Landslið

U17-karla-Slovakia

U17 karla - 33 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar 11. og 12. júlí - 30.6.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 33 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara á grasvellinum við Kórinn dagana 11. og 12. júlí.  Listi yfir þá leikmenn sem valdir hafa verið má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Svíþjóð - 24.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð dagana 4. - 9. júlí. Ísland er í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og er fyrsti leikurinn gegn heimastúlkum.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland niður um eitt sæti - 20.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið er í sautjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Íslenska liðið fer niður um eitt sæti frá síðata lista en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur í Laugardalnum - 19.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur í kvöld á Möltu með fimm mörkum gegn engu en leikurinn var í undankeppni fyrir HM í Kanada og fór fram á Laugardalsvelli.  Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir frá upphafi til enda en forystan var þrjú mörk þegar flautað var til leikhlés.  Ísland er í öðru sæti riðilsins með 13 stig. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Möltu í kvöld - 19.6.2014

Stelpurnar okkar mæta Möltu í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðlinum og þar getur hvert stig og hvert mark skipt miklu máli.  Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu midi.is og miðasala opnar á Laugardalsvelli kl. 16:30. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Möltu - 19.6.2014

Út er komin rafræn leikskrá í tilefni af landsleiks Íslands og Möltu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudaginn 19. júní og hefst kl. 18:00.  Ýmislegt efni er í leikskránni m.a. viðtöl við Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða, Glódís Perlu Víggósdóttur og landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland mætir Möltu - KSÍ skírteini gilda við innganginn - 18.6.2014

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Möltu í undankeppni HM kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Ekki þarf því að nálgast miða á skrifstofu KSÍ fyrir leikinn.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfing fer fram sunnudaginn 29. júní - 18.6.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingu sem fram fer sunnudaginn 29. júní á Framvelli.  Freyr velur 30 leikmenn fyrir þessa æfingu en þetta er hluti af undirbúningi fyrir þátttöku Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í ágúst.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfingar í Fífunni miðvikudaginn 18. júní - 16.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara í Fífunni, miðvikudaginn 18. júní.  Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Norðurlandamót U17 kvenna sem fram fer í sumar. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Malta - 16.6.2014

Miðasala er hafin á leik Íslands og Möltu í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðli sínum þegar fjórir leikir eru eftir hjá liðinu.  Allir þeir leikir eru á heimavelli og markar þessi leikur gegn Möltu upphafið af þessari heimaleikjahrinu. Lesa meira
 

A kvenna - Thelma og Sonný í landsliðshópinn - 16.6.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt breytingu á landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Möltu en Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, kemur í hópinn í staðinn fyrir Mist Edvardsdóttur.

Lesa meira
 

1-1 jafntefli í Vejle - 15.6.2014

A landslið kvenna gerði í dag, sunnudag, 1-1 jafntefli við Dani í undankeppni HM 2015, en liðin mættust í Vejle í Danmörku.  Þetta var lykilleikur fyrir bæði lið og þó sigur hefði verið mun þýðingarmeiri fyrir íslenska liðið í baráttunni um sæti í umspili heldur liðið öðru sæti riðilsins.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

HM kvenna 2015:  Byrjunarlið Íslands gegn Dönum - 15.6.2014

A landslið kvenna mætir Dönum í lykilleik í undankeppni HM 2015 í dag, sunnudag.  Leikið er í Vejle í Danmörku og hefst leikurinn klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarlið Íslands.  Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

A kvenna - Danski hópurinn sem mætir Íslendingum - 12.6.2014

Danir hafa tilkynnt hópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í Vejle, sunnudaginn 15. júní kl. 11:00 að íslenskum tíma. Af 18 leikmönnum í danska hópnum koma 13 þeirra frá tveimur félagsliðum, meisturum Fortuna Hjorring og Brondby. Lesa meira
 
Æft í Vefle

A kvenna - Stelpurnar komnar til Vejle - 12.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið kom til Vejle í gær en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Dönum í undankeppni HM. Leikurinn fer fram sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma. Liðið æfði í gær og heldur undirbúningur áfram fram að þessum mikilvæga leik. Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Hópurinn sem mætir Danmörku og Möltu - 6.6.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Dönum og Möltu í undankeppni HM.  Leikið verður gegn Dönum í Vejle, sunnudaginn 15. júní, en gegn Möltu á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tveggja marka tap á Skaganum - 5.6.2014

Svíar höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem fram fór á Akranesi í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía sem skoruðu mark í hvorum hálfleik.  Ellefu nýliðar voru í íslenska hópnum í þessum leik og komu þeir allir við sögu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Svíum á Akranesi í kvöld - 5.6.2014

Strákarnir í U21 leika í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 19:15.  Fróðlegt verður að fylgjast með íslenska liðinu í þessum leik en 11 nýliðar eru í hópnum fyrir þennan vináttulandsleik. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Stígur Diljan vann flug með Icelandair fyrir skot í slánna - 5.6.2014

Stígur Diljan Þórðarson, 8 ára, var aldeilis heppinn á leik Íslands og Eistlands í gær en hann tók þátt í leik Icelandair þar sem reynt er að skjóta í slánna.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 6 sæti - 5.6.2014

Á nýjum styrkleikalista karlalandsliða, sem birtur var í morgun, er Ísland í 52. sæti og fer upp um sex sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans, Þjóðverjar koma þar næstir og Brasilía í þriðja sæti. Lesa meira
 

Eins marks sigur í Laugardalnum - 4.6.2014

Ísland bar sigurorð af Eistlandi í kvöld í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 1 – 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir undankeppni EM en fyrsti leikur þar verður gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli 9. september. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Bílastæði í Laugardalnum - 4.6.2014

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.  Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Ísland tekur á móti Eistlandi í kvöld - 4.6.2014

Ísland tekur á móti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þetta er síðasti heimaleikur Íslands áður en undankeppni EM 2016 hefst, en þar hefja íslensku strákarnir leik gegn Tyrkjum á heimavelli þann 9. september.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á midi.is og þá verður miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi á miðvikudag í síðasta undirbúningsleiknum fyrir undankeppni EM 2016, sem hefst í haust með heimaleik á móti Tyrklandi.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Þetta er öflugt íslenskt landslið og verður spennandi að sjá marga af sterkustu leikmönnum Íslands sýna sínar bestu hliðar á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland - Eistland

Rafræn leikskrá fyrir Ísland-Eistland - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:15.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Til fræðslu og skemmtunar er komin út vegleg rafræn leikskrá fyrir þennan leik.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sindri Snær í hópinn - 3.6.2014

Sindri Snær Magnússon úr Keflavík hefur verið kallaður inn í hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Svíum.  Sindri Snær kemur í stað Andra Rafns Yeomans sem er meiddur.  Leikurinn við Svía fer fram á Norðurálsvellinum á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.
Lesa meira
 
Enar Jääger hefur leikið 103 leiki fyri Eistland

Lokahópur Eistlands fyrir leikinn á miðvikudag - 2.6.2014

Eistland hefur tilkynnt lokahóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á Laugardalsvellinum á miðvikudag.  Leikmennirnir eru á mála hjá félögum víðs vegar um Evrópu og eru góð blanda ungra og efnilegra leikmanna annars vegar og svo reynslumikilla hins vegar.  

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Tyrkjum í markaleik - 2.6.2014

Strákarnir í U19 léku í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið var á Írlandi.  Mótherjarnir voru Tyrkir og höfðu þeir betur í miklum markaleik, 4 - 3, eftir að staðan hafði verið 2 - 2 í leikhléi.  Íslendingar biðu því lægri hlut í öllum þremur leikjunum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Ísland mætir Tyrkjum - 2.6.2014

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en mótherjar dagsins eru Tyrkir.  Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum og eiga því ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.  Leikið er í Dublin og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A karla - Guðlaugur Victor í hópinn - 1.6.2014

Landsliðsþjálfarar A-landsliðs karla hafa kallað Guðlaug Victor Pálsson í hópinn sem mætir Eistlandi á miðvikudaginn. Guðlaugur bætist við hópinn en enginn dettur út í hans stað.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög