Landslið

Island---Noregur-fagnad

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu - 30.8.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem mætir Sviss og Albaníu í undankeppni HM 2015. Leikið verður gegn Sviss í Bern, föstudaginn 6. september en gegn Albaníu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Albanía þriðjudaginn 10. september - Miðasala hafin - 30.8.2013

Nú fer í hönd lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 en framundan eru fjórir síðustu umferðirnar í riðlakeppninni. Íslendingar eru í harðri baráttu í riðlinum en annað sætið getur gefið sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Mótherjar Íslendinga á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, verða Albanir sem sitja sem stendur í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Íslendingum. Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna - 30.8.2013

Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna til næstu tveggja ára. Samningur var undirritaður í dag, föstudag, og gildir hann a.m.k. til loka árs 2014, eða fram yfir úrslitakeppni HM 2015, sem fram fer sumarið 2015 í Kanada.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Kasakstan - 30.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 á Kópavogsvelli. Leikið verður þriðjudaginn 10. september á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.

Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2013 - 27.8.2013

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 17. sinn. Að þessu sinni urðu dagarnir 6. til 10. september fyrir valinu, en á því tímabili fara m.a. fram landsleikir um allan knattspyrnuheiminn. Háttvísidagarnir eru haldnir hátíðlegir á ýmsan hátt í öllum aðildarlöndum FIFA.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum - 27.8.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum sem fram fara 3. og 5. september. Átján leikmenn eru valdir í hópinn og fara leikirnir fram á Forthbank Stadium í Stirling.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 26.8.2013

Úrtakshópur hefur verið valinn yfir æfingar hjá U15 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti.  Ólympíuleikar æskunnar fara svo fram í Nanjing í Kína, dagana 16. - 28. ágúst 2014.

Lesa meira
 
DAN_2765

Miðasala á Noregur - Ísland í undankeppni HM 15. október - 23.8.2013

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.  Leikið verður á Ullevaal vellinum í Noregi og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Panta þarf miða í síðasta lagi, fimmtudaginn 12. september, með því að senda póst á Ragnheiði Elíasdóttur

Lesa meira
 
DAN_2884

Miðasala á Sviss - Ísland í undankeppni HM - 23.8.2013

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014, föstudaginn 6. september næstkomandi.  Leikið verður á Stade de Suisse í Bern og hefst leikurinn kl. 20:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 20.8.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið æfingahóp sem æfir um komandi helgi. Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir forkeppni EM en riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu, dagana 21. - 26. september.

Lesa meira
 
769809

Sigurður Ragnar hættir með kvennalandsliðið - 16.8.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður tók við liðinu í árslok 2006 og var því þjálfari liðsins í 7 ár, í 78 leikjum alls, og leiddi liðið til besta árangurs þess frá upphafi í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í sumar. Lesa meira
 
DAN_3005

Hver skoraði sigurmark Íslands gegn Færeyjum? - 15.8.2013

Hvort var það Birkir Bjarnason eða Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark Íslands í vináttuleiknum gegn Færeyjum á miðvikudagskvöld? Á hvorn á að skrá markið? Reglurnar um þetta tiltekna atvik eru skýrar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna í EM milliriðli með Rúmenum, Írum og Spánverjum - 15.8.2013

Dregið hefur verið í milliriðla fyrir EM U17 kvenna, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag, fimmtudag.  Ísland verður í milliriðli með Rúmeníu, Írlandi og Spáni og fer riðillinn fram í Rúmeníu um mánaðamótin september/október.

Lesa meira
 
DAN_3060

Eins marks sigur á Færeyjum - 14.8.2013

A landslið karla vann í kvöld, miðvikudagskvöld, 1-0 sigur á Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 4.815 áhorfendum. Íslenska liðið réði lögum og lofum í leiknum, en Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu eftir góða sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen og skot frá Birki Bjarnasyni sem hafði viðkomu í Kolbeini á leið sinni í markið.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fjögur frábær mörk hjá U21 - 14.8.2013

U21 landslið karla vann í dag, miðvikudag, frábæran 4-1 sigur á liði Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015, enliðin mættust á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Emil Atlason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu - hefur nú skorað 6 mörk í 3 leikjum í keppninni. Ísland er efst í riðlinum með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Japan

Byrjunarliðin birtast á ksi.is 1 klst fyrir leikina - 14.8.2013

Byrjunarlið Íslands í leikjum dagsins birtast sjálfkrafa á viðkomandi mótasíðu á vef KSÍ einni klukkustund áður en leikirnir hefjast. Leikskýrslurnar eru þannig forskráðar í mótakerfi KSÍ, sem stýrir birtingunni. Byrjunarlið U21 birtist þannig kl. 16:00 og byrjunarlið A karla kl. 18:45.

Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

25. viðureign Íslands og Færeyja - 13.8.2013

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag og verður þetta í 25. sinn sem þessar frændþjóðir mætast í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið 22 leiki, einu sinni hafa þjíðirnar gert jafntefli og Færeyingar hafa einu sinni unnið sigur.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla mætir Hvít-Rússum á Vodafone-velli á miðvikudag - 13.8.2013

U21 landslið karla mætir Hvít-Rússum á Vodafone-vellinum á miðvikudag kl. 17:00. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2015 og með sigri getur íslenska liðið tekið stórt skref í riðlinum.  Miðaverði er stillt í hóf, kr. 1.000 fyrir 17 ára og eldri og ókeypis aðgangur fyrir þá sem eru 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
KSÍ-skírteini

Ísland-Færeyjar á miðvikudag:  Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 12.8.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Færeyja á miðvikudag afhenta þriðjudaginn 13. ágúst frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Þriðjungur leikur utan Færeyja - 12.8.2013

Af 19 leikmönnum í landsliðshópi Færeyinga fyrir vináttulandsleikinn við Ísland á miðvikudag eru sex leikmenn sem leika utan heimalandsins, eða rétt tæplega þriðjungur hópsins. Jónas Tór Næs er sá eini sem leikur með íslensku liði, en nokkrir aðrir í hópnum hafa reyndar gert það líka.

Lesa meira
 
Úrtökumót kvenna 2013

52 leikmenn á úrtökumóti kvenna - 12.8.2013

Úrtökumót fyrir stúlkur fæddar 1998 fór fram að Laugarvatni í ár eins og áður og stóð mótið yfir frá föstudeginum 9. ágúst til sunnudagsins 11. ágúst. Úlfar hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hafði umsjón með mótinu. Alls tóku 52 leikmenn þátt að þessu sinni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Frábær 5-2 sigur hjá U17 karla - 12.8.2013

U17 landslið karla vann frábæran 5-2 sigur á liði Norðmanna í leik um 3. sætið á Opna Norðurlandamótinu, en norska liðið var á heimavelli. Leikurinn um 3. sætið fór fram á laugardag á Fart Stadion í Övre Vang. Lesa meira
 
A landslið karla

Karlalandsliðið gegn Færeyjum - 9.8.2013

A landslið karla mætir Færeyjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í næstu viku, miðvikudaginn 14. ágúst. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á íþróttarás RÚV. 22 manna landsliðshópur Íslands var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 landsliðshópurinn sem mætir Hvít-Rússum 14. ágúst - 9.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn við Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015. Leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 17:00.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 9.8.2013

A landslið karla fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og situr nú í 70. sæti. Ísland hefur sveiflast nokkuð upp og niður á listanum í ár, byrjaði árið í 89.sæti, hefur lægst verið í 98. sæti og hæst í því 61.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 3. sætið á NM - 9.8.2013

U17 landslið karla vann góðan 2-1 sigur á Svíum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi. Með sigrinum tryggði liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sætið á mótinu á laugardag, þar sem mótherjarnir verða Norðmenn. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót drengja 2013 fer fram 16.-18. ágúst - 8.8.2013

Úrtökumót KSÍ vegna drengja sem fæddir eru 1998 fer fram að Laugarvatni dagana 16.-18. ágúst næstkomandi. Til æfinganna hafa verið boðaðir 64 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu. Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum á Norðurlandamótinu - 8.8.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíþjóð á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á vináttulandsleik Íslands og Færeyja 14. ágúst - 6.8.2013

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 19:45. Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Færeyja - 6.8.2013

Íslendingar taka á móti frændum okkar Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14. ágúst, hefst kl. 19:45 og er miðasala á leikinn hafin. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni HM 2014 sem fram fara síðar í haust. Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum - 5.8.2013

Stelpurnar í U17 gerðu jafntefli við Ungverja í síðasta leik sínum í undankeppni EM en leikið var í Moldavíu. Lokatölur urðu 2 - 2 og lenti Ísland því í öðru sæti riðilsins þar sem ungverska liðið var með betri markatölu þegar uppi var staðið en báðar þjóðirnar hlutu 7 stig og sæti í milliriðlum Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi á Norðurlandamótinu - 5.8.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins en leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ungverjum - 4.8.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ungverjum í dag í undankeppni EM. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en leikið er í Moldavíu. Báðar þessar þjóðir hafa tryggt sér sæti í milliriðlum en efsta sæti riðilsins er í húfi Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland áfram í 15. sæti - 2.8.2013

Á nýjum styrleikalista FIFA kvenna, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 15. sæti sem er sama sæti og á síðasta lista. Bandaríkin tróna sem fyrr á toppnum og nýkrýndir Evrópumeistarar, Þýskaland, eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Aftur öruggur sigur hjá stelpunum - 1.8.2013

Stelpurnar í U17 unnu í dag öruggan sigur á Moldavíu í öðrum leik liðsins í undankeppni EM en riðillinn er einmitt leikinn í Moldavíu. Lokatölur urðu 6 – 0 eftir að staðan í leikhléi var 2 - 0.  Með sigrinum er Ísland öruggt áfram í milliriðla en tvær efstu þjóðirnar tryggja sér sæti þangað. Ísland vann Lettland í fyrsta leik sínum, 5 – 0, og er því með sex stig

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna KSÍ 2013 - 9. til 11. ágúst - 1.8.2013

Úrtökumót KSÍ 2013 fyrir stúlkur fæddar árið 1998 fer fram á Laugarvatni í ár. Félög leikmanna eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Moldavíu - 1.8.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Moldavíu í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma. Þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er einmitt leikinn í Moldavíu. Fyrsta leik Íslands í riðlinum lauk með 5 - 0 sigri á Lettlandi og á sama tíma unnu Ungverjar heimastúlkur með sömu markatölu. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög