Landslið

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Mótsmiðahöfum boðið á Ísland - Danmörk - 30.9.2014

Um leið og KSÍ þakkar góðar viðtökur á sölu mótsmiða viljum við bjóða hverjum og einum þeim sem keyptu slíka miða á landsleik U21 liðs karla sem fram fer á Laugardalsvelli 14. október n.k. en þá mætir liðið Danmörku í leik um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Lesa meira
 

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Danmörk - 30.9.2014

Strákarnir í U21 mæta Dönum á Laugardalsvelli en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla.  Í húfi er sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Það er ljóst að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessu leik og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna og styðja strákana.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Holland : Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 30.9.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Hollands í undankeppni EM, fimmtudaginn 2. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00 eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Æfingar í Fagralundi - 29.9.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir æfingar sem fara fram í Fagralundi, föstudaginn 3. október og laugardaginn 4. október.  Alls eru valdir 22 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 12 félögum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U16 og U17 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 29.9.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið hópa til æfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll en ríflega 50 leikmenn eru boðaðir til þessara æfinga. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla leikur í undankeppni EM í Króatíu - 29.9.2014

U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í október, og fer riðill Íslands fram í Króatíu dagana 5.-13. október.  Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.  Þriðjungur hópsins er á mála hjá erlendum félagsliðum Lesa meira
 
Aðstæður í Grindavík skoðaðar

Sendisveit UEFA skoðar aðstæður öðru sinni fyrir EM U17 kvenna 2015 - 29.9.2014

Eins og kynnt hefur verið hér á vef KSÍ mun úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fara fram á Íslandi, nánar tiltekið á suðvesturhorni landsins, sumarið 2015. Um er að ræða eitt allra viðamesta verkefni sem KSÍ hefur tekið að sér og er ljóst að kröfurnar frá UEFA eru miklar.

Lesa meira
 

Icelandair áfram einn aðalstyrktaraðili KSÍ - 29.9.2014

Icelandair endurnýjaði nýverið samninga um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fjögurra sérsambanda innan þess, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands og Golfsambands Ísl

Lesa meira
 

Hæfileikamót stúlkna fór fram í Kórnum - 25.9.2014

Um síðustu helgi fór fram Hæfileikamót KSÍ og N1 hjá stúlkum og var þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót var haldið.  Hátt í 80 leikmenn voru boðaðir til leiks frá 35 félögum.  Það er Þorlákur Árnason sem hefur yfirumsjón með verkefninu. Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot-1

U19 karla - Úrtaksæfingar fara fram um helgina - 22.9.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 26 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram að þessu sinni í Fagralundi í Kópavogi og má sjá nafnalista hér að neðan.

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Drengir - 22.9.2014

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi um komandi helgi, dagana 27. - 28. september.  Mótið fer fram undir stjórn Þorláks Árnasonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Lesa meira
 
Undirskrift KSÍ og N1

KSÍ og N1 finna framtíðarleikmenn landsliðsins - 22.9.2014

Hæfileikamótunin er verkefni sem N1 og KSÍ standa að og er ætlað yngri iðkendum  knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og einnig til að efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti kvenna - Ísland í 20. sæti - 19.9.2014

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er íslenska kvennalandsliðið í 20. sæti og lækkar um þrjú sæti frá síðasta lista. Bandaríkin er í efsta sæti listans sem fyrr en Þjóðverjar nálgast þær mjög í öðru sætinu. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Svekkjandi tap gegn Spáni - 18.9.2014

Stelpurnar í U19 léku í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Litháen.  Andstæðingar dagsins voru Spánverjar sem unnu nauman sigur, 2 - 1, og kom sigurmark leiksins í uppbótartíma.  Spánverjar tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum en Ísland hafnaði í öðru sæti en kemst einnig áfram í milliriðla með Spánverjum.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Uppselt á leik Íslands og Hollands - 18.9.2014

Uppselt er á leik Íslands og Hollands sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október kl. 18:45.  Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Spáni - 18.9.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn í Litháen.  Mótherjar dagsins eru Spánverjar og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Þessar tvær þjóðir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppninni og keppast því um efsta sæti riðilsins. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 34. sæti - 18.9.2014

Ísland fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA karla sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 34. sæti listans, ásamt Serbíu, og hefur karlalandsliðið ekki komist hærra áður á þessum lista.  Ísland er í 22. sæti á meðal aðildarþjóða UEFA en heimsmeistarar Þjóðverja tróna á toppi listans. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Tveimur leikmönnum bætt við - 18.9.2014

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá fer Hæfileikamót stúlkna KSÍ og N1 fram um helgina í Kórnum.  Verkefnið er undir yfirumsjón Þorláks Árnasonar sem hefur bætt við tveimur leikmönnum í hópinn, þeim Auði Líf Benediktsdóttur BÍ/Bolungarvík og Maríu Björt Hjálmarsdóttur Þrótti. Lesa meira
 

Stórsigur á Serbum í síðasta landsleik Þóru - 17.9.2014

Íslendingar lögðu Serba örugglega að velli í kvöld á Laugardalsvelli en þetta var lokaleikur Íslands í undankeppni HM.  Lokatölur urðu  eftir að staðan hafði verið 3 – 0 í leikhléi.  Íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum en komust þó ekki í umspil fyrir úrslitakeppni HM sem fram fer í Kanada 2015.  Þóra Helgadóttir lék sinn 108. og síðasta landsleik í kvöld og skoraði sitt fyrsta mark.

Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Tyrklands

Landinn á Laugardalsvellinum - 17.9.2014

Einhver viðamesta sjónvarpsútsending af íþróttaleik hér á landi fór fram þriðjudaginn 9. september þegar Íslendingar tóku á móti Tyrkjum í undankeppni EM 2016.  Landi allra landsmanna, Gísli Einarsson, var á vellinum og fylgdist með undirbúningi starfsfólks sjónvarps fyrir útsendinga og sýndi okkur afraksturinn. Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Serbíu í dag - 17.9.2014

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í dag en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 17:00.  Þetta er lokaleikur Íslands í undankeppni HM og ennfremur er þetta síðasti landsleikur Þóru Helgadóttur sem nú leggur landsliðshanskana til hliðar eftir farsælan landsliðsferil. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Staðfestur leiktími á Ísland - Danmörk - 15.9.2014

Staðfestur hefur verið leiktími á leik Íslands og Danmerkur en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Góður sigur á Króatíu - 15.9.2014

Stelpurnar í U19 unnu í dag annan sigur sinn í undankeppni EM þegar þær lögðu Króatíu að velli, 1 - 0.  Eina mark leiksins kom strax á 5. mínútu leiksins þegar Ingibjörg Sigurðardóttir setti boltann í netið.  Íslenska liðið lék manni færri frá 32. mínútu þegar Guðrún Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Stúlkur - 15.9.2014

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi um komandi helgi, dagana 20. - 21. september.  Mótið fer fram undir stjórn Þorláks Árnasonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Króatíu - 15.9.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Króatíu í dag í undankeppni EM.  Þetta er annar leikur Íslands í keppninni en Ísland vann öruggan sigur á gestgjöfunum í Litháen í fyrsta leiknum, 8 - 0.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Miðasala á Ísland – Holland hefst fimmtudaginn 18. september kl. 12:00 - 15.9.2014

Mánudaginn 13. október tekur Ísland á móti Hollandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 18. september, og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Serbía - 15.9.2014

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í lokaleik sínum í undankeppni HM og verður leikið á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Þó svo að Ísland eigi ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Kanada þá skiptir miklu máli að ljúka keppninni á jákvæðum nótum og setja þar með tóninn fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Sigrún Ella og Guðrún Inga Sívertsen

Sigrún Ella fékk nýliðamerki - 15.9.2014

Sigrún Ella Einarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Ísrael í undankeppni HM 2015 á laugardag.  Hún kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, lék vel og var síógnandi á hægri kantinum.  Að leik loknum fékk hún afhent nýliðamerki A landsliða.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur á Ísrael - 13.9.2014

Íslensku stelpurnar unnu öruggan sigur á Ísrael í undankeppni HM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 3 - 0 og skoruðu þær Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir mörkin í fyrri hálfleik og Sara Björk Gunnarsdóttir bætti við þriðja markinu. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarlið A kvenna gegn Ísrael - 13.9.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í undankeppni HM 2015 í dag, laugardag, á Laugardalsvelli kl. 17:00.  Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá síðasta leik, gögn Dönum í síðasta mánuði.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Átta marka sigur á Litháen - 13.9.2014

U19 landslið kvenna vann í dag, laugardag, yfirburðasigur, 8-0, á Litháen í undankeppni EM, en riðillinn fer fram í Kaunas í Litháen. Á sama tíma vann Spánn einnig stórsigur á Króatíu í hinum leik riðilsins.  Næsta umferð fer fram á mánudag kl. 13:00 að íslenskum tíma og leikur þá Ísland gegn Spáni. Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Ísrael í dag í undankeppni HM - 13.9.2014

Ísland tekur á móti Ísrael í dag í undankeppni HM kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 17:00. Miðasala fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og einnig verður miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 15:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna mætir Litháum - Byrjunarliðið klárt - 13.9.2014

U19 landslið kvenna mætir Litháen í undankeppni EM í dag, laugardag, og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn er einmitt leikinn í Litháen, en önnur lið í riðlinum eru Króatía og Spánn.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan. Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Dönum í umspili - 12.9.2014

Ísland mun mæta Dönum í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en dregið var í dag í höfuðstöðvum UEFA.  Fyrri leikurinn verður ytra en sá seinni hér heima.  Leikdagar eru fyrirhugaðir 8. og 14. október og mun koma staðfesting um þá síðar. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir næstu leiki Íslands - 12.9.2014

Út er komin rafræn leikskrá fyrir næstu tvo verkefni A landsliðs kvenna en lokaleikir liðsins í undankeppni HM fara fram á næstu dögum.  Leikið verður gegn Ísrael á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. september kl. 17:00 og gegn Serbíu, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00. Lesa meira
 

U21 karla - Dregið í umspilinu í dag - 12.9.2014

Í dag verður dregið í umspilinu fyrir úrslitakeppni Em 2015 en úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi.  Ísland er í pottinum og er í neðri styrkleikaflokki.  Mótherjar þeirra verða því eitt af liðunum sjö í efri styrkleikaflokki að undanskildum Frökkum sem voru með Íslandi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Miðasala á Ísland - Ísrael - 10.9.2014

Ísland tekur á móti Ísrael í undankeppni HM á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. september kl.17:00.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og sýna okkar stúlkum þann stuðning sem þær eiga skilið. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Mælingar leikmanna - 10.9.2014

Eins og kunnugt er heldur KSÍ úrslitakeppni EMU17 kvenna 2015 og fær því Íslands sjálfkrafa keppnisrétt í úrslitakeppninni. Undirbúningur er þegar hafin og næsta skref í því ferli eru mælingar leikmanna. Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

Icelandair með ferð á leikinn gegn Lettlandi - 10.9.2014

Icelandair býður upp á hópferð á næsta leik Íslands í undankeppni EM en þá verður leikið gegn Lettum í Riga. Stuðningurinn á Laugardalsvelli gegn Tyrkjum var magnaður og væri allur stuðningur gegn Lettum vel þeginn.  Leikið verður föstudaginn 10. október. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Umspilssæti tryggt - 9.9.2014

Í kvöld varð endanlega ljóst að U21 karlalandsliðið verður í pottinum þegar dregið verður í umspilð fyrir úrslitakeppnina 2015 en hún fer fram í Tékklandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA en 14 þjóðir verða í pottinum. Lesa meira
 

Frábær byrjun - Þriggja marka sigur á Tyrkjum - 9.9.2014

Þeir sem höfðu vonast eftir góðri byrjun íslenska landsliðsins í undankeppni EM fengu svo sannarlega mikið fyrir sinn snúð á Laugardalsvelli í kvöld.  Tyrkir voru lagðir að velli, 3 - 0, í frábærum leik þar sem íslensku strákarnir voru betri aðilinn allan leikinn.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland tekur á móti Tyrklandi - Byrjunarliðið - 9.9.2014

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Tyrkjum í kvöld í fyrsta leik Íslands undankeppni EM en leikið er á  Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:45. 
Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Svipmyndir frá landsleikjum á heimasíðu UEFA - 9.9.2014

Hægt er að sjá svipmyndir úr landsleikjunum í undankeppni EM á heimasíðu UEFA en helstu atriði leikjanna sem fram fóru á sunnudaginn eru nú aðgengilegir á síðunni. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Tyrkland - 9.9.2014

Leikur Íslands og Tyrklands hefst kl. 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld. Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Ísland - Tyrkland í kvöld - 9.9.2014

Ísland tekur á móti Tyrkjum í kvöld á Laugardalsvelli en þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2016. Leikurinn hefst kl. 18:45 og enn er hægt að fá miða á leikinn en miðasala er í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og einnig hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00 á hádegi. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Jafntefli gegn Frökkum - 9.9.2014

Strákarnir í U21 gerðu jafntefli gegn Frökkum í kvöld en leikið var í Auxerre í Frakklandi. Lokatölur urðu 1 - 1 og jafnaði Kristján Gauti Emilsson metin á 80. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.  Nú þarf að bíða eftir úrslitum kvöldsins til að sjá hvort þessi stig dugi íslenska liðinu en fjölmargir leikir eru í dag og í kvöld sem hafa áhrif á stöðu Íslands. Lesa meira
 

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 8.9.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðþálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum sem fram fer í Auxerre og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er lokaleikur íslenska liðsins í riðlakeppninni en liðið á möguleika á að komast í umspil fyrir úrslitakeppni EM 2015. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Tyrklands - 8.9.2014

Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá sem gefin er út fyrir leik Íslands og Tyrklands.  Leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2016 og er miðasala í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.
Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Leikið gegn Frökkum í kvöld - 8.9.2014

Strákarnir í U21 verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Frökkum í Auxerre og hefst leikurinn kl. 19:00 að íslenskum tíma.  Frakkar hafa tryggt sér efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina.  Íslendingar eru öruggir með annað sætið í riðlinum en þurfa, allavega, á stigi að halda til að eiga möguleika á sæti í umspili. Lesa meira
 

Vertu #fotboltavinur og þú gætir verið á leið á útileik með landsliðinu - 6.9.2014

KSÍ og bakhjarlar okkar er sannkallaðir fótboltavinir og við viljum að sem flestir verði vinir fótboltans. Við ætlum því að setja af stað skemmtilegan leik sem er þannig að allir þeir sem setja mynd á Instagram og merkja hana #fotboltavinir gætu unnið til glæsilegra verðlauna.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög