Landslið

Reynir Björnsson: „Alltaf skemmtilegt að vinna með landsliðsfólkinu okkar” - 29.5.2015

Reynir Björnsson, læknir, hefur lengi starfað í kringum fótboltann og er hann t.a.m. í læknateymi landsliðanna. Það er í mörg horn að líta hjá þeim sem sjá um heilbrigðismál fyrir leikmenn landsliðanna en þar gegnir Reynir stóru hlutverki.

Lesa meira
 

Tékkneski hópurinn sem mætir Íslandi - 26.5.2015

Tékkar hafa gefið út hópinn sem mætir Íslandi þann 12. júní í undankeppni EM. Leikmannahópurinn er sterkur eins og við var að búast en Tékkar eru á toppi riðilsins með 13 stig. Ísland er svo í 2. sæti með 12 stig.

Lesa meira
 
European Qualifiers

Miðasala á Holland-Ísland hefst 26. maí - 20.5.2015

Holland og Ísland mætast í undankeppni EM karlalandsliða fimmtudaginn 3. september. Leikurinn fer fram á Amsterdam Arena í samnefndri borg, heimavelli Ajax. Miðasala til stuðningsmanna Íslands hefst þriðjudaginn 26. maí næstkomandi kl. 12:00 á midi.is.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Ísland - Tékkland : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 19.5.2015

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM, fimmtudaginn 21. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00 eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 

Uppselt á Ísland-Tékkland - 15.5.2015

Uppselt er á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016.  Miðasala hófst kl. 12:00 í dag, föstudag, eins og kynnt var á vef KSÍ.  Alls fóru um 4 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á skömmum tíma.  Um er að ræða toppslag í A-riðli.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á Ísland – Tékkland hefst föstudaginn 15. maí kl. 12:00 - 13.5.2015

Föstudaginn 12. júní tekur Ísland á móti Tékklandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 15. maí, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Lars í tækninefnd UEFA fyrir Evrópudeildina - 11.5.2015

Lars Lagerbäck, annar af þjálfurum A landsliðs karla, verður í sérstakri tækninefnd UEFA (Technical Study Group) fyrir Evrópudeildina keppnistímabilið 2014/2015.  Nefndin hefur það hlutverk að greina ýmsa knattspyrnulega þætti í tengslum við leiki keppninnar, allt frá forkeppni að úrslitaleik.  Lesa meira
 
Dregið í EM U17 kvenna 2015

Leikjaniðurröðun í úrslitakeppni EM U17 kvenna - 7.5.2015

Leikjaniðurröðun í úrslitakeppni EM U17 kvenna, sem fram fer hér á landi 22. júní til 4. júlí, liggur nú fyrir, en sem kunnugt er var dregið í riðla í Ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku.  Ísland leikur í A-riðli ásamt Þýskalandi, Spáni og Englandi. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 7.5.2015

Ísland er ennþá í 38. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Ísland lék tvo leiki á árinu en annar var 3-0 sigur á Kasakstan í Astana og svo 1-1 jafntefli gegn Eistlandi í lok mars. Efstu 17 sætin breytast ekki að þessu sinni og heilt yfir eru litlar breytingar á listanum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög