Landslið

UEFA EURO 2016

500 dagar í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi - 30.1.2015

Í tilefni af því að 500 dagar eru í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi þá kom UEFA á fót heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með miðasöluferli á leiki keppninnar og fá upplýsingar sendar, ef óskað er, um hvernig miðasölunni verður háttað.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

U21 karla - Æfingahópur valinn fyrir komandi helgi - 27.1.2015

Eyjólfur Sverrisson hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi og fara þær æfingar fram að þessu sinni í Akraneshöllinni.  Valdir eru 32 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 16 félagsliðum.  Hópinn má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Vináttulandsleikir gegn Norður Írum í febrúar - 27.1.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Norður Írlands hafa komist að samkomulagi um að U17 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki þann 10. og 12. febrúar næstkomandi.  Leikirnir fara fram hér á landi og verða leiknir í Kórnum í Kópavogi Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 26.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Akraneshöllinni og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Halldór Björnsson og Þorvaldur Örlygsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá nafnalistanan hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kanada í Orlando, 19. janúar

A karla - Jafnt gegn Kanada í Orlando - 20.1.2015

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli í kvöld gegn Kanada en þetta var seinni vináttulandsleikur þjóðanna á fjórum dögum og fóru þeir báðir fram í Orlando.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Kanada hafði leitt í leikhléi með einu marki en bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

Byrjunarliðið sem mætir Kanada kl. 21:00 - 19.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada i seinni vináttulandsleik þjóðanna á fjórum dögum en leikið verður í Orlando.  Gerðar eru átta breytingar frá byrjunarliðinu frá síðasta leik en leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma og verður sýndir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 

Landsliðsæfingar A kvenna í Kórnum 24. og 25. janúar - 19.1.2015

A landslið kvenna mun koma saman til æfinga í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi dagana 24. og 25. janúar og hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kallað 23 leikmenn til æfinga.  Leikmennirnir koma frá sjö félögum, þ.e. sex Pepsi-deildarfélögum og einu erlendu félagi.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

Ísland mætir Kanada í kvöld kl. 21:00 - 19.1.2015

Ísland mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld í annað skiptið á fjórum dögum en leikið verður á háskóllavelli UCF í Orlando í Florida.  Leikurinn hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma, eða kl. 16:00 að staðartíma, og verður í beinni útsendingu hjá SkjáSport.  Fyrri leik þjóðanna lauk með 2 - 1 sigri Íslands þar sem Kristinn Steindórsson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörkin. Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir seinni leikinn gegn Kanada í fullum gangi - 18.1.2015

Strákarnir undirbúa sig af kappi fyrir seinni vináttulandsleikinn gegn Kanada en hann fer fram á morgun, mánudaginn 19. janúar og hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Byrjunarlið íslands gegn Kanada í Orlando 16. janúar 2015

A karla - Eins marks sigur á Kanada - 17.1.2015

ísland lagði Kanada með tveimur mörkum gegn einu í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem fram fara í Orlando.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik en Kanada minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.  Þjóðirnar mætast aftur á mánudaginn á sama stað en sá leikur hefst kl. 21:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Byrjunarliðið sem mætir Kanada - 16.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en báðir fara þeir fram í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Skjá Sport.

Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 24. og 25. janúar - 16.1.2015

Dagana 24. og 25. janúar fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík undir stjórn landsliðsþjálfaranna.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga. 

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

Eyjólfur Sverrisson áfram þjálfari U21 karla - 16.1.2015

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Aðstoðarþjálfari Eyjólfs verður áfram Tómas Ingi Tómasson.

Lesa meira
 

A karla - Leikið við Kanada í kvöld - 16.1.2015

Karlalandsliðið leikur í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Kanada en leikið verður á háskólavelli UCF í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma eða kl. 16:30 að staðartíma en seinni vináttulandsleikur þjóðanna fer fram mánudaginn 19. janúar á sama stað. Lesa meira
 
Frá æfingu í Orlando

A karla - Undirbúningur fyrir leikina gegn Kanada heldur áfram - 14.1.2015

Undirbúningur karlalandsliðsins fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada heldur áfram en fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar og hefstkl 21:30 að íslenskum tíma.  Liðið æfði í dag og var vel tekið á því.  Allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni að undanskildum Guðmundi Þórarinssyni sem er með flensueinkenni og var ekki með.

Lesa meira
 

Íslenskur sigur í Kórnum - 14.1.2015

U23 landslið kvenna vann góðan 3-1 sigur á Póllandi í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudagskvöld.  íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.  Elín Metta gerði tvö marka Íslands og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt.

Lesa meira
 
Guðmunda Brynja

Byrjunarlið Íslands og Póllands í kvöld - 14.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi kl. 18:00 í kvöld, miðvikudagskvöld.  Aðgangur að leiknum er ókeypis.  Þjálfarar beggja liða hafa nú opinberað byrjunarlið sín. Lesa meira
 

A karla - Allir leikmenn með á æfingu dagsins - 13.1.2015

Eins og kunnugt er þá er íslenska karlalandsliðið statt í Orlando þessa dagana þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir við Kanada, 16. og 19. janúar.  Eftir langt ferðalag í gær þá var fyrsta æfingin í dag þar sem menn hristu ferðaþreytuna úr sér og voru allir leikmenn hópsins með á æfingunni.

Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet Bragadóttir dæmir leik Íslands og Póllands í Kórnum - 13.1.2015

Dómararnir í vináttuleik U23 landslið Íslands gegn Póllandi eru allir íslenskir.  Dómari verður Bríet Bragadóttir, sem valin var dómari ársins 2014 í Pepsi-deild kvenna.  Leikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Guðmunda Brynja og Glódís

Ísland mætir Póllandi í Kórnum á miðvikudag - ókeypis aðgangur - 13.1.2015

U23 landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnuhúsinu Kórnum á miðvikudag kl. 18:00.  Pólverjar tefla reyndar fram A landsliði sínu í þessum leik og í íslenska hópnum eru jafnframt fjórir eldri leikmenn.  Aðgangur að leiknum er ókeypis - um að gera að skella sér!

Lesa meira
 
University of Central Florida Soccer and Track Field

A karla - Landsliðið komið til Orlando - 13.1.2015

Íslenska karlalandsliðið kom til Orlando í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Kanada sem verða leiknir á háskólavelli University of Central Florida hér í Orlando.  Fyrri leikurinn verður föstudaginn 16. janúar en sá síðari mánudaginn 19. janúar og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu hjá SkjáSport.

Lesa meira
 
Frá æfingu U21 karla í Álaborg

Úrtaksæfingar U21 karla í Kórnum um helgina - 13.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar vegna U21 landsliðs karla.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi dagana 17. og 18. janúar og hafa 33 leikmenn frá 17 félögum verið boðaðir til æfinganna, sem fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, þjálfara U21 landsliðs karla. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U16 og U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 12.1.2015

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrrisson og Halldór Björnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 

U23 kvenna - Hópurinn sem mætir Póllandi - 12.1.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið U23 hópinn sem mætir Póverjum í vináttulandsleik í Kórnum, miðvikudaginn 14. janúar kl. 18:00.  Pólverjar tefla fram A landsliði sínu í þessum leik en fjórir eldri leikmenn verða með íslenska liðinu í þessum leik.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Kanada - 9.1.2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbåck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Kanada í tveimur vináttulandsleikjum en leikið verður í Orlando í Florida.  Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar kl. 21:30 að íslenskum tíma og sá síðari, mánudaginn 19. janúar kl. 21:00

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá landsliðum kvenna um komandi helgi - 5.1.2015

Framundan eru fyrstu úrtaksæfingar hjá landsliðum kvenna en þær fara fram um komandi helgi.  Það verða fjórir hópar við æfingar þessa helgi en A kvenna, U23, U19 og U17 verða við æfingar sem fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins 2014 - 3.1.2015

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Swansea, varð í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins en tilkynnt var um kjörið í kvöld.  Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.  Það var körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem var kjörinn íþróttamaður ársins.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

A karla - Ísland leikur vináttuleik við Eistland þann 31. mars - 2.1.2015

Íslenska A-landslið karla leikur vináttuleik við Eistland þann 31. mars en leikið er í Eistlandi. Íslenska liðið leikur þann 28. mars við Kasakstan í undankeppni EM og mun íslenska liðið fara þaðan til Eistlands þar sem vináttuleikurinn fer fram.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög