Landslið

Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

U17 karla - Leikið gegn Finnum í dag - 31.7.2014

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins í Danmörku og hefst leikurinn kl .16:00.  Mótherjarnir eru Finnar en leikið verður í Kolding.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U15 karla eftir að hafa tryggt sér sæti í Nanjing

U15 karla - Æfingar og fundur hjá hópnum - 30.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur boðað hóp á æfingar og kynningarfund fyrir Ólympíuleika ungmenna.  Hópurinn er boðaður á fjórar æfingar á næstu dögum sem og á kynningarfund fyrir leikmenn og foreldra.

Lesa meira
 
Eden Hazard (mynd: KBVB)

A karla - Vináttulandsleikur gegn Belgum 12. nóvember - 30.7.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Belgíu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Brussel miðvikudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Þetta verður í níunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Belgar hafa haft sigur í öll skiptin hingað til.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Naumt tap gegn Svíum - 30.7.2014

Strákarnir í U17 töpuðu gegn Svíum í öðrum leik þeirra á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Eftir að markalaust hafði verið í leikhléi skoruðu Svíar eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggðu sér sigur. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Svíum - 29.7.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, töpuðu gegn Englandi í fyrsta leik á meðan Svía lögðu Finna.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið Íslands gegn Englandi á NM í Danmörku 2014

U17 karla - Enskur sigur í fyrsta leiknum - 29.7.2014

Strákarnir í U17 hófu leik í gær á Norðurlandamótinu í Danmörku þegar þeir mættu Englendingum.  Enskir höfðu betur, 5 - 1, eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2 - 0.  Leikið verður gegn Svíum í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Englandi í dag - 28.7.2014

Strákarnir í U17 hefja í dag leik á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku og er fyrsti leikurinn gegn Englandi.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 8. - 10. ágúst - 25.7.2014

Úrtökumót KSÍ árið 2014 fyrir stúlkur fæddar árið 1999 verður haldið á Laugarvatni, dagana 8. - 10. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 17.7.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið  hópinn sem leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku, dagana 28. júlí til 2. ágúst.  Ísland leikur í riðli með Finnum, Svíum og Englendingum og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjarnir. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 5 sæti - 17.7.2014

Íslenska karlalandsliðið fer upp um fimm sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er í 47. sæti listans en það eru nýkrýndir heimsmeistarar Þjóðverja sem tróna á toppi listans í fyrsta skiptið í um 20 ár. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Naumt tap gegn Finnum - 9.7.2014

Stelpurnar í U17 biðu í dag lægri hlut gegn Finnum á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í dag.  Leiknum lauk með 2 - 3 sigri Finna eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði því í 8. sæti mótsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Leikið gegn Finnum um 7. sætið í dag - 9.7.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Finnum í leik um 7. sætið á Norðurlandamótinu sem lýkur í Svíþjóð í dag.  Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum hans á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

U17 kvenna - Stórt tap gegn Hollandi - 7.7.2014

Íslenska U17 ára landslið kvenna mátti sætta sig við 6-0 tap gegn Hollandi í  dag. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðið náði sér aldrei á strik í leiknum en Holland leiddi 3-0 í hálfleik. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Englandi

Enskur 3-1 sigur á NM U17 kvenna - 5.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði í dag, laugardag, öðrum leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð.  Mótherjinn var lið Englands, sem vann 3-1 sigur á íslenska liðinu, þrátt fyrir fína frammistöðu stelpnanna okkar. Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Nokkrar breytingar á byrjunarliði U17 kvenna milli leikja - 5.7.2014

Ísland leikur í dag, laugardag, annan leik sinn á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna, sem fram fer í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherji dagsins er England og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins gert nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands milli leikja. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Svíþjóð á NM 2014

Þriggja marka tap gegn heimastúlkum - 4.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherjinn var lið gestgjafanna, Svíþjóðar, sem vann verðskuldaðan 3-0 sigur.  Næst leikur Ísland á laugardag og mætir þá Englandi kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Belfast

U17 kvenna hefur leik á NM í Svíþjóð í dag - 4.7.2014

U17 landslið kvenna hefur keppni á NM í dag, en leikið er í Bohus-léni í Svíþjóð.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik, sem er gegn Svíum og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Hópurinn sem fer á Ólympíuleika ungmenna í Kína - 3.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 18 leikmenn sem taka munu þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleika ungmenna dagana 15. - 29. ágúst. Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög