Landslið

U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Öruggur sigur á Lettum - 30.7.2013

Stelpurnar í U17 hófu í dag leik í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Moldavíu.  Mótherjar dagsins voru Lettar og höfðu okkar stúlkur öruggan sigur, 5 - 0.  Næstu mótherjar Íslands eru heimastúlkur í Moldavíu en sá leikur fer fram á fimmtudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland - 30.7.2013

Aron hefur síðasta árið ekki getað svarað kalli A-landsliðsþjálfara KSÍ vegna meiðsla en á sama tíma bárust fregnir um að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefði áhuga á leikmanninum. Tengsl Arons við knattspyrnu í Bandaríkjunum eru engin.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Moldavíu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Lettum - 30.7.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Lettum í dag í undankeppni EM.  Riðill Íslands er leikinn í Moldavíu og í hinum leik riðilsins leika heimastúlkur gegn Ungverjum.  Báðir leikir dagsins hefjast kl. 15:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með textalýsingu frá leikjunum á heimasíðu UEFA

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þjóðverjar Evrópumeistarar - 29.7.2013

Þjóðverjar tryggðu sér í gær Evrópumeistaratitilinn þegar þær þýsku lögðu Noreg að velli í úrslitaleik sem fram fór í Stokkhólmi. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Þjóðverja en naum var það því norska liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þýskaland og Noregur leika til úrslita - 26.7.2013

Það er orðið ljóst að það verða Þýskaland og Noregur sem leika til úrslita á EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð. Báðar þessar þjóðir léku með Íslandi í riðli en Þjóðverjar lögðu gestgjafana í undanúrslitum og Norðmenn lögðu Dani eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 24.7.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi dagana 5. - 10. ágúst.  Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Noregi 2, mánudaginn 5. ágúst, en aðrar þjóðir í riðlinum eru Danmörk og Svíþjóð.  Leikið verður um sæti 10. ágúst. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þrjár Norðurlandaþjóðir í undanúrslitum - 23.7.2013

Þrjár Norðurlandaþjóðir eru komnar í undanúrslit í úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð þessa dagana. Heimastúlkur mæta Þjóðverjum í fyrri undanúrslitaleiknum sem fram fer í Gautaborg, miðvikudaginn 24. júlí. Það verða svo Noregur og Danmörk sem leika í Norköpping, fimmtudaginn 25. júlí. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Katrínar þætti Jónsdóttur lokið - 21.7.2013

Katrín Jónsdóttir hefur átt ótrúlegan feril með A landslið kvenna.  Hún lauk honum með því að leiða liðið út á völlinn í Halmstad, í 8-liða úrslitum EM.  Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrsti leikur hennar af þeim 132 sem hún lék var árið 1994, eða áður en yngstu leikmennirnir í landsliðshópnum í dag voru fæddir.
Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Svíar og Þjóðverjar áfram - 21.7.2013

Eins og kunnugt er tryggðu Svíar sér sæti í undanúrslitum EM með 4-0 sigri á Íslendingum í Halmstad á sunnudag.  Þjóðverjar gerðu slíkt hið sama með eins marks sigri á Ítölum í Växjö og mætast Svíar og Þjóðverjar í undanúrslitum.  Sigurmarkið gerði Simone Laudehr um miðjan fyrri hálfleik.
Lesa meira
 
769811

EM ævintýrið á enda - 21.7.2013

EM ævintýri A landsliðs kvenna er á enda eftir fjögurra marka ósigur gegn gestgjöfum Svía í Halmstad í dag, sunnudag, þar sem liðin mættust í 8-liða úrslitum.  Þrjú sænsk mörk á fyrstu 20 mínútunum gerðu í raun út um leikinn og var sigur Svía verðskuldaður.  Engu að síður getur íslenska liðið borið höfuðið hátt eftir þessa keppni, því það hefur skrifað nýjan kafla í íslenskri knattspyrnusögu.
Lesa meira
 
769714

Stóri dagurinn - 20.7.2013

Sunnudagurinn 21. júlí verður stór dagur í íslenskri knattspyrnusögu.  Þá leikur A landslið kvenna við Svía í 8-liða úrslitum EM 2013.  Svíar þykja mun sigurstranglegri í leiknum og af umfjöllun sænskra fjölmiðla að dæma tekur því varla að spila leikinn. 
Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn sem leikur í Moldavíu - 19.7.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM. Riðillinn verður leikinn í Moldavíu dagana 30. júlí til 4. ágúst. Mótherjar Íslendinga eru, auk heimastúlkna, Lettar og Ungverjar.

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Miðar á Svíþjóð - Ísland - 19.7.2013

Töluvert hefur verið spurt um miða á leik Svíþjóðar og Íslands í 8-liða úrslitum úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Halmstad á sunnudaginn. Panta þarf miða með því að senda tölvupóst á Ragnheiði Elíasdóttur, ragnheidur@ksi.is. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Svíar mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum EM 2013 - 18.7.2013

Riðlakeppni EM kvennalandsliða lauk nú í kvöld (fimmtudagskvöld) og fyrst þá varð ljóst hverjir yrðu mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum.  Draga þurfti um hvort Danmörk eða Rússland myndi hreppa sæti í 8-liða úrslitum, og sá dráttur hafði áhrif á það hverjir yrðu mótherjar Íslendinga.  Svo fór að mótherjarnir verða gestgjafar Svía, sem hafa leikið afar vel það sem af er móti og unnu sannfærandi sigra á Finnum og Ítölum í A-riðli. 
Lesa meira
 
769536

Úrslitakeppni EM: 8 liða úrslit - Takk fyrir! - 17.7.2013

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum úrslitakeppni EM.  Hollendingar voru lagðir að velli, 1 - 0 og áframhaldandi þátttökuréttur í keppninni tryggður. Það voru óvænt úrslit í hinum leik dagsins í riðlinum en Noregur lagði þá Þýskaland með einu marki gegn engu. Íslendingar mæta annað hvort

Lesa meira
 
769811

Úrslitakeppni EM - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 17.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollandi í dag í lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni EM kvenna. Það má segja að þetta sé hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið komist áfram í 8-liða úrslit en með sigri tryggir íslenska liðið sér áframhaldandi keppnisrétt í Svíþjóð. Lesa meira
 
769536

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Hollandi í úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum - 17.7.2013

Íslenska kvennalandsliðið mætir því hollenska í dag í lokaumferðinni í riðlakeppni úrslitakeppni EM. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt, sigur kemur íslenska liðinu áfram í 8-liða úrslita en jafntefli eða tap þýðir að íslenska liðið er úr leik. Leikið verður í Växjö og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma í beinni útsendingu hjá RÚV.

Lesa meira
 
769799

Gestgjafarnir komnir áfram - 17.7.2013

Keppni í A-riðli í úrslitakeppni EM kvennalandsliða lauk á þriðjudagskvöld og er því ljóst að a.m.k. Svíþjóð og Ítalía, sem höfnuðu í efstu tveimur sætunum, eru komin í 8-liða úrslit.  Ekki er þó öll nótt úti Fyrir Dani, sem eiga enn möguleika, en þurfa þó að treysta á hagstæð úrslit í öðrum riðlum og jafnvel á drátt UEFA.
Lesa meira
 
Opin æfing kvennalandsliðsins í Växjö

Stuðningsmenn á opinni æfingu í Växjö - 16.7.2013

Á mánudagsmorguninn var stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins boðið á opna æfingu á æfingasvæði liðsins í Växjö.  Fjölmargir nýttu tækifærið og mættu, spjölluðu við leikmenn og þjálfara, fengu eiginhandaráritanir og myndir af sér með íslensku stjörnunum, og fengu jafnframt að leika sér með bolta á æfingasvæðinu. 
Lesa meira
 
769812

Aðeins eitt lið öruggt áfram - 16.7.2013

Þrátt fyrir að 2/3 hlutar liðanna sem leika í úrslitakeppni EM kvennalandsliða komist upp úr riðlunum og í 8-liða úrslit er aðeins eitt lið með öruggt sæti þar eftir tvær umferðir.  Frakkar eru eina liðið sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og eru þær frönsku því öruggar með sæti í 8-liða úrslitum.  Ísland verður að vinna sinn leik í þriðju umferð til að eiga möguleika.
Lesa meira
 
769810

Úrslitakeppni EM - Þær þýsku sterkari - 14.7.2013

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Þjóðverjum í kvöld í öðrum leik liðsins í úrslitakeppni EM en leikið var í Växjö í Svíþjóð. Lokatölur urðu 0 - 3 fyrir þær þýsku en þær leiddu í leikhléi, 0 - 1.  Framundan er lokaleikur Íslands í riðlakeppninni þegar leikið verður gegn Hollandi, miðvikudaginn 17. júlí. Lesa meira
 
769812

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Þýskalandi í kvöld - 14.7.2013

Íslensku stelpurnar mæta Þjóðverjum í kvöld í öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM.  Leikið er í Växjö og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Báðar þjóðirnar eru með eitt stig, eins og reyndar allar þjóðirnar í riðlinum. Leikur Íslands og Þýskalands verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending kl. 18:20. Leikur Noregs og Hollands verður einnig sýndur og hefst útsending þar kl. 15:50.

Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Fyrsta umferð EM gerð upp - 13.7.2013

Að loknum fyrstu tveimur leikdögunum á EM kvenna í Svíþjóð var engu líkara en liðin myndu öll vera komin með stig eftir fyrstu umferðina, en það breyttist þó á þriðja leikdegi þegar Frakkar og Spánverjar unnu sigur á sínum andstæðingum í C-riðli.
Lesa meira
 
Växjö Arena

Úrslitakeppni EM - Stelpurnar komnar til Växjö - 12.7.2013

Íslenski hópurinn er nú kominn til Växjö frá Kalmar en þar verður leikið gegn Þjóðverjum og Hollendingum, sunnudaginn 14. júlí og miðvikudaginn 17. júlí.  Hópurinn þekkir ágætlega til á staðnum en þar var leikinn vináttulandsleikur gegn Svíum, 6. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Eitt stig í hús - 11.7.2013

Bæði lið gengu nokkuð vonsvikin af velli þegar Ísland og Noregur gerðu jafntefli í dag í fyrsta leik B-riðils úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1 -1 eftir nokkuð kaflaskiptan leik þar sem Noregur leiddi í leikhléi en íslenska liðið jafnaði verðskuldað í síðari hálfleik. Lesa meira
 
kvenna1

Úrslitakeppni EM - Byrjunarliðið gegn Noregi - 11.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í úrslitakeppni EM kl. 16:00 í dag en leikið er í Kalmar.  Stillt er upp í 4-4-2 en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Lesa meira
 
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Noregi í dag kl. 16:00 - 11.7.2013

Stóra stundin rennur upp k. 16:00 í dag þegar Ísland mætir Noregi í úrslitakeppni EM kvenna en keppnin fer fram í Svíþjóð.  Leikið er í Kalmar en en hinar þjóðirnar í riðlinum, Holland og Þýskaland mætast einnig í dag. Lesa meira
 
EM kvenna 2013 í Svíþjóð

Stærsta úrslitakeppni EM kvenna hingað til - 9.7.2013

Áhuginn fyrir úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð er mikill og mun meiri en nokkru sinni áður.  Þá virðist vera sama hvar stigið er niður fæti.  Umgjörðin hefur aldrei verið glæsilegri og leggja UEFA, sænska Knattspyrnusambandið og borgirnar sem leikið er í mikið í verkefnið. 
Lesa meira
 
Frá æfingu í Kalmar

Allir 23 leikmennirnir með á æfingu - 9.7.2013

A-landslið kvenna æfði í dag, þriðjudag, í fyrsta sinn eftir komuna til Svíþjóðar þar sem liðið tekur þátt í úrslitakeppni EM í annað sinn í röð.  Allir 23 leikmennirnir í hópnum voru með á æfingunni, mikil keyrsla og greinilegt að hópurinn er vel stemmdur.
Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

Ísland með drengjalið í undankeppni Ólympíuleika æskunnar - 9.7.2013

Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Íslandi að senda lið U15 karla, drengir fæddir 1999, til leiks í undankeppni Ólympíuleika æskunnar. Þessi undankeppni fjögurra þjóða verður leikinn í Nyon í Sviss og er ein þjóð sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Nanjing í Kína, 16. - 28. ágúst 2014.

Lesa meira
 
Kalmar

Úrslitakeppni EM - Keppnin byrjar á morgun - 9.7.2013

Úrslitakeppni EM kvenna hefst í Svíþjóð á morgun en það verða Ítalía og Finnland sem hefja leik en þessar þjóðir leika í A-riðli. Formlegur opnunarleikur mótsins er svo síðar um kvöldið en þá taka gestgjafarnir í Svíþjóð á móti Dönum

Lesa meira
 
Thyskaland-U17-kvenna

Opna Norðurlandamót U17 kvenna - Þjóðverjar sterkastir - 6.7.2013

Þjóðverjar sigruðu á Opna Norðurlandamótinu U17 kvenna sem fram fór hér á Íslandi dagana 1. - 6. júlí.  Þjóðverjar lögðu Dani örugglega í úrslitaleik, 3 - 0, á Laugardalsvelli í dag.  Finnar lentu í þriðja sæti en íslenska liðið lenti í því áttunda eftir tap gegn Englendingum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar 12. og 13. júlí - 5.7.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um helgina 12. - 13. júlí og fara æfingarnar fram á grasvellinum við Kórinn.  Alls eru 30 leikmenn valdir fyrir þessar æfingar að þessu sinni. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Undirbúningshópur fyrir EM U17 kvenna 2015 - 5.7.2013

Um helgina fara fram æfingar hjá sérstökum undirbúningshópi leikmanna fyrir EM U17 kvenna 2015.  Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins hefur valið hóp 30 leikmanna frá 15 félögum á æfingarnar, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi.
Lesa meira
 
England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Opna NM U17 kvenna - Riðlakeppni lokið - 4.7.2013

Í dag lauk riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins hjá U17 kvenna en leikstaðir dagsins voru Fylkisvöllur og N1-völlurinn í Sandgerði.  Eftir leiki dagsins er ljóst að Þýskaland og Danmörk leika til úrslita.  Noregur og Finnland leika um 3. sætið.  Holland og Svíþjóð leika um 5. sætið og Ísland og England um 7. sætið.  Allir þessir leikir fara fram laugardaginn 6. júlí og hefjast kl. 11:00 að undanskildum úrslitaleiknum sem hefst kl. 13:30

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 12 sæti - 4.7.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 73. sæti listans og fellur niður um 12 sæti síðan að síðasti listi var gefinn út. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og koma Þjóðverjar þar á eftir. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna: Byrjunarlið Íslands gegn Finnum - 4.7.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Finnum í dag kl. 16:30 á N1-vellinum í Sandgerði. Með sigri á íslenska liðið möguleika á öðru sæti riðilsins sem mundi þýða að leikið yrði um 3. sætið á mótinu á laugardaginn.

Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna: Riðakeppninni lýkur í dag - 4.7.2013

Lokaleikir riðlakeppni á opna UM U17 kvenna fara fram í dag og fara leikirnir fram á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði.  Danir hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum og mikið þarf að gerast til að Þjóðverjar verði ekki mótherjar þeirra þar.  Íslendingar geta, með sigri á Finnum, skotist upp í annað sæti riðilsins og þar með leikið um þriðja sætið á laugardaginn. Lesa meira
 
2013 women

Katrín Ásbjörnsdóttir ekki með á EM 2013 - Soffía Arnþrúður kemur inn - 4.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM. Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA, er meidd og getur ekki verið með í Svíþjóð. Í hennar stað hefur Sigurður valið Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur úr Stjörnunni.
Lesa meira
 
England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Markahæstu leikmenn á Opna NM U17 kvenna eftir tvær umferðir - 3.7.2013

Að tveimur umferðum loknum á Opna NM U17 kvenna, sem fram fer hér á landi, er ekki úr vegi að kíkja á markahæstu leikmenn mótsins. Í A-riðli hafa Þjóðverjar skorað langmest af mörkum og því eðlilegt að þeirra leikmenn séu áberandi.  Í B-riðli hafa tveir leikmenn skorað þrjú mörk. Lesa meira
 
England-Noregur á Opna NM U17 kvenna

Opna NM U17 kvenna:  Línur að skýrast - 2.7.2013

Línurnar tóku heldur betur að skýrast í toppbaráttu riðlanna á Opna NM eftir leiki dagsins.  Ljóst er að Danir verða í efsta sæti B-riðils og leika þar með til úrslita í mótinu og miðað við stöðuna í A-riðli virðist fátt geta komið í veg fyrir að mótherjar þeirra verði Þjóðverjar. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Byrjunarliðið gegn Hollendingum í dag - 2.7.2013

Í dag, þriðjudag, fer fram önnur umferð á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna. Ísland mætir Hollandi á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ kl. 16:00 og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins tilkynnt byrjunarlið sitt.  Gerðar eru þrjár breytingar frá fyrsta leik. Lesa meira
 
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Nína Kolbrún í U17 hópinn í stað Petreu Bjartar - 2.7.2013

Petrea Björt Sævarsdóttir varð fyrir meiðslum í leik með U17 kvenna á mánudag og verður ekki meira með á Opna NM.  Í samræmi við reglugerð mótsins hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, kallað Nínu Kolbrúnu Gylfadóttur, leikmann Vals, inn í hópinn í stað Petreu. Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Annar leikdagur á Opna NM U17 kvenna - 2.7.2013

Annar leikdagur á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna er runninn upp og í dag, þriðjudag, er leikið á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ og á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Ísland leikur suður með sjó kl. 16:00 og mætir þar Hollandi í lykilleik fyrir bæði lið, sem eru án stiga eftir fyrstu umferð.

Lesa meira
 
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna:  Fyrsta leikdegi lokið - 1.7.2013

Fyrsta leikdegi á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna lauk með markaveislu á Hertz-vellinum í Breiðholti, þar sem leiki í B-riðli fóru fram.  Ísland lék í grindavík gegn Þýskalandi, þar sem þær þýsku höfðu betur.  Finnar unnu Hollendinga í Grindavík í opnunarleiknum.
Lesa meira
 
KSI_2012_U17kv-09-002

Leikir á Opna NM í beinni á Sport TV - 1.7.2013

Vefsíðan Sport TV (http://www.sporttv.is/) mun sýna beint frá leikjum í Opna Norðurlandamóti U17 kvenna, alls 7-8 leiki. Sýnt verður beint frá tveimur leikjum á sama leikstað á hverjum leikdegi í riðlakeppninni og síðan frá úrslitaleiknum sjálfum, sem fram fer á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
KSI_2012_U17kv-09-018

Byrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum - 1.7.2013

Opna NM U17 landsliða kvenna byrjar í dag, mánudag, og í dag er leikið í Grindavík og á Hertz-vellinum í Breiðholti (ÍR). Ísland mætir Þýskalandi á Grindavíkurvelli kl. 16:00 og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins tilkynnt byrjunarlið sitt.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög