Landslið

Æfing á V'ikingsvelli 2013

Opin æfing hjá karlalandsliðinu á mánudag - 31.5.2013

A landslið karla hefur nú þegar hafið undirbúning sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóveníu föstudaginn 7. júní. Mánudaginn 3. júní kl. 17:30 verður opin æfing á Víkingsvelli í Reykjavík og er stuðningsmönnum velkomið að mæta í Víkina til að fylgjast með æfingunni. Lesa meira
 
Gangi ykkur vel á EM!

Kveðjukort til stelpnanna - Gangi ykkur vel á EM! - 31.5.2013

Eins og kunnugt er munu stelpurnar okkar í A landsliði kvenna leika í úrslitakeppni EM í annað sinn þegar þær fara til Svíþjóðar í sumar. Síðasti heimaleikur þeirra fyrir keppnina fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og þar mun vallargestum gefast kostur á því að skrifa á kveðjukort til stelpnanna. Lesa meira
 
kvenna1

Ísland - Skotland - Miðasala hefst kl. 14:00 á Laugardalsvelli - 31.5.2013

Kvennalandslið Íslands og Skotlands mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní kl. 16:45. Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins áður en þær leika í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í júlí.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is en einnig verður hægt að kaupa miða á leikdag á Laugardalsvelli frá kl. 14:00. Lesa meira
 
sjalandsskoli-007

Lukkupottur á kvennalandsleiknum á laugardag - 31.5.2013

Á vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Skotlands á laugardag gefst miðakaupendum kostur á að taka þátt í sérstökum lukkuleik sem gefur möguleika á skemmtilegum og kannski svolítið óhefðbundnum vinningum.  Settu aðgöngumiðann í pottinn! Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Hópurinn sem mætir Slóvenum - 29.5.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóvenum í undankeppni HM á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. MIðasala á leikinn er í fullum gangi og óhætt að segja að hún gangi vel fyrir þennan mikilvæga leik. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Skotland - A passar gilda við innganginn - 29.5.2013

Handhafar A passa KSÍ 2013 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á vináttulandsleik Íslands og Skotlands, laugardaginn 1. júní kl. 16:45.  Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ísland - Skotland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 29.5.2013

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á vináttulandsleik Íslands og Skotlands. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní og hefst kl 16:45. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Skotland - 29.5.2013

Eins og kunnugt er  leikur íslenska kvennalandsliðið vináttulandsleik gegn Skotum, næstkomandi laugardag kl. 16:45 á Laugardalsvelli.  Þetta er síðasti leikur liðsins á heimavelli fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í júlí í Svíþjóð.  Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

A karla - Hópurinn gegn Slóvenum verður tilkynntur í dag - 29.5.2013

Í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun tilkynna hópinn sem leikur gegn Slóvenum á Laugardalsvelli 7. júní í undankeppni HM.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armeníu - 28.5.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu í undankeppni EM. Leikið verður í Jerevan, fimmtudaginn 6. júní, og er þetta annar leikur Íslands í þessari undankeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Hvít Rússum og höfðu Íslendingar þar betur. Lesa meira
 
johann-berg-treyja

Treyjupottur Reykjadals - 28.5.2013

Treyjupottur Reykjadals er söfnunarátak sem knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson stendur að í samstarfi við íslenskt afreksfólk í knattspyrnu. Leikmennirnir hafa gefið treyjur sínar til þessa frábæra málefnis og rennur ágóðinn til Styrkarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur Reykjadal, sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Mosfellsdal.

Lesa meira
 
Scotland-hopur

A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli - 28.5.2013

Framundan er vináttulandsleikur á milli Íslands og Skotlands en leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní kl. 16:45. Þetta verður síðasti heimaleikur íslensku stelpnanna fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí. Lesa meira
 
Icelandair

Heldurðu að þú getir hitt þverslána frá vítateigsboganum? - 27.5.2013

Í hálfleik á vináttulandsleik kvennaliða Íslands og Skotlands, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:45, munu þrír heppnir vallargestir Laugardalsvallar fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut.  Vinningurinn ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Skotum - 21.5.2013

SIgurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní. Hópinn skipa 23 leikmenn og er einn leikmaður í hópnum sem ekki hefur leikið A-landsleik áður, Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA.

Lesa meira
 
Sjálfboðaliðar að störfum

Skemmtileg verkefni við Norðurlandamót U16 kvenna í júlí - 17.5.2013

Opna Norðurlandamót U16 kvenna verður haldið í júlí sumar og er skipulag þess í höndum KSÍ. Fyrstu leikir mótsins fara fram 1. júlí og leikið verður um sæti 6. júlí. Riðill A fer fram á Suðurnesjum en riðill B á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira
 
Island-i-Vaxjo

Leikmenn og landsliðsþjálfarar heimsækja Växjö - 13.5.2013

Íslenska kvennalandsliðið mun leika 2 leiki í sumar í Växjö þegar liðið leikur í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð í sumar. Til að kynna íslenska liðið fyrir heimafólki fóru landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Lars Lagerbäck ásamt landsliðskonunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, til Växjö. Lesa meira
 
kvenna1

Miðasala er hafin á Ísland - Skotland - 10.5.2013

Laugardaginn 1. júní taka stelpurnar okkar á móti Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:45. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir úrslitakeppni EM, sem hefst í Svíþjóð 10. júlí, og hér er um að ræða síðasta heimaleik stelpnanna fyrir stóru átökin í sumar.  Miðasala á leikinn er nú hafin og er miðaverð á leikinn 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 73. sæti listans - 10.5.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 73. sæti listans og er það sama sæti og á síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista að þessu sinni og tróna Spánverjar á toppnum sem fyrr en Þjóðverjar koma þar næstir.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög