Landslið

KSI_2012_U17kv-09-002

Opna NM U17 kvenna hefst mánudaginn 1. júlí - 28.6.2013

Mánudaginn 1. júlí hefst Opna Norðurlandamót U17 landsliða kvenna, og fer það fram hér á landi í ár, í Reykjavík og á Suðurnesjum.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á Grindavíkurvelli á mánudag.  Sett hefur verið upp sérstök Facebook-síða fyrir mótið.

Lesa meira
 
Opin æfing A kvenna í Ólympíuviku

Um 70 krakkar mættu á opna æfingu - 28.6.2013

Um 70 krakkar mættu á opna æfinga hjá A landsliði kvenna, sem fram fór á Valbjarnarvelli í dag, föstudag, í tengslum við alþjóðlega Ólympíuviku. Eftir æfinguna gafst kostur á myndatöku með leikmönnum landsliðsins og eiginhandaráritunum.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Opna Norðurlandamótið - 25.6.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur fyrir Íslands hönd á Opna Norðurlandamótinu sem fer fram hér á landi dagana 1. - 6. júlí. Ísland verður í riðli með Finnlandi, Þýskalandi og Hollandi og verður riðill Íslands leikinn á Suðurnesjum.

Lesa meira
 
Olympiudagurinn

Ólympíuvikan - Kvennalandsliðið býður í heimsókn - 25.6.2013

Á hverju ári er haldið upp á alþjóðlega Ólympíudaginn út um allan heim Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. En í stað þess að vera með einn dag hefur undanfarin ár verið boðið uppá Ólympíuviku.  Hægt verður að fara á æfingu hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu í Ólympíuvikunni. Föstudaginn 28. júní munu stelpurnar æfa á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst æfingin kl.10:00 og stendur til 11:30.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - 23 leikmenn valdir fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð - 24.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 leikmenn sem skipa hópinn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Mótið hefst 10. júlí en fyrsti leikur Íslands er degi síðar, 11. júlí, þegar liðið mætir Noregi í Kalmar.  Einn nýliði er í hópnum, Anna Björk Kristjánsdóttir úr Stjörnunni. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Stelpurnar áfram í 15. sæti - 21.6.2013

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er því í sama sæti og á síðasta lista en Bandaríkin tróna á toppnum sem fyrr og, mótherjar Íslendinga á EM í sumar, Þjóðverjar eru í öðru sæti listans. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap í Viborg - 20.6.2013

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut í dag gegn sterku liði Dana í vináttulandsleik sem fram fór í Viborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani sem skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi, í Kalmar, þann 11. júlí. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 20.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í vináttulandsleik kl. 16:00 í dag. Leikið verður í Viborg og er þetta síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Æfing í Viborg

A kvenna - Leikið gegn Dönum í dag - 20.6.2013

Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Dönum og fer leikurinn fram í Viborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Aðstæður eru hinar bestu í Viborg á æfði íslenska liðið á keppnisvellinum í gær.  Allir leikmenn hópsins eru heilir og klárir í slaginn.

Lesa meira
 
Mist Edvardsdóttir

A kvenna - Mist Edvardsdóttir inn í hópinn - 18.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, gerði eina breytingu til viðbótar á hópnum sem hélt til Danmerkur í gær að leika vináttulandsleik gegn Dönum á fimmtudaginn. Mist Edvardsdóttir kemur inn fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Elísa Viðarsdóttir inn í hópinn - 13.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Elísu Viðarsdóttur í landsliðshópinn sem mætir Dönum í vináttulandsleik 20. júní. Elísa kemur í stað Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Sandra kemur inn í hópinn - 13.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Dönum í vináttulandsleik í Viborg þann 20. júní næstkomandi. Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir kemur inn í hópinn í stað Þóru Helgadóttur sem er meidd. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 12.6.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamót stúlkna sem fram fer hér á landi, 1. - 6. júlí. 

Lesa meira
 
EM kvennalandsliða

A kvenna - Hópur 40 leikmanna tilkynntur - 12.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp 40 leikmanna og tilkynnt hann til UEFA samkvæmt reglugerð úrslitakeppni EM.  Úr þessum leikmannahópi verða svo valdir þeir 23 leikmenn sem fara til Svíþjóðar í júlí. Lesa meira
 
kvenna1

A kvenna - Hópurinn sem mætir Dönum í Viborg - 12.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Dönum í vináttulandsleik í Viborg, fimmtudaginn 20. júní.  Þetta er síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð þann 10. júlí næstkomandi.

Lesa meira
 
A landslið karla

Slóvenar höfðu betur í Laugardalnum - 7.6.2013

Slóvenar höfðu betur á Laugardalsvelli í kvöld en Íslendingar tóku á móti þeim í undankeppni HM. Lokatölur urðu 2 - 4 eftir að staðan hafði verið jöfn, 2 - 2 í leikhléi.  Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Sviss á útivelli, 6. september, en næsta verkefnið er hinsvegar vináttulandsleikur gegn Færeyingum á Laugardalsvelli, 14. ágúst.

Lesa meira
 
Slovenia-1

Byrjunarliðið gegn Slóveníu - 7.6.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst nú kl. 19:00 og er liður í undankeppni HM 2014. Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Miðasala hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli - 7.6.2013

Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 12:00 á leikdag á leik Íslands og Slóveníu. Nú kl. 8:00 í morgun eru um 1.000 miðar eftir og um að gera að hafa hraðar hendur. Hægt er að kaupa miða á netinu fram að leik. Leikurinn hefst kl. 19:00 en völlurinn sjálfur opnar kl. 18:00 og eru vallargestir hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur í Armeníu - 6.6.2013

Strákarnir í U21 unnu í dag sætan sigur á Armenum en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Ísland sem höfðu leitt í leikhléi, 0 - 1. Emil Atlason gerði bæði mörk Íslands í leiknum, það síðara á lokamínútum leiksins sem reyndist sigurmark leiksins. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Fjöldi bílastæða í Laugardalnum - 6.6.2013

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. VIð minnum svo vallargesti að mæta tímanlega á leik Íslands og Slóveníu sem hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Armenum - 6.6.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Armenum í undankeppni EM í dag. Leikið verður í Jerevan en þetta er annar leikur Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 61. sæti - 6.6.2013

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 12 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er nú í 61. sæti listans en ef aðeins eru tekin til Evrópuþjóðirnar, er Ísland í 30. sæti af 53 þjóðum. Spánverjar eru sem fyrr á toppi listans.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Armenum í dag - 6.6.2013

Strákarnir í U21 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið verður við Armena í Jerevan kl. 15:00 að íslenskum tíma. Íslendingar lögðu Hvít Rússa í fyrsta leik sínum, einnig á útivelli, en þetta er fyrsti leikur mótherjanna í riðlinum. Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Æft í Kórnum í dag - 4.6.2013

Karlalandsliðið undirbýr sig nú undir hinn mikilvæga leik gegn Slóvenum sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. Liðið æfði í Kórnum í dag en æft verður á Laugardalsvelli á morgun.

Lesa meira
 
Hrazdan völlurinn í Jerevan

U21 karla - Hópurinn kominn til Armeníu - 4.6.2013

Strákarnir í U21 karla eru komnir til Jerevan í Armeníu þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM, fimmtudaginn 6. júní. Liðið var komið á áfangastað í nótt eftir langt ferðalag og var tekinn göngutúr fyrri hluta dags en æft verður svo síðar í dag. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Ísland – Slóvenía - Miðar fyrir handhafa A-passa - 3.6.2013

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland –Slóvenía í undankeppni HM 2014 afhenta miðvikudaginn 5. júní frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
kvenna1

Þær skosku höfðu betur í Laugardalnum - 1.6.2013

Ísland og Skotland mættust í vináttulandsleik í dag á Laugardalsvelli í fínu fótboltaveðri. Lokatölur urðu 2 - 3 eftir að Skotar höfðu leitt í leikhléi, 1 –3. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins á heimavelli áður en það etur kappi við bestu þjóðir Evrópu í úrslitakeppni EM í sumar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög