni í vítateig Hollendinga. Ísland er því með 18 stig í A-riðli eftir sigurinn en liðið leikur við Kasakstan á sunnudaginn.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands á Amsterdam Arena - 3.9.2015

Holland tekur á móti Íslandi í undankeppni EM karla 2016 á Amsterdam Arena í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma. Á fjórða þúsund Íslendinga verður á leikvanginum, sem tekur tæplega 53 þúsund áhorfendur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA - 3.9.2015

Ísland fór upp um sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag, fimmtudag. Liðið fór í 23 sætið og hafði sætaskipti við Frakka sem nú verma 24. sætið. Danir fóru upp fyrir Ísland á listanum en danska liðið fór upp um 3 sæti frá seinasta lista og er í 22. sætinu.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Allir leikir riðilsins á sama tíma á fimmtudag - 2.9.2015

Það er stór dagur á fimmtudag þegar undankeppni EM karla 2016 heldur áfram.  Í riðli Íslands er heil umferð og fara allir leikirnir fram á sama tíma, eða kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Sem kunnugt er mæta Íslendingar Hollendingum í Amsterdam, á meðan Tyrkir taka á móti Lettum og Kasakar heimsækja Tékka.

Lesa meira
 

Hvað eiga Johan Cruyff, Ruud Gullit og Ásgeir Sigurvinsson sameiginlegt? - 2.9.2015

A-landslið karla leikur við Holland á fimmtudag á Amsterdam ArenA sem er heimavöllur Ajax, en þessi glæsilegi leikvangur tekur 52.960 manns í sæti. Ríflega 3000 Íslendingar eða lauslega áætlað um 1% íslensku þjóðarinnar munu setja svip sinn á stúkuna og mæta á leikinn til að styðja við bakið á strákunum okkar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög