Landslið

Frá afhjúpun af styttu til minningar um Albert Guðmundsson

Albert Guðmundsson inn í Heiðurshöll ÍSÍ - 22.4.2013

Á 71. íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fór um helgina, var nöfnum þriggja einstaklinga bætt inn í Heiðurshöll ÍSÍ.  Þeirra á meðal var Albert Guðmundsson og er hann fyrstur knattspyrnumanna sem hlýtur þessa viðurkenningu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður Írland

U16 kvenna - Jafntefli gegn Færeyingum - 19.4.2013

Stelpurnar í U16 kvenna gerðu í dag jafntefli við stöllur sínar frá Færeyjum en þetta var lokaleikur liðsins á undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Wales. Lokatölur urðu 2 - 2 en Færeyingar leiddu 2 - 1 í leikhléi.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

Vináttulandsleikur gegn Færeyjum á Laugardalsvelli 14. ágúst - 19.4.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli 14. ágúst næstkomandi. Þetta er í 25. skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður Írland

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Færeyjum - 19.4.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Færeyjum á undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales. Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið vann Wales í fyrsta leik sínum og gerði svo jafntefli við Norður Írland. Lesa meira
 
u16-kvenna-2013-IMG_6299

Átta marka leikur hjá U16 kvenna - 17.4.2013

U16 landslið kvenna gerði í dag, miðvikudag, jafntefli við Norður-Írland í æsispennandi átta marka leik, en liðin áttust við í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Liðin skiptust á að taka forystuna en þurftu að lokum að sætta sig við að deila stigunum.  Lesa meira
 
u16-kvenna-2013-IMG_6299

Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður-Írum - 17.4.2013

U16 landslið kvenna leikur í dag annan leik sinn á undirbúningsmóti UEFA, sem fram fer í Wales. Mótherjinn er lið Norður-Írlands og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, þjálari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik dagsins.
Lesa meira
 
KSÍ á Youtube

KSÍ er á Youtube! - 17.4.2013

KSÍ er komið á Youtube!  Fyrst um sinn eru á síðunni myndbönd með auglýsingum sem leikmenn A-landsliðs kvenna léku í, sem ganga út á það að hvetja stelpur til að mæta á fótboltaæfingar. Skellið ykkur endilega á síðuna og kíkið á þessi myndbönd.
Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

Leikjaniðurröðun Íslands í undankeppni HM 2015 - 16.4.2013

Fulltrúar þjóðanna sem leika í 3. riðli í undankeppni HM kvenna 2015 funduðu strax að loknum drætti í riðla í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag, og ræddu niðurröðun og leikdaga. Niðurstaða liggur nú fyrir og leikur Ísland tvo leiki í riðlinum á árinu 2013 og átta leiki 2014.
Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Riðill Íslands í undankeppni HM 2015 - 16.4.2013

Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 2015 í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag. Eingöngu var dregið fyrir undankeppnina í Evrópu að þessu sinni. Ísland verður í riðli með Danmörku, Sviss, Serbíu, Ísrael og Möltu.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Öruggur fjögurra marka sigur U16 kvenna í Wales - 16.4.2013

U16 landslið kvenna vann í dag öruggan 4-0 sigur á Wales í sérstöku undirbúningsmóti UEFA fyrir þennan aldursflokk, en mótið fer einmitt fram í Wales. Esther Rós Arnarsdóttir gerði tvö af mörkum Íslands og fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir átti þátt í þremur markanna.
Lesa meira
 
U17 kvenna í Wales

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Wales - 16.4.2013

Stelpurnar í U16 eru nú í Wales þar sem þær leika á undirbúningsmóti UEFA en einnig leika á þessu móti Norður Írland og Færeyjar. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir heimastúlkum í Wales og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Dregið í riðla fyrir HM 2015 þriðjudaginn 16. apríl - 15.4.2013

Á morgun, þriðjudaginn 16. apríl, verður dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2015 en úrslitakeppnin fer að þessu sinni fram í Kanada.  Ísland í í öðrum styrkleikaflokki en flokkarnir eru sex talsins en dregið verður í sjö riðla.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Tap í síðasta leiknum - 14.4.2013

Strákarnir í U16 töpuðu lokaleik sínum á undirbúningsmóti UEFA í dag en leikið var í Wales. Andstæðingar dagsins voru heimamenn sem höfðu betur 2 - 0. Wales endaði því í efsta sæti en Ísland og Norður Írar komu þar á eftir.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Jafntefli gegn Norður Írum - 12.4.2013

Strákarnir í U16 gerðu í dag jafntefli við Norður Íra á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales. Niðurstaðan varð markalaus í miklum baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir og ekki var mikið um opin marktækifæri.  Ísland mætir heimamönnum í lokaumferðinni og stendur önnur hvor þjóðin uppi sem siguvegari á mótinu.

Lesa meira
 
Hópurinn með Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða

U16 karla - Byrjunarliðið gegn Norður Írum - 12.4.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum í dag á undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Wales.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er annar leikur Íslands á mótinu en sigur vannst á Færeyingum í gær, 2 - 0.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Færeyingum 11. apríl 2013

U16 karla - Sigur gegn Færeyingum - 11.4.2013

Strákarnir í U16 hófu í dag leik á undirbúningsmóti UEFA og fer það fram í Wales. Mótherjar Íslendinga í dag voru Færeyingar og höfðu Íslendingar sigur, 2 - 0. Það var Óttar Magnús Karlsson sem skoraði bæði mörk Íslendinga og komu þau bæði í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um nítján sæti - 11.4.2013

Nýr styrkleikalisti FIFA sem gefinn var út í morgun, sýnir að Ísland fór upp um 19 sæti og sitja nú í 73. sæti. Spánn, Þýskaland og Argentína skipa þrjú efstu sætin sem hafa haldist óbreytt frá seinasta styrkleikjalista.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Leikið við Færeyjar í dag - 11.4.2013

Strákarnir í U16 leika í dag við Færeyjar í undirbúningsmóti UEFA sem leikið er í Wales. Fjórar þjóðir leika á þessu æfingamóti en hinar þjóðirnar eru gestgjafarnir og Norður Írar. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Sigur á Portúgölum - 9.4.2013

Stelpurnar í U19 unnu Portúgala í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM en leikið var í Portúgal. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir eina mark leiksins í síðari hálfleik. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins sem dugar ekki til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Wales í sumar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Lokaleikur Íslands í milliriðli EM í dag - 9.4.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM U19 en leikið er í Portúgal.  Heimastúlkur eru mótherjar Íslands í dag og geta íslensku stelpurnar tryggt sér annað sætið í riðlinum með sigri.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag sem hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U16 kvenna - Hópurinn sem fer til Wales - 8.4.2013

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Wales dagana 16. - 19. apríl. Leikið verður við heimastúlkur, Norður Íra og Færeyjar en hópinn skipa leikmenn fæddir 1997.

Lesa meira
 
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

Sigurður Ragnar - "Frábært vinnuframlag leikmanna" - 6.4.2013

"Virkilega ánægður með vinnuframlag leikmanna í þessum leik.  Liðið í heild varðist mjög vel í þessum leik og spilaði taktískt mjög vel" sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þegar hann var spurður um hans hugsanir um leikinn gegn Svíum í kvöld.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í milliriðli EM í Portúgal

U19 kvenna - Umfjöllun um naumt tap gegn Finnum - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu í kvöld gegn Finnum í milliriðli EM en leikið er í Portúgal. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Finna en markalaust var í leikhléi. Finnar tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Wales sem fram fer í sumar. Tómas Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap gegn Svíum í Växjö - 6.4.2013

Íslenska kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Växjö í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía en markalaust var í leikhléi. Lotta Schelin gerði bæði mörk Svía, það síðara með síðustu spyrnu leiksins. Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 6.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari,  hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er á Myresjöhus vellinum í Växjo og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norskir dómarar á leik Svíþjóðar og Íslands - 6.4.2013

Það verða norskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Íslands sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag.  Monica Larson er dómari leiksins og nafna hennar, Monica Lokkeberg er annar aðstoðardómara.  Hinn aðstoðardómarinn heitir Birgitta Solberg Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Leikið í dag gegn Finnum í milliriðli EM - 6.4.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Portúgal.  Mótherjar dagsins eru Finnar en leikurinn  hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum af heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
DSC01630

A kvenna - Tvær æfingar í dag - 5.4.2013

Kvennalandsliðið er statt í Svíþjóð þar sem það leikur vináttulandsleik gegn Svíum á morgun, laugardaginn 6. apríl kl. 15:00. Liðið æfði tvisvar í dag og voru báðar æfingarnar innanhúss, í Tipphallen, en fremur slæm tíð hefur verið og ekki hægt að æfa grasvöllum bæjarins eða á keppnisvellinum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Jafntefli gegn Norður Írum í fyrsta leik í milliriðli - 4.4.2013

Stelpurnar í U19 hófu í dag leik í milliriðli EM þegar þær mættu Norður Írum en riðillinn er leikinn í Portúgal. Jafntefli varð niðurstaðan í hörkuleik, 1 - 1, þar sem íslensku stelpurnar leiddu í leikhléi.  Næsti leikur liðsins fer fram á laugardaginn en þá mætir liðið stöllum sínum frá Finnlandi. 

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Ásgerður Stefanía inn í hópinn - 4.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Svíum í vináttulandsleik í Växjö á laugardaginn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kemur inn í hópinn í stað Sifjar Atladóttur sem er meidd. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna hefur leik í milliriðli EM - 4.4.2013

U19 landslið kvenna hefur í dag, fimmtudag, keppni í milliriðli um sæti í úrsltiakeppni EM. Milliriðillinn fer fram í Portúgal og auk heimamanna og Íslendinga eru Finnar og Norður-Írar í riðlinum, en síðastnefnda liðið er einmitt fyrsti mótherji Íslands.

Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á Ísland - Slóvenía 7. júní - 3.4.2013

Miðasala á Ísland - Slóvenía í undankeppni HM 2014 er hafin en leikið verður á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. júní kl. 19:00. Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Fólk er hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Anna Björk og Þórdís inn í hópinn - 3.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þær Önnu Björk Kristjánsdóttur úr Stjörnunni og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttur úr Breiðabliki í hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum. Leikið verður í Växjö á laugardaginn en þar leikur einmitt íslenska liðið tvo leiki í riðlakeppni EM í sumar. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Katrín Gylfadóttir í hópinn - 2.4.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynntbreytingu á landsliði Íslands sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Växjo næstkomandi laugardag.Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög