Landslið

Gylfi Þór Sigurðsson útnefndur íþróttamaður ársins 2013 - 28.12.2013

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Tottenham, var rétt í þessu útnefndur íþróttamaður ársins 2013 af samtökum íþróttafréttamanna. Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.

Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Vinnudagur föstudaginn 3. janúar - 20.12.2013

Freyr Alexandarsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur boðað 35 leikmenn á vinnudag A landsliðs kvenna en hópurinn mun hittast, föstudaginn 3. janúar. Hópurinn mun hittast í höfuðstöðvum KSÍ en ýmislegt er á dagskránni á þessum vinnudegi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsæfingar á nýju ári - 128 leikmenn boðaðir á æfingar - 20.12.2013

Fyrstu helgina á nýju ári verða landsliðsæfingar hjá U17, U19 og U21 karla.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason, Kristinn R. Jónsson og Eyjólfur Sverrisson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og eru 128 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 

Íslenskt landsliðsfólk heimsótti Barnaspítala Hringsins - 20.12.2013

Dóra María Lárusdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsfólk, heimsóttu í gær barnaspítala Hringsins en þau komu í jólaskapi með gjafir handa þeim frábæru krökkum sem þar dvelja. Krakkarnir fengu fótboltabækur, veggspjöld og auðvitað fótbolta. Einnig fékk barnaspítalinn landsliðstreyju áritaða af karlalandsliðinu en treyjan var árituð fyrir umspilsleikina gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um eitt sæti - 19.12.2013

Íslenska karlalandsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 49. sæti en litlar breytingar eru á efstu sætum listans þar sem Spánverjar tróna á toppnum sem fyrr. Lesa meira
 

A karla – Vináttulandsleikur gegn Svíum 21. janúar - 18.12.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 21. janúar næstkomandi. Leikið verður í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, í höfuðborginni Abu Dhabi.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um fjögur sæti - 13.12.2013

Íslenska kvennalandsliðið fellur um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er nú í 19. sæti listans en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar næstir. Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

U17 og U19 karla - Æfingar 14. og 15. desember - 9.12.2013

Framundan eru æfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni, helgina 14. og 15. desember næstkomandi.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar en tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Landsliðshópur æfir laugardaginn 14. desember - 9.12.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hóp sem kemur saman og æfir, laugardaginn 14. desember, í Kórnum.  Alls eru 23 leikmenn boðaðir á þessa æfingu og eru þeir langflestir frá íslenskum félagsliðum. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög