Landslið

Þrjú dýrmæt stig sótt til Belgrad - 31.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag dýrmætan sigur á Serbum í undankeppni HM en leikið var í Belgrad. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Ísland eftir að staðan hafði verið 0 - 2 í leikhléi.  Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Serbía-Ísland kl. 13:00 í dag - Byrjunarliðið tilbúið - 31.10.2013

A landslið kvenna mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag, en leikið er á heimavelli FK Obilic í Belgrad.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook-síðu KSÍ, auk þess sem textalýsing verður á vef UEFA.  Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

Danka og Vesna - "Okkar lið hefur mun meira sjálfstraust en áður - 30.10.2013

Tveir leikmenn úr serbneska landsliðshópnum eru kunnari íslenskum knattspyrnuáhugamönnum heldur en aðrir en þetta eru þær Danka Podovac og Vesna Smiljkovic.  Heimasíðan hitti leikmennina á hóteli liðanna í Belgrad og spurði þær fyrst hvort það væri öðruvísi fyrir þær að leika gegn Íslandi en öðrum þjóðum?:

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

A kvenna - Margrét Lára nýr fyrirliði - 30.10.2013

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýr landsliðsfyrirliði en þetta tilkynnt landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, á fundi með leikmönnum í gærkvöldi.  Margrét Lára tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur sem lagt hefur landsliðskóna á hilluna.  Viðtal við nýjan fyrirliða má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan

Lesa meira
 

Miðasala á Króatía - Ísland í umspili fyrir HM 2014 - 30.10.2013

Króatía og Ísland mætast í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014 í nóvember, eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um.  Seinni leikurinn fer fram á Maksimir-leikvanginum í Zagreb kl. 20:15 að staðartíma.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

61 stúlka á landshlutaæfingum á Norðurlandi - 30.10.2013

Um komandi helgi fara fram á Akureyri  landshlutaæfingar fyrir stúlkur fæddar 1998-2001. Alls hefur 61 leikmaður verið boðaður á æfingarnar, sem fram fara á KA-velli og í Boganum.  Um tvo hópa leikmanna er að ræða - Leikmenn fæddir 1998 og 1999 æfa saman annars vegar, og hins vegar leikmenn fæddir 2000 og 2001. Lesa meira
 
Fótbolti

90 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla um helgina - 30.10.2013

Alls hafa 90 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Um tvo æfingahópa er að ræða hjá U17 karla - leikmenn fædda 1997 annars vegar og 1998 hins vegar. Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Tvær æfingar í dag - 29.10.2013

Tvær æfingar voru á dagskránni í dag hjá kvennalandsliðinu sem þessa dagana er statt í Belgrad í Serbíu.  Framundan er mikilvægur leikur í undankeppni HM en leikið verður við heimastúlkur á fimmtudaginn.  Leikuirnn hefst kl. 14:00 að staðartíma á fimmtudaginn eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Vegna miðasölu á Ísland-Króatía - 29.10.2013

Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli þann 15. nóvember nk.  Mikil óánægja hefur komið fram um hvernig staðið var að miðasölu á leikinn en hún hófst kl. 4 í nótt.  Var það gert í góðri trú um að með þeim hætti væri hægt að láta miðasölu ganga áfallalaust fyrir sig.   Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Uppselt á Ísland-Króatía - 29.10.2013

Uppselt er á viðureign Íslands og Króatíu í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli föstudaginn 15. nóvember næstkomandi.  Miðasalan opnaði snemma morguns í dag, þriðjudag, og seldist upp á fáeinum klukkustundum.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn kominn til Belgrad - 28.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið er komið til Belgrad en framundan er leikur í undankeppni HM á fimmtudaginn gegn Serbum. Leikurinn fer fram á FK Obilic Stadium og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Serbar náðu góðum úrslitum í síðasta leik þegar liðið gerði jafntefli gegn Dönum, 1 - 1, og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða á fimmtudaginn. Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Króatía: Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 28.10.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Króatíu í umspili fyrir lokakeppni HM 2014 þriðjudaginn 29. október kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið.  Lesa meira
 
Island-tolfan

Miðasala á Ísland-Króatía hefst á þriðjudag - 28.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti í úrslitakeppni HM 2014 hefst á þriðjudag og fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.  Miðaverð verður óbreytt frá síðustu leikjum.  Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á þennan leik er gríðarleg og því er rétt að hafa hraðar hendur, þar sem mun færri komast að en vilja.  Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 23.10.2013

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U17 og U19 kvenna og hafa þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið hópa fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Frá höfuðstöðvum FIFA

Miðasala á Ísland-Króatía hefst í fyrsta lagi um næstu helgi - 22.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu hefst þegar leiktími hefur verið staðfestur, fjöldi miða til mótherja hefur verið staðfestur og ljóst er að miðasölukerfi geti tekið við miklu álagi.  Þetta þýðir að miðasalan hefst í fyrsta lagi um næstu helgi.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: „Það er ekkert annað sem kemur til greina en 3 stig” - 22.10.2013

Íslenska kvennalandsliðið heldur til Serbíu í vikunni en það leikur við serbneska landsliðið á fimmtudaginn í komandi viku í riðlakeppni fyrir HM. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir ekkert annað en sigur í leiknum koma til greina í leiknum.

Lesa meira
 

A kvenna – Hópurinn sem mætir Serbíu 31. október - 22.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi.  Leikið verður ytra, á FK Obilic Stadium í Belgrad. 

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Sæti á Ólympíuleikum ungmenna tryggt - 21.10.2013

Strákarnir í U15 lögðu Moldóva í dag í úrslitaleik um sæti á Ólympíuleikum ungmenna en þeir fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 2 - 0.  Á laugardaginn lögðu Íslendingar Finna, 2 - 0.

Lesa meira
 

Aron Einar: „Ætlum okkur lengra” - 21.10.2013

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir leikmenn tilbúna að mæta hvaða liði sem er. Hann segir Króata vera eins erfiða og hvaða annað lið sem gat dregist á móti Íslandi en það séu mögulega eitthvað sem vinnur með okkur í leikjum gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Upplýsingar um miðasölu á Ísland - Króatía - 21.10.2013

Eins og gefur að skilja eru margir sem velta því fyrir sér hvenær miðasala hefjist á umspilsleik Íslands og Króatíu.  Ekki liggur ljóst fyrir hvenær miðasala hefst en nánari upplýsingar verða gefnar út hér á síðunni á morgun, þriðjudaginn 22. október.

Lesa meira
 

Lars Lagerbäck: „Vonandi getum við komið þeim á óvart" - 21.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, segist ánægður með að mæta Króatíu í umspili um laust sæti á HM. Landsliðsþjálfarinn segir að allir mótherjar í umspili hefðu verið erfiðir.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Króatar mótherjar í umspilinu - 21.10.2013

Rétt í þessu var dregið í umspili fyrir HM 2014 og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum FIFA.  Ísland mætir Króatíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra, þriðjudaginn 19. nóvember.  

Lesa meira
 
Byrjunarlið U15 karla gegn Finnum

U15 karla - Byrjunarliðið sem mætir Moldóvum - 21.10.2013

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Moldóva í dag.  Leikið er í Sviss og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Sigurvegarinn tekur þátt í Ólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

Leikið um Ólympíusæti á mánudag - 19.10.2013

Ísland og Moldavía unnu fyrr í dag sigra á andstæðingum sínum í undanúrslitaleikjum undanriðils fyrir Ólympíuleika ungmenna. Þessi lið mætast í úrslitaleiknum á mánudag kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Sigurvegarinn tekur þátt í Ólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Finnar lagðir í Sviss - 19.10.2013

Strákarnir í U15 karla lögðu Finna að velli með tveimur mörkum gegn engu en leikið var í Sviss.  Þessi leikur var í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en íslensku strákarnir mæta sigurvegaranum úr leik Armeníu og Moldóvu, sem fram fer síðar í dag, á mánudaginn. Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Byrjunarliðið gegn Finnum - 19.10.2013

Strákarnir í U15 leika í dag kl. 10:00 að íslenskum tíma við jafnaldra sína frá Finnlandi en leikið er í Sviss.  Þessi leikur er í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna en sigurvegari leiksins leikur við annað hvort Moldóva eða Armena á mánudaginn um sæti á þessum Ólympíuleikum sem fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári. Lesa meira
 

Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins - 18.10.2013

Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og mun þar aðstoða Frey Alexandersson í komandi verkefnum.  Ásmundur er 38 ára og hefur verið yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar síðan 2010 en þjálfaði m.a. áður meistaraflokk karla hjá Gróttu ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 

Nokkrar þjóðir sem komust ekki í umspil - Stærð þjóða - 18.10.2013

Það er gaman að skoða hversu magnaður árangur íslenska A-landsliðsins er þegar horft er á stærðir þjóðanna sem komust ekki áfram.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 46. sæti á FIFA-listanum - 17.10.2013

Ísland er í 46. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og fer upp um 8 sæti milli mánaða. Hæst hefur íslenska liðið ná í 37. sæti, en það var í september 1994 og í sama mánuði ári síðar.  Lægsta staða Íslands á listanum var 131. sæti í apríl 2012, þannig að á einu og hálfu ári hefur klifið verið ansi hratt. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Dregið í umspilinu í hádeginu - Bein útsending - 17.10.2013

Mánudaginn 21. október verður dregið um það í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir mætast í umspilsleikjum fyrir HM 2014. Þjóðunum átta verður skipt í efri og neðri styrkleikaflokk og verður farið eftir nýútgefnum styrkleikalista FIFA. Leikdagarnir eru 15. og 19. nóvember, en ekki liggur fyrir á hvorum deginum Ísland á heimaleik.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Sæti í milliriðlum tryggt - 15.10.2013

Strákarnir í U19 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM en þeir lögðu Norðu Íra í lokaleik undanriðilsins en leikið var í Belgíu. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar jafntefli, 2 - 2. Belgar og Íslendingar fara því áfram úr riðlinum. Lesa meira
 
Island-tolfan

Ísland í umspilsleiki fyrir HM - Meiriháttar stuðningur á vellinum! - 15.10.2013

Ísland tryggði sér í kvöld umspilsleiki um sæti á HM en strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Noreg og Sviss vann á sama tíma Slóveníu á heimavelli. Það þýðir bara eitt, Ísland er komið í umspilsleiki þar sem líklegt er að liðið mæti Portúgal, Grikklandi, Úkraínu eða Króatíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írlandi - 15.10.2013

Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Belgíu. Mótherjarnir í dag eru Norður Írar.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið en vegna meiðslastöðu verður tilkynnt um markvörð síðar.

Lesa meira
 
Island

A kvenna - Æfingar um komandi helgi - 15.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn til æfinga um komandi helgi en æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir leik gegn Serbíu, 31. október næstkomandi. Freyr velur 18 leikmenn á þessar æfingar sem fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingaáætlun yngri landsliða 2013 - 2014 - 14.10.2013

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2013-2014 liggur nú fyrir og má sjá hana í skjali hér að neðan. Félög skulu heimila leikmönnum sínum þátttöku í æfingum og æfingaleikjum á þessum dögum og eru því minnt á að taka mið af þessum dagsetningum við skipulagningu æfinga og leikja hjá sér.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Naumt tap gegn Frökkum - 14.10.2013

Strákarnir í U21 töpuðu gegn Frökkum í kvöld í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur, í miklum markaleik, urðu 3 - 4 fyrir Frakka eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Mjög fjörugur leikur sem boðið var upp á í Laugardalnum í kvöld og hafði íslenska liðið algjörlega í fullu tréi við franska liðið. Lesa meira
 
Bjarmi Kristinsson

Bjarmi vann flug fyrir 2 með Icelandair - 14.10.2013

Bjarmi Kristinsson, ungur Valsari, var aldeilis heppinn á leik Íslands og Kýpur en hann tók þátt í leiknum "Skot í slána" en hann gerði sér lítið fyrir og hitti beint í slána og fyrir það skellir hann sér með einhverjum til útlanda. Lesa meira
 
Ullevall

Ósóttir miðar á Noreg - Ísland - 14.10.2013

Ennþá eru til miðar fyrir íslenska áhorfendur á leik Noregs og Íslands í undankeppni HM sem fram fer á Ullevaal í Osló, þriðjudaginn 15. október.  Ósótta miða er hægt að nálgast á Horgans Bar & Restaurant frá kl. 15:00 á leikdag en þar ætla stuðningsmenn Íslands að hittast fyrir leik og stilla saman strengi.

Lesa meira
 
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

Ísland - Frakkland - A passar gilda við innganginn - 14.10.2013

Handhafar A passa frá KSÍ geta sýnt skírteini sitt við innganginn á leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 14. október kl. 18:30.  Ekki þarf því að sækja miða á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Frakkland - 14.10.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að leiknum  Ísland – Frakkland í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli mánudaginn 14. október kl. 18:30.

Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í kvöld - 14.10.2013

Íslendingar mæta Frökkum í kvöld, mánudaginn 14. október, í undankeppni EM og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 18:30.  Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða en þarna eigast við tvö lið sem hafa fullt hús stiga til þessa í undankeppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Belgum - 12.10.2013

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Belgum í dag í undankeppni EM.  Leikið er einmitt í Belgíu og höfðu heimamenn betur, 2 - 0, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi.  Belgar hafa þar með tryggt sér sæti í milliriðlum en hinar þrjár þjóðirnar berjast um annað sætið í riðlinum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Belgum - 12.10.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Belgum í dag í undankeppni EM en leikið er í Belgíu.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Island---Albania-2

Kýpverjar lagðir í Laugardalnum - 11.10.2013

Íslendingar lögðu Kýpverja í kvöld í undankeppni EM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland og komu bæði mörkin í síðari hálfleik.  Ísland mætir Noregi í lokaleiknum í Osló og Slóvenía sækir Sviss heim. Það er ljóst að með sigri er Ísland öruggt með annað sætið. Lesa meira
 
Tolfan

Magnaður stuðningur! - 11.10.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður og óhætt að segja að framlag þeirra hafi átt stóran þátt í góðum sigri. Frá því að mætt var á völlinn létu áhorfendur svo sannarlega vel í sér heyra og hélt sá stuðningur áfram langt fram yfir leikslok. Lesa meira
 
Kypur-heima

Byrjunarliðið gegn Kýpur - 11.10.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli kl. 18:45. Sama byrjunarlið byrjar leikinn og í síðasta leik gegn Albaníu. Uppselt er á leikinn en minnt er á að leikurinn er í beinni útsendingu hjá RÚV. Lesa meira
 
Vefskrá

Vefskrá fyrir leikinn við Kýpur - 10.10.2013

KSÍ hefur gefið út sérstaka vefskrá fyrir leikinn við Kýpur í undankeppni HM 2014, en liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudag eins og kunnugt er. Í vefskránni er fjallað um leikinn, liðið og möguleika þess í riðlinum, auk þess sem fjallað er um einstaka leikmenn og verkefni annarra landsliða.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á Ísland - Kýpur - 10.10.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Frábær endurkoma hjá strákunum - 10.10.2013

Strákarnir í U19 náðu í frábært stig í fyrsta leik þeirra í undankeppni EM en leikstaðurinn er Belgía.  Frakkar voru mótherjar dagsins og lauk leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að Frakkar höfðu leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Leikið verður við Belga á laugardaginn. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Frökkum í dag - 10.10.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Belgíu.  Mótherjar dagsins eru Frakkar og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslendinga.  Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög