Landslið

A landslið kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss 8. maí - 30.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM, fimmtudaginn 8. maí.  Svissneska liðið hefur byrjað undankeppnina vel og er í efsta sæti riðilsins með 16 stig eftir 6 leiki.  Íslenska liðið er í öðru sæti með 9 stig eftir 4 leiki.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Skotum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Naumt tap gegn Skotum - 23.4.2014

Stelpurnar í U19 léku í morgun seinni leik sinn á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Færeyjum. Mótherjarnir voru Skotar og höfðu þeir betur, 0 - 1, með marki í uppbótartíma. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi umfjöllun um leikinn. Lesa meira
 
Fyrir leik gegn Skotum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Leikið gegn Skotum í dag - 23.4.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag síðari leik sinn á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Færeyjum. Leikið er gegn Skotum og hefst leikurinn kl 09:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA

U19 kvenna - Sigur gegn Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA - 22.4.2014

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Færeyjum í morgun í fyrri leik liðsins á undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Færeyjum.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland sem leiddi með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Færeyjar í dag - 22.4.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrri leik sinn í undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Færeyjum.  Fyrri leikur Íslands er gegn heimastúlkum og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Úlfar Hinriksson hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað: Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Góður sigur á Færeyingum - 16.4.2014

Stelpurnar í U17 luku keppni á undirbúningsmóti UEFA í Belfast í dag með því að leggja Færeyinga að velli, 5 - 1. Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Ísland en þetta var þriðji leikur liðsins í mótinu, sigur vannst einnig á Wales en tap gegn heimastúlkum í Norður Írlandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norður Írum á undirbúningsmóti UEFA í Belfast

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 16.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyingum í dag í undirbúningsmóti UEFA en leikið er í Belfast.  Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands á mótinu.  Liðið lagði Wales í fyrsta leiknum en beið lægri hlut gegn Norður Írlandi í öðrum leik.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Mæta Færeyingum og Skotum í undirbúningsmóti UEFA - Uppfært - 16.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum í apríl. Um er að ræða leikmenn fædda 1996 og síðar.  Leikið verður gegn Færeyjum og Skotlandi dagana 22. og 23. apríl. Æfing verður á gervigrasinu í Laugardal, sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna - Tveggja marka tap í Belfast - 14.4.2014

Stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut í dag gegn stöllum sínum frá Norður Írlandi á undirbúningsmóti UEFA en leikið var í Belfast.  Lokatölur urðu 2 – 0 fyrir Norður Íra sem leiddu í leikhléi, 2 – 0.  Síðasti leikur liðsins í mótinu er svo gegn Færeyingum og fer sá leikur fram miðvikudaginn 16. apríl.

Lesa meira
 
Gunnar Sigurðsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja

Sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Færeyja - 14.4.2014

Gunnar Sigurðsson frá Akranesi var sæmdur gullmerki færeyska knattspyrnusambandsins um síðastliðna helgi þegar hann var þar í heimsókn.  Gunnar lagði hönd á plóginn þegar Færeyingar fengu inngöngu í UEFA og FIFA. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna í Belfast:  Byrjunarliðið gegn Norður-Írum - 14.4.2014

U17 landslið kvenna leikur um þessar mundir í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Fyrstu leikirnir fóru fram á sunnudag og þá vannst 4-0 sigur á Wales.  Í dag, mánudag, er leikið gegn Norður-Írum og hefur byrjunarlið Íslands verið tilkynnt.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Belfast

U17 kvenna í Belfast:  Flottur 4-0 sigur á Wales - 13.4.2014

U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, byrjaði undirbúningsmót UEFA fyrir þennan aldursflokk ansi vel með flottum 4-0 sigri á Wales í dag, sunnudag.  Næsti leikur er strax á mánudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður mótherjinn þá lið heimamanna, Norður-Íra.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 kvenna í Belfast:  Byrjunarliðið gegn Wales í dag - 13.4.2014

U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Wales í dag, sunnudag, kl. 10:00, í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Þetta er fyrsti leikur liðsins af þremur í þessu móti.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U17 karla í Belfast:  Fimm marka sigur á Færeyingum - 11.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, vann öruggan 5-0 sigur í lokaleik sínum í sérstöku undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Belfast á Norður-Írlandi.  Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti með þrjú stig, eftir eins marks töp í leikjum gegn Wales og Norður-Írlandi. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarlið U17 karla gegn Færeyingum í dag - 11.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir frændum okkar, Færeyingum, í dag föstudag kl. 10:00 í lokaleik sínum í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.

Lesa meira
 

A kvenna - Stórsigur á Möltu - 10.4.2014

Ísland vann í dag stórsigur á Möltu í undankeppni HM en leikið var ytra.  Lokatölur urðu 0 – 8 fyrir Ísland sem leiddi með fjórum mörkum í leikhléi.  Yfirburðir íslenska liðsins voru algerir frá upphafi og einungis spurningin um hversu stór sigurinn yrði. Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 8. maí.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

1-1 jafntefli við Króatíu í síðasta leik í milliriðli - 10.4.2014

U19 landslið kvenna gerði 1-1 jafntefli við Króata í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM, en leikið var í Króatíu í dag, fimmtudag.  Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og með smá heppni hefði sigurinn getað lent okkar megin.

Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson

Hættir með U19 kvenna eftir 15 ár og 104 leiki - 10.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta þjálfun U19 landsliðs kvenna að loknum milliriðlinum sem liðið lék í núna í apríl.  Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ólafs Þórs var í ágúst 1999 og hefur hann því verið við stjórnvölinn í tæp 15 ár og skilað frábæru starfi. 

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Króatíu - 10.4.2014

U19 kvenna mætir Króatíu í dag í lokaleik sínum í milliriðli fyrir EM.  Hvorugt liðið á möguleika á að komast upp úr riðlinum, en með sigri getur íslenska liðið lyft sér upp fyrir Króata í þriðja sætið.   Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Möltu - 10.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Möltu í undankeppni HM. Leikið er á Centenary vellinum á Möltu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma eða kl. 14:00 að staðartíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM - 10.4.2014

Ísland mætir Möltu í dag í undankeppni HM en leikið verður á Centenary Stadium á Möltu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni um tveimur tímum fyrir leik og fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

U17 - Eins marks tap gegn Norður Írum - 9.4.2014

Íslenska U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Norður Írum á æfingarmóti í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en eina mark leiksins kom á 31.mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu en íslenska liðið náði ekki að hreinsa frá eftir hornið og það nýttu Norður Írarnir.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Allir leikmenn með á æfingu dagsins - 9.4.2014

Allir leikmenn hópsins tóku þátt í æfingu dagsins á Cenetary vellinum á Möltu en á sama velli mætast Malta og Ísland í undankeppni HM á morgun, fimmtudaginn 10. apríl. Leikurinn hefst kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarlið U17 karla gegn N-Írlandi í dag - 9.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, mætir Norður-Írum í Belfast í dag, miðvikudag kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Þetta er annar leikur liðsins í sérstöku undirbúningsmóti UEFA.  Nokkrar breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu milli leikja.

Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Tvær æfingar á Möltu í dag - 8.4.2014

Tvær æfingar voru í dag hér á Möltu og fóru þær báðar fram á keppnisvellinum sem er gervigrasvöllur. Mikill hiti var í dag, sérstaklega á fyrri æfingunni og var völlurinn þurr og harður. Það er gott fyrir hópinn að venja sig við aðstæður en leikurinn sjálfur fer fram á fimmtudaginn kl. 14:00 að staðartíma og má því búast við miklum hita.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Naumt tap gegn Wales - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, tapaði naumlega í dag, þriðjudag, fyrir Wales í sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir welska liðið og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Byrjunarliðið gegn Wales í dag - 8.4.2014

U17 landslið karla, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, hefur leik í dag á sérstöku undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi.  Mótherji dagsins er Wales, og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt.

Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Fyrsta æfingin á Möltu í dag - 7.4.2014

Kvennalandsliðið tók sína fyrstu hefðbundnu æfingu hér á Möltu í dag en undirbúningur liðsins er nú í fullum gangi fyrir leikinn gegn Möltu á fimmtudaginn í undankeppni HM.  Æft var á grasvelli í nágrenni keppnisvallarins en allar aðrar æfingar fara fram á keppnisvellinum sjálfum sem er gervigrasvöllur

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Tveggja marka tap gegn Rússum - 7.4.2014

U19 landslið kvenna tapaði í dag öðrum leik sínum í milliriðli fyrir EM, 2-4 gegn Rússum, sem leiddu með þremur mörkum í hálfleik og náðu fjögurra marka forystu.  Íslenska liðið svaraði fyrir sig með tveimur mörkum í lokin, en þar við sat og annað tap í milliriðli staðreynd.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Rússum - 7.4.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir annan leik liðsins í milliriðli fyrir EM, en mótherjinn í dag, mánudag, er Rússland.  Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í liðið fyrir Hönnu Kristín Hannesdóttir.

Lesa meira
 
Með hótelstjóra Carlton hótelsins í Tel Aviv

A kvenna - Hópurinn mættur til Möltu - 6.4.2014

Kvennalandsliðið kom til Valetta í Möltu í dag eftir næturferðalag frá Tel Aviv. Leikið verður gegn heimastúlkum næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, og hefst leikurinn kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Sanngjarn sigur í Tel Aviv - 5.4.2014

Kvennalandsliðið vann sanngjarnan sigur á Ísrael í kvöld í undankeppn HM en leikið var á Ramat Gan vellinum. Lokatölur urðu 1- 0 fyrir okkar stúlkum eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu.  Næsti leikur Íslands er gegn Möltu og fer hann fram fimmtudaginn 10. apríl í Valetta.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Tap í fyrsta leik gegn Skotum - 5.4.2014

Stelpurnar í U19 hófu í dag leik í milliriðlum EM en riðill þeirra er leikinn í Króatíu. Stelpurnar biðu lægri hlut gegn Skotum, 5 - 1, eftir að Skotar höfðu leitt í leikhléi, 3 - 1.  Næsti leikur Íslands gegn Rússum sem fram fer á mánudaginn. Tómas Þóroddsson sendi okkur eftirfarandi skýrslu um leikinn.

Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 5.4.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í undankeppni HM.  Leikið er á Ramat Gan vellinum í Tel Aviv og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma eða kl. 20:30 að staðartíma.

Lesa meira
 
Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

Leikið gegn Ísrael í kvöld - Viðtal við Frey Alexandersson - 5.4.2014

Ísland mætir Ísrael í kvöld í undakeppni HM 2015 og fer leikurinn fram á Ramat Gan vellinum í Tel Aviv.  Leikurinn hefst kl. 20.30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Við heyrðum aðeins í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni fyrir leikinn. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Æft var á keppnisvellinum í dag - 4.4.2014

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer á morgun, laugardaginn 5. apríl.  Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Ramat Gan, og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Aldrei áður mætt Ísrael og Möltu - 3.4.2014

A landslið kvenna mætir Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015 á næstu dögum.  Fyrst er leikið við Ísrael í Ramat Gan laugardaginn 5. apríl, og svo við heimamenn á Möltu þann 10. apríl.  Ísland hefur mætt hvorugu liðinu áður.

Lesa meira
 
Æfing á ströndinni í Tel Aviv

A kvenna - Stelpurnar komnar til Tel Aviv - 3.4.2014

Kvennalandsliðið er komið til Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv en þangað kom liðið seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag.  Framundan er leikur gegn heimastúlkum í undankeppni HM en leikið verður á laugardaginn.  Liðið heldur svo til Möltu þar sem leikið verður, í sömu keppni, fimmtudaginn 10. apríl.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Leika fyrir Ísland í undirbúningsmóti UEFA - 1.4.2014

Þorlákur Már Árnason, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir undirbúningsmót UEFA sem verður leikið Norður-Írlandi í apríl.  Auk Íslendinga leika Norður-Írar, Wales-menn og Færeyingar í mótinu, og eru liðin skipuð leikmönnum fæddum 1998 og síðar.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Undirbúningsmót UEFA fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar - Uppfært - 1.4.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn í landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Belfast í apríl. Um er að ræða fjögurra liða mót fyrir leikmenn fædda 1998 og síðar.

Lesa meira
 
Kvennalandsliðið á faraldsfæti

A landslið kvenna á faraldsfæti - 1.4.2014

A landslið kvenna heldur í 10 daga reisu suður á bóginn þriðjudaginn 2. apríl.  Tilgangur ferðarinnar er tveir leikir í undankeppni HM 2015, gegn Ísrael og Möltu.  Ferðalagið er langt og viðamikið og er stefnan sett á að koma heim með sex stig í farteskinu.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög