Landslið

U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingahelgi framundan - 28.2.2015

Framundan er æfingahelgi hjá U17 kvenna og hefur Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og verða tveir hópar á ferðinni.

Lesa meira
 
U21-karla

16 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingu fyrir U21 karla - 24.2.2015

Úrtaksæfing fyrir U21 landslið karla fer fram í Kórnum laugardaginn 28. febrúar.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, hefur boðað 16 leikmenn til æfinga, alla fædda 1996, og koma þeir frá 10 félögum. Lesa meira
 
U17 karla 2015 - Ísland-N. Írland í Kórnum

Úrtaksæfingar U19 og U17 karla um komandi helgi - 23.2.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík og hafa rúmlega 70 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn landsliðsþjálfara liðanna. Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn fyrir Algarve tilkynntur - 23.2.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem leikur á Algarve mótinu sem fram fer 4. - 11. mars næstkomandi.  Freyr velur 23 leikmenn í hópinn og þar af eru tveir nýliðar.  Margrét Lára Viðarsdóttir er leikreyndasti leikmaður hópsins og snýr nú aftur eftir hlé.

Lesa meira
 
Marki fagnað hjá U19 kvenna í leik gegn A landsliði Færeyja í Fífunni 22. febrúar 2015

U19 kvenna - Aftur fimm marka sigur á Færeyjum - 22.2.2015

Stelpurnar í U19 unnu í dag A landslið Færeyja en þetta var seinni vináttulandsleikur liðanna á þremur dögum.  Lokatölur urðu 6 - 1 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 1 - 1.  Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Akraneshöllinni í kvöld en vegna veðurskilyrða og færðar var ákveðið að færa leikinn í Fífuna. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikurinn gegn Færeyjum færður í Fífuna - 22.2.2015

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að seinni vináttulandsleikur U19 kvennalandsliðs Íslands og A landsliðs Færeyja fari fram í Fífunni í dag, sunnudaginn 22. febrúar,  kl. 17:00.  Leikurinn var fyrirhugaður í Akraneshöllinni kl. 19:00.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á Færeyjum - 20.2.2015

Stelpurnar í U19 unnu öruggan sigur á A landsliði Færeyja en þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Reykjaneshöllinni í dag.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir íslenska liðið sem leiddi með þremur mörkum í leikhléi.  Liðin mætast svo aftur á sunnudaginn kl. 19:00 í Akraneshöllinni Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Rúmenum 26. mars - 19.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Rúmeníu hafa komst að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra, þann 26. mars næstkomandi.  Leikið verður á Trans-Sil vellinum í Targu Mures.  Í samkomulaginu felst einnig að þjóðirnar leiki annan vináttulandsleik í sama aldursflokki hér á landi árið 2016 eða 2017. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Tveir vináttulandsleikir gegn A landsliði Færeyja - 19.2.2015

Stelpurnar í U19 munu leika tvo vináttulandsleiki gegn A landsliði Færeyja en leikirnir fara fram á föstudag og sunnudag.  Fyrri leikurinn fer fram í Reykjaneshöll, föstudaginn 20. febrúar kl. 16:00 en sá seinni í Akraneshöllinni, sunnudaginn 22. febrúar kl. 19:00.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikmenn valdir fyrir tvo leiki gegn Færeyjum - 16.2.2015

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn A landsliði Færeyja.  Leikirnir fara fram hér á landi, í Reykjaneshöllinni föstudaginn 20. febrúar og í Akraneshöllinni, sunnudaginn 22. febrúar.

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

Æfingar um helgina hjá A kvenna og U17 kvenna - 16.2.2015

Um komandi helgi verða æfingar hjá A kvenna og U17 kvenna og verða æfingarnar í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson og Úlfar Hinriksson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá lista þeirra hér að neðan. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla - Annar eins marks sigur á Norður Írum - 12.2.2015

Íslendingar og Norður Írar léku í dag seinni vináttulandsleik sinn í Kórnum á þremur dögum.  Íslendingar unnu fyrri leikinn með einu marki gegn engu og gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum.  Leiknum lauk með, eins og þeim fyrri, með 1 – 0 sigri Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015

U17 karla - Ísland mætir Norður Írlandi kl. 12:00 - 12.2.2015

Strákarnir í U17 leika í dag seinni vináttulandsleikinn gegn Norður Írum og fer hann fram í Kórnum.  Leikurinn hefst kl 12:00 á hádegi og verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV.  Hægt verður einnig að fylgjast með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
U17 karla 2015 - Ísland-N. Írland í Kórnum

U17 karla - Sigur gegn Norður Írum í vináttulandsleik - 10.2.2015

Ísland og Norður Írland mættust í kvöld í vináttulandsleik hjá U17 landsliðum karla og var leikið í Kórnum.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir íslenska liðið eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þjóðirnar mætast svo aftur, á sama stað, á fimmtudaginn og hefst sá leikur á nokkuð óvenjulegum tíma eða kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 9.2.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og eru leikmennirnir 31 sem boðaðir eru að þessu sinni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Leikið gegn Norður Írum á þriðjudag og fimmtudag - 9.2.2015

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Norður Írum og fara þeir báðir fram í Kórnum.  Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 10. febrúar og hefst kl. 18:45.  Sá síðari verður fimmtudaginn 12. febrúar og hefst kl. 12:00.  Báðir leikirnir verða sýndir á Sport TV. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland aftur í riðli með Frökkum - 5.2.2015

Dregið var í dag í undankeppni EM U21 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland dróst í riðil með Frakklandi, Úkraínu, Skotlandi, Makedóníu og Norður Írlandi.  Ísland var í fjórða styrkleikaflokki og lenti með Frökkum úr efsta styrkleikaflokki, líkt og í síðustu undankeppni.

Lesa meira
 
Guðmunda Brynja og Glódís

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Hollandi í apríl - 4.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, 4. apríl næstkomandi.  Einnig hefur verið samið um að þjóðirnar mætist svo aftur, þá í Hollandi, á næsta ári.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Vináttulandsleikir gegn Írum í mars - 3.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Írlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki í Dublin, 21. og 23. mars.  Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem haldin verður hér á landi og hefst 22. júní.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Hópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Norður Írum - 3.2.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem mætir Norður Írum í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir fara fram í Kórnum og verður fyrri leikurinn leikinn þriðjudaginn 10. febrúar kl. 18:45 og sá síðari, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 12:00. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2017 á fimmtudag - 3.2.2015

Dregið verður í undankepnni EM 2017, fimmtudaginn 5. febrúar, og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en dregið verður í níu riðla þar sem sjö þeirra verða skipaðir sex þjóðum en tveir munu innihalda fimm þjóðir. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 2.2.2015

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson, hafa valið hópa fyrir úrtaksæfingar sem fram fara um komandi helgi.  Tveir hópar verða við æfinga hjá U17 kvenna, leikmenn fæddir 1998/99 og leikmenn fæddir árið 2000.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög