Landslið

UEFA EURO 2016

A karla - Hópurinn sem mætir Tyrkjum - 29.8.2014

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson  og Lars Lagerbäck, hafa valið hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
Fagnað eftir mark Torfa Tímóteusar Gunnarssonar gegn Grænhöfðaeyjum

U15 karla - Brons hjá Íslandi á Ólympíuleikum ungmenna - 27.8.2014

Strákarnir í U15 unnu í dag til bronsverðlauna á Ólympíuleikjum ungmenna sem fram fóru í Nanjing í Kína.  Leikið var gegn Grænhöfðaeyjum í dag og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Íslands en staðan var 2 - 0 í leikhléi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armenum og Frökkum - 27.8.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og gegn Frökkum í Auxerre, föstudaginn 8, september.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Grænhöfðaeyjum - 27.8.2014

Strákarnir í U15 mæta Grænhöfðaeyjum í leik um þriðja sætið á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2014 - 26.8.2014

FIFA stendur fyrir sérstökum háttvísidögum 1. til 9. september næstkomandi. Minnt verður á háttvísidaga FIFA hér á Íslandi í tengslum við A landsleik karla gegn Tyrklandi þann 9. september og leik U21 karla þann 3. september, þegar Ísland mætir Armeníu á Fylkisvelli. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Norður Írum - 25.8.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Norður Írum sem fram fara 3. og 5. september.  Þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu í október. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U15 karla - Ísland leikur um þriðja sætið í Nanjing - 25.8.2014

Strákarnir í U15 stóðu í ströngu í gær þegar þeir mættu Suður Kóreu í undanúrslitum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Jafnt var eftir venjulega leiktíma, 1 - 1, en Suður Kórea hafði betur eftir vítaspyrnukeppni, 1 - 3. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Suður Kóreu - 24.8.2014

Strákarnir í U15 verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Suður Kóreu á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína.  Leikurinn hefst kl. 12:45 að íslenskum tíma og hefur Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Arna Sif ásamt Guðrúnu Ingu S'ivertsen úr stjórn KSÍ

Arna Sif lék sinn fyrsta A-landsleik - 22.8.2014

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hún kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM 2015, þegar liðin mættust á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld.  Arna Sif er þó ekki nýliði þegar kemur að landsliðum almennt

Lesa meira
 

Flottir strákar á úrtökumótinu  - 22.8.2014

Úrtökumót drengja var haldið að Laugarvatni dagana 15.-17. ágúst og var þar saman kominn flottur hópur efnilegra stráka til æfinga, á sjöunda tug.  Umsjón með mótinu hafði Þorlákur Árnason þjálfari U17 landsliðs karla.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Sárt tap gegn Dönum - 21.8.2014

Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Dönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 0 -1 eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  Með þessu tapi eru möguleikar Íslands á að komast á HM úr sögunni.  Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Dönum - 21.8.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í undankeppni HM í kvöld á Laugardalsvelli.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið og sigur gefur íslenska liðinu góða von um að komast í umspil fyrir úrslitakeppni HM 2015. Lesa meira
 

A karla – Miðasala á Ísland – Tyrkland hefst föstudaginn 22. ágúst - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Miðasala á leikinn hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 12:00 á hádegi og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Sala á mótsmiðum lýkur fimmtudaginn 21. ágúst - 21.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel en henni lýkur á hádegi í dag, fimmtudaginn 21. ágúst.  Það er því síðustu forvöð að tryggja sér sitt sæti en mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni. 

Lesa meira
 
Æft í Vefle

Ísland - Danmörk kl. 19:30 í kvöld - 21.8.2014

Ísland tekur á móti Dönum í kvöld í undankeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Mikilvægi leiksins er mikið fyrir báðar þjóðir en þær berjast um annað sæti í riðlinum sem getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina í Kanada. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

A kvenna - Fyrsti leikur Íslands og Danmerkur hér á landi - 20.8.2014

Ísland og Danmörk hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliðum kvenna og hafa allir þeir leikir farið fram á erlendri grundu.  Leikurinn á fimmtudaginn í undankeppni HM verður sá fyrsti sem fer fram hér á landi en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 19:30. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasalan á Ísland - Danmörk í fullum gangi - 20.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni. Lesa meira
 
Forsíða leikskrá Ísland - Danmörk

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslendinga og Dana - 20.8.2014

Eins og kunnugt er þá mæta Íslendingar og Danir í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst.  Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir varðandi möguleika þeirra á því að komast í umspil fyrir úrslitakeppnina.  Hér að neðan má sjá rafræna leikskrá fyrir þennan mikilvæga leik en hann hefst kl. 19:30. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Um 3.500 miðar þegar seldir á alla heimaleikina í EM 2016 - 18.8.2014

Sala mótsmiða á undankeppni EM 2016 hefur gengið afar vel og hafa nú þegar um 500 mótsmiðar verið seldir.  Mótsmiði gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í keppninni.  Opið verður fyrir sölu mótsmiða til hádegis á fimmtudag og lýkur henni þá.

Lesa meira
 

U15 karla - Tap gegn Perú - 18.8.2014

Ísland tapaði 2-1 gegn sterku liði Perú á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Kína. Perú komst í 2-0 í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Torfi Gunnarsson mark fyrir Ísland.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Stór hópur leikmanna boðaður til æfinga U19 kvenna - 16.8.2014

Tæplega 30 leikmenn fæddir 1996 og 1997 hafa verið valdir til æfinga U19 landsliðs kvenna.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM, en Ísland leikur í riðli um miðjan september ásamt Spáni, Króatíu og Litháen.

Lesa meira
 
Helgi Guðjónsson

Fimm marka sigur U15 í Kína - 15.8.2014

U15 landslið karla vann í dag stórsigur á Hondúras í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Lokatölur voru 5-0 fyrir Ísland. Næsti leikur Íslands er gegn Perú á mánudag, og loks mætast Perú og Hondúras fimmtudaginn 21. ágúst í lokaleik riðilsins. Lesa meira
 
Frá Nanjing í Kína

U15 karla mætir Hondúras í dag kl. 10:00 - 15.8.2014

U15 landslið karla hefur leik í dag á Ólympíuleikum æskunnar, sem fram fara í Nanjing í Kína.  Freyr Sverrisson er þjálfari liðsins og hefur hann tilkynnt byrjunarlið Íslands.  Mótherjinn er Hondúras og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ólympíuleikar ungmenna settir í Nanjing 16. ágúst - 14.8.2014

Þann 16. ágúst verða Ólympíuleikar ungmenna settir í borginni Nanjing í Kína.  Ísland sendir keppendur í knattspyrnu drengja (U15) og í sundi á leikana, ásamt fylgdarmönnum, og er fjöldi keppenda 20 talsins. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Landsliðshópurinn sem mætir Dönum 21. ágúst - 13.8.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 20 manna hóp fyrir leikinn mikilvæga við Dani þann 21. ágúst.  Með sigri í þeim leik á Ísland góða möguleika á sæti í umspili fyrir lokakeppni HM 2015, sem fram fer í Kanada næsta sumar. Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Mótsmiðasalan opnuð að nýju - 13.8.2014

Opnað hefur verið að nýju fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 og fer salan fram á vefsíðunni midi.is sem fyrr.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Lesa meira
 
A landslið kvenna

Miðasala á Ísland-Danmörk hafin - 13.8.2014

A landslið kvenna mætir Danmörku í algjörum lykilleik í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi.  Leikurinn hefst kl. 19:30 og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar okkar í þessu mikilvæga verkefni.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Sala mótsmiða fer vel af stað - 11.8.2014

Sala mótsmiða á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016 hefur farið vel af stað og seldist m.a. upp í ódýrasta svæðið á stuttum tíma.  Miðasölunni hefur verið lokað um sinn og verður opnuð að nýju, þegar fleiri miðum hefur verið bætt í sölu.  

Lesa meira
 
Hópurinn á úrtökumóti stúlkna 2014

Glæsilegur hópur á úrtökumóti stúlkna - 11.8.2014

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur var haldið að Laugarvatni dagana 8.-10. ágúst.  Hópurinn sem tók þátt var glæsilegur og greinilegt að þarna var samankominn hópur efnilegra knattspyrnustúlkna sem á vonandi eftir að láta mikið að sér kveðja í framtíðinni. Lesa meira
 

Úrtökumót drengja 15.-17. ágúst - 11.8.2014

Úrtökumót drengja (fæddir 1999) fer fram að Laugarvatni um næstu helgi.  Umsjón með mótinu hefur Þorlákur Árnason þjálfari U17 landsliðs karla.  Alls hafa 64 drengir frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga.

Lesa meira
 

Opnað fyrir mótsmiðasölu kl 12:00 í dag, mánudag! - 11.8.2014

Opnað verður fyrir mótsmiðasölu á leiki Íslands í undankeppni EM 2016 kl. 12:00 á hádegi í dag, mánudag.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á á Laugardalsvelli á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Lesa meira
 

Mótsmiðar á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2016 - 8.8.2014

Í fyrsta sinn verður nú hægt að kaupa mótsmiða sem gildir á alla fimm heimaleiki Íslands í undankeppninni.  Mótsmiðahafi hefur tryggt sér sama sæti á öllum fimm heimaleikjum íslenska liðsins í undankeppninni.  Að auki fá mótsmiðahafar forkaupsrétt á aðgöngumiðum fyrir vináttuleiki A landsliðs karla. 

Lesa meira
 

Nýr landsliðsbúningur kynntur - 8.8.2014

Nýr landsliðsbúningur Íslands í knattspyrnu var kynntur til sögunnar með formlegum hætti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag.  Hönnun búningsins er íslensk og er innblásin af íslenska fánanum.  

Lesa meira
 
Sjálfboðaliðar að störfum

Viltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni? - 7.8.2014

Árið 2015 verður úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem KSÍ hefur tekið að sér og því leitar KSÍ eftir aðstoð sjálfboðaliða, sem munu koma til með að gegna lykilhlutverki í framkvæmd mótsins.  Viltu taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni?

Lesa meira
 
NM U17 karla 2014

U17 karla hafnaði í 7. sæti á Opna NM - 6.8.2014

U17 landslið karla hafnaði í 7. sæti á nýafstöðnu Opnu Norðurlandamóti, sem fram fór í Danmörku.  Íslenska liðið lék við Færeyjar um 7.-8. sætið og hafði þar 2-0 sigur með mörkum frá Erlingi Agnarssyni á 6. mínútu og Mána A. Hilmarssyni á 70. mínútu.   Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Markalaust jafntefli gegn Finnum - 1.8.2014

Strákarnir í U17 gerðu markalaust jafntefli gegn Finnum í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Ísland leikur því um sjöunda sætið gegn Færeyingum og fer sá leikur fram á laugardaginn. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög