Landslið

Bernhard:  "Býst við öflugum stuðningi áhorfenda við íslenska liðið" - 30.4.2015

Þjóðverjar þykja sigurstranglegir á EM U17 kvenna í sumar.  Þjálfari þýska liðsins, Anouschka Bernhard, var þó varkár í viðtali við KSÍ TV eftir að dregið var í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag og benti á að það væru fleiri lið en Þýskaland sem myndu koma til Íslands með það markmið að vinna mótið.  Lesa meira
 
Úlfar Hinriksson

Fara fullar sjálfstrausts í leikina - 30.4.2015

Eins og kynnt hefur verið var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna í vikunni.  Drátturinn fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur og verður Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands, Spánverjum og Englendingum.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, var í viðtali við KSÍ TV eftir dráttinn. Lesa meira
 

Soubeyrand: "Komum hingað til að vinna mótið" - 29.4.2015

Sandrine Soubeyrand er þjálfari U17 kvennalandsliðs Frakklands, sem er á meðal keppnisliða í úrslitakeppni EM hér á landi í sumar.  Soubeyrand, sem á að baki heila 198 A-landsleiki fyrir þjóð sína, ræddi við vefsíðu KSÍ eftir dráttinn í riðla, sem fram fór í ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag.

Lesa meira
 
Dregið í EM U17 kvenna 2015

Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum - 29.4.2015

Dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag, en eins og kynnt hefur verið fer keppnin fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.  Ísland er í A-riðli ásamt ríkjandi meisturum Þjóðverja, Spánverjum og Englendingum.

Lesa meira
 

U17 kvenna endaði mótið með stórsigri - 26.4.2015

Síðasti leikur U17 ára kvennalandsliðsins var gegn heimastúlkum frá Færeyjum. Fyrir leikinn voru okkar stelpur búnar að tryggja sér sigur á mótinu. Leikurinn í dag endaði með stórsigri íslenska liðsins en lokatölur urðu 10-0.

Lesa meira
 

U17 kvenna með stórsigur á Norður Írum - 24.4.2015

U17 ára lið kvenna vann í dag góðan 7-0 sigur á Norður Írlandi á æfingarmóti í Færeyjum. Íslenska liðið var mun betra eins og tölurnar gefa til kynna en lokatölur urðu 7-0 sigur íslenska liðsins.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur 29. apríl - 24.4.2015

Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.  Um er að ræða gríðarlega umfangsmikið verkefni og er fyrsti stóri viðburðurinn vegna þessa móts á dagskrá miðvikudaginn 29. apríl, en þá verður dregið í riðla í ráðhúsi Reykjavíkur.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: “Getum verið þolanlega sátt” - 22.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segist þolanlega sáttur með riðilinn sem Ísland leikur í en dregið var í undankeppni EM á mánudag. Freyr segir engu að síður að sumir mótherjar Íslands séu óþekktar stærðir og íslenska liðið muni því ekki vanmeta neitt lið.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Ísland hafnaði í efsta sæti undirbúningsmóts UEFA - 21.4.2015

U17 landslið karla gerði 1-1 jafntefli í lokaleik sínum í undirbúningsmóti UEFA, lauk keppni með 7 stig og hafnaði í efsta sæti mótsins. Frábær árangur hjá þessum efnilegu drengjum.  Færeyingar fengu aukastig með því að vinna vítakeppni eftir leikinn.

Lesa meira
 

Ísland í góðum riðli í undankeppni EM - 20.4.2015

Ísland er með Skot­landi, Hvíta-Rúss­landi, Slóven­íu og Makedón­ía í undankeppni EM. Riðillinn er ekki sá sterkasti sem hentar íslenska liðinu vel en við þurfum að ferðast ansi langt.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Dregið í dag í undankeppni EM kvenna - 20.4.2015

Í hádeginu verður dregið í riðla í undankeppni EM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í efsta styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Frábær endurkoma U17 karla gegn Norður-Írum - 19.4.2015

U17 landslið karla lék í dag, sunnudag, annan leik sinn í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Færeyjum.  Mótherjar dagsins voru Norður-írar, sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk strax á fyrstu 5 mínútunum.  Okkar drengir sýndu frábæran karakter og hófu endurkomu sem lauk með 3-2 sigri Íslands. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla mætir Norður-Írlandi í dag - 19.4.2015

U17 lið karla leikur um helgina í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum um helgina.  Sigur vannst á Wales í fyrsta leik og í dag, sunnudag, er leikið gegn Norður-Írlandi kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fréttir af framvindu mála,byrjunarliðið og fleira, eru á Facebook-síðu KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Hópur fyrir undirbúningsmót UEFA í Færeyjum - 15.4.2015

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum en leikið verður dagana 23. - 26. apríl.  Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Wales og Norður Írland.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópur valinn fyrir UEFA mót í Færeyjum - 10.4.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp sem leikur á undirbúningsmóti UEFA en leikið verður í Færeyjum.  Mótið fer fram dagana 18. - 21. apríl og auk heimamanna leika þarna Wales og Norður Írland.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Wales, laugardaginn 18. apríl. Lesa meira
 

U19 kvenna vann góðan sigur á Rúmeníu - 9.4.2015

Íslenska U19 lið kvenna vann í dag 3-0 sigur á Rúmeníu í seinasta leik liðsins í milliriðli vegna EM. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og náði að enda leik sinn í milliriðli með góðum sigri.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 38. sæti - 9.4.2015

Íslenska karlalandsliðið er í 38. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fellur niður um 3 sæti frá síðasta lista en Þjóðverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Argentína er í öðru sæti. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Rúmenum  | UPPFÆRT - 9.4.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna leikur við Rúmeníu í milliriðli fyrir EM í dag en leikurinn fer fram í Frakklandi.

Lesa meira
 

U19 landslið  kvenna tapaði fyrir Rússum - 6.4.2015

Íslenska U19 ára landslið kvenna tapaði 4-1 gegn Rússum í öðrum leik liðsins í milliriðli vegna EM. Rússar komust í 3-0 áður en Ísland náði að minnka muninn og eitt mark frá Rússum í seinni hálfleik tryggði liðinu 4-1 sigur.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Franskur sigur í fyrsta leik - 4.4.2015

Stelpurnar í U19 léku sinn fyrsta leik í milliriðli EM í dag en leikið er í Frakklandi.  Það voru einmitt heimastúlkur sem voru mótherjarnir og reyndust þær frönsku sterkari og lögðu íslenska liðið með fimm  mörkum gegn engu.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 fyrir heimastúlkur. Lesa meira
 

Góður sigur á Hollandi í Kórnum - 4.4.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í dag en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2 – 1 fyrir Ísland  eftir að hollenska liðið hafði leitt í leikhléi, 0 – 1.  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu mörk Íslands en virkilega góður síðari hálfleikur skóp þennan sigur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 4.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum í dag kll 14:00.  Við hvetjum alla þá sem kost hafa á að koma í Kórinn og hvetja stelpurnar til sigurs gegn sterku liði Hollands.  Ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Frökkum - 3.4.2015

U19 ára landslið Íslands leikur klukkan 14:00 í dag við Frakka í milliriðli fyrir EM 2015 kvenna. Byrjunarliðið Íslands er klárt og það má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Guðrún Arnardóttir inn í hópinn - 3.4.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum, laugardaginn 4. apríl kl. 14:00.  Guðrúna Arnardóttir kemur inn í hópinn í stað Elínar Mettu Jensen sem er veik. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Tveir hópar á æfingum 11. - 12. apríl - 1.4.2015

Úlfar Hinrikson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið tvo hópa fyrir úrtaksæfingar sem fram fara dagana 11. og 12. apríl.  Æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöll og má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem eru boðaðir hér að neðan.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög