Landslið

A karla - Ólafur Ingi í hópinn en Emil verður ekki með - 31.8.2015

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður tyrkneska liðsins Genclerbirligi, hefur verið kallaður í hópinn og kemur hann til Amsterdam í kvöld, mánudag. Emil Hallfreðsson, leikmaður Verona á Ítalíu, er meiddur og mun ekki taka þátt í leiknum gegn Hollandi.

Lesa meira
 

Viðtöl við Lars og Heimi um leikinn gegn Hollandi - Myndbönd - 28.8.2015

Landsliðsþjálfararnir Lars Lågerback og Heimir Hallgrímsson svöruðu spurningum fjölmiðlamanna í hádeginu um komandi verkefni gegn Hollandi.

Lesa meira
 

Landsliðshópurinn sem mætir Hollandi og Kasakstan - 28.8.2015

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt hópinn sem leikur við Holland og Kasakstan í undankeppni EM en leikirnir fara fram þann 3. og 6. september.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Um 100 miðar lausir á Holland-Ísland - 27.8.2015

Uppgjöri á miðasölu KSÍ á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM karla 2016 er nú lokið og liggur fyrir að um 100 miðar eru eftir til sölu (ósóttar/ógreiddar pantanir, o.fl.).  Nú er því lokatækifæri fyrir áhugasama að tryggja sér miða á leikinn. Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum - 26.8.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem leikur gegn Frökkum og Norður Írum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er gegn Frökkum þann 5. september og fer hann fram á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli á mánudag - 25.8.2015

Stuðningsmannahópurinn Áfram Ísland hefur lengi fylgt íslensku landsliðunum í knattspyrnu og selt varning í litum landsliðsins til að auka stemmningu.  Mánudaginn 31. ágúst milli kl. 15:00 og 19:00 verður Áfram Ísland með opinn sölubás á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Tólfan

Vegleg dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í Amsterdam - 20.8.2015

Stuðningssveitin Tólfan hefur skipulagt veglega dagskrá fyrir íslenska stuðningsmenn í tengslum við leik Hollands og Íslands í undankeppni EM karlalandsliða 2016, en liðin mætast í Amsterdam þann 3. september.  Á leikdegi er ætlunin að Íslendingar taki yfir Dam-torg og máli Amsterdam í bláum lit. Lesa meira
 

Ósóttir miðar á Holland-Ísland afhentir á skrifstofu KSÍ til og með 26. ágúst - 20.8.2015

Vegna ósóttra miða á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM karla 2016 er bent á að þau sem keyptu miða í gegnum midi.is geta sótt miðana á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli, milli kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga til og með miðvikudeginum 26. ágúst.  

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Uppselt á Ísland-Kasakstan - 11.8.2015

Uppselt er á leik Íslands og Kasakstans í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Miðasala hófst kl. 12:00 í dag, þriðjudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í síðustu viku.  Alls fóru um 5 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á rúmlega einni klukkustund.   Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Dönum og 3. sætið staðreynd - 9.8.2015

Ísland vann Dani á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag, sunnudag, en leikurinn endaði í vítakeppni þar sem Ísland hafði betur. Leikurinn var sjálfur hinn fjörugasti og átti íslenska liðið góð færi í leiknum án þess þó að ná að skora.

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Færeyjum - 7.8.2015

Íslenska U17 ára landslið karla vann í dag, föstudag, 2-0 sigur á Færeyjum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Ísland skoraði tvívegis í seinni hálfleik en Arnór Sigurðsson kom Íslandi yfir á 46. mínútu leiksins en það var Birgir Finnsson sem skoraði seinna marki á 48. mínútu og endaði leikurinn 2-0.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Kasakstan: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 6.8.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla, fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland – Kasakstan hefst þriðjudaginn 11. ágúst kl. 12:00 - 6.8.2015

Sunnudaginn 6. september tekur Ísland á móti Kasakstan í undankeppni EM A landsliða karla 2016 á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, þriðjudaginn 11. ágúst, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Lesa meira
 

A-landslið karla niður um eitt sæti á heimslista FIFA - 6.8.2015

A-landslið karla féll um eitt sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, fimmtudag. Landsliðið er í 24. sæti listans en það hefur þó ekki leikið síðan seinasti listi var birtur. Albanir fara upp fyrir Ísland á listanum en íslenska liðið er áfram efst Norðurlandaþjóðanna en Danir eru í 25. sæti.

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Bandaríkjunum - 5.8.2015

U17 ára landslið karla vann 2-0 sigur á Bandaríkjunum á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Fyrra markið kom beint úr hornspyrnu en dómari leiksins taldi að boltinn hafi komið við leikmann Bandaríkjanna og var markið því skráð sem sjálfsmark.

Lesa meira
 

U17 karla - Liðið sem mætir Bandaríkjunum - 5.8.2015

U17 landslið karla mætir Bandaríkjunum í dag, miðvikudag, og hefst leikurinn klukkan 16:00 að íslenskum tíma eða 18:00 að sænskum tíma. Byrjunarliðið er klárt og er það svona:

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Þriggja marka sigur Svía á Opna NM - 4.8.2015

U17 landslið karla tapaði með þremur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Svíþjóð í fyrsta leik á Opna Norðurlandamótinu í dag, þriðjudag.  Svíar eru ríkjandi Norðurlandameistarar og mótið í ár fer einmitt fram þar í landi, nánar tiltekið í Värmland. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla mætir Svíum í fyrsta leik á Opna NM - 4.8.2015

U17 landslið karla hefur leik á Opna Norðurlandamótinu í dag, en leikið er í Svíþjóð.  Mótherjarnir eru heimamenn, sem eru ríkjandi meistarar, og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög