Landslið

Byrjunarliðið gegn Rúmeníu í undankeppni EM 30. september 2013

U17 kvenna - Sætur sigur á Rúmenum - 30.9.2013

Stelpurnar í U17 lögðu heimastúlkur í Rúmeníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslands eftir að staðan var markalaus í leikhléi.  Írar eru næstu mótherjar Íslendinga í riðlinum en liðin mætast á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum - 30.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunaliðið sem mætir Rúmenum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma en hægt er að fylgjast með textalýsingu af honum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
JGK_3549

Diljá Rut vann flugmiða fyrir 2 með Icelandair - 27.9.2013

Diljá Rut Gísladóttir, 10 ára knattspyrnusnillingur, var aldeilis heppin í gær en hún tók þátt í "skot í slánna" leikinn sem er í hálfleik á landsleikjum. Diljá gerði sér lítið fyrir og skaut í slánna og í markið og fyrir það fékk hún gjafabréf fyrir 2 til Evrópu með Icelandair.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Tveggja marka sigur Sviss - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í kvöld í undankeppni HM með því að etja kappi við Sviss á Laugardalsvelli. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á útivelli, 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss - 26.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, leikur í kvöld sinn 133. og síðasta landsleik. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna. Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Glæsilegur sigur á Rússum - 26.9.2013

Strákarnir í U17 unnu glæsilegan sigur á Rússum í undankeppni EM í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum sem var leikinn í Rússlandi. Íslendingar höfðu sigur, 2 - 1, í hörkuleik og tryggðu sér með efsta sætið í riðlinum og sæti í milliriðlum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Franskur sigur í síðasta leiknum - 26.9.2013

Frakkar lögðu Íslendinga í lokaleik undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Búlgaríu. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Frakka og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn höfðu báðar þjóðirnar tryggt sér sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 26.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 – 0 og sama markatala var upp á teningnum þegar Slóvakar voru lagðir.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 26.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í undankeppni EM í dag. Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma. Þetta er lokaleikur liðsins í undankeppninni en jafntefli varð gegn Aserum í fyrsta leik, 3 – 3 og sigur vannst á Slóvakíu, 4 – 2. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland - Sviss í kvöld - Allir á völlinn - 26.9.2013

Íslenska kvennalandsliðið hefur undankeppni HM í kvöld þegar það mætir Sviss á Laugardalsvelli kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn Freys Alexanderssonar, nýs landsliðsþjálfara, og jafnframt kveðjuleikur Katrínar Jónsdóttur. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar fara fram um helgina - 24.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp til æfinga um helgina en æfingarnar verða þrjá talsins.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Belgíu í október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U15 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 24.9.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar um komandi helgi hjá U15 karla og hefur Freyr Sverrisson valið 26 leikmenn á þessar æfingar.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Sviss - 24.9.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að leiknum  Ísland – Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. september næstkomandi kl. 18:30.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland - Sviss á fimmtudag - A passar gilda við innganginn - 24.9.2013

Handhafar A passa frá KSÍ geta sýnt skírteini sitt við innganginn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Ekki þarf því að sækja miða á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Island

Frítt inn fyrir 16 ára og yngri á Ísland - Sviss - 24.9.2013

KSÍ vill vekja athygli aðildarfélaga á því að frítt er inn fyrir 16 ára og yngri á landsleik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. september kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Félögin eru hvött til þess að koma þessu á framfæri við iðkendur sína.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn sem fer til Rúmeníu - Uppfært - 23.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Rúmeníu og leikur í milliriðlum EM, dagana 30. september til 5. október.  Mótherjar Íslendingar eru, auk heimastúlkna, Írland og Spánn.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Annar stórsigur hjá stelpurnum - 23.9.2013

Stelpurnar í U19 unnu annan stórsigur í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Mótherjarnir í dag voru frá Slóvakíu og unnu okkar stelpur öruggan sigur, 5 - 0.  Með þessum sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
Merki Sviss

A kvenna - Sterkt svissneskt lið - 23.9.2013

Það er ljóst að svissneska liðið, sem mætir Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á fimmtudaginn, er virkilega sterkt.  Liðið lék gegn Serbum á heimavelli um helgina og unnu stórsigur, 9 - 0.

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - Frábær sigur á Slóvökum - 23.9.2013

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á jafnöldum sínum frá Slóvakíu í dag í undankeppni EM en leikið var í Volograd í Rússlandi.  Lokatölur urðu 2 - 4 fyrir Ísland eftir að Slóvakar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Lokaleikur Íslands í riðlinum fer svo fram fimmtudaginn 26. september þegar leikið verður gegn gestgjöfum Rússa.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 23.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 - 0.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu - 23.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvökum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma. Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

U19 karla - Sigur á Svíum í síðasta leik Svíþjóðarmótsins - 21.9.2013

Strákarnir í U19 unnu góðan sigur á Svíum í lokaleik liðsins á Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti á þessu móti en Norðmenn höfðu sigur. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á gestgjöfunum - 21.9.2013

Stelpurnar byrjuðu undankeppni EM á besta mögulegan máta þegar þær lögðu Búlgari í fyrsta leik sínum í dag en leikið var við gestgjafana.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir okkar stelpur sem leiddu í leikhléi 2 - 0. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Jafntefli gegn Aserum í hörkuleik - 21.9.2013

Strákarnir í U17 hófu leik í dag í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Rússlandi.  Mótherjar dagsins voru Aserar og eftir hörkuleik lauk leiknum með jafntefli, 3 - 3.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Slóvakíu og fer fram mánudaginn 23. september og hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
image

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 21.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í lokaleik liðsins í Svíþjóðarmótinu.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma en Ísland gerði jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Slóvakíu en beið svo lægri hlut gegn Norðmönnum.

Lesa meira
 
photo

U17 karla - Leikið við Asera í fyrsta leik í undankeppni EM - 21.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Aserum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma:

Lesa meira
 
image

U19 karla - Tap gegn Noregi á Svíþjóðarmótinu - 19.9.2013

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Norðmönnum á Svíþjóðarmótinu í dag en þetta var annar leikur liðsins á mótinu. Norðmenn höfðu betur, 1 - 2, eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Lokaleikur Íslands er svo gegn heimamönnum í Svíþjóð á laugardaginn en Svíar leika gegn Slóvakíu í kvöld

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi - 19.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í dag á Svíþjóðarmótinu. Þetta er annar leikur liðsins en jafntefli varð í fyrsta leiknum gegn Slóvakíu, 1 - 1. Á sama tíma lögðu Norðmenn gestgjafa Svía, 3 - 1. Lesa meira
 
Island

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM - Miðasala hafin - 18.9.2013

Miðasala er hafin á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og einnig fyrst leikurinn undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Kýpur : Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 18.9.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kýpur  í undankeppni HM miðvikudaginn 18. september kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Jafntefli gegn Slóvakíu í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu en um er að ræða æfingamót fjögurra þjóða. Leikið var gegn Slóvakíu í dag og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.  Næsti leikur liðsins á mótinu er gegn Noregi og fer hann fram á fimmtudaginn. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu en fyrsti leikur liðsins hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er gegn Slóvakíu. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss - 17.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM 2015. Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni sem og fyrsti leikurinn undir stjórn Freys sem landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 16.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM sem fram fer í Rúmeníu um næstu mánaðarmót. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U17 karla - Hópurinn sem fer til Rússlands - 16.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Rússlands og leikur þar í undankeppni EM, dagana 21. - 26. september. Auka heimamanna leika í riðlinum Slóvakía og Aserbaídsjan og er leikið gegn síðastnefnda liðinu, laugardaginn 21. september.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Uppselt á leik Íslands og Kýpur - 16.9.2013

Uppselt er á leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og seldust síðustu miðarnir nú um helgina en opnað var fyrir miðasölu síðastliðinn fimmtudag.

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala á Noregur - Ísland  - Frestur framlengdur til 11. október - 13.9.2013

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.  Leikið verður á Ullevaal vellinum í Noregi og hefst leikurinn kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 18:00 íslenskum tíma.  Ákveðið hefur verið að framlengja frest til miðakaupa á þennan leik og er hann til föstudagsins 11. október.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 54. sæti - 12.9.2013

Karlalandsliðið fer upp um 16 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag. Íslenska liðið er nú í 54. sæti listans en Spánverjar tróna á toppi listans sem fyrr en Argentína fer upp í annað sætið á kostnað Þjóðverja. Lesa meira
 
Island---Albania-2

Miðasala hafin á Ísland - Kýpur - 12.9.2013

Framundan er æðisgengin barátta um annað sæti í riðli Íslands í undankeppni HM, sæti sem getur komið Íslandi í umspil fyrir HM í Brasilíu 2014.  Næstu mótherjar Íslands eru Kýpur en þeir koma á Laugardalsvöll, föstudaginn 11. október kl. 18:45.  Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni en liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins.  Miðasala á leikinn er nú hafin í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Úrtaksæfingar um helgina í Kórnum - 11.9.2013

Úrtakshópur hefur verið valinn yfir æfingar hjá U15 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi í Kórnum. Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Kýpur - Miðasala hefst á morgun - 11.9.2013

Mikill áhugi er fyrir leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni og hefst miðasala á leikinn á morgun, fimmtudaginn 12. september í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Þrjú stig og stemning í Laugardalnum - 10.9.2013

Sigursöngvar ómuðu í Laugardalnum í kvöld þegar 9.768 áhorfendur fögnuðu dýrmætum sigri Íslands á Albaníu í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir okkar menn en staðan var jöfn í leikhléi, 1 - 1.  Íslenska liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 13 stig en Sviss, sem lagði Noreg í kvöld, er í efsta sætinu með 18 stig.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Góður sigur gegn Kasakstan - 10.9.2013

Strákarnir í U21 lögðu Kasakstan í dag þegar þjóðirnar mættust í undankeppni EM á Kópavogsvelli. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Íslenska liðið er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Búlgaríu - 10.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og fer fram dagana 21. - 26. september en mótherjar Íslendinga eru, auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem fer á Svíþjóðarmótið - 10.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem leikur á Svíþjóðarmótinu sem fram fer dagana 17. - 21. september. Mótherjar Íslendinga á þessu móti verða, auk heimamanna, Noregur og Slóvakía.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Kasakstan - 10.9.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kasakstan í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 16:00. Teflt er fram sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn Hvít Rússum. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 10.9.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi. Þessar æfingar eru hluti af undirbúningi fyrir keppni milliriðlum EM en íslenska liðið mun leika í Rúmeníu um mánaðarmótin.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Mætum tímanlega á leikinn - 10.9.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Albaníu sem hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
Tolfan

Uppselt á Ísland - Albanía - 10.9.2013

Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá landsliðum Íslands en bæði A landslið karla og U21 karla verða í eldlínunni. Strákarnir í U21 leika gegn Kasakstan á Kópavogsvelli kl. 16:00 í undankeppni EM. Á Laugardalsvelli verður svo karlalandsliðið í flóðljósunum þegar þeir taka á mót Albaníu í undankeppni HM kl. 19:00. Uppselt er á þann leik. Lesa meira
 
Haukur Páll Sigurðsson

A karla - Haukur Páll í hópinn - 9.9.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur bætt Hauki Páli Sigurðssyni inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Albaníu. Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, á Laugardalsvelli og er í undankeppni HM.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög