Landslið

A karla - Guðjón Baldvinsson tekur sæti Jóhanns Berg - 31.5.2014

Ein breyting hefur orðið á landsliði karla sem leikur við Eistland á miðvikudaginn. Jóhann Berg Guðmundsson leikur ekki með sökum meiðsla en Guðjón Baldvinsson tekur hans sæti. Jóhann Berg lék ekki með liðinu í Austurríki af sömu ástæðu.

Lesa meira
 

A karla - Jafntefli í Innsbrück - 30.5.2014

Íslendingar gerðu jafntefli gegn Austurríki í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Innsbrück.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að heimamenn höfðu leitt í leikhléi.  Framundan er annar vináttulandsleikur, gegn Eistlandi á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla – Stórt tap gegn Serbum - 30.5.2014

Strákarnir í U19 náðu sér engan veginn á strik í dag þegar leikið var gegn Serbum í milliriðli EM en leikið er í Dublin.  Lokatölur urðu 6 – 0 fyrir Serba sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á efsta sæti riðilsins en liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum, gegn Tyrkjum, á mánudaginn.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Eistland á miðvikudag: Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 30.5.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Eistlands  afhenta þriðjudaginn 3. júní frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

U21 karla - Sænski hópurinn sem mætir Íslandi - 30.5.2014

Svíar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik hjá U21 karla, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15, á Norðurálsvellinum á Akranesi.  Svíar velja 20 leikmenn og koma flestir frá liðum í Svíþjóð en einnig eru leikmenn sem eru á mála hjá félögum eins og Arsenal, Benfica, Chelsea og Liverpool. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Serba í dag - 30.5.2014

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Dublin á Írlandi.  Mótherjar dagsins eru Serbar og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Austurríki – Ísland í kvöld kl. 18:30 - 30.5.2014

A landslið karla mætir Austurríki í vináttulandsleik í Innsbrück í kvöld, föstudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á Tivoli Stadion.  Rúmlega 11 þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Svíum á Akranesi - 30.5.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum sem fram fer á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.  Alls eru 11 leikmenn í hópnum sem ekki hafa áður leikið U21 landsleik.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

KSÍ býður yngri flokkum og forráðamönnum á leik Íslands og Eistlands - 29.5.2014

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri)  allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 4. júní og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 

"Stuðningsmenn hafa meiri þýðingu en fólk getur ímyndað sér" - 29.5.2014

Austurríki og Ísland mætast í vináttuleik A landsliða karla í Innsbrück á föstudag.  Vefur KSÍ hitti landsliðsmiðverðina Ragnar Sigurðsson og Sölva Geir Ottesen á liðshótelinu í Austurríki og spjallaði við þá um komandi verkefni og fótboltann í Rússlandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Írum í fyrsta leik í milliriðli - 28.5.2014

Strákarnir í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli EM í kvöld en riðillinn er leikinn á Írlandi. Leikið var gegn heimamönnum sem höfðu betur, 2 - 1, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Næsti leikur Íslands er gegn Serbum á föstudaginn en þeir gerðu 1 - 1 jafntefli gegn Tyrkjum fyrr í dag. Lesa meira
 

Frá blaðamannafundi í Austurríki - 28.5.2014

Annar af þjálfurum A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, og fyrirliði liðsins, Aron Einar Gunnarsson, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem haldinn var á Tivoli Stadion í Innsbrück í dag, miðvikudag.  Austurríki og Ísland mætast þar í vináttulandsleik á föstudag.
Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Íra í kvöld - 28.5.2014

Strákarnir í U19 hefja í kvöld leik í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn á Írlandi. Það eru einmitt heimamenn sem eru fyrstu mótherjarnir en leikurinn hefst á Tallaght Stadium í Dublin kl. 18:00 að íslenskum tíma. Hinn leikur riðilsins hefst kl. 15:00 en þar mætast Serbar og Tyrkir. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Helgi Kolviðsson

Austurrískir fjölmiðlar ræða við Helga Kolviðsson - 28.5.2014

Nokkuð er fjallað um vináttulandsleik Austurríkis og Íslands í Austurrískum fjölmiðlum og rætt við leikmenn og þjálfara úr röðum heimamanna, en einnig er rætt við Helga Kolviðsson, sem þjálfað hefur Austria Lustenau við góðan orðstír. 

Lesa meira
 
Frá æfignu austurríska landsliðsins

Góður undirbúningur fyrir leikina við Svía - 28.5.2014

Í viðtali við austurríska fjölmiðla segjast Austurríkismenn nota vináttuleikinn við Ísland á föstudag til að undirbúa sig undir leikina við Svía í undankeppni EM 2016, en auk fyrrgreindra þjóða eru Rússar, Moldóvar, Svartfellingar og Liechtenstein-menn í G-riðli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Eistlands

Þrír leikir Eistlands fyrir leikinn við Ísland 4. júní - 26.5.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í fyrsta og eina vináttulandsleik liðsins á Laugardalsvelli á árinu þann 4. júní næstkomandi.  Áður heldur liðið þó til Austurríkis þar sem leikið verður við heimamenn í Innsbrück.  Eistneska landsliðið hefur nóg að gera fram að leiknum í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Merki austurríska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Austurríkis - 26.5.2014

Knattspyrnusamband Austurríkis hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn við Ísland, en liðin mætast í Innsbrück föstudaginn 30. maí.  Marcel Koller, hinn svissneski þjálfari austurríska liðsins, hefur valið 24 manna hóp, og 9 að auki eru til vara utan hóps.

Lesa meira
 
Frá blaðamannafundinum

A landsliðshópur karla gegn Austurríki og Eistlandi - 23.5.2014

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á næstu vikum, fyrst gegn Austurríki í Innsbrück 30. maí og svo gegn Eistlandi á Laugardalsvellinum 4. júní.  Þjálfarar liðsins, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir þessa tvo leiki.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þrjár breytingar á U19 landsliðshópnum - 22.5.2014

Gerðar hafa verið þrjár breytingar á leikmannahópi U19 karla, sem leikur í milliriðli EM á Írlandi um mánaðamótin.  Þrír leikmenn úr upprunalega hópnum verða ekki með og í þeirra stað hefur Kristinn R. Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, valið þá Heiðar Ægisson úr Stjörnunni, Jón Ingason úr ÍBV og Sindra Björnsson úr Leikni R.

Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA fagnar 110 ára afmæli - 21.5.2014

FIFA fagnar í dag, miðvikudaginn 21. maí, 110 ára afmæli.  Stofnfundurinn var haldinn að Rue St. Honore nr. 229 í París, þar sem saman voru komnir fulltrúar knattspyrnusambanda Frakklands, Belgíu, Danmerkur, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss.   Lesa meira
 

Miðasala á Ísland-Eistland á midi.is - 20.5.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.  

Forsala á leikinn er í gangi og er minnt á að forsöluafsláttur er 500 krónur af fullu verði og enn fremur 50% afsláttur af fullu verði  fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Hæfileikamótun KSÍ í Fljótsdalshéraði 24. maí - 20.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fljótsdalshéraði laugardaginn 24. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Austurlandi.  Æfingarnar verða á Fellavelli.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Átján manna hópur U19 karla valinn - 19.5.2014

U19 landslið karla leikur í milliriðli fyrir EM og fer riðillinn fram á Írlandi dagana 26. maí til 3. júní.  Með Íslandi í milliriðlinum eru heimamenn, Serbar og Tyrkir.  Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari liðsins og hefur hann valið 18 manna leikmannahóp.  

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi 23. maí - 19.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Akureyri föstudaginn 23. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á KA-velli.

Lesa meira
 
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ísland í riðli með Hondúras og Perú - 14.5.2014

Íslenskt drengjalandslið skipað leikmönnum fæddum 1999 og síðar leikur á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína í sumar.  Dregið hefur verið í riðla fyrir Ólympíuleikana og er Ísland í riðli með tveimur Ameríkuliðum – Hondúras og Perú. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 12.5.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 40 leikmenn á úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi í Kórnum. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir keppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í sumar.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Svissneskur sigur í Nyon - 8.5.2014

A landslið kvenna beið í dag, fimmtudag, lægri hlut gegn Sviss í undankeppni HM 2015, en liðin mættust á Colovray-leikvanginum í Nyon, rétt við höfuðstöðvar UEFA.  Lokatölur leiksins voru 3-0.  Svissneska liðið, sem er lang efst í riðlinum, er feykisterkt og rétt er að fylgjast vel með því í náinni framtíð.
Lesa meira
 

Byrjunarlið A kvenna gegn Sviss í Nyon - 8.5.2014

A landslið kvenna mætir Sviss í undankeppni HM 2015 í dag, fimmtudag, kl. 17:00 að íslenskum tíma og er leikið í Nyon í Sviss, rétt við höfuðstöðvar UEFA.  Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, hefur opinberað byrjunarlið Íslands. Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Sviss í dag - 8.5.2014

Ísland mætir Sviss í dag í undankeppni HM 2015 en leikið verður í Nyon. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast tvær efstu þjóðirnar í riðlinum. Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Leikið gegn Sviss á morgun - 7.5.2014

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM en leikið verður í Nyon á morgun, fimmtudaginn 8. maí. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast þjóðirnar sem verma tvö efstu sætin í riðlinum. Lesa meira
 

A Kvenna - Ásgerður Stefanía inn fyrir Rakel - 3.5.2014

Sú breyting er á landsliðshóp kvenna sem mætir Sviss að Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, þurfti að draga sig úr hópnum sökum meiðsla en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar, kemur í hennar stað í hópinn.

Lesa meira
 

Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög