Landslið

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 50. sæti styrkleikalista FIFA - 28.11.2013

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 50. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar næstir.

Lesa meira
 
Frá U19 drættinum (uefa.com)

U19 karla mætir ríkjandi Evrópumeisturum - U17 karla mætir Portúgal - 28.11.2013

Dregið hefur verið í milliriðla EM U17 og U19 karla 2014, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag. U17 karla er í riðli með Portúgal og U19 karla er í riðli með Serbum, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar í aldursflokknum.  

Lesa meira
 
Frá drættinum (uefa.com)

U17 í riðli með Ítalíu – U19 mætir Tyrklandi og Króatíu - 28.11.2013

Dregið hefur verið í undankeppni EM U17 og U19 karla 2015, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag, fimmtudag. Ítalir verða á meðal andstæðinga U17 karla og mótherjar U19 karla verða Tyrkir, Króatar og Eistlendingar.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 og U19 karla - Dregið í milliriðla og undankeppni EM á fimmtudag - 27.11.2013

Á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember, verður dregið í milliriðla EM 2014 hjá U17 og U19 karla og í undankeppni EM 2015 hjá sömu aldursflokkum.  Ísland verður í öllum pottum þegar dregið verður í höfuðstöðvum UEFA en hægt verður að fylgjast með á heimasíðu UEFA og hefst fyrsti drátturinn kl. 08:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

Úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna 7. - 8. desember - 27.11.2013

Helgina 7. - 8. desember verða úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna og eru rúmlega 100 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa valið eftirtalda leikmenn á þessar landsliðsæfingar.
Lesa meira
 

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson þjálfa saman A landslið karla - 25.11.2013

Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari A landsliðs karla í október 2011 og var Heimir Hallgrímsson ráðinn aðstoðarþjálfari. Þeir Lars og Heimir hafa nú undirritað nýja samninga um áframhaldandi þjálfun liðsins. Samningurinn við Lars gildir næstu tvö árin, en samningur Heimis næstu fjögur ár. Heimir og Lars starfa báðir sem aðalþjálfarar liðsins næstu tvö árin og mun Heimir taka einn við liðinu sem aðalþjálfari næstu tvö árin þar á eftir.
Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar 30. nóvember og 1. desember - 25.11.2013

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Stelpurnar leika í Króatíu - 21.11.2013

Stelpurnar í U19 drógust í riðil með Skotum, Rússum og Króötum þegar dregið var í milliriðla EM. Leikið verður í Króatíu dagana 5. - 10. apríl. Þá var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2015 og lenti Ísland þar í riðli með Spánverjum, Króötum og Litháum.

Lesa meira
 
A landslið karla

Draumurinn úti í bili - Króatía á HM - 19.11.2013

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut í kvöld gegn sterku liði Króata í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu á næsta ári. Lokatölur í leiknum í Zagreb urðu 2 - 0 fyrir heimamenn sem leiddu einnig í leikhléi með einu marki. Króatar komust því á HM með því að hafa betur, samanlagt, í tveimur leikjum, 2 - 0. Lesa meira
 

Svona gerðust hlutirnir á Laugardalsvelli - 18.11.2013

Það fór ekki framhjá neinum að Laugardalsvöllur skartaði sínu fegursta á föstudaginn þegar Ísland lék við Króata í fyrri leik liðanna í umspli fyrir sæti á HM. Það var í mörg horn að líta til að allt gæti gengið upp en vallarstarfsfólk KSÍ ásamt mörgum öðrum lögðu nótt við dag til að hafa völlinn í sem bestu ásigkomulagi.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í milliriðla hjá U19 kvenna á miðvikudaginn - 18.11.2013

Dregið verður í milliriðla EM hjá U19 kvenna, miðvikudaginn 20. nóvember, og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA. Sama dag verður dregið í undankeppni EM 2015 hjá sama aldursflokki en Ísland verður í pottinum í bæði skiptin. Lesa meira
 

Æft var á keppnisvellinum í dag - 18.11.2013

Íslensku strákarnir æfðu í dag á Maksimir vellinum í Zagreb en þar leika Króatía og Ísland í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM á næsta ári. Leikurinn hefst kl. 19:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
Tolfan

Magnaður stuðningur áhorfenda í kvöld - 15.11.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður.  Frá því löngu fyrir leik voru áhorfendur byrjaðir að hvetja og það hélt áfram allan leikinn og rúmlega það.  Stórkostleg stemning sem lengi verður í minnum höfð. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Markalaust jafntefli gegn Króatíu - 15.11.2013

Jafntefli varð í fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu um laust sæti á HM 2014 en leikið var á Laugardalsvelli.  Ekkert mark var skorað í leiknum en íslenska liðið lék manni færra síðustu 40 mínútur leiksins. Seinni leikur Króatíu og Íslands fer fram í Zagreb næstkomandi þriðjudag, þar verður allt undir en það er allt hægt.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 15.11.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Króötum í fyrri umspilsleik þjóðanna um laust sæti á HM 2014.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aukamiðar á Ísland – Króatía - 15.11.2013

Um 300 miðar á umspilsleik Ísland – Króatía fara í sölu kl. 14:00 í dag og fer salan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Þessir miðar eru aðeins í K hólfi og eru komnir til vegna þess að stuðningsmenn Króata verða færri en reiknað var með og skiluðu þeir hluta af þeim miðum sem þeim var úthlutað.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland - Króatía í kvöld kl. 19:00 - 15.11.2013

Fyrri umspilsleikur Íslands og Króatía um sæti í úrslitakeppni HM hefst kl. 19:00 í kvöld á Laugardalsvelli.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir en völlurinn opnar kl. 18:00. Spáin er prýðileg fyrir kvöldið en allir hvattir samt til þess að klæða sig vel og ekki skemmir fyrir að mæta í bláu. 

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Króatía - 14.11.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.  Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Króatíu sem hefst kl. 19:00, föstudaginn 15. nóvember.  Hlið Laugardalsvallar ljúkast upp kl. 18:00. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 23. og 24. nóvember - 13.11.2013

Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa hjá U17 og U19 kvenna sem æfa munu helgina 23. - 24. nóvember.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.
Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Króatíu komin út - 13.11.2013

Það styttist í stórleik Íslands og Króatíu og spennan farin að magnast. Til fræðslu og skemmtunar er komin út vegleg rafræn leikskrá á vegum KSÍ þar sem finna má viðtöl við landsliðsmenn og þjálfara en að auki er fjallað um önnur landslið Íslands og mikilvægar upplýsingar um leikinn og Laugardalsvöllinn.

Lesa meira
 
U17 karla í Rússlandi

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 13.11.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar munu æfa hjá U19 karla.

Lesa meira
 

Leikmenn landsliðsins árita veggspjöld í Kórnum - 12.11.2013

Það hefur ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið leikur mikilvægan leik við Króata á föstudaginn. Í tilefni af því ætla leikmenn íslenska landsliðsins að árita veggspjöld í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi á morgun frá klukkan 17:00 - 17:30. Landsliðið verður í anddyri Kórsins og munu leikmenn árita fyrir þá sem mæta á staðinn.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leik Íslands og Króatíu - 11.11.2013

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Íslendingar taka á móti Króötum í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli á föstudaginn. Áhugi fyrir leiknum er gríðarlegur og nær hann langt út fyrir landsteinana því það munu allavega 18 erlendar sjónvarpsstöðvar sýna leikinn í beinni útsendingu á föstudagskvöldið.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn fyrir umspilsleikina gegn Króatíu - 7.11.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ um þá 24 leikmenn sem verða í hópnum fyrir umspilsleikina gegn Króatíu. Leikið verður hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember og ytra þriðjudaginn 19. nóvember. Sú þjóð sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu 2014.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi um helgina - 6.11.2013

Um komandi helgi mun Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, stjórna úrtaksæfingum fyrir leikmenn á Norðurlandi og fara æfingarnar fram í Boganum á Akureyri.  Alls eru 26 leikmenn, frá 8 félögum á Norðurlandi, boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 9. og 10. nóvember - 4.11.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög