Landslið

U17 landslið karla

U17 karla - Norskur sigur í fyrri vináttulandsleiknum - 28.2.2014

Strákarnir í U17 töpuðu í dag fyrri vináttulandsleik sínum gegn Norðmönnum en liðin mættust í Kórnum.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn sem leiddu 0 - 1 í leikhléi.  Liðin mætast aftur á sunnudaginn og fer sá leikur einnig fram í Kórnum og hefst kl. 11:00. Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Wales í vináttulandsleik - 28.2.2014

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt hópinn sem mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff, miðvikudaginn 5. mars.  Leikið verður á Cardiff City Stadium og hefst leikurinn kl. 19:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Leikið við Noreg í dag kl. 14:00 - 28.2.2014

Strákarnir í U17 leika í dag fyrri vináttulandsleik sinn við Noreg og hefst leikurinn kl. 14:00, föstudaginn 28. febrúar, í Kórnum.  Síðari leikur þjóðanna fer einnig fram í Kórnum, sunnudaginn 2. mars kl. 11:00.

Lesa meira
 

Mikilvægi öflugra stuðningsmanna seint metið til fulls  - 27.2.2014

Fjallað er um sérstakan tengilið stuðningsmanna landsliða Íslands í knattspyrnu við KSÍ í febrúarútgáfu fréttabréfs UEFA um stuðningsmannamál.  UEFA hefur í nokkur ár hvatt knattspyrnusambönd og félagslið til að virkja og efla tengslin við stuðningsmenn.  

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Hópurinn sem mætir Finnum - 27.2.2014

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Finnum í tveimur vináttulandsleikjum ytra, 11. og 13. mars næstkomandi.  Þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir keppni í milliriðlum EM en íslenska liðið leikur í Króatíu í apríl.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Svíum - 26.2.2014

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum, 4. og 6. mars næstkomandi. Kristinn velur 20 leikmenn í hópinn fyrir þessa leiki sem fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 landsliðshópurinn sem fer til Kasakstan - 24.2.2014

U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 ytra þann 5. mars næstkomandi, sama dag og A karla leikur vináttuleik gegn Wales í Cardiff og A kvenna mætir Þýskalandi í Algarve-bikarnum.  Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 karla, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leikinn í Astana.

Lesa meira
 

Algarve-hópurinn 2014 tilkynntur - Viðtal við Frey - 24.2.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir Algarve-bikarinn 2014.  Um 23 manna hóp er að ræða og eru 9 leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.  Mótið hefst 5. mars og er fyrsti leikur Íslands gegn stórliði Þýskalands.

Lesa meira
 
Chris Coleman - Mynd frá FAW

Bale í landsliðshópi Wales gegn Íslandi - 24.2.2014

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir vináttuleikinn við Íslendinga, sem fram fer í Cardiff þann 5. mars næstkomandi.  Coleman tilkynnir 23 manna hóp og tilkynnir jafnframt 12 leikmenn utan hóps til vara.  Þekktasti leikmaðurinn í welska hópnum er án vafa Gareth Bale.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Undankeppni EM 2016 - Ísland leikur gegn Hollandi í A riðli - 23.2.2014

Dregið var í dag í undankeppni EM 2016 en úrslitakeppnin fer fram í Frakklandi það ár. Dregið var í Nice í Frakklandi og er óhætt að segja að íslenska liðinu bíði spennandi og krefjandi verkefni. Ísland var í 5. styrkleikaflokki og var dregið í A riðil ásamt: Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og Kasakstan

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem mætir Norðmönnum - Uppfært - 20.2.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 28. febrúar og 2. mars.  Leikirnir fara báðir fram í Kórnum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir keppni U17 karla sem leikur í milliriðli EM í Portúgal í mars

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

Æfingar hjá kvennalandsliðunum um helgina - 17.2.2014

Um komandi helgi verða æfingar hjá kvennalandsliðunum okkar og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðþjálfararnir, Freyr Alexandersson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Úlfar Hinriksson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.

Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Tveir hópar á æfingum um helgina - 10.2.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið tvo hópa fyrir æfinga um komandi helgi en æfingarnar fara fram, sem fyrr, í Kórnum og Egilshöll. Alls eru 36 leikmenn boðaðir á þessar æfinga og má sjá hópana hér að neðan. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi - 3.2.2014

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær æfingar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnson, hafa valið leikmannahópa á þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög