Landslið

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

A karla - Arnór Sveinn í hópinn - 31.8.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni fyrir HM 2014. Arnór Sveinn Aðalsteinsson úr Hönefoss kemur inn í hópinn í stað Indriða Sigurðssonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
ARBITRE_GAUTHIER_230411

Franskir dómarar á Ísland - Noregur 7. september - 30.8.2012

Það verða franskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Noregi í undankeppni HM 2014. Þetta er fyrsti leikur Íslands í keppninni og fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Staðfestur leiktími á lokaleikinn gegn Noregi - 30.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt um leiktíma á leik Noregs og Íslands í undankeppni EM kvenna 2013.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 19. september á Ullevaal vellinum í Osló og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19-karla-gegn-Svium

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Eistlandi - 30.8.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi. Leikirnir fara fram föstudaginn 7. september kl. 15:00 á Víkingsvelli og sunnudaginn 9. september á Grindavíkurvelli kl. 16:00.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Miðasala á Ísland - Noregur gengur vel - 28.8.2012

Miðasala á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni HM 2014 gengur vel. Fólk er því hvatt til að tryggja sér miða tímanlega og nýta þann afslátt sem miðakaup á netinu gefa. Sérstaklega er vakin athygli á því að kaup á miðum í hólf A og I í forsölu gefa kr. 1.000 í afslátt frá fullu verði. Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

Landsliðshópurinn gegn Noregi og Kýpur - 28.8.2012

A landslið karla mætir Noregi og Kýpur í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2014 í byrjun september.  Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið hóp sinn fyrir þessa leiki, sem er skipaður 22 leikmönnum.  Leikmennirnir koma frá félagsliðum í átta löndum.

Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA 2012

Háttvísidagar FIFA 2012 - 28.8.2012

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 16. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997. Að þessu sinni urðu dagarnir 7. til 11. september fyrir valinu, en á því tímabili fara m.a. fram landsleikir um allan knattspyrnuheiminn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 landsliðshópur kvenna til Slóveníu - 27.8.2012

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp 18 leikmanna fyrir undankeppni EM 2013. Riðill Íslands fer fram í Slóveníu í byrjun september og er Ísland í riðli með Slóveníu, Tékklandi og Eistlandi.

Lesa meira
 
NOR

Norðmenn tilkynna landsliðshópinn gegn Íslandi - 27.8.2012

Norska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt þann landsliðshóp sem þjálfarinn Egil Drillo Olsen hafur valið fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvellinum 7. september næstkomandi. Níu leikmenn í hópnum leika utan Skandinavíu.

Lesa meira
 
Ullevaal

A kvenna - Noregur mætir Íslandi á Ulleval vellinum í Osló - 22.8.2012

Eins og öllum er kunnugt er íslenska kvennalandsliðið í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013. Liðið er í efsta sæti riðilsins, einu stigi á undan Noregi, þegar tveir leikir eru eftir hjá liðunum í riðlinum.  Noregur tekur á móti Íslandi í lokaleiknum í riðlinum og hefur norska knattspyrnusambandið nú ákveðið, m.a. vegna mikilvægi leiksins, að leika hann í Osló, nánar tiltekið á Ulleval vellinum

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala í gangi á leik Íslands og Noregs - Norðmenn fjölmenna - 20.8.2012

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvellinum föstudaginn 7. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 18:45 og má búast við mikilli stemmningu eins og venjan er þegar þessar frændþjóðir mætast.  Mikil áhugi er á leiknum í Noregi en Norðmenn hafa rétt á 1.000 miðum á leikinn. Norska knattspyrnusambandið hefur þegar selt 700 miða á þennan leik. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 16. sæti á styrkleikalista FIFA - 17.8.2012

A landslið kvenna fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem kom út í dag og er Ísland nú í 16. sæti listans. Ísland er í 9. sæti á meðal Evrópuþjóða. Hæsta staða Íslands frá upphafi á heimslistanum er 15. sæti Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Miðasalan á Ísland-Noregur er hafin - 16.8.2012

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvellinum 7. september í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 18:45 og má búast við mikilli stemmningu eins. Miðasalan er hafin á midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða sem fyrst.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Kærar þakkir fyrir góða mætingu og öflugan stuðning! - 16.8.2012

Leikmenn, þjálfarar og aðrir aðstandendur A landsliðs karla vilja koma á framfæri einlægum þökkum fyrir mætinguna og stuðninginn á leiknum við Færeyinga á miðvikudag.  Stuðningur áhorfenda var öflugur og Tólfan lét afar vel í sér heyra.

Lesa meira
 
Ísland - Færeyjar 2012 (Gunnlaugur Rögnvaldsson)

Góður tveggja marka sigur á Færeyingum - 15.8.2012

A landslið karla vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum. Þetta far fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og jafnframt fyrsti sigurleikurinn síðan hann tók við þjálfun liðsins.  Kolbeinn Sigþórsson gerði bæði mörk íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Færeyingum í kvöld - 15.8.2012

Fyrsti heimaleikur A landsliðs karla undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á laugardalsvellinum kl. 19:45 í kvöld, miðvikudagskvöld. Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarlið Íslands og uppstillingu þess. Það þarf ekki að koma á óvart að leikkerfið sé 4-4-2.

Lesa meira
 
Lars Olsen

Um helmingur leikur utan Færeyja - 14.8.2012

Færeyski landsliðshópurinn sem mætir Íslendingum í vináttuleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag kl. 19:45 er öflugur og tæplega helmingur leikmannanna er á mála hjá erlendum félagsliðum. Einn þeirra leikur á Íslandi.  Þjálfarinn Lars Olsen lék 84 landsleiki fyrir Danmörku.

Lesa meira
 
Frá æfingu - Ingvar Jónsson markvörður og Guðmundur Hreiðarsson þjálfari markvarða

Strákarnir ætla sér sigur - 14.8.2012

A landslið karla mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:45. Þetta er síðasti æfingaleikurinn áður en undankeppni HM 2014 hefst í september. Ísland teflir fram sterku liði og ljóst að menn vilja sanna sig fyrir þjálfaranum. Lesa meira
 
Hallgrímur Jónasson

Hallgrímur Jónasson ekki með á miðvikudag - 11.8.2012

Hallgrímur Jónasson hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Haddi, eins og hann er jafnan kallaður, hefur því miður ekki náð sér fyllilega af meiðslum sem hann hefur verið að stríða við.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla tapaði í vítakeppni gegn Færeyingum - 11.8.2012

U17 landslið karla lék í dag lokaleik sinn á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum. Leikið var gegn heimamönnum um 7.-8. sæti mótsins. Hvort lið um sig skoraði eitt mark í fyrri hálfleik og þar við sat í markaskorun. Færeyingar höfðu svo betur í vítakeppni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Færeyingum á laugardag - 10.8.2012

U17 landslið karla mætir Færeyingum í leik um 7.-8. sæti Opna Norðurlandamótsins á laugardag kl. 11:00 að íslenskum tíma, en mótið fer einmitt fram í Færeyjum og þar taka m.a. þátt bæði U17 og U19 landslið heimamanna.  Byrunarlið Íslands hefur verið opinberað. Lesa meira
 
Sölvi með ungum aðdáendum í Danmörku

Sölvi Geir ekki með gegn Færeyjum - 10.8.2012

Sölvi Geir Ottesen á við meiðsli að stríða og getur ekki verið með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum við Færeyinga á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Ekki verður kallaður annar leikmaður í hópinn í stað Sölva Geirs Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót drengja 2012 fer fram 17.-19. ágúst - 10.8.2012

Úrtökumót drengja (árgangur 1997) fer fram helgina 17.-19. ágúst næstkomandi að Laugarvatni. Alls hafa á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á úrtökumótið að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Aðgöngumiðar á Ísland-Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 10.8.2012

Handhafar A-passa 2012 frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyjar afhenta þriðjudaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Færeyjar - 10.8.2012

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst næstkomandi kl. 19:45.  Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu KSÍ á mánudag og þriðjudag. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 7. - 8. sætið á Opna NM - 10.8.2012

U17 landslið karla tapaði á fimmtudag lokaleik sínum í riðlakeppni Opna NM, sem fram fer í Færeyjum. Mótherjarnir voru Danir, sem unnu 2-0 sigur með mörkum á 8. og 39. mínútu, leiddu.  Ísland leikur við Færeyjar um 7.-8. sætið í mótinu.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Yngri flokkum og forráðamönnum boðið á Ísland-Færeyjar - 9.8.2012

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst og hefst kl. 19:45. Lesa meira
 
Tólfan

Ný Facebook-síða Tólfunnar - 8.8.2012

Flestir þeir sem lagt hafa leið sína á Laugardalsvöllinn til að styðja við landsliðin okkar kannast við stuðningsmannahópinn Tólfuna. Nú þegar landsleikjahrina haustsins nálgast er Tólfan að vakna aftur til lífsins og hefur ný Facebook-síða Tólfunnar verið sett upp.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen bætti markamet Ríharðs Jónssonar með því að skora tvö mörk gegn Lettum í október 2007

Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur í landsliðshópinn - 8.8.2012

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Færeyinga á miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 130. sæti á FIFA-listanum - 8.8.2012

Ísland er í 130. sæti á mánaðarlegum styrkleikalista FIFA fyrir A landslið karla og fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Annars er almennt lítið um breytingar á listanum milli mánaða og þá sérstaklega við topp listans.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tap U17 gegn U19 liði Færeyja - 8.8.2012

U17 landslið karla tapaði á þriðjudag gegn U19 liði Færeyinga á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum. Lokatölur leiksins urðu 3-1 fyrir heimamenn, sem leiddu með einu marki í hálfleik. Mark Íslands kom undir lok leiksins. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Sjö breytingar á byrjunarliði U17 karla á NM - 7.8.2012

U17 landslið karla leikur annan leik sinn á Opna NM í dag og eru mótherjarnir U19 landslið Færeyinga, heimamanna.  Sjö breytingar eru gerðar á á byrjunarliði Íslands frá tapleiknum gegn Svíum í gær, sem þýðir að allir þeir leikmenn sem ekki byrjuðu gegn Svíum byrja í dag. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

2-2 jafntefli gegn Skotum - 7.8.2012

Skotland og Ísland mættust í U23 landsliðum kvenna á sunnudag og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland teflir fram U23 liði. Lokatölur leiksins urðu 2-2 og kom jöfnunarmark Skota seint í leiknum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Sænskur sigur í fyrsta leik U17 karla á Opna NM - 6.8.2012

Fyrsta umferð Opna NM U17 karla fór fram í dag, mánudag, og voru mótherjar Íslands Svíar, sem þykja hafa á sterku liði að skipa. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og hálfleiksstaðan 1-1 endurspeglaði þá stöðu.  Eina mark síðari hálfleiks kom svo á 46. mínútu, sigurmark Svía.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum kl. 14:00 - 4.8.2012

Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Skotum en leikurinn fer fram í Glasgow. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er einn nýliði sem hefur leikinn, Glódís Perla Viggósdóttir.

Lesa meira
 
EURO 2012

Hagnaður af EM 2012 til félagsliða - 2.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Í fyrsta sinn fá félög sem áttu leikmenn í undankeppninni framlag Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 2012 á Laugarvatni 10. - 12. ágúst - 1.8.2012

Framundan er úrtökumót stúlkna (fæddar 1997) sem fer fram helgina 10. - 12. ágúst næstkomandi á Laugarvatni. Hér að neðan má sjá dagskrá, nafnalista og ýmsar hagnýtar upplýsingar.

Lesa meira
 
Gudmunda-Brynja

U23 kvenna - Guðmunda Brynja kölluð í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á U23 hópnum sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Glasgow, sunnudaginn 5. ágúst. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi kemur inn í hópinn í stað Sigrúnar Ellu Einarsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Hópurinn gegn Færeyingum tilkynntur - 1.8.2012

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 19:45. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir þann 7. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Harpa-Thorsteinsdottir

A kvenna - Harpa kölluð inn í hópinn - 1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Hörpu Þorsteinsdóttur úr Stjörnunni í A landsliðshópinn er mætir Skotum í vináttulandsleik ytra þann 4. ágúst næstkomandi. Harpa kemur í stað Katrínar Jónsdóttur sem getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög