Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi

Jafntefli í fjörugum leik í Tallinn - 31.3.2015

A landslið karla lék í kvöld, þriðjudagskvöld, gegn Eistlendingum á heimavelli þeirra í Tallinn.  Niðurstaðan var 1-1 jafntefli í fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg marktækifæri og áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Lars:  Sanngjörn úrslit - 31.3.2015

Lars Lagerbäck, annar þjálfari A landsliðs karla, sat fyrir svörum á fjölmiðlafundi að loknum vináttulandsleik Eistlands og Íslands í Tallinn í kvöld, þriðjudagskvöld.  Lars sagði leikinn hafa verið opinn og sérlega fjörugan fyrir áhorfendur og að úrslitin, 1-1 jafntefli, hefðu verið sanngjörn. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands í Tallinn - 30.3.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera ellefu breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Kasakstan fyrir vináttuleikinn gegn Eistlandi í kvöld.  Ljóst er að margir leikmenn eru þarna að fá gott tækifæri til að minna á sig.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Elín Metta inn í hópinn - 30.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum, laugardaginn 4. apríl kl. 14:00.  Freyr hefur valið Elínu Mettu Jensen, úr Val, inn í hópinn og kemur hún í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
Raio Piiroja

Kveðjuleikur Raio Piiroja - 29.3.2015

Raio Piiroja er einn þekktasti knattspyrnumaður Eistlands frá upphafi. Hann hefur leikið alls 114 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar og mun af þvi tilefni leika kveðjuleik sinn þegar Eistland mætir Íslandi í vináttuleik þann 30. mars

Lesa meira
 

Eins stigs forskot Tékka á toppi A-riðils - 28.3.2015

Eins og kunnugt er vann Ísland glæsilegan þriggja marka sigur á Kasakstan í undankeppni EM 2016.  Tveir aðrir leikir í A-riðli fóru fram seinna sama dag.  Lettar hefðu getað hirt öll þrjú stigin í Tékklandi, og í Hollandi jöfnuðu heimamenn í uppbótartíma.

Lesa meira
 

Aron Einar, Eiður Smári og Gylfi ekki til Eistlands | UPPFÆRT - 28.3.2015

Þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gyldi Þór Sigurðsson fara ekki með landsliðinu til Eistlands í vináttuleikinn sem fram fer á þriðjudag. Aron Einar varð faðir á dögunum og heldur heim, eins og Eiður Smári, sem bíður fæðingar síns fjórða barns. Gylfi Þór Sigurðsson fékk högg í leiknum gegn Kasakstan og leikur ekki gegn Eistlandi.

Lesa meira
 

Öruggur sigur í Kasakstan - 28.3.2015

Ísland mætti Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag og unnu frækinn 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok leiksins.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Aron Einar kominn í 50 A landsleiki fyrir Ísland - 28.3.2015

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A landsliðs karla, náði þeim stóra áfanga í leiknum við kasakstan í undankeppni EM 2016 að leika sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd.  Aron tók ungur við fyrirliðabandinu og hefur verið mikill leiðtogi bæði innan vallar sem utan. 

Lesa meira
 

Leikið í Eistlandi á þriðjudag - 28.3.2015

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á þriðjudag.  Leikurinn, sem er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á SkjáSport, fer fram á A. Le Coq Arena leikvanginum í höfuðborg Eistlands, Tallinn. 

Lesa meira
 
Undankeppni EM 2016

Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan - 28.3.2015

Þjálfarar A landsliðs karla, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn við Kasakstan, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kannski kunnugt um var byrjunarlið Íslands óbreytt í fyrstu fjórum leikjunum í keppninni.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Ísland stendur í stað á heimslista FIFA - 27.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið stendur í stað á nýjum heimslista FIFA en hann var birtur í morgunsárið. Ísland er áfram í 20. sæti listans en hæst komst liðið í 15. sætið árin 2011 og 2012.

Lesa meira
 

Kasakstan keppir á 25 milljarða velli - 27.3.2015

Veðurspáin fyrir leik Kasakstan og Íslands er ekkert sérstaklega gæfuleg. Búist er við um 11 gráðu frosti í Astana, höfuðborg Kasakstan, þegar leikur liðanna fer fram sem undir venjulegum kringumstæðum hefði kallað fram ákveðin vandamál.

Lesa meira
 

U21 landsliðið tapaði gegn Rúmenum - 27.3.2015

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 3-0 gegn Rúmenum í vináttuleik sem fram fór ytra í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var rúmenska liðið öflugra í leiknum en íslensku strákarnir hefðu getað skorað með smá heppni.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Rúmenum - 26.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik sem leikinn verður ytra.  Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Frakklandi - 26.3.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM, dagana 4. - 9. apríl.  Riðillinn verður leikinn í Frakklandi og, auk heimastúlkna, verður leikið gegn Rússum og Rúmenum.

Lesa meira
 

Tvö landslið í eldlínunni í dag - 26.3.2015

Tvö íslensk landslið verða í eldlínunni í dag en þau leika bæði landsleiki ytra.  Strákarnir í U17 leika gegn Wales í milliriðli EM en leikið er í Krasnodar.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Þá munu strákarnir í U21 leika vináttulandsleik gegn Rúmenum í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Targu Mures í Rúmeníu.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Leikjahrina í undankeppni EM 2016 framundan - 26.3.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt er leikjahrina framundan í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Um helgina fara fram 26 leikir í riðlunum níu, en einn leikur fer síðan fram á þriðjudag.  Að venju eru margir spennandi leikir á dagskrá.

Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Þrír leikir í riðlinum á laugardag - 25.3.2015

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um mætast Kasakstan og ísland í undankeppni EM karlalandsliða 2016 á laugardag.  Sama dag mætast hinar þjóðirnar í riðlinum - annars vegar Tékkland og Lettland, hins vegar Holland og Tyrkland. Lesa meira
 
Tasos Sidiropoulos

Grískur dómari á leik Kasakstans og Íslands - 25.3.2015

UEFA hefur gefið út lista dómara fyrir næstu umferð í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Dómarinn í leik Kasakstans og Íslands heitir Tasos Sidiropoulos og kemur frá Grikklandi.

Lesa meira
 
A karla í Kasakstan

A landslið karla mætt til Astana - 24.3.2015

A landslið karla er mætt til Astana í Kasakstan þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM 2016 á laugardag.  Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var í viðtali við KSÍ TV í dag, þar sem hann fór yfir undirbúning liðsins, þýðingu næstu leikja í riðlinum og ýmislegt fleira. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

A kvenna - Hópurinn sem mætir Hollandi í vináttulandsleik - 24.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik, laugardaginn 4. apríl næstkomandi.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 14:00.  Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá A landsliði kvenna en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi - 24.3.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og verða æfingar í Kórnum og Egilshöll.  Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 25 leikmenn fyrir þessar æfingar og koma þeir frá frá 13 félögum.

Lesa meira
 

U17 karla - Tap gegn Rússum - 23.3.2015

Strákarnir í U17 biðu lægri hlut gegn Rússum í öðrum leik þeirra í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Heimamenn unnu öruggan sigur, 4 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sveinn Sigurður Jóhannesson í hópinn - 23.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik ytra á fimmtudaginn.  Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson, úr Stjörnunni, kemur inn í hópinn stað Frederiks Schram sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 karla og kvenna leika í dag - 23.3.2015

Landslið karla og kvenna, skipuð leikmönnum 17 ára og yngri, verða í eldlínunni í dag.  Stelpurnar leika seinni vináttulandsleik sinn gegn Írum ytra og hefst leikurinn kl. 11:00.  Strákarnir leika í dag annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Það eru heimamenn sem eru andstæðingar dagsins og hefst leikurinn kl. 14:00.

Lesa meira
 

U17 karla - Naumt tap gegn Austurríki - 22.3.2015

U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Austurríki í milliriðli vegna EM en leikirnir fara fram í Rússlandi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap í báðum leikjunum gegn Írum - 22.3.2015

Íslenska U17 ára landslið kvenna tapaði 1-0 gegn Írum i seinni leik liðanna sem fram fór í dag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Írar náði að skora sigurmarkið í seinni hálfleiknum.

Lesa meira
 

Hópurinn sem mætir Kasakstan - 20.3.2015

Landsliðshópurinn sem leikur við Kasakstan í undankeppni EM 2016 var tilkynntur í hádeginu. Eiður Smári Guðjohnsen kemur aftur í hópinn sem og Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður AIK, en hann tekur sæti Thedórs Elmars Bjarnasonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla og kvenna í eldlínunni á laugardaginn - 20.3.2015

Bæði karla- og kvennalið okkar í aldursflokki U17 verða í eldlínunni á morgun, laugardaginn 21. mars.  Strákarnir leika í milliriðli EM gegn Austurríki kl. 10:00. Stelpurnar eru í óða önn að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna. Þær leika tvo leiki gegn Írum í þessari ferð og fer fyrri leikurinn fram á morgun, laugardaginn 21. mars og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik - 19.3.2015

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik 26. mars næstkomandi.  Leikið verður í Targu Mures en þetta er í þriðja skiptið sem þjóðirnar mætast í þessum aldursflokki. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingar U19 kvenna 21. og 22. mars - (uppfært) - 13.3.2015

Dagana 21.-22. mars næstkomandi fara fram æfingar U19 landsliðs kvenna.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar, þjálfara liðsins, og eru þær liður í undirbúningi fyrir milliriðil EM sem fram fer í Frakklandi í byrjun apríl. 

Lesa meira
 

U17 landslið kvenna til Dublin - 12.3.2015

U17 landslið kvenna leikur tvo vináttuleiki við Íra í mars og eru þeir leikir hluti af undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar. Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Ísland í 10. sæti - 12.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn heimsmeisturum Japans í lokaleik sínum á Algarve mótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Japan eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Ísland endaði því í 10. sæti á mótinu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 11.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir heimsmeisturum Japans í dag í leik um 9. sætið á Algarve mótinu.  Leikið verður í Algarve og hefst leikurinn kl. 12:15 og verður fylgst með helstu atriðum leiksins með  textalýsingu á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Leikið við Japan um níunda sætið - 10.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætir því heimsmeisturum Japans í leik um níunda sætið á Algarve mótinu en leikið verður um sæti, miðvikudaginn 11. mars.  Leikið verður á Algarve vellinum og hefst hann kl. 12:15.  Það verða Frakkland og Bandaríkin sem leika munu til úrslita á mótinu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum - 9.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið náði frábærum úrslitum í kvöld í lokaleik riðilsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos.  Markalaust jafntefli varð niðurstaðan en Bandaríkin leika engu að síður til úrslita á mótinu, gegn Frökkum.  Ísland mun að öllum líkindum leika gegn Japan um níunda sætið en ekki hefur verið tilkynntur leikstaður og tími. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Leikið gegn Bandaríkjunum í kvöld - 9.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í síðast leik liðsins í riðlakeppni Algarve mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma en Bandaríkin hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla um komandi helgi - 8.3.2015

Landsliðsþjálfararnir, Freyri Sverrisson og Halldór Björnsson, hafa valið hópa fyrir úrtaksæfingar hjá landsliðum U16 og U17 karla.  Æfingarnar fara fram um komandi helgi, 14. og 15. mars og verða í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Eins marks tap gegn Noregi - 6.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Noregi í kvöld á Algarve mótinu en þetta var annar leikur liðsins.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Noreg og kom markið strax á 9. mínútu leiksins.  Lokaleikur Íslands í riðlinum verður gegn Bandaríkjunum á mánudaginn

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Byrjunarliðið sem mætir Norðmönnum - 6.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í Lagos  í kvöld á Algarve mótinu og hefst leikurinn kl. 18:00.  Þetta er annar leikur liðsins á mótinu en fyrsti leikurinn var gegn Sviss, á sama velli, og tapaðist 0 - 2. Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

Algarve 2015 - Undirbúningur fyrir Noregsleikinn - 5.3.2015

Íslenska liðið æfði tvisvar sinnum í dag en hópurinn undirbýr sig undir leikinn gegn Noregi á morgun, föstudaginn 6. mars.  Þeir leikmenn sem mest léku í gær gegn Sviss tóku því frekar rólega á fyrri æfingunni á meðan aðrir leikmenn tóku vel á því.  Allir leikmenn voru með á æfingunni nema Katrín Ómarsdóttir. Lesa meira
 
Æfing á Algarve

Algarve 2015 - Guðrún Arnardóttir kölluð í hópinn - 5.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Guðrúnu Arnardóttur inn í landsliðshópinn sem tekur þátt um þessar mundir á Algarve mótinu.  Guðrún kemur í stað Katrínar Ómarsdóttur sem ekki mun leika á mótinu.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Svissneskur sigur í sólinni - 4.3.2015

Íslenska kvennalandslið tapaði í dag gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos.  Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir Sviss eftir að markalaust var í leikhléi.  Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Noregi á föstudaginn.

Lesa meira
 
EM U17 karla

U17 landslið karla valið fyrir milliriðil í Krasnodar - 4.3.2015

Halldór Björnsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir milliriðil EM, sem leikinn verður í Krasnodar í Rússlandi í mars.  Hópurinn heldur til Rússlands þann 19. mars og fyrsti leikur er tveimur dögum síðar.  Austurríki og Wales eru í riðlinum, auk Íslands og heimamanna. Lesa meira
 

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 4.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í dag kl. 15:00.  Leikið verður í Lagos í Portúgal en þetta er fyrsti leikur Íslands á hinu geysisterka Algarve móti.  Lára Kristín Pedersen byrjar í sínum fyrsta landsleik en stillt er upp ungu liði gegn hinu sterka liði Sviss

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

Algarve 2015 - Ísland mætir Sviss kl. 15:00 - 4.3.2015

Ísland hefur leik í dag á Algarve mótinu en kl. 15:00 mæta stelpurnar Sviss í B riðli.  Leikið verður í Lagos en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Bandaríkjanna og Noregs.  Það má búast við erfiðum leik hjá stelpunum en íslenska liðið mætti Sviss tvisvar í undankeppni HM og tapað í bæði skiptin.

Lesa meira
 

Algarve 2015 - 150 fjölmiðlamenn sækja mótið - 3.3.2015

Algarve mótið hefst á morgun en þá mætir íslenska liðið því svissneska en þjóðirnar leika í B riðli ásamt Noregi og Bandaríkjunum.  Mrkill áhugi er á Algarve mótinu sem hefur aldrei verið sterkara en oft er talað um óopinbera heimsmeistarakeppni en þetta mót ber á góma.  Alls hafa 150 fjölmiðlamenn boðað komu sína á mótið að þessu sinni

Lesa meira
 

Sterkur Algarve-riðill - 2.3.2015

A landslið kvenna kemur saman í Portúgal í dag, mánudag, þar sem það tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti, sem er eins og kunnugt er afar sterkt æfingamót.  Mótherjar íslenska liðsins í riðlinum eru allir afar sterkir, en Ísland leikur í B-riðli ásamt Bandaríkjunum, Noregi og Sviss. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög