Landslið

KSÍ - Alltaf í boltanum

U16 karla - Hópurinn sem fer til Wales - 27.3.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hópinn sem leikur í Wales á undirbúningsmóti á vegum UEFA dagana 11. - 14. apríl. Um er að ræða leikmenn fædda 1997 og fara 18 leikmenn í þessa ferð

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Hópurinn sem leikur gegn Svíum í Växjo - 26.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn til að mæta Svíum í vináttulandsleik í Växjo, 6. apríl næstkomandi. Leikið verður á sama velli og íslenska liðið leikur tvo leiki sína, gegn Þjóðverjum og Hollendingum, í úrslitakeppni EM í sumar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sætur sigur á Hvít Rússum - 26.3.2013

Strákarnir í U21 byrjuðu undankeppni EM 2015 á besta mögulegan máta þegar þeir sóttu þrjú stig til Hvít Rússa.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Íslendinga sem leiddu, 0 - 1, í leikhléi en leikið var á Torpedo vellinum í Minsk.  Jón Daði Böðvarsson og Emil Atlason skoruðu mörk Íslendinga sem léku einum færri síðustu 20. mínúturnar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið við Hvít Rússa í dag - 26.3.2013

Strákarnir í U21 mæta liði Hvíta Rússlands í dag í fyrsta leiknum í riðlakeppni EM 2015. Leikið verður á Torpedo vellinum í Minsk og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til Portúgals - 25.3.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM í Portúgal dagana 4. - 9. apríl. Auk heimastúlkna verður leikið við Finna og Norður Íra og er síðastnefnda þjóðin mótherjinn í fyrsta leiknum 4. apríl.

Lesa meira
 
U21 karla í Hvíta Rússlandi

U21 karla - Æft á gervigrasi í Minsk - 25.3.2013

Strákarnir í U21 landsliðinu eru nú staddir í Minsk í Hvíta Rússlandi en framundan er leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM. Þetta er fyrsti leikur riðilsins en ásamt þessum þjóðum skipa Frakkar, Armenar og Kasakar þennan riðil.

Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

A-karla - Stórkostlegur sigur í Slóveníu - 22.3.2013

Tvö mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni tryggðu þrjú dýrmæt stig þegar Ísland heimsótti Slóveníu í undankeppni HM en leikið var í Ljubliana. Lokatölur urðu 1 - 2 en heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið gegn Slóveníu 22. mars 2013

A-karla - Byrjunarliðið gegn Slóvenum - 22.3.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Slóvenum í undankeppni HM í dag.  Leikið verður í Ljubliana og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending þar kl. 16:40.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA- Kvennalandsliðið áfram í 15. sæti - 22.3.2013

Á nýjum styrkleikalista kvenna, sem FIFA birti í morgun, er Ísland í 15. sæti og stendur í stað frá síðasta lista.  Bandaríkin sitja sem fastast í toppsætinu og Þjóðverjar þar á eftir en þessar þjóðir léku einmitt til úrsita á Algarve mótinu þar sem Bandaríkin höfðu betur.

Lesa meira
 
A landslið karla

A-karla - Íslendingar mæta Slóvenum í dag - 22.3.2013

Ísland mætir Slóveníu í dag í undankeppni HM 2014 og verður leikið í Ljubliana.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðirnar mætast í mótsleik en þær hafa tvisvar leikið vináttulandsleiki og hafa Slóvenar haft sigur í bæði skiptin.

Lesa meira
 
Frá æfingu í Slóveníu

A-karla - Allir með á æfingu í dag - 20.3.2013

Karlalandsliðið er í Slóveníu þar sem þeir mæta heimamönnum í undankeppni HM á föstudaginn. Liðið æfði í gær á keppnisvellinum en flutti sig yfir á æfingasvæði í dag. Allir leikmenn hópsins voru með á æfingu dagsins. Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Vináttulandsleik Íslands og Ungverjalands frestað til 2014 - 20.3.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að fresta vináttulandsleik þjóðanna sem fram átti að fara 3. júní á Laugardalsvelli. Leikurinn mun fara fram árið 2014 og verður nánari tímasetning tilkynnt síðar. Lesa meira
 
2013 women

Miðasala á EM kvenna - Leikir Íslands í boði á ticnet.se - 20.3.2013

Miðasala á úrslitakeppni EM kvenna er í fullum gangi en keppnin hefst 10. júlí í Svíþjóð. Íslenska liðið hefur leik 11. júlí þegar leikið verður gegn Noregi í Kalmar. Hægt er að kaupa miða hjá KSÍ á leiki íslenska liðsins til 1. apríl en nú er einnig hægt að kaupa miða á leikina í gegnum heimasíðuna http://www.ticnet.se/.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 og U17 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 19.3.2013

Hér að neðan má sjá úrtakshópa sem verða við æfingar um helgina hjá U16 og U17 kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hefur Úlfar Hinriksson valið 66 leikmenn á þessar æfingar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn gegn Hvíta Rússlandi - 18.3.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Hvíta Rússlandi í undankeppni EM 2015. Þetta er fyrsti leikurinn í riðlinum og verður leikið ytra, þriðjudaginn 26. mars. Þrír leikmenn eru í hópnum sem hafa ekki leikið áður með U21 liðinu.

Lesa meira
 
ljubljana_stozice2

Glæsilegur leikvangur í Ljubljana - 18.3.2013

A landslið karla mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 föstudaginn 22. mars. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður á hinum glæsilega leikvangi Sportni Park Stozice, sem tekur rúmlega 16 þúsund manns í sæti. Lesa meira
 
Stavros Tritsonis

Grískir dómarar á leik Slóveníu og Íslands - 18.3.2013

Það verður grískur dómarakvartett á leik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM 2014, sem fram fer í Ljubljana næstkomandi föstudag. Eftirlitsmaður leiksins er írskur og dómaraeftirlitsmaðurinn kemur frá Færeyjum.

Lesa meira
 
Steinþór Freyr Þorsteinsson

Steinþór Freyr í hópinn gegn Slóvenum - 17.3.2013

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Slóveníu í undankeppni HM, en liðin mætast föstudaginn 22. mars. Leikmennirnir mæta til Ljubljana à mànudag og með innkomu Steinþórs telur hópurinn 21 leikmann.
Lesa meira
 
bench-small-2012

Landsliðshópurinn gegn Slóveníu - 15.3.2013

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer til Slóveníu og etur þar kappi við heimamenn í undankeppni HM 2014 22. mars næstkomandi. Af þeim 20 leikmönnum sem eru í hópnum leika einungis markverðirnir þrír með íslenskum félagsliðum. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um sex sæti - 14.3.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefin var út núna nýlega, klifrar íslenska karlalandsliðið upp um sex sæti frá síðasta lista og sitja nú í 92. sæti. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánverjar sitja sem fyrr á toppi listans og Þjóðverjar í því næsta.

Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir og Birna Kristjánsdóttir

A-kvenna - Öruggur sigur á Ungverjum - 13.3.2013

Ísland lagði Ungverja að velli í dag í leik um níunda sætið á Alagarve-mótinu. Lokatölur urðu 4 - 1 eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi 1 - 0.  Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Ungverjum - 13.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ungverjum í dag á Algarve mótinu. Leikið er um níunda sætið á mótinu og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Ungverja um níunda sætið - 12.3.2013

Kvennalandsliðið leikur gegn Ungverjalandi á morgun, miðvikudaginn 13. mars, á Algarve mótinu. Leikið er um níunda sætið og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 
Merki-Sloveniu

Slóvenar tilkynna hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum - 12.3.2013

Slóvenar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni HM sem fram fer ytra, 22. mars. Srecko Katanec hefur valið 24 leikmenn í hópinn en þetta er fyrsti mótsleikur Katanec síðan hann tók við Slóvenum að nýju um áramótin. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 12.3.2013

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 35 leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Eins marks tap gegn Kína - 11.3.2013

Kvennalandsliðið lék í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en liðið beið þá lægri hlut fyrir Kína, 0 - 1. Markalaust var í leikhléi en sigurmarkið kom á 62. mínútu leiksins eftir hornspyrnu.  Edda Garðarsdóttir lék sinn 100. landsleik í dag.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir

Hundraðasti landsleikur Eddu Garðarsdóttur - 11.3.2013

Edda Garðarsdóttir lék í dag sinn 100. landsleik þegar Ísland mætti Kína á Algarve mótinu. Edda er næst leikjahæst allra landsliðskvenna, á eftir Katrínu Jónsdóttur og er þriðji íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu til að rjúfa 100 leikja múrinn. Sá þriðji er Rúnar Kristinsson sem lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína - 11.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er síðasti leikur Íslands í riðlakeppni mótsins en á miðvikudaginn verður leikið um sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Kína á Algarve í dag - 11.3.2013

Kvennalandsliðið leikur í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en mótherjar dagsins eru Kínverjar. Ísland er án stiga eftir tvær umferðir en Kínverjar hafa eitt stig, eftir jafntefli gegn Svíum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og með sigri nær íslenska liðið þriðja sæti riðilsins og tryggir sér þar með leik um fimmta sætið á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap gegn Frökkum á La Manga - 11.3.2013

Stelpurnar í U19 töpuðu síðasta leik sínum af þremur á La Manga í gærkvöldi en leikið var við Frakka. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka sem leiddu með einu marki í leikhléi.  Þetta var síðasti leikur Íslands af þremur í þessari ferð til La Manga. Sigur vannst á Hollandi, jafntefli við Skota og tap gegn Frökkum. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Stórt tap gegn Svíum - 8.3.2013

Kvennalandsliðið lá í valnum á í kvöld þegar leikið var við Svía á Algarvemótunu. Lokatölur urður 6 - 1 fyrir Svía sem leiddu í leikhléi, 4 - 0.  Sannarlega slæmt tap gegn Svíum en þjóðirnar mætast aftur í vináttulandsleik þann 6. apríl næstkomandi. Næsti leikur Íslands á Algarve er hinsvegar gegn Kína á mánudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Jafntefli í markaleik - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 kvenna léku í dag vináttulandsleik við Skota en leikið var á La Manga. Lokatölur urðu 4 - 4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í leikhléi, 3 - 1.  Íslenska liðið leikur þriðja og síðasta vináttulandsleikinn í ferðinni á sunnudaginn þegar leikið verður við Frakka. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 8.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Algarve mótinu. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum á Algarve 2013

A kvenna - Leikið við Svía í dag - 8.3.2013

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og Svíþjóð á Algarve mótinu en þetta er annar leikur liðanna á mótinu.  Ísland tapaði fyrir Bandaríkjunum á meðan Svíþjóð og Kína skildu jöfn í fyrstu umferð mótsins.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttasjónvarpsstöðinni Eurosport.  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Skota í dag á La Manga - 8.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag við Skota en um er að ræða vináttulandsleik sem fram fer á La Manga. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar á blaðamannafundi eftir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve

A kvenna - Tap í fyrsta leik á Algarve - 6.3.2013

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna reyndur of stór biti fyrir íslenska liðið þegar þjóðirnar mættust á Algarve í dag. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Bandaríkin eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Jafnræði var með liðunum fyrstu 30 mínútur leiksins en svo tók bandaríska liðið smám saman yfirhöndina og vann að lokum sanngjarnan sigur.  Næsti leikur liðsins á Algarvemótinu er gegn Svíum, föstudaginn 8. mars.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á Hollandi - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Hollandi í dag í vináttulandsleik sem fram fór á La Manga. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland og lögðu stelpurnar grunninn að góðum sigri í fyrri hálfleik en þær leiddu í leikhléi, 3 - 0. Lesa meira
 
Sara Björk Gunnarsdóttir

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 6.3.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í fyrsta leiknum á Algarvemótinu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við Holland í dag á La Manga - 6.3.2013

Stelpurnar í U19 leika í dag sinn fyrsta leik á La Manga en framundan eru þrír vináttulandsleikir þar. Fyrstu mótherjarnir eru Hollendingar og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Þjálfarar liðanna í B riðli, frá vinstri Bandaríkin, Ísland, Svíþjóð og aðstoðarþjálfari Kína

Skin og skúrir á Algarve - 5.3.2013

A landslið kvenna kom til Algarve í gærkvöldi en á morgun fer fram fyrsti leikur Íslands á mótinu þegar leikið verður gegn efsta liðinu á styrkleikalista FIFA, Bandaríkjunum. Leikurinn hefst kl. 14.00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
2013 women

Úrslitakeppni EM kvenna - Niðurtalningin hafin - 5.3.2013

Eins og kunnugt er þá hefst úrslitakeppni EM kvenna í Svíþjóð þann 10. júlí næstkomandi. Til þess að aðstoða óþreyjufulla Íslendinga þá geta þeir fylgst með niðurtalningu í keppnina á forsíðu heimasíðu KSÍ. Það eru því 127 dagar þangað til að herlegheitin hefjast með leik Ítalíu og Finnlands.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Ein breyting á hópnum sem fer til La Manga - 4.3.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem heldur til La Manga í dag. Ingunn Haraldsdóttir, úr Val, kemur inn í hópinn í stað Berglindar Rós Ágústsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög