Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - Æfingar fara fram um helgina - 26.2.2013

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöll. Þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Tveir hópar verða við æfingar hjá U19 karla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer til Algarve - 25.2.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.  Ísland leikur í B riðli og er fyrsti leikur liðsins er gegn Bandaríkjunum 6. mars. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til La Manga - 25.2.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt á æfingamóti á La Manga í mars. Leikið verður við þrjár sterkar þjóðir í þessari ferð og verður fyrsti leikurinn gegn Hollandi, miðvikudaginn 6. mars.

Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Góður sigur á Dönum - 21.2.2013

Strákarnir í U19 lögðu jafnaldra sína frá Danmörku í vináttulandsleik sem leikinn var í Farum í dag. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslendinga sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.  Kristján Flóki Finnbogason og Stefán Þór Pálsson skoruðu mörk Íslendinga.  Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Leikið við Dani í dag kl. 13:30 - 21.2.2013

Strákarnir í U19 leika í dag annan vináttulandsleikinn við Dani á þremur dögum en fyrri leik liðanna lauk með 1 - 1 jafntefli á þriðjudaginn. Kristinn R. Jónsson, landliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikið verður í Farum og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

U19 karla - Jafntefli gegn Dönum - 19.2.2013

Strákarnir í U19 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Dönum en leikið var í Farum í Danmörku. Lokatölur leiksins urðu 1 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi.  Liðin mætast aftur í fimmtudaginn í öðrum vináttulandsleik sem fram fer á sama stað.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A landslið kvenna - Æfingar um komandi helgi - 19.2.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi. Sigurður hefur valið 22 leikmenn fyrir þessar æfingar en eingöngu er valdir leikmenn sem leika hérlendis fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 19.2.2013

Æfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 og U19 landsliðum kvenna og fara æfingarnar fram í Fífunni, Egilshöll og Kórnum. Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið sem mætir Dönum í dag - 19.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í dag í vináttulandsleik. Leikið verður í Farum í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Aron inn í hópinn - 18.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, valdi Aron Bjarnason úr Þrótti inn í hópinn hjá U19 karla sem hélt utan í morgun. Aron kemur í stað Daða Bergssonar sem er meiddur. Liðið leikur 2 vináttulandsleiki gegn Dönum, 19. og 21. febrúar og verður leikið í Farum. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Almenn miðasala á EM kvenna 2013 - Tryggið ykkur miða í tíma - 14.2.2013

Almenn miðasala á úrslitakeppni EM kvenna 2013, sem fer fram í Svíþjóð 10.-28. júlí næstkomandi, er hafin og er hægt að kaupa miða í gegnum vef UEFA. Miðasala KSÍ á leiki Íslands er reyndar enn í fullum gangi og stendur til 22. febrúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um níu sæti - 14.2.2013

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, fellur íslenska karlalandsliðið niður um níu sæti frá síðasta lista og sitja nú í 98. sæti. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 11.2.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi. Þorlákur velur 24 leikmenn fyrir þessar æfingar en þær fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem mætir Dönum í tveimur leikjum - 11.2.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum. Leikið verður í Farum 19. og 21. febrúar. Kristinn velur 19 leikmenn og eru 7 af þeim á mála hjá erlendum félagsliðum.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Rússar höfðu betur - 6.2.2013

Íslendingar töpuðu gegn Rússum í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Marbella á Spáni. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Rússa sem leiddu í leikhléi með einu marki.  Sanngjarn sigur sterkra Rússa en þessi leikur var góður undirbúningur fyrir íslenska liðið fyrir leikinn gegn Slóvenum. Sá leikur fer fram ytra 22. mars og er í undankeppni HM 2014.

Lesa meira
 
Kolbeinn Sigþórsson

A karla - Byrjunarliðið gegn Rússum - 6.2.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í vináttulandsleik í Marbella á Spáni. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tap gegn Wales í vináttulandsleik - 6.2.2013

Strákarnir U21 biðu lægri hlut gegn Wales í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Llanelli. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir heimamenn og komu öll mörkin á 10 mínútna kafla undir lok leiksins.  Næsta verkefni liðsins er svo 26. mars þegar liðið hefur leik í undankeppni EM 2015.   Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Wales - 6.2.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í vináttulandsleik í dag kl. 15:00. Leikið verður á Stebonheath vellinum í Llanelli en þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í þessum aldursflokki.

Lesa meira
 
U21 karla styðja átak gegn einelti

Tveir landsleikir Íslands í dag - 6.2.2013

Tvö landslið Íslands verða í eldlínunni í dag, miðvikudaginn 6. febrúar, en A landslið karla og U21 karla leika þá bæði vináttulandsleiki ytra. Strákarnir í U21 mæta Wales í Llanelli og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma. A landsliðið mætir hinsvegar Rússum í Marbella á Spáni og hefst sá leikur kl. 19:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
IMG_6219

U21 karla - Æfingar hafa gengið vel - 5.2.2013

Strákarnir í U21 eru nú staddir í Wales en framundan hjá þeim er vináttulandsleikur gegn heimamönnum sem fram fer á morgun. Leikið verður á Stebonheath vellinum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 4.2.2013

Landsliðsþjálfararnir Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi og eru um 60 leikmenn boðaðir á þessar æfinga. Æft verður í Kórnum og Egilshöll en U17 mun leika tvo æfingaleiki á laugardeginum.

Lesa meira
 
Frá æfingu Rússa í Marbella á Spáni

Rússneska landsliðið gegn Íslandi - 4.2.2013

Rússar tilkynntu 25 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikinn við Íslendinga í Marbella á Spáni á miðvikudag og kom hópurinn til Spánar á föstudag. Hópurinn er eingöngu skipaður leikmönnum sem leika í Rússlandi. Lesa meira
 
Dómarinn Antonio Miguel Mateu Lahoz

Spánverjar sjá um dómgæsluna - 4.2.2013

Dómarakvartettinn á vináttuleik karlalandsliða Íslands og Rússlands á miðvikudag, sem fram fer í Marbella á Spáni, er spænskur.  Dómari er Antonio Miguel Mateu Lahoz, sem hefur dæmt í efstu deild Spánar síðan 2008 og varð FIFA-dómari árið 2011.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck ræðir við rússneska fjölmiðla

"Þjóðarstoltið mun fleyta okkur langt" - 4.2.2013

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, ræddi í dag við rússneska fjölmiðla í Marbella á Spáni og svaraði spurningum um íslenska og rússneska liðið fyrir vináttulandsleikinn við Ísland, sem fram fer á miðvikudag. 

Lesa meira
 
Hólmar Örn Eyjólfsson

Hólmar Örn og Guðlaugur Victor í hópinn gegn Rússum - 3.2.2013

Aron Einar Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson eiga við meiðsli að stríða og geta ekki verið með í vinàttulandsleik A landsliðs karla gegn Rùssum à Spàni à miðvikudag. Þà verður Ólafur Ingi Skùlason ekki með þar sem kona hans à von à barni à næstu dögum. Inn í hópinn koma þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðlaugur Victor Pàlsson.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög