Landslið

Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson áfram með liðið - 27.12.2012

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára. Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005. Lesa meira
 
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 kvenna

U19 kvenna - Ólafur Þór Guðbjörnsson áfram með liðið - 21.12.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U19 kvenna en hann hefur gert samning út næstu tvö tímabil. Ólafur er svo sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að þjálfun yngri landsliða Íslands en hann byrjaði að þjálfa U17 kvenna árið 1997. Lesa meira
 
Kristinn_R._Jonsson

U19 karla - Kristinn R. Jónsson áfram þjálfari - 20.12.2012

Kristinn Rúnar Jónsson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U19 karla en hann tók við því starfi í desember 2006. Nýr samningur við Kristin er til tveggja ára. Kristinn hefur víðtæka reynslu úr þjálfun og hefur m.a. þjálfað meistaraflokka karla hjá ÍBV og Fram. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland upp um 6 sæti - 19.12.2012

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 6 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 90. sæti listans en Spánverjar halda sem fyrr fast í toppsæti listans. Landslið frá Evrópu raða sér í 10 af 12 efstu sætum listans að þessu sinni. Lesa meira
 
Thjodsongur

A kvenna - 42 leikmenn valdir í undirbúningshóp - 18.12.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið 42 leikmenn í undirbúningshóp fyrir verkefni komandi árs. Fundur verður haldinn með hópnum á milli jóla og nýárs þar sem farið verður yfir verkefni næsta árs. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Vináttulandsleikur gegn Wales 6. febrúar - 17.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Wales hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 6. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Steabonheath Park í Llanelli í Wales. Lesa meira
 
Dans

A kvenna - Leikið við Dani 20. júní - 17.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Danmörku 20. júní. Þetta verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppni EM hefst í Svíþjóð 10. júlí.

Lesa meira
 
Þorlákur Árnason

U17 karla - Þorlákur Árnason ráðinn landsliðsþjálfari - 14.12.2012

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U17 karla og tekur við af Gunnari Guðmundssyni. Þorlákur hefur m.a. þjálfað meistaraflokka karla hjá Val, Fylki og Stjörnunni ásamt því að hafa þjálfað fjölda yngri flokka. Hann náði frábærum árangri sem þjálfari U17 kvenna og fór m.a. með liðið í fjögurra liða úrslit á EM 2011.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A kvenna - Riðlaskiptingin tilbúin fyrir Algarve-bikarinn - 12.12.2012

Algarvemótið fer fram dagana 6. - 13. mars en þar mætast flest af sterkustu kvennalandsliðum heims. Tólf landslið taka þátt í mótinu en átta sterkustu þjóðunum er skipt í tvo riðla og leikur Ísland í B-riðli með Bandaríkjunum, Svíþjóð og Kína. Lesa meira
 
byrjunarlið

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Skotum 1. júní á Laugardalsvelli - 11.12.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní 2013. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 10.12.2012

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar og má sjá þá hér að neðan.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti - 7.12.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA kvenna, sem út kom í morgun, er Ísland í 15. sæti og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var birtur síðast. Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans en litlar breytingar eru á meðal efstu þjóða. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Belgum, Frökkum og Norður Írum - 5.12.2012

Í dag var dregið í undankeppni EM hjá U19 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Ísland er í riðli með Belgíu, Frakklandi og Norður Írlandi. Leikið verður í Belgíu dagana 10. - 15. október. Tvær efstu þjóðirnar komast áfram í milliriðla en úrslitakeppnin sjálf fer svo fram í Ungverjalandi 2014.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið í Rússlandi í undankeppni EM 2013/14 - 5.12.2012

Í dag var dregið í undankeppni EM hjá U17 karla og voru íslensku strákarnir dregnir í riðil með Rússlandi, Slóvakíu og Aserbaídsjan. Riðillinn verður leikinn í Rússlandi dagana 21. - 26. september. Tvær efstu þjóðirnar í riðlunum 13 komast áfram í milliriðla ásamt þeirri þjóð sem bestan árangur verður með í þriðja sæti.

Lesa meira
 
U17-kvenna---Varamenn-gegn-Tekkum

U16, U17 og U19 kvenna - Landsliðsæfingar um helgina - 4.12.2012

Um komandi helgi fara fram landsliðsæfingar hjá þremur landsliðum kvenna, U16, U17 og U19 kvenna. Þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og eru alls 96 leikmenn boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög