Landslið

Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Tveir hópar æfa um helgina - 27.11.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið tvo hópa til æfinga um komandi helgi. Æft verður í Kórnum og æfir annar hópurinn laugardaginn 1. desember og hinn hópurinn, sunnudaginn 2. desember.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfingar á Norðurlandi - 27.11.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi í Boganum á Akureyri. Valdir eru 33 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá sex félögum á Norðurlandi. Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 27.11.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða þessar æfingar í Kórnum og Egislhöll. Þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

Milliriðill U19 kvenna - Leikið í Portúgal - 20.11.2012

Ísland er í riðli með Finnlandi, Norður Írlandi og Portúgal í milliriðli EM U19 kvenna en dregið var í dag. Leikið verður í Portúgal, dagana 4. - 9. apríl á næsta ári en stelpurnar tryggðu sér sæti í milliriðlum þegar þær léku í Danmörku í október. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Leikið í Búlgaríu í undankeppninni 2013/14 - 20.11.2012

Í dag var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss, dregið í undankeppni EM U19 kvenna 2013/14 og dróst Ísland í riðil með Frakklandi, Slóvakíu og Búlgaríu. Leikið verður í Búlgaríu dagana 21. - 26. september 2013. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Stelpurnar leika í Moldavíu - 20.11.2012

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM U17 kvenna 2013/2014 og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Ísland er í riðli með Lettlandi, Ungverjalandi og Moldavíu og verður leikið í síðastnefnda landinu, dagana 30. júlí - 4. ágúst 2013. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U16 karla í Boganum 24. og 25. nóvember - 19.11.2012

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla (leikmenn fæddir 1998) fara fram í Boganum á Akureyri um komandi helgi, laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. nóvember. Alls hafa 24 leikmenn frá átta félögum á Norðurlandi verið boðaðir til æfinga. Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar 24. - 25. nóvember - 16.11.2012

Helgina 24. - 25. nóvember verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna. Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa á þessar æfingar sem fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Jóhann Berg skorar á móti Andorra

Öruggur sigur á Andorra - 14.11.2012

Ísland bar sigur af Andorra í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Andorra. Loktaölur urðu 0 - 2 og komu mörkin í sínum hvorum hálfleiknum.  Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands en Rúnar Már Sigurjónsson gerði það síðara, í sínum fyrsta landsleik.

Lesa meira
 
Andorra

Byrjunarliðið gegn Andorra - 14.11.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld kl. 18:00. Leikið er í Andorra en einn nýliði er í byrjunarliðinu að þessu sinni, Rúnar Már Sigurjónsson. Bent er á að hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á Facebooksíðu KSÍ. Einnig verður hægt að horfa á leikinn á netinu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - 45 leikmenn valdir í æfingahóp - 14.11.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp fyrir æfingar sem fram fara um komandi helgi í Kórnum. Alls eru 45 leikmenn í þessum hóp og koma þeir frá 20 félögum.

Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Leikið við Andorra í kvöld - 14.11.2012

Íslenska karlalandsliðið mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld og er leikið á Andorra. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma en þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla og hafa Íslendingar unnið allar fjórar viðureignirnar til þessa.

Lesa meira
 
lars-lagerback-face-2012

"Ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott" - 12.11.2012

A landslið karla leikur vináttulandsleik við Andorra ytra á miðvikudag er er það síðasti leikur íslenska liðsins á þessu ári. Í viðtalið við vef KSÍ voru Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir m.a. spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna.

Lesa meira
 
Ísland-Sviss 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Jón Daði og Garðar í hópinn sem mætir Andorra - 11.11.2012

Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson eiga allir við meiðsli að stríða og hafa dregið sig úr landsliðshópnum sem mætir Andorra í vináttuleik ytra á miðvikudag. Jón Daði Böðvarsson og Garðar Jóhannsson koma í hópinn í þeirra stað.

Lesa meira
 
2013 women

Ísland í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi - 9.11.2012

Í dag var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Ísland mun leika í B riðli og leikur þar við Þýskaland, Noreg og Holland. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Kalmar, fimmtudaginn12. júlí.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

Æfingar U17 og U19 karla - 17. - 18. nóvember - 9.11.2012

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla en þær fara fram helgina 17. og 18. nóvember næstkomandi. Æft verður í Kórnum og Egilshöll og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
2013 women

Úrslitakeppni EM kvenna - Dregið í riðla í dag - 9.11.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM kvenna en hún fer fram í Svíþjóð á næsta ári, nánar tiltekið 10. - 28. júní. Drátturinn fer fram í Gautaborg og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá drættinum á RÚV og einnig er hægt að fylgjast með á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
logo-VGE-stondum-saman1

Kvennalandsliðið fær viðurkenningu á baráttudegi gegn einelti - 8.11.2012

Kvennalandsliðið fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu í dag en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 96. sæti á FIFA-listanum - 7.11.2012

A landslið karla hækkar um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er í 96. sæti á nýútgefnum lista. Ef aðeins Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 40. sæti.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma næstir. Lesa meira
 
Lars-Lagerback

"Vináttulandsleikir eru góður vettvangur til að prófa nýja hluti með liðið" - Viðtal við Lars Lagerbäck - 5.11.2012

Framundan er vináttulandsleikur gegn Andorra sem fram fer ytra, miðvikudaginn 14. nóvember. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn og heyrði heimasíðan aðeins í Lars vegna þessa verkefnis. Lesa meira
 
Island-Noregur-(3)

A karla - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Andorra - 5.11.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir vináttulandsleik gegn Andorra sem fram fer ytra, 14. nóvember næstkomandi. Einn leikmaður í hópnum hefur ekki leikið A landsleik, Rúnar Már Sigurjónsson úr Val.  Þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla.

Lesa meira
 
U17-kvenna-byrjunarlid-gegn-Eistlandi

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 5.11.2012

Æfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 og U19 kvenna og verður æft í Kórnum og Egilshöll. Þjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög