Landslið

Ísland hefur leik í Úkraínu í undankeppni HM - 26.7.2015

Það er ljóst hvernig leikjaplan Íslands er fyrir undankeppni HM en dregið var í gær, laugardag. Íslenska landsliðið hefur leik gegn Úkraínu á útivelli þann 5. september 2016 en á svo tvo heimaleiki við Finnland og Tyrkland.

Lesa meira
 

Heimir Hallgrímsson: Þetta hefði getað verið verra - 25.7.2015

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var sæmilega brattur þegar rætt var við hann eftir dráttinn á HM í dag þar sem Ísland lenti með Króatíu, Úkraínu, Tyrklandi og Finnlandi í 5 liða riðli. Heimir segir riðilinn sterkan en Ísland hafi sýnt það í undankeppni EM að íslenska liðið getur veitt hvaða liði sem er verðuga mótspyrnu.

Lesa meira
 

Ísland í I-riðli í undankeppni HM - 25.7.2015

Dregið var í undankeppni HM karla í Rússlandi í dag. Ísland dróst með Úkraínu, Tyrklandi, Finnlandi og Króatíu en Ísland dróst í 5 liða riðil. Ísland var í potti 2 í drættinum og var því næst efsta styrkleikaflokki.

Lesa meira
 

Dregið í undankeppni HM 2018 á laugardag - 23.7.2015

Dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018 karla á laugardaginn, 25. júlí. Ísland verður í potti 2 í drættinum. Drátturinn mun fara fram í St Pétursborg í Rússlandi en lokakeppni HM fer einmitt fram í landinu árið 2018.

Lesa meira
 

EM 2016 - Hvað gerist næst vegna miðakaupa á lokakeppnina? - 20.7.2015

Það styttist í lokakeppni EM 2016 sem haldin verður í Frakklandi. Í vor gafst fólki kostur á að sækja um miða á lokakeppnina í gegnum vef mótsins en síðan verður dregið úr umsóknum. Drátturinn fer fram í ágúst þrátt fyrir að ekki sé dregið í riðla mótsins fyrr en í desember.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 20.7.2015

Meðfylgjandi er U17 landsliðshópur Íslands sem leikur á Norðurlandamótinu í ár og verður haldið í Svíþjóð í byrjun ágúst.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Slóvakíu í september - 13.7.2015

A-landslið kvenna mun leika vináttuleik við Slóvakíu þann 17. september. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust.

Lesa meira
 

50 ár frá fyrsta unglingalandsleiknum - 10.7.2015

Þann 22. júlí næstkomandi eru tímamót í sögu íslenskra knattspyrnulandsliða.  Þann dag eru liðin 50 ár frá fyrsta unglingalandsleik Íslands, en 22. júlí árið 1965 lék unglingalandslið karla gegn Dönum í Halmstad í Svíþjóð.  Til þess að minnast tímamótanna mun KSÍ bjóða leikmönnunum og fararstjórum liðsins til sérstakrar móttöku á Laugardalsvelli fyrir leik A landsliðs karla gegn Kasakstan þann 6. september næstkomandi.

Lesa meira
 

A landslið kvenna upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 10.7.2015

A landslið kvenna hækkar um tvö sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA.  Íslenska liðið, sem situr nú í 18. sæti listans, lék einn leik frá því síðasti listi var gefinn út, en það var sigurleikur gegn Hollandi í Kórnum í apríl. Nýkrýndir heimsmeistarar Bandaríkjanna eru í efsta sæti.

Lesa meira
 

Ósóttar miðapantanir á Holland-Ísland - 9.7.2015

Vegna ósóttra miða á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM 2016 er minnt á að þau sem keyptu miða á á midi.is geta komið og sótt miðana á skrifstofu KSÍ, milli kl. 9:00-16:00 virka daga til 10. júlí. Dagana 13.-17. júlí verða þeir afhentir kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00.  Lesa meira
 

A landslið karla í 23. sæti á FIFA listanum - 9.7.2015

A landslið karla er í sinni hæstu stöðu á styrkleikalista FIFA frá því mælingar hófust.  Á nýútgefnum lista er Ísland í 23. sæti af öllum aðildarþjóðum FIFA og ef einungis Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland númer 16 í röðinni og jafnframt efst Norðurlandaþjóða. Lesa meira
 

757 áhorfendur mættu á úrslitaleikinn - 6.7.2015

Um liðna helgi lauk úrslitakeppni EM U17 kvenna, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um fór keppnin fram hér á landi.  Framkvæmd mótsins tókst í alla staði vel og er óhætt að segja að fjöldi áhorfenda á leikjum mótsins hafi verið framar vonum.  Flestir áhorfendur mættu á viðureign Spánar og Frakklands í undanúrslitum, eða 807.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

29 leikmenn frá 14 félögum boðaðir á úrtaksæfingar U17 karla - 6.7.2015

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram við Kórinn í Kópavogi dagana 11. og 12. júlí næstkomandi.  Halldór Björnsson, þjálfari U17 karla, hefur boðað 29 leikmenn til æfinga og koma þeir frá 14 félögum. Lesa meira
 

Spánn Evrópumeistari U17 kvenna - 4.7.2015

Spánn vann í dag Sviss í úrslitaleik í lokamóti U17 kvenna en leikurinn endaði með 5-2 sigri spænska liðsins. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur eins og tölurnar gefa til kynna en svo fór að það var Spánn sem lyfti bikarnum í leikslok.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 lið kvenna hafnaði í sjöunda sæti á Opna NM - 4.7.2015

U17 landslið kvenna lék í dag, laugardag, um 7.-8. sætið á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku.  Leikið var gegn Englendingum og hófst hann kl. 08:30 að íslenskum tíma.  Skemmst er frá því að segja að Ísland vann 1-0 sigur og hafnaði því í sjöunda sæti á mótinu.

Lesa meira
 

Fjölmennum á úrslitaleik U17 kvenna - 3.7.2015

Úrslitaleikur í lokakeppni EM U17 kvenna fer fram á Valsvelli laugardaginn 4. júlí og verður blásið til leiks klukkan 16:00. Það verður frábær dagskrá fyrir leikinn og svo kemur í ljós hvort það verða Spánverjar eða Svisslendingar sem lyfta bikarnum í leikslok.

Lesa meira
 

U17 - Tap gegn Þýskalandi í baráttuleik - 3.7.2015

Íslenska U17 ára lið kvenna tapaði 2-1 gegn Þýskalandi í seinasta leik riðilsins á Opna Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Danmörku.

Lesa meira
 

Varaforseti UEFA afhendir verðlaunin á laugardag - 2.7.2015

Í tengslum við úrslitakeppni EM U17 kvenna hafa komið til landsins fjölmargir gestir Á úrslitaleiknum verður sérstakur gestur 

Michael van Praag, einn af varaforsetum UEFA, sem mun m.a. afhenda verðlaunin til leikmanna að loknum úrslitaleiknum á laugardag.

Lesa meira
 

U17 - Sviss mætir Spáni í úrslitaleiknum - 1.7.2015

Sviss leikur við Spán í úrslitaleik U17 kvenna en svissneska liðið vann 1-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitum. Sviss vann 1-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitum í spennandi leik.

Lesa meira
 

U17 - Spánn í úrslitin eftir vítakeppni - 1.7.2015

Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM U17 kvenna með sigri á Frökkum en leikurinn endaði í vítakeppni. Spánn vann samanlagt 5-4 eftir vítakeppnina og mætir því Sviss eða Þýskalandi í úrslitaleiknum.

Lesa meira
 

U17 - Tap gegn Noregi - 1.7.2015

Íslenska U17 lið kvenna sem leikur á Opna Norðurlandamótinu í Danmörku varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Noregi. Leikurinn var jafn heilt yfir en norsku stelpurnar skoruðu markið sem skildi að lokum liðin að.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög