Landslið

U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Færeyjum - 25.7.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu í Færeyjum, dagana 5. - 12. ágúst. Ísland er þar í riðli með Svíþjóð, Danmörku og U19 liði heimamanna. Fyrsti leikurinn verður gegn Svíum, mánudaginn 6. ágúst.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Færeyja 15. ágúst - 24.7.2012

Íslendingar taka á móti frændum sínum Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 15. ágúst, hefst kl. 19:45 og er miðasala á leikinn hafin. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir þann 7. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Oliver-madur-motsins

U19 karla - Oliver valinn bestur á Svíþjóðarmótinu - 23.7.2012

Strákarnir í U19 fóru, sem kunnugt er, með sigur af hólmi á Svíþjóðarmótinu sem lauk um helgina. Auk Íslands og heimamanna léku þar Rúmenar og Norðmenn. Að loknum móti völdu mótshaldarar Oliver Sigurjónsson sem besta leikmann mótsins en hann var fyrirliði liðsins sem vann 2 leiki og gerði að lokum jafntefli við Norðmenn. Lesa meira
 
U19-karla-gegn-Svium

U19 karla - Efsta sætið á Svíþjóðarmótinu tryggt - 21.7.2012

Strákarnir í U19 gerðu í dag jafntefli í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu og voru Norðmenn mótherjarnir. Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Norðmenn höfðu leitt í leikhléi. Jafnteflið dugði íslenska liðinu til að tryggja sér efsta sætið á þessu fjögurra þjóða æfingamóti en auk ofangreindra þjóða, eru Svíar og Rúmenar þátttakendur.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Góður sigur á Svíum - 19.7.2012

Strákarnir í U19 halda áfram góðu gengi sínu á Svíþjóðarmótinu en heimamenn voru mótherjarnir í dag. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Hópurinn kynntur hjá A og U23 landsliði kvenna - 19.7.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag kynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hópa hjá A og U23 landsliðum kvenna. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Skotum í Glasgow, 4. og 5. ágúst.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið er mætir Svíum í dag - 19.7.2012

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik á Svíþjóðarmótinu og eru heimamenn mótherjar dagsins í leik sem hefst kl. 17:00.  Ísland lagði Rúmena í fyrsta leik sínum á þriðjudaginn en þá gerðu Svíar og Norðmenn jafntefli, 1 - 1.  Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Frábær byrjun á Svíþjóðarmótinu - 17.7.2012

Strákarnir í U19 karla hófu í dag leik á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mættu Rúmenum. Íslenska liðið vann öruggan sigur, 4 - 1 eftir að staðan hafði verið 2 - 1 í leikhléi.  Öruggur og sannfærandi sigur hjá íslenska liðinu sem leikur aftur á fimmtudaginn þegar heimamenn í Svíþjóð verða mótherjarnir.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið er mætir Rúmenum í dag - 17.7.2012

Strákarnir í U19 verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Rúmenum á Svíþjóðarmótinu en þetta er fyrsti leikur liðsins á mótinu. Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leik í dag.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Góður sigur á Dönum - 14.7.2012

Stelpurnar í U16 unnu góðan sigur á stöllum sínum frá Danmörku í morgun en leikið var um 7. sæti á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum. Ísland hafnaði því í 7. sæti á mótinu.

Lesa meira
 
U16-gegn-Frokkum

U16 kvenna - Frakkarnir reyndust sterkari - 12.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu lokaleik sínum í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins sem fram fer í Noregi. Frakkar voru mótherjarnir og fór þeir með sigur af hólmi, 4 - 0, eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Ísland leikur gegn Dönum á laugardaginn um 7. sætið.

Lesa meira
 
U16-gegn-Svithjod

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 12.7.2012

Stelpurnar í U16 leika síðasta leik sinn í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins í dag þegar þær mæta Frökkum og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið Lesa meira
 
U16-gegn-Svithjod

U16 kvenna - Tap í kaflaskiptum leik gegn Svíum - 10.7.2012

Stelpurnar í U16 töpuðu í dag gegn sænskum stöllum sínum en þetta var annar leikur liðsins á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Svía eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Lokaleikur Íslands verður svo gegn Frökkum, fimmtudaginn 12. júlí.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 10.7.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Ísland tapaði gegn Finnum í fyrsta leiknum, 0 - 1, en Svíar unnu Frakka í sínum fyrsta leik með sömu markatölu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn sem fer á Svíþjóðarmótið - 9.7.2012

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn sem fer til Svíþjóðar og leikur þar á Svíþjóðarmótinu. Mótið fer fram dagana 17. - 21. júlí og verða mótherjarnir, auk heimamanna, frá Rúmeníu og Noregi. Lesa meira
 
U16-kvenna-byrjunarlidid

U16 kvenna - Naumt tap gegn Finnum - 9.7.2012

Stelpurnar í U16 léku sinn fyrsta leik í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Mótherjarnir voru frá Finnlandi og höfðu þær finnsku betur, 0 - 1, og kom markið í fyrri hálfleik.  Næsti leikur liðsins á mótinu er strax á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið við Svía.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum - 9.7.2012

Stelpurnar í U16 hefja í dag leik á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Fyrsti leikurinn verður gegn Finnum og hefst hann kl. 12:45 að íslenskum tíma. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Breyting á hópnum - 5.7.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum hjá U16 kvenna en liðið leikur á Opna Norðurlandamótinu í Noregi sem hefst 9. júlí. Úlfar hefur valið Esther Rós Arnarsdóttur úr Breiðabliki í hópinn í stað Hrefnu Þ. Leifsdóttur.

Lesa meira
 
Hvolsvollur-lofmynd

Frá KFR í landsliðið - 5.7.2012

Þrír leikmenn sem valdir hafa verið í U16 ára landslið kvenna sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu í Noregi nú í júlí hófu knattspyrnuferil sinn með yngri flokkum KFR, en þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir. Bergrún og Hrafnhildur leika núna með ÍBV en Katrín með Selfossi.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 4.7.2012

A landslið karla er í 129. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um tvö sæti frá því í síðasta mánuði. Evrópuþjóðir eru áberandi í efstu sætum listans og eru 8 af 10 efstu þjóðunum aðilar að UEFA, hinar tvær þjóðirnar eru Suður-amerískar.

Lesa meira
 
EURO 2012

100 milljónir evra til evrópskra félagsliða - 2.7.2012

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega.  Þetta þýðir að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðshópum Íslands í leikjum í undankeppninni fá greiðslur.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög