Landslið

UEFA EM A-landsliða kvenna

Öruggur íslenskur sigur í Lovech - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Búlgörum í dag í undankeppni EM en leikið var í Lovech. Lokatölur urðu 0 – 10 eftir að íslenska liðið hafði leitt með þremur mörkum í leikhléi. Liðið er því komið á topp riðilsins að nýju.

Lesa meira
 
Open-Nordic

U16 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 21.6.2012

Nýráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna, Úlfar Hinriksson, hefur valið hópinn sem tekur þátt á Opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Noregi dagana 9. - 14. júlí. Ísland er þar í riðli með Finnum, Frökkum og Svíum.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Ísland mætir Búlgaríu - Byrjunarliðið tilbúið - 21.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í dag kl. 15:00. Leikurinn er liður í undankeppni EM og fer fram í borginni Lovech í Búlgaríu. Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland mætir Búlgaríu í dag kl. 15:00 - 21.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið mætir stöllum sínum frá Búlgaríu í dag í undankeppni EM og verður leikið í Lovech í Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA. 

Lesa meira
 
Gudni-og-konurnar

Guðni og konurnar - 20.6.2012

Eins og vonandi flestum er kunnugt þá var kvenréttindadagurinn í gær, 19. júní, en þá voru 97 ár síðan að konur fengu kosningarétt til Alþingis.  Þessi kvenréttindadagur var ofarlega í huga Guðna Kjartanssonar í Búlgaríu og kom hann færandi hendi með bleikar rósir. Lesa meira
 
Bulgaria

Stelpurnar mæta Búlgörum - Viðtal við Sigurð Ragnar - 20.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið er í Búlgaríu þar sem liðið undirbýr sig nú undir mikilvægan leik gegn heimastúlkum í undankeppni EM. Fer leikurinn fram í Lovech, fimmtudaginn 21. júní og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Heimasíðan heyrði í Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á milli æfinga.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um helgina hjá U17 karla - 18.6.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 34 leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara um komandi helgi. Æfingarnar verða á gervigrasinu fyrir utan Kórinn, laugardag og sunnudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Stelpurnar farnar til Búlgaríu - 18.6.2012

Kvennalandsliðið hélt í morgun til Búlgaríu þar sem leikið verður við heimastúlkur í undankeppni EM á fimmtudaginn. Leikið verður í Lovech í Búlgaríu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Öruggur sigur á Ungverjum - 16.6.2012

Íslenska kvennalandsliðið vann góðan sigur á Ungverjum í undankeppni EM en leikið var á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Ísland og leiddu stelpurnar með tveimur mörkum í leikhléi.  Búlgarir eru næstu mótherjar íslenska liðsins og fer leikurinn fram fimmtudaginn, 21. júní.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Ísland - Ungverjaland - Byrjunarlið Íslands tilbúið - 16.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Ungverjum í leik sem er liður í undankeppni EM. Leikið er á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní, og hefst leikurinn kl. 16:00.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland - Ungverjaland á laugardaginn - Allir á völlinn! - 15.6.2012

Stelpurnar taka á móti Ungverjum í undankeppni EM, laugardaginn 16. júní, á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.  Það er því ljóst að stelpurnar munu spila til sigurs því möguleikinn á sæti í úrslitakeppni EM 2013 er mikill. Stuðningur áhorfenda getur því skipt sköpum á Laugardalsvelli á laugardaginn því mikið er í húfi.

Lesa meira
 
Hlin-Gunnlaugsdottir

A kvenna - Hlín Gunnlaugsdóttir í hópinn - 15.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum og Búlgörum í undankeppni EM. Hlín Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki kemur inn í hópinn í stað Soffíu Gunnarsdóttur sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Ungverjaland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja - 14.6.2012

Frítt verður inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á landsleik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00. Með því að framvísa viðeigandi skírteinum geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar komist frítt inn Lesa meira
 
Icelandair

Hittir einhver markslána í hálfleik á laugardag? - 13.6.2012

Í hálfleik á viðureign Íslands og Ungverjalands á laugardag munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri en skemmtilegri þraut. Þrautin felst í því að spyrna knetti frá vítateigsboganum með það fyrir augum að hitta þverslána og vinna þannig ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Lesa meira
 
Cristina-Dorcioman

Ísland - Ungverjaland - Dómarar frá Rúmeníu - 13.6.2012

Það verða dómarar frá Rúmeníu sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Rakel-Logadottir

A kvenna - Rakel Logadóttir kölluð inn í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert aðra breytingu á landsliðshópnum er mætir Ungverjum á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní. Rakel Logadóttir úr Val kemur inn í hópinn í stað Hallberu Guðnýjar Gísladóttur sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Sandra María Jessen

A kvenna - Sandra María í hópinn - 13.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum í undankeppni EM á laugardaginn. Sandra María Jessen úr Þór kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Katrínar Ásbjörnsdóttur, sem er meidd.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tap gegn Norðmönnum í Drammen - 13.6.2012

U21 landslið karla tapaði í gær gegn Norðmönnum, en liðin mættust á Marienlyst Stadion í Drammen. Norska liðið sótti mun meira í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Sigurmarkið kom þegar aðeins um 5 mínútur voru eftir af leiknum.

Lesa meira
 
U21-karla-gegn-Aserum

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi - 12.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norðmönnum í dag. Leikið er í Drammen, Marienlyst gervigrasvellinum sem er heimavöllur norska félagsins Strömsgodset. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig er minnt á beina textalýsingu af heimasíðu UEFA.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Leikið við Noreg í dag - 12.6.2012

Strákarnir í U21 mæta Norðmönnum í dag í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Drammen. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
756e3d3a-d65a-45fe-b544-a3d04365141c_L

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland-Ungverjaland - 11.6.2012

Stelpurnar taka á móti Ungverjum í undankeppni EM, laugardaginn 16. júní, á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.  Miðasala á leikinn er hafin og er miðaverð á leikinn 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri. 

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Sandra valin í hópinn - 8.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið Söndru Sigurðardóttur úr Stjörnunni í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu. Sandra kemur í stað Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
U17kv2002-0006

U16 kvenna - Undirbúningsæfingar fyrir Norðurlandamót - 8.6.2012

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp fyrir Norðurlandamótið sem fer í Noregi í júlí. Úlfar velur 33 leikmenn fyrir þessar æfingar sem fara fram 15. og 16. júní.

Lesa meira
 
31a6e874-5f23-4cd0-a152-90fbe896f949_L

A kvenna - Hópurinn fyrir leiki gegn Ungverjum og Búlgörum valinn - 7.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn er mætir Ungverjum og Búlgörum síðar í þessum mánuði. Leikið verður við Ungverja á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní en við Búlgari í Lovech, fimmtudaginn 21. júní.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Andri og Arnór koma inn í hópinn - 6.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Noregi í undankeppni EM en leikið verður í Drammen, þriðjudaginn 12. júní. Inn í hópinn koma þeir Andri Adolpsson úr ÍA og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið stendur í stað - 6.6.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er karlalandslið Íslands í 131. sæti listans og stendur í stað frá því að síðasti listi var gefinn út. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti en Uruguay veltir Þjóðverjum úr öðru sæti listans.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Svekkjandi tap á KR vellinum - 5.6.2012

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Aserum í undankeppni EM í kvöld en leikið var á KR vellinum. Lokatölur urðu 1 - 2 gestunum í vil eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi. Sigurmark Asera kom í uppbótartíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Aserum - 5.6.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Aserum í kvöld á KR velli kl. 19:15. Leikurinn er í undankeppni EM en Aserar höfðu betur þegar þessar þjóðir mættust ytra í febrúar á þessu ári.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Aserbaídsjan - 5.6.2012

Ísland og Aserbaídsjan mætast í kvöld í undankeppni EM U21 karla og hefst leikurinn kl. 19:15 á KR velli. Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Einnig er frítt inn fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og geta þeir framvísað viðeigandi skírteinum við innganginn. Handhafar A skírteina geta einnig framvísað skírteinum við innganginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Sigurður Ragnar sá landsliðskonur í Svíþjóð - 4.6.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var um helgina um Svíþjóð þar sem hann fylgdist með nokkrum landsliðskonum leika í sænsku úrvalsdeildinni. Framundan hjá kvennalandsliðinu er hörkubarátta um sæti í EM 2013 og er næsta verkefni hér á Laugardalsvelli þegar tekið verður á móti Ungverjum. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Aserbaídsjan - 4.6.2012

Strákarnir í U21 taka á móti Aserum á KR velli og fer leikurinn fram þriðjudaginn 5. júní og hefst kl. 19:15. Leikurinn er liður í undankeppni EM en íslenska liðið er sem stendur í neðsta sæti riðilsins með 3 stig eftir fimm leiki. Aserar eru sætinu yfir ofan, hafa 4 stig eftir fimm leiki.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandsliðið í 17. sæti - 1.6.2012

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag, er íslenska kvennalandsliðið í 17. sæti og fellur niður um 2 sæti frá síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista og eru Bandaríkin á toppnum en Þjóðverjar skammt á eftir.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög