Landslið

Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

Nýr tveggja ára samningur við Frey Alexandersson - 30.10.2014

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Frey Alexandersson um þjálfun A landsliðs kvenna.  Samningurinn gildir út árið 2016 en Freyr tók við kvennalandsliðinu í ágúst 2013.  Þá gerði KSÍ einnig nýja samninga við Ásmund Haraldsson, aðstoðarþjálfara,  og Ólaf Pétursson, markvarðaþjálfara, um að vera Frey áfram innan handar. Lesa meira
 

U23 kvenna - Fjórir leikmenn bætast við æfingahópinn - 29.10.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið fjóra leikmenn til viðbótar í æfingahóp hjá U23 kvenna sem æfir tvívegis um komandi helgi.  Þetta eru þær: Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór, Lára Einarsdóttir úr KA, Sóley Guðmundsdóttir úr ÍBV og Karitas Tómasdóttir úr Selfoss Lesa meira
 

Æfingar hjá U17, U19 og U23 kvenna um komandi helgi - 26.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Þórður Þórðarson og Úlfar Hinriksson, hafa valið hópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Þá æfa landslið U23, U19 og U17 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.  Einnig verða mælingar hjá U17 og U19 kvenna sem verða á föstudagskvöldinu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 28. sæti - 23.10.2014

Á nýjum styrkleikalista FIFA karla, sem gefinn var út í morgun, fer Ísland upp um sex sæti og situr nú í 28. sæti listans.  Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið ofar á þessum lista en það eru heimsmeistarar Þjóðverja sem eru í efsta sætinu sem fyrr og Argentínumenn koma þar næstir.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Mikill áhugi fyrir leiknum í Tékklandi - 22.10.2014

Ljóst er að mikill áhugi er fyrir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM en leikið verður í Plzen í Tékklandi, sunnudaginn 16. nóvember.  Ferðaskrifstofur hér á landi hafa sett upp sérstakar ferðir á leikinn og virðist mikill áhugi fyrir þessum ferðum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar á föstudag og laugardag - 21.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara í Kórnum og Egilshöll, föstudaginn 24. og laugardaginn 25. október.  Nafnalistann með þessum leikmönnum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna leikur tvo vináttuleiki við Finna - 20.10.2014

Staðfest hefur verið að U17 landslið kvenna muni leika tvo vináttuleiki ytra við Finna í nóvember.  Leikirnir, sem eru liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM 2015, sem fram fer hér á landi, verða leiknir 18. og 20. nóvember.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla í milliriðil fyrir EM 2015! - 20.10.2014

U17 landslið karla tryggði sér í dag, mánudag, sæti í milliriðlum fyrir úrslitakeppni EM 2015.  Sætið var tryggt með jafntefli við Ítali, sem voru þegar öruggir áfram fyrir leiki dagsins.  Ljóst er þó að tæpara mátti það vart stand, því Moldóvar unnu fjögurra marka sigur á Armenum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Ítalíu í dag - 20.10.2014

U17 landslið karla mætir Ítalíu í dag, mánudag kl. 12:00 að íslenskum tíma, í undankeppni EM.  Riðillinn fer fram í Moldavíu og er þetta lokaumferð riðilsins.  Jafntefli gegn Ítalíu tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðlum. Hægt að fylgjast með textalýisingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Tvö mörk í fyrri hálfleik kláruðu Armena - 17.10.2014

U17 landslið karla vann í dag góðan tveggja marka sigur á Armenum í undankeppni EM, en riðillinn er leikinn í Moldavíu.  Bæði mörk Íslands komu í fyrri hálfleik.  Íslenska liðið er nú með fjögur stig eftir tvo leiki og mætir Ítalíu í síðustu umferð, sem fram fer á mánudag. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Armeníu í dag - 17.10.2014

U17 landslið karla mætir Armeníu í dag, föstudag kl. 12:00 að íslenskum tíma, í undankeppni EM.  Riðillinn fer fram í Moldavíu og er þetta önnur umferð.  Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik, Kolbeinn Finnsson og Mikael Harðarson koma inn í liðið.
Lesa meira
 

Miðasala á Tékkland-Ísland í undankeppni EM 2016 - 16.10.2014

Tékkland og Ísland mætast í undankeppni EM 2016 þann 16. nóvember næstkomandi.  Leikurinn fer fram í Plzen og hefst kl. 20:45 að staðartíma.  Vert er að taka fram að þarna mætast topplið A-riðils.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um miðasölu á leikinn.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í leiknum

Markalaust jafntefli hjá U17 karla gegn Moldóvu - 15.10.2014

U17 landslið karla gerði markalaust jafntefli við Moldóvu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram þar í landi.  Jafnræði var með liðunum í leiknum og hefði sigurinn getað fallið hvorum megin sem var. Ísland mætir Armeníu á föstudag.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið við Moldóva í dag - 15.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið byrjunarliðið sem mætir heimamönnum í Moldóvu í fyrsta leiknum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Danir höfðu betur með minnsta mun - 14.10.2014

Það voru Danir sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í kvöld eftir að Ísland og Danir gerðu jafntefli, 1 - 1.  Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og því komust Danir áfram á útivallamarkinu.  Danir komust yfir á 90. mínútu en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lesa meira
 

U21 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum (uppfært) - 14.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í seinni leik þjóða í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015.  Leikurinn hefst kl. 16:15 á Laugardalsvelli og eru áhorfendur hvattir til þess að fjölmenna og hvetja strákana í þessum mikilvæga stórleik.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á Ísland - Danmörk - 14.10.2014

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á seinni umspilsleik U21 karlalandsliða Íslands og Danmerkur.  Leikið verður á Laugardalsvelli í dag, þriðjudaginn 14. október, og hefst kl. 16:15.  Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Ísland mætir Dönum í dag kl. 16:15 - 14.10.2014

Strákarnir í U21 leika í dag seinni leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM þegar þeir mæta Dönum á Laugardalsvelli kl. 16:15.  Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

U21 karla - KSÍ skírteini gilda við innganginn - 14.10.2014

Handhafar KSÍ skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Danmerkur í dag kl. 16:15 en leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag. Lesa meira
 
Ísland - Holland 2014

Magnaður sigur á Hollandi - 13.10.2014

Karlalandsliðið okkar sá áhorfendum í Laugardalnum og víðar fyrir eftirminnilegu kvöldi þegar þeir lögðu Holland í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 0 og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson bæði mörk kvöldsins í fyrri hálfleik.  Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Tékkar.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 13.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 

U21 karla - Allt undir á Laugardalsvelli á þriðjudag - 13.10.2014

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á Laugardalsvelli kl. 16:15, þriðjudaginn 14. október.  Þá leika þeir gegn Dönum, seinni leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Fyrri leik þjóðanna lauk með markalausu jafntefli í Álaborg og því ráðast úrslitin á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Leikskrá Holland og Danmörk

Leikskrá fyrir leikina gegn Hollandi og Danmörku - 13.10.2014

Út er komin rafræn leikskrá fyrir leik A landsliðs karla gegn Hollandi sem fram fer mánudaginn 13. október og má finna hana hér að neðan.  Einnig er í leikskránni efni um seinni umspilsleikinn hjá strákunum í U21 sem mæta Dönum í úrslitaleik á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Ísland - Holland - Bílastæði í nágrenni við Laugardalsvöll - 13.10.2014

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Holland kl. 18:45 - 13.10.2014

Íslendingar mæta Hollendingum í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli í kvöld, mánudaginn 13. október kl. 18:45.  Uppselt er á leikinn og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega á Laugardalsvöllinn til að forðast biðraðir.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þriggja marka tap gegn Eistlandi - 12.10.2014

U19 landslið karla tapaði í dag sunnudag, síðasta leik sínum í undankeppni EM, 0-3 gegn Eistlandi.  Ísland lauk því keppni í riðlinum án stiga en Króatar og Tyrkir höfnuðu í tveimur efstu sætunum og komust því áfram i milliriðla.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Byrjunarlið U19 karla gegn Eistlandi í dag - 12.10.2014

U19 landslið karla mætir Eistlandi í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2015 í dag, sunnudag.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Króatíu.  Ísland er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar, en getur með sigri lyft sér upp fyrir Eistland.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Anton Ari kallaður inn í hópinn - 12.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið markvörðinn Anton Ara Einarsson úr Val í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum á þriðjudaginn.  Þá eigast þjóðirnar við í seinni leik liðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM í Tékklandi á næsta ári.  Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvelli en leikurinn hefst kl. 16:15. Lesa meira
 

Leikið í þremur riðlum á dag - 10.10.2014

Leikið var í þremur riðlum í undankeppni EM 2016 í kvöld, föstudagskvöld. Í B-riðli unnu Belgar sex marka sigur á Andorra.  Frændur okkar, Norðmenn, unnu þriggja marka sigur á útivelli, gegn Möltu, og Ítalir unnu 2-1 sigur á Aserbaídsjan.

Lesa meira
 

A karla - Ísland með fullt hús stiga eftir öruggan sigur í Lettlandi - 10.10.2014

Ísland vann frábæran 3-0 sigur í Lettlandi í kvöld og er með fullt hús stiga í A-riðli í undankeppni EM. Íslenska liðið var mun sterkara en það lettneska en það tók dágóðan tíma að brjóta niður varnarmúr heimamanna.

Lesa meira
 

U21 karla - Jafntefli í Danmörku og Ísland í góðri stöðu - 10.10.2014

Íslenska U21 landsliðið gerðu markalaust jafntefli við Dani í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM í Tékklandi. Danska liðið var sterkara en frábær varnarleikur skilaði íslensku stráknum jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Unite against racism

Knattspyrnuvika tileinkuð baráttunni gegn rasisma - 10.10.2014

Þessi knattspyrnuvika (Week of football) sem hófst á fimmtudag, með öllum þeim leikjum sem fram fara í undankeppni EM 2016 þessa daga, er tileinkuð baráttunni gegn rasisma í Evrópu. Báðir leikir Íslands í þessari knattspyrnuviku eru þannig tileinkaðir þessu verðuga verkefni, en að því standa UEFA, FARE og FIFPro.

Lesa meira
 

U19 karla - Króatar reyndust of sterkir - 10.10.2014

Ísland U19 tapaði 4-1 gegn Króatíu í undankeppni EM í gær. Króatía komst í 2-0 áður en Aron Freyr Róbertsson minnkaði muninn fyrir Ísland. Króatía skoraði svo tvö mörk til viðbótar og vann öruggan 4-1 sigur.

Lesa meira
 
Frá æfingu U21 karla í Álaborg

U21 karla - Leikið gegn Dönum í dag - 10.10.2014

Strákarnir í U21 leika í dag fyrri leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 þegar þeir mæta Dönum.  Leikið verður á Aalborg stadion og hefst leikurinn kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Knattspyrnuveisla í dag - A og U21 karla í eldlínunni - 10.10.2014

Það er óhætt að segja að það sé knattspyrnuveisla framundan í dag því að bæði A og U21 karlalandslið Íslands verða í eldlínunni.  Strákarnir í U21 leika í dag fyrri leik sinn í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2015 þegar þeir mæta Dönum í Álaborg kl. 16:00 að íslenskum tíma.  A landsliðið fylgir svo í kjölfarið en þeir mæta Lettum í Riga kl. 18:45 að íslenskum tíma í undankeppni EM.  Báðir leikirnir vera sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu í Riga

Íslenska liðið ætlar sér þrjú stig gegn Lettum - 9.10.2014

Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum íslenskra og lettneskra fjölmiðlamanna á fjölmiðlafundi í Riga í dag, fimmtudag.  Lettneskir fjölmiðlar telja íslenska liðið sterkara en það lettneska.  Aron Einar segir íslenska liðið ætla sér þrjú stig, en menn verði þó að fara varlega gegn sterku og vel skipulögðu landsliði Lettlands.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingar yngri kvennalandsliða um komandi helgi - 9.10.2014

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Þórður Þórðarson hafa vlið hópa fyrir æfingar helgina 18. - 19. október.  Úlfar mun stjórna æfingum hjá U16 og U17 kvenna en Þórður mun vera með æfingar hjá U19 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U19 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 9.10.2014

Íslenska U19 lið karla mætir Króatíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið fór ekki vel af stað en það tapaði 7-3 gegn Tyrkjum í fyrsta leik mótsins. Það er því mikilvægt að ná góðum úrslitum í dag gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Leikvangurinn í Álaborg

Íslendingar í Álaborg ætla að styðja strákana - 9.10.2014

Eins og kunnugt er þá leika strákarnir í U21 fyrri leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 á föstudaginn og verður leikið í Álaborg.  Íslendingar á svæðinu ætla ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að hittast á John Bull Pub fyrir leikinn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æft á keppnisvellinum í dag - 9.10.2014

Strákarnir í U21 æfa í dag á keppnisvellinum, Aalborg Stadium, en þar fer fram fyrri leikur Danmerkur og Íslands í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2015 á morgun.  Liðið æfði tvisvar í gær og endurheimti þá farangur sinn sem hafði tekið auka ferðalag. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Ein breyting á hópnum sem fer til Moldóvu - 8.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem fer til Moldóvu og leikur í undankeppni EM.  Ásgrímur Þór Bjarnason úr Fjölni kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Ægis Jarls Jónassonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
Þórður Þórðarson

Þórður Þórðarson ráðinn þjálfari U19 kvenna - 8.10.2014

Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari hjá U19 kvenna og tekur við af þeim Ólafi Þór Guðbjörnssyni og Úlfari Hinrikssyni, en Úlfar stjórnaði liðinu í síðasta verkefni í Litháen.  Þórður er með KSÍ A gráðu og hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA í efstu deild.

Lesa meira
 

U19 karla - Stórt tap gegn Tyrkjum - 8.10.2014

Íslensku U19 lið karla tapaði 7-3 fyrir Tyrklandi í riðlakeppni í undankeppni EM. Tyrkirnir léku betur en íslenska liðið eins og tölurnar gefa til kynna en við þurfum bara að hrista ósigurinn úr okkur og koma sterk til næsta leiks.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn kominn til Álaborgar - 7.10.2014

Strákarnir i U21 liðinu kom til Álaborgar í dag en á föstudaginn verður leikið við Dani í umspili um sæti í úrslitakeppni EM.  Um er að ræða fyrri leik þjóðanna en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 6.10.2014

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 karla og hefur Þorlákur Árnaons valið hóp fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið valdir frá 16 félögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Hópurinn sem fer til Moldóvu - 6.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Moldóvu, dagana 15. - 20. október.  Ísland leikur þar gegn Ítalíu, Armeníu og gestgjöfunum sem verða fyrstu mótherjarnir.

Lesa meira
 

Samningar við samstarfsaðila KSÍ staðfestir - 3.10.2014

Á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag voru tilkynntir landsliðshópar A karla og U21 karla fyrir mikilvæga leiki sem framundan eru.  Þar voru einnig boðnir formlega velkomnir í landsliðið samstarfsaðilar KSÍ en staðfestir voru samningar til fjögurra ára við þessi frábæru fyrirtæki.

Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

A karla - Hópurinn gegn Lettlandi og Hollandi - 3.10.2014

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM.  Leikið verður gegn Lettum ytra, föstudaginn 10. október en gegn Hollendingum á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október.

Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Hópurinn fyrir umspilsleikinga gegn Dönum - 3.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Dönum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi.  Fyrri leikurinn verður í Álaborg, föstudaginn 10. október en sá seinni á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15.  Það lið sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt, tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingaáætlun yngri landsliða 2014 - 2015 - 1.10.2014

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2014 - 2015 liggur nú fyrir og má sjá hana í skjali hér að neðan.  Félög skulu heimila leikmönnum sínum þátttöku í æfingum og æfingaleikjum á þessum dögum og eru því minnt á að taka mið af þessum dagsetningum við skipulagningu æfinga og leikja hjá sér. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög