Landslið

UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Georgíu - 31.10.2012

Strákarnir í U19 töpuðu í dag gegn Georgíu í undankeppni EM en leikið var í Króatíu. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Georgíumenn. Íslendingar sitja því eftir en Georgíumenn fara áfram í milliriðla, ásamt Króatíu sem lögðu Asera 7 - 1. Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Georgíu - 31.10.2012

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Króatíu.  Leikið verður í dag gegn Georgíu og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 30.10.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Dýrmætt stig í sarpinn - 28.10.2012

Strákarnir í U19 náðu í dýrmætt stig í dag þegar þeir gerðu jafntefli við heimamenn í Króatíu í öðrum leik þeirra í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Síðasta umferðin fer fram á miðvikudaginn en þá leikur Ísland við Georgíu Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Króötum - 28.10.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið byrjunarliðið er mætir Króatíu í dag í undankeppni EM. Leikið er í Króatíu en þessar þjóðir unnu báðar fyrstu leiki sína. Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Aserar lagðir í fyrsta leik - 26.10.2012

Strákarnir í U19 byrjuðu undankeppni EM vel þegar þeir lögðu Asera í fyrsta leik sínum í undankeppninni en riðillinn er leikinn í Króatíu. Lokatölur urðu 2 - 1 og komu öll mörk leiksins í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Thjodsongur

Áhorfendamet! - Kærar þakkir fyrir stuðninginn - 26.10.2012

Áhorfendamet á kvennalandsleik var sett í gærkvöldi þegar 6.647 áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og studdu stelpurnar okkar til Svíþjóðar. Stemningin var frábær og átti stærri þátt í þessum sigri heldur en kannski flestir geta ímyndað sér.

Lesa meira
 
Hólmfríður og Sif

Afreksstyrkur til kvennalandsliðsins - 26.10.2012

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að veita íslenska kvennalandsliðinu 10 milljón króna afreksstyrk vegna glæsilegs árangurs í undankeppni EM. Sem kunnugt er tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð sem fram fer 10. – 28. júlí á næsta ári.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Aserbaídsjan í dag - 26.10.2012

Strákarnir í U19 hefja í dag leik í undankeppni EM en leikið er í Króatíu. Fyrsti leikur Íslands er gegn Aserbaídsjan og hefst hann kl. 13:30 að íslenskum tíma. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla á EM 9. nóvember - 25.10.2012

Dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM föstudaginn 9. nóvember kl. 18:30 (CET) í Gautaborg.  Dregið verður í þrjá fjögurra liða riðla þar sem liðin eru flokkuð samkvæmt árangri í undanförnum 3 EM/HM keppnum.

Lesa meira
 
2013 women

Ísland á EM! - 25.10.2012

Það var metaðsókn á k vennalandsleik í kvöld þegar Ísland lagði Úkraínu með þremur mörkum gegn tveimur. Það voru 6.647 áhorfendur sem sáu stelpurnar tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð í júlí á næsta ári. Boðið var upp á hörkuleik í kvöld þar sem íslenska liðið byrjaði betur en gestirnir gáfust alls ekki upp og jöfnuðu metin.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aron fær formlega áminningu frá landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck - 25.10.2012

Stjórn KSÍ harmar ummæli þau sem Aron Einar Gunnarsson lét falla fyrir landsleik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 12. október sl. Ummælin voru ósæmileg og á engan hátt í takt við það starf KSÍ að efla háttvísi sem og samskipti og skilning þjóða á milli.

Lesa meira
 
Úkraína

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 25.10.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Sigurður Ragnar stillir upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum og það sama má segja um mótherjana. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Ísland mætir Úkraínu - Mætum tímanlega á völlinn - 25.10.2012

Það styttist í leik Íslands og Úkraínu sem hefst á Laugardalsvelli kl. 18:30. Ljóst er að aðsókn verður góð enda sæti í úrslitakeppninni í húfi. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega á völlinn til að forðast biðraðir við innganginn en völlurinn opnar kl. 17:40. Miðasala er í gangi á midi.is og á Laugardalsvelli fram að leik. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Danskur sigur í síðasta leik - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu í dag gegn Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimastúlkur eftir að þær höfðu leitt, 2 - 0, í leikhléi. Báðar þjóðirnar höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári. Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum - 25.10.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Danmörku. Mótherjarnir í dag eru heimastúlkur en efsta sæti riðilsins er í húfi.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Úkraínu í kvöld kl. 18:30 - 25.10.2012

Ísland tekur á móti Úkraínu í kvöld í seinni umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30. Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is og einnig er hægt að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar frá kl. 13:00.

Lesa meira
 
U16-1996-0007

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2012 - 2013 - 23.10.2012

Æfingaáætlun yngri landsliða fyrir veturinn 2012 - 2013 liggur nú fyrir og má finna hana hér að neðan. Félög eru beðin um að kynna sér hana og koma henni til viðeigandi aðila til að hafa í huga við skipulagningu leikja og æfinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 og U17 kvenna - Breyttir tímar á æfingum helgarinnar - 23.10.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið æfingahópa hjá U16 og U17 kvenna en æfingar hjá þessum hópum fara fram um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
byrjunarlið Moldavía

U19 kvenna – Fimm marka sigur á Moldavíu - 22.10.2012

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Moldavíu örugglega í dag í undankeppni EM en þetta var annar leikur liðsins í riðlinum sem leikinn er í Danmörku. Lokatölur urðu 5 – 0 fyrir Ísland en þær leiddu með þremur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Úkraína - A passar gilda við innganginn - 22.10.2012

Handhafar A passa KSÍ 2012 geta sýnt passann við innganginn þegar komið er á leik Íslands og Úkraínu, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ heldur gildir skírteinið við innganginn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Úkraína - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 22.10.2012

Frítt er inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á leik Íslands og Úkraínu, seinni umspilsleiknum á milli þjóðanna þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október og hefst kl 18:30. Hægt er að framvísa viðeigandi skírteinum við innganginn og þarf því ekki að sækja miða áður á skrifstofu KSÍ.

Lesa meira
 
byrjunarlið

A kvenna - Seinni leikurinn við Úkraínu á fimmtudaginn - 22.10.2012

Stelpurnar gerðu góða ferð til Úkraínu þar sem þær lögðu heimastúlkur í hörkuleik, 2 – 3, en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er nú hafin og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma og styðja stelpurnar til Svíþjóðar. Miðasala er sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
U19-kvenna-byrjunarlid-Slovakia

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Moldavíu - 22.10.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Moldavíu í dag. Leikið verður í Esbjerg í Danmörku og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Stórt skref stigið í átt til Svíþjóðar - 20.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið steig í dag stórt skref í átt að sæti í lokakeppni EM 2013 í Svíþjóð næsta sumar. Skrefið var stigið með því að leggja Úkraínu 3-2 í Sevastopol í fyrri umspilsleik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 25. október. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Frábær fjögurra marka sigur hjá U19 kvenna - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hóf undankeppni EM með glæsibrag í fyrsta leik gegn Slóvakíu, en riðillinn fer fram í Danmörku. Fjögur mörk í síðari hálfleik tryggðu íslenskan sigur og íslenska liðið hefur þar með stimplað sig rækilega inn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið Íslands í Sevastopol - 20.10.2012

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt mætir A landslið kvenna Úkraínu í fyrri viðureign liðanna í umspili fyrir EM í dag. Leikurinn fer fram í Sevastopol og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Slóvakíu í dag - 20.10.2012

U19 landslið kvenna hefur í dag leik í undankeppni EM 2013 og fer riðill Íslands fram í Danmörku. Fyrstu mótherjarnir eru Slóvakía og hefst leikurinn kl. 10:00 í dag að íslenskum tíma. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Frá Sevastopol

Stelpurnar æfðu á keppnisvellinum í dag - 19.10.2012

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í Sevastopol í dag en þetta var lokaæfing liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á morgun. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma en aðstæður í Sevastopol eru mjög góðar og fór æfingin í dag fram í 17 stiga hita og logni

Lesa meira
 
Sevastopol

Fyrsti leikur sovéska kvennalandsliðsins fór fram í Sevastopol - 19.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir því úkraínska í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Leikið verður í hafnarborginni Sevastopol sem er sunnarlega í Úkraínu, við Svartahafið.

Lesa meira
 
Kirsi Heikkinen

Kirsi Heikkinen dæmir Úkraína - Ísland - 19.10.2012

Það verður hin finnska, Kirsi Heikkinen, sem dæmir leik Úkraínu og Íslands í umspili fyrir úrslitakeppni EM en leikið verður í Sevastopol í Úkraínu á morgun kl. 13:00. Kirsi er einn fremstu dómurum í alþjóðaboltanum en hún dæmdi t.a.m. undanúrslitaleik Frakka og Bandaríkanna á HM á síðasta ári sem og úrslitaleik Meistaradeildar UEFA kvenna árið 2010. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Stelpurnar héldu til Danmerkur í morgun - 18.10.2012

Stelpurnar í U19 héldu í morgun til Danmerkur en þar leika þær riðil sinn í undankeppni EM, dagana 20. - 25. október. Fyrsti leikur verður á laugardaginn þegar leikið verður við Slóvakíu og mótherjar mánudagsins verður Moldavía.

Lesa meira
 
ISL_01

U19 karla - Hópurinn sem fer til Króatíu - 18.10.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM síðar í þessum mánuði, 26. - 31. október. Leikið verður í Króatíu og verða mótherjarnir, ásamt heimamönnum, Aserbaídsjan og Georgía. Lesa meira
 
Hólmfríður og Sif

Ísland mætir Úkraínu í umspilsleikjum - Miðasala hafin - 17.10.2012

Framundan eru tveir umspilsleikir hjá íslenska kvennalandsliðinu þar sem leikið er um sæti í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð. Fyrri leikurinn er ytra nú á laugardaginn en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30.

Lesa meira
 
Tolfan

Þökkum frábæran stuðning - 17.10.2012

Þrátt fyrir að ekki hafi nást stig á Laugardalsvelli í gærkvöldi er svo sannarlega hægt að gleðjast yfir góðum stuðningi frá áhorfendum sem mættu vel á völlinn og létu vel heyra í sér. Stuðningssveitin Tólfan var þar fremst í flokki og fékk áhorfendur með sér í stuðninginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar framundan hjá U16 og U17 karla - 17.10.2012

Um helgina fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og Egilshöllinni. Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Stelpurnar héldu utan í morgun - 17.10.2012

Íslenska kvennalandsliðið hélt utan snemma í morgun áleiðis til Sevastopol í Úkraínu þar sem leikið verður gegn heimastúlkum í umspilsleik fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð á laugardaginn. Leikið verður heima og heiman og verður seinni leikurinn hér á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Svissneskur sigur í Laugardalnum - 16.10.2012

Svisslendingar höfðu betur gegn Íslendingum í kvöld á Laugardalsvelli þegar liðin mættust í undankeppni HM. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Næsti leikur íslenska liðsins í riðlinum verður gegn Slóveníu ytra, 22. mars.

Lesa meira
 
Kypur

Byrjunarliðið gegn Sviss - 16.10.2012

Lars Lägerback, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svisslendingum á Laugardalsvelli kl. 18:30 í undankeppni HM. Ein breyting er á liðinu frá því í leiknum gegn Albaníu, Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn í liðið í stað Arons Einars Gunnarssonar sem er í leikbanni. Lesa meira
 
Jónas Sigurðsson

Jónas Sigurðsson og félagar hita upp fyrir leik - 16.10.2012

Fyrir leik Íslands og Sviss í kvöld mun Jónas Sigurðsson og lítill hópur úr Lúðrasveit Þorlákshafnar hita upp með nokkrum lögum.  Það er því um að gera að mæta tímanlega á völlinn til að hlýða á þessa frábæru tónlist Jónasar og félaga.

Lesa meira
 
Throttur

Styttist í leik - 16.10.2012

Það styttist í leik gegn Sviss en írski dómarinn, Alan Kelly, flautar til leiks kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Veðurspáin fyrir kvöldið er góð en, eins vera ber í október, er betra að vera vel klæddur og öskra í sig hita. Eins og sjá má á myndum, leit völlurinn vel út í morgun en bar þess líka merki að vetur konungur er handan við hornið. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Sviss - Mætum tímanlega á völlinn - 16.10.2012

Eins og öllum er kunnugt er leikur Íslands og Sviss í undankeppni HM í kvöld kl. 18:30 á Laugardalsvelli. Miðasala á leikinn gengur mjög vel og má búast við þéttsetnum velli. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn til að forðast langar biðraðir. Völlurinn opnar klukkutíma fyrir leik, kl. 17:30.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Toppslagur í Laugardalnum - 15.10.2012

Ísland tekur á móti Sviss í undankeppni HM á Laugardalsvelli þriðjudaginn 16. október, kl. 18:30. Þarna eigast við þjóðirnar sem eru í efstu sætum riðilsins, Sviss hefur 7 stig en Ísland 6 stig eftir þrjá leiki. Miðasala á leikinn gengur vel og er hægt að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Miðasala á leikdag hefst kl. 10:00 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason

Pálmi Rafn og Rúnar Már koma inn í A-landsliðið - 14.10.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið tvo leikmenn í landsliðshópinn fyrir leikinn við Sviss á þriðjudag. Rúnar Már Sigurjónsson úr Val og Pálmi Rafn Pálmason, sem koma í stað Arons Einars Gunnarssonar, sem er í leikbanni, og Helga Vals Daníelssonar, sem hefur átt við veikindi að stríða. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Frækinn sigur í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar unnu sigur á Albönum í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Tirana. Lokatölur urðu 1 - 2 eftir að hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleiknum. Erfiðar aðstæður settu mark sitt á leikinn og var óvíst um tíma hvort hægt væri að klára leikinn vegna vallaraðstæðna.  Næsti leikur liðsins er á þriðjudaginn á Laugardalsvelli þegar leikið verður gegn Sviss. Lesa meira
 
Lars Lagerbäck á blaðamannafundi eftir leik við Albaníu

Frá blaðamannafundi eftir sigur á Albönum - 12.10.2012

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn við Albani.  „Við erum komnir með 6 stig. Auðvitað hefði ég heldur viljað vera með 9 stig eftir þrjá leiki, en ég er sáttur. Það geta allir unnið alla í þessum riðli, ég hef sagt það áður, og Albanía á eftir að fá stig hér á heimavelli."

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Ísland mætir Albaníu í dag í Tirana - 12.10.2012

Íslendingar sækja Albani heim í dag og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Leikurinn er í undankeppni HM og verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending þar kl. 16:50. Lesa meira
 
Tolfan

Miðasala í fullum gangi á Ísland - Sviss - 11.10.2012

Framundan er annar heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 og nú tökum við vel á móti Svisslendingum í Laugardalnum. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október og hefst kl. 18:30. Stemningin á fyrsta heimaleik Íslands gegn Noregi var með eindæmum góð og gaf íslenska liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland – Sviss - Miðar fyrir handhafa A-passa - 11.10.2012

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland – Sviss í undankeppni HM 2014 afhenta mánudaginn 15. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Gunnar Guðmundsson

U17 karla - Gunnar Guðmundsson hættir sem þjálfari - 10.10.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur ákveðið að færa sig um set í þjálfun og hefur því ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ um þjálfun U17 karlalandsliðsins. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög